Dagur - 19.01.1996, Blaðsíða 15
IÞROTTIR
Föstudagur 22. desember 1995 - DAGUR - 15
FROSTI EIÐSSON
Karfa - úrvalsdeild:
Tindastóll skrefi nær
sæti í úrslitakeppninni
- Þórsarar töpuðu með 16 stigum í Njarðvík
Fred Williams átti
góðan leik með
Þórsurum gegn
Njarðvík en það
dugði Akureyrarlið-
inu ekki til sigurs á
Suðurnesjunum.
Mynd: BG
Handknattleikur- Landsliðshópar:
Björgvin eini nýliðinn
Björgvin Björgvinsson, horna-
maður í KA, er eini nýliðinn í
landsliðshóp sem valinn var fyr-
ir Lotto-keppnina sem fram fer í
Noregi 31. janúar - 4. febrúar.
Þorbjörn Jensson valdi Qórtán
menn til fararinnar og var valið
tilkynnt á blaðamannafundi í
gær. Þrír KA- menn voru valdir
í hópinn, en það voru auk Björg-
vins þeir Patrekur Jóhannesson
og Leó Örn Þorleifsson.
Annars er hópurinn þannig
skipaður, landsléikjafjöldi er inn-
an sviga:
Markverðir: Guðmundur
Hrafnkelsson Val (234) og Bjarni
Frostason Haukum (5).
Aðrir leikmenn: Bjarki Sig-
urðsson UMFA (169), Dagur Sig-
urðsson Val 45), Ólafur Stefáns-
son Val (29), Patrekur Jóhannes-
son KA (102), Valdimar Gríms-
son Selfossi (197), Róbert Sig-
hvatsson UMFA (18), Einar
Gunnar Sigurðsson Selfossi (105),
Gunnar Andrésson UMFA (25),
Jason Ólafsson (leikur á Ítalíu -
5), Leó Örn Þorleifsson KA (4),
Davíð Ólafsson Val (2) og Björg-
vin Björgvinsson KA (0).
Fimm þjóðir taka þátt í mótinu.
Islenska liðið leikur sinn fyrsta
leik í keppninni gegn Noregi en á
eftir fylgja síðan leikir við Júgó-
slavíu, Rúmeníu og Danmörku.
Kvennalið valið
íslenska kvennalandsliðið mun
leika tvo leiki gegn Rússlandi
dagana 3.-4. febrúar og eru leik-
irnir liður í undankeppni EM, þar
sem liðin eru í riðli með Svíþjóð
og Hollandi.
Kristján Halldórsson valdi fjór-
tán manna hóp og er hann skipað-
ur eftirtöldum leikmönnum.
Markverðir: Helga Torfadóttir
Víkingi, Fanney Rúnarsdóttir
Stjörnunni, Hjördís Guðmunds-
dóttir Rödovre.
Aðrir leikmenn: Guðný Gunn-
steinsdóttir, Herdís Sigurbergs-
dóttir báðar úr Stjörnunni, Svava
Sigurðardóttir og Halla M. Helga-
dóttir Víkingi, Hulda Bjarnadóttir
og Auður Hermannsdóttir Hauk-
um, Brynja Steinsen KR, Andrea
Atladóttir ÍBV, Björk Ægisdóttir
FH, Sonja Jónsdóttir Val og Þór-
unn Garðarsdóttir Fram.
UM HELGINA
Karfa:
Einvígi hjá
norðanliðum
Liðin af Norðurlandi sem leika í
úrvalsdeildinni í körfuknattleik,
Þór og Tindastóll, mætast í
íþróttahöllinni á Akureyri á rnorg-
un og hefst leikur liðanna klukkan
16.
Handbolti:
Þórsarar mæta BÍ
Lið Þórs, sem leikur í 2. deild
karla í handknattleik, leikur gegn
BÍ í kvöld og er það fyrsti leikur
Þórsara eftir um mánaðar jólafrí.
Leikur liðanna fer fram í Iþrótta-
höllinni og liefst klukkan 20:30.
Þórsarar eru sem stendur í þriðja
sæti deildarinnar en BÍ er í jrriðja
sætinu neðanfrá.
KA leikur við FH
Topplið 1. deildarinnar í hand-
knattleik, KA, leikur gegn FH á
sunnudagskvöldið. Leikur liðanna
hefst klukkan 20 í KA-heimilinu.
Íshokkí:
Fyrsti leikur SA
Skautafélag Akureyrar leikur sinn
fyrsta leik á Íslandsmótinu á
morgun er liðið mætir Birninum.
Leikurinn sem upphaflega var
settur á klukkan 13 hefur verið
færður aftur um þrjá tíma. Hann
mun því hefjast klukkan 16.
„Ég er virkilega ánægður með
baráttuna, við mættum ákveðnir
til leiks, varnarleikurinn var til
fyrirmyndar og við náðum að
halda þeim í 62 stigum sem er
mjög gott. Við erum að berjast
um sæti í úrslitakeppninni og
þessi sigur færir okkur einu skrefi
nær henni, en þess má geta að
liðið hefur ekki náð því hingað
til,“ sagði Páll Kolbeinsson, þjálf-
ari Tindastóls eftir öruggan sigur
liðsins á Skallagrími á Sauðár-
króki í gærkvöld. Lokatölur urðu
82:62 og það var fyrst og fremst
góður leikur Tindastóls í síðari
hálfleiknum sem skóp öruggan
sigur.
Leikurinn einkenndist að mikilli
baráttu, bæði lið spiluðu stífan
varnarleik en Skallagrímur leiddi
fyrstu þrettán mínúturnar. Þá tók
Lárus Dagur Pálsson til sinna ráða,
setti niður fjórar þriggja stiga kör-
fur og gaf heimamönnum tóninn.
Skallagrímsmenn réðu ekkert við
hann á þessum kafla og heimamenn
voru þremur stigum yfir í leikhléi,
35:32.
Almennt má segja sterkur vam-
arleikur liðanna hafi komið niður á
sóknarleiknum. Alls dæmdu dóm-
ararnir skref og ruðning 15-20
sinnum í fyrri hálfleiknum og því
engin furða þó stigaskor væri ekki
hæma í hálfleiknum.
í síðari hálfleiknum spilaði
Tindastólsliðið geysivel, jók foryst-
una jafnt og þétt en lítið gekk hjá
Skallagrímsmönnum að eiga við
sterka vörn heimamanna.
Sigur Tindastóls kann að reyn-
ast liðinu mikilvægur í baráttunni
um sæti í úrslitakeppninni þar sem
innbyrðis viðureignir liðanna gilda.
Bæði lið eru með 24 stig en Tinda-
stóll telst ofar þar sem liðið sigraði
í leiknum með 20 stigum, stigi
meira en Skallagrímur í fyrri leik
liðanna í Borgamesi.
Lárus Dagur Pálsson og Pétur
Guðmundsson voru bestu menn í
annars jöfnu liði Tindastóls. GG/fe
Úrslit annarra leikja
í úrvalsdeildinni:
Keflavík-ÍA 87:79
Breiðablik-Valur 74:77
Haukar-Grindavfk 87:79
IR-KR 68:81
Handbolti -1. deild karla:
Valur-ÍBV 35:24
Tap hjá Þór
„Njarðvík er án efa með besta
lið deildarinnar. Það komu kafl-
ar í leiknum, þar sem við vorum
mjög óskynsamir og þá refsuðu
þeir okkur um leið. En í stöð-
unni 61:64 eygði ég von, en því
miður höfum við ekki næga
breidd til að halda út í svona
leik,“ sagði Jón Guðmundsson,
þjálfari Þórs eftir tap gegn
Njarðvík 89:73.
Leikur liðanna var sveillu-
kenndur en að mestu án góðra til-
þrifa. Þar fór margt saman, fáir
áhorfendur, léleg stemming, slök
dómgæsla, afleit hittni og óþarfa
slagsmál. Fyrri hálfleikurinn var
mjög jafn framan af, óhætt er að
segja að Teitur Örlygsson hafi
verið yfirburðarmaður. Hann
sýndi oft frábær tilþrif í vörninni
og skoraði sautján stig í hálfleikn-
um. Undir lok hálfleiksins settu
Njarðvíkingar þriðja bakvörðinn
inná, náðu upp góðri pressu og
slógu þannig Þórsarar útaf laginu
og náðu níu stiga forskoti fyrir lok
hálfleiksins, 48:39.
Þórsarar skoruðu aðeins tvö
stig á fyrstu fimm mínútum síðari
hálfleiksins og Njarðvíkingar
náðu fimmtán stiga forskoti 56:41.
Þórsurum tókst þó að höggva í
hæla Njarðvíkinga en mörg
mistök á lokakaflanum urðu þeim
að falli.
Fred Williams, Birgir Örn
Birgisson og Konráð Óskarsson
voru bestu leikmenn Þórs. EG/fe
UMFN-Þór 89:73
Gangur leiksins: 7:8, 19:19, 31:31,
45:35, (48:39), 56:41, 59:48, 66:64,
73:64,78:71,89:73.
Stig Njarðvíkur: Teitur Örlygsson
25, Rondey Robinson 19, Gunnar
Örlygsson 17, Friðrik Ragnarsson
10, Rúnar Ámason 5, Kristinn Ein-
arsson 5, Páll Kristinsson 2, Sverrir
Sverrisson 2, Jóhannes Kristbjöms-
son 2, Jón Júlíus Ámason 2.
Stig Þórs: Kristinn Friðriksson 19,
Konráð Óskarsson 19, Fred Willi-
ams 17, Birgir Örn Birgisson 6,
Böðvar Kristjánsson 4, Björn
Sveinsson 4, Friðrik Stefánsson 2,
Hafsteinn Lúðvíksson 2.
Dómarar: Björgvin Rúnarsson og
Georg Andersen. Slakir, margar
hrindingar sem ekki var dæmt á og
ósamræmi í dómgæslu.
Áhorfendur: 150.
Tindastóll-Skallagrímur
82:62
Síkið á Sauðárkróki, Úrvalsdeildin í
körfuknattleik.
Gangur leiksins: 0:3, 7:14, 15:16,
19:18, 31:27, (35:32), 40:36, 51:43,
60:48, 66:52, 70:54, 82:62.
Stig Tindastóls: Pétur Guðmunds-
son 20, Láms Dagur Pálsson 17,
Ómar Sigmarsson 14, Torrey John
13, Hinrik Gunnarsson 10, Arnar
Kárason 8.
Stig Skallagríms: Alexander Ermo-
linski 20, Grétar Guðlaugsson 14,
Tómas Holton 9, Bragi Magnússon
7, Sveinbjörn Sigurðsson 7, Sigmar
Egilsson 4, Gunnar Þorsteinsson 1.
Dómarar: Leifur Garðarsson og
Aðalsteinn Hjartarson. Mjög góðir.
Áhorfendur: 400.
■ Nýjasti leikmaður Leifturs í
knattspyrnunni, Radislav Lazo-
rik, hefur gengið ágætlega með
liði sínu Kosice í Slóvakíu. Hann
mun koma hingað til lands í apríl
og svo kann að fara að eldri
bróðir hans verði með honum og
búi með honum í Ólafsfirði.
Bróðirinn hefur áhuga á að leika
með liði úr neðri deildunum á
Norðurlandi á komandi sumri, en
ekkert er klárt í þeim efnum.
■ Dregið hefur verið í riðla í
handknattleikskeppni Ólympíu-
leikanna, sem fram fara í Banda-
ríkjunum næsta sumar. Tólf lið
taka þátt í keppninni. í A-riðli
verða Króatía, Svíþjóð, Rúss-
land, Sviss, Kúvæt og Bandarík-
in og í B-riðlinum Frakkland,
Þýskaland, Egyptaland, Alsír,
Kúba. Ein þjóð vinnur sér sæti t'
Evrópukeppninni.
■ Reynir Stefánsson og Svava
Ýr Baldursdóttir hafa verið ráðn-
ir þjálfarar 16 ára landsliðsins í
handknattleik. Óskar Þorsteins-
son, verður þjálfari 18 ára liðsins.
■ Björn Bjömsson, varamark-
vörður KA í handknattleik, kom
tvívegis inná til að verja vítaköst
í leik KA gegn Haukum. í fyrra
skiptið skaut Petr Baumruk í
þverslána fékk boltann aftur og
þá varði Bjöm meistaralega.
Hann kom síðan aftur inn í lok
leiksins, aftur til að verja víti frá
Baumruk og gerði það, með því
að slá knöttinn í þverslána við
mikinn fögnuð bekkjarfélaga
hans.
■ Unglingalið frá Skautafélagi
Akureyrar er nýlega komið úr
keppnisferð til Svíþjóðar, en
þetta mun í fyrsta skipti sem ís-
lenskt lið keppir utan landsstein-
anna. Ferðin var vel heppnuð í
alla staði en Akureyrarliðið tap-
aði öllum leikjunum. Nánar
verður greint frá ferðinni í Degi
á næstu dögum.
■ Topplið ensku útvalsdeildar-
innar, Newcastle, féll út úr bikar-
keppninni í fyrrakvöld gegn
Chelsea. Ruud Gullit jafnaði
leikinn fyrir Chelsca tveimur
mínútum fyrir leikslok 2:2 og
ekkert var skorað í framlenging-
unni. Chelsea hafði síðan betur í
vítaspymukeppni eftir að Peter
Beardsley og Steve Watson
höfðu brennt af.
■ fslenska unglingalandsliðið í
badminton er nú í Finnlandi þar
sem það leikur í Evrópukeppni
B-þjóða í unglingaflokki í badm-
inton, en keppnin er kölluð Fin-
landia Cup. lslenska liðið er í A-
riðli með Tyrklandi, Belgíu og
Slóvakíu og byrjaði vel í
keppninni. Sigur vannst á
Tyrkjum 5:0 á gegn Slóvökum
3:2. Islenska liðið mætir Belgum
í úrslitaleik riðilsins í dag en
Belgar sigraðu Tyrki 5:0 og
Slóvaka 4:1 í leikjum gær-
dagsins.
Hamar
félagsheimili Þórs:
Líkamsrækt og tækjasalur
Ljósabekkir
Vatnsgufubað
Nuddpottur
Salir til leigu
Beinar útsendingar
Getraunaþjónusta
Hamar
sími 461 2080