Dagur - 19.01.1996, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 19. janúar 1996
LEIÐARI----------------------
Þorskstofn á batavegí
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 60, AKUREVRI,
SÍMI: 462 4222
ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
AÐRIR BLAÐAMENN:
AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON,
HALLDÓR ARINBJARNARSON,
SIGURÐUR BOGISÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (fþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285).
LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 462 7639
SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087
Mörg teikn eru nú á lofti um að þorksk-
veiðiheimildir verði auknar á ný hér við
land á næsta fiskveiðiári eftir langt sam-
dráttartímabil síðustu ára. Hrunið í þorsk-
veiðunum hefur ekki verið sársaukalaust
og þó svo að landsmenn kunni að horfa
fram á bjartari tíma í þorskveiðinni má
ekki gleyma öðrum fisktegundum sem
mikilvægt er að ganga ekki harðar að.
Boginn hefur verið spenntur hátt á með-
an þorskurinn hefur verið í lægð og
ástæða er til að taka alvarlega þær raddir
að of langt hafi verið gengið.
Þó ekki megi fagna of snemma batn-
andi ástandi þorskstofnsins er þetta tíma-
bil, eins og önnur samdráttarskeið mjög
lærdómsríkt. Kvótakerfið hefur verið um-
deilt allt frá því það kom á en vandséð er
að annað kerfi hefði skilað meiri árangri,
ef á annað borð er hægt að þakka stýr-
ingu fiskveiðanna bata í sjónum. Kökunni
verður aldrei skipt þannig að allir verði
sáttir, það er fullkomlega ljóst, en á hinn
bóginn má ekki hætta þeirri umræðu
hvernig fiskveiðar við viljum sjá hér við
land í framtíðinni, ekki síst út frá því sjón-
armiði að af fullri virðingu verði gengið
um auðlindina. Það þarf að fylgjast með
smáfiskadrápi, það þarf að fylgjast með
veiðum á og við hrygningarstöðvar og
umfram allt þarf að gæta þess að þau
mörk sem ráðlögð eru af fiskifræðingum
verði haldin. Skynsemi í góðæri er ekki
síður mikilvæg en skynsemi á samdráttar-
tímum eins og undanfarin ár.
Úthafsveiðin er nú orðin snar þáttur í
fiskveiðum íslendinga og þar hljóta tæki-
færin að verða nýtt eftir því sem þau gef-
ast. Veiðireynsla á úthafinu mun koma til
góða í framtíðinni og þar eiga íslendingar
að standa á sínum rétti eins og gert hefur
verið.
Húsavík:
Heilsueflingarátakíð heldur
áfram með fiölbreyttu starfí
Frá kynningu í vikunni á verkefnum vetrarins í Heilsueflingu á Húsavík.
Félagsmálaráðuneytið:
Húsnæðíssto£nun heimilað
að veita skuldbreytingalán
- reglugerð um nýtt húsnæðislánafyrirkomulag gefin út
Snemma árs 1994 hófst undirbún-
ingur að verkefni sem hlaut yfir-
skriftina „Heilsuefling hefst hjá
þér.“ Verkefnið er samstarf heil-
brigðisráðuneytisins og landlækn-
isembættisins. Verkefnisstjórn er
skipuð 6 fulltrúum frá heilbrigðis-
ráðuneyti, landlækni, heilsugæslu
og fleiri aðilum. Ráðinn var verk-
efnisstjóri til að stýra fram-
kvæmdum og mynduð fram-
kvæmdanefnd í hverjum af fjórum
heilsubæjunum. í framkvæmda-
nefnd á Húsavík eru Ingólfur
Freysson, íþróttakennari og for-
maður Völsungs, Sveinn Hreins-
son, tómstundafulltrúi, og Elín B.
Hartmannsdóttir, hjúkrunarfor-
stjóri á Heilsugæslustöðinni. Sig-
rún Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri,
lét af störfum á síðasta ári og við
tók Anna Björg Aradóttir og Sig-
ríður Jakobínudóttir. Áætlað er að
verkefninu Ijúki á þessu ári.
Markmið verkefnsins eru að:
- vekja almenning til ábyrgðar
og umhugsunar um heilbrigða
lífshætti,
- bæta þekkingu almennings á
áhættuþáttum langvinnra sjúk-
dóma og slysa,
- auka vilja og möguleika al-
mennings til að lifa heilsusamlegu
lífi,
- samhæfa starfskrafta og við-
fangsefni eins og kostur er.
Markmiðin tengjast íslenskri
heilbrigðisáætlun.
Þetta verkefni miðar að því að
bæta lífshætti fólks því lífsstfllinn
hefur veruleg áhrif á það hvernig
okkur líður. Stóran hluta kvilla og
sjúkdóma má rekja til þess lífs-
mynsturs sem við temjum okkur,
til dæmis hvers við neytum,
hvemig við hreyfum okkur,
hvemig við ræktum fjölskyldulíf-
ið, njótum eigin hæfileika, fáum
útrás fyrir tilfinningar og spennu
og njótum hvfldar.
Meðal verkefna Heilsueflingar
á næstunni er samvinna við versl-
anir, matvömverslanir og bóka-
verslanir um tilboð á hollum
fæðutegundum og fræðsluefni
varðandi hollt mataræði, hreyf-
ingu og heilbrigðan lífsstfl. Meðal
annars verður hægt að fá bókina
„Af bestu lyst“ sem í eru upp-
skriftir af hollum og ljúffengum
réttum og gefin er út í samvinnu
við Hjartavemd, Krabbameinsfé-
lagið og Manneldisráð.
Gönguskíðanámskeið verður
haldið með leiðsögn kennara í vet-
„Þetta verkefni
miðar að því að
bæta lífshætti
fólks því lífsstíllinn
hefur veruleg áhrif
á það hvernig okk-
ur líður. Stóran
hluta kvilla og
sjúkdóma má rekja
til þess lífsmynst-
urs sem við temj-
um okkur, til dæm-
is hvers við neyt-
um, hvernig við
hreyfum okkur,
hvernig við rækt-
um fjölskyldulífið,
njótum eigin hæfí-
leika, fáum útrás
fyrir tilfmningar
og spennu og njót-
um hvíldar.“
ur og er fólk á öllum aldri hvatt til
gönguferða og trimms.
Stefnt er að fyrirlestrum á
vinnustöðum um heilbrigði og
sjukdóma og fræðsluerindum fyrir
unglinga og foreldra.
í tengslum við „opna tímann'* í
ungbamaeftirlitinu á Heilsugæslu-
stöðinni verða haldin fræðsluer-
indi og verður það fyrsta 25. janú-
ar um slys á bömum. Stefnt er að
fleiri fræðsluerindum á Heilsu-
gæslustöðinni.
í vetur mun Sigurður V. Guð-
jónsson, læknir, framkvæma ann-
an hluta á rannsókn sinni á ein-
staklingum fæddum 1955-1959.
Og fleira gæti hugsanlega verið
á döfinni í vetur.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin
hefur samþykkt að 7. aprfl, sem er
Alþjóðaheilbrigðisdagurinn, verði
helgaður heilsuborgum/bæjum.
Öll aðildarríki Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunarinnar eru hvött til
að helga daginn og jafnvel árið
slagorðinu Heilbrigðar borgir-
betra líf.
Elín B. Hartmannsdóttir.
Höfundur er hjúkrunarforstjóri á Húsavík
og starfar í framkvæmdanefnd fyrir heilsuefl-
ingarátak á Húsavík.
Félagsmálaráðuneytið hefur gefið
út reglugerð um útgáfu húsbréfa á
árinu 1996. Samkvæmt henni get-
ur lánstími fasteignaveðbréf vegna
notaðra og nýrra íbúða verið til
15, 25 og 40 ár, eftir ákvörðun
kaupanda, seljanda og byggjanda
hverju sinni. Fasteignaveðbréf
vegna meiri háttar endurbóta eða
endumýjunar á íbúðarhúsnæðinu
geta verið til 15 ára eða 25 ára.
Markmið með þessu er að auka
sveigjanleika húsbréfakerfisins.
Samkvæmt upplýsingum ráðu-
neytisins er markmiðið með breyt-
ingunni að skapa svigrúm fyrir
húsnæðiskaupendur til að aðlaga
lánstímann að þörfum lántakenda
og létta greiðslubyrði lánanna.
Lánshlutfall var hækkað síðastlið-
ið sumar úr 65% í 70% af verði
íbúðar. Hámarkslán í kerfinu er nú
um 6,6 milljónir króna til nýbygg-
inga og 5,5 milljónir króna vegna
kaupa á notuðum íbúðum.
Ný lög tóku gildi 1. janúar síð-
astliðinn sem heimila Húsnæðis-
stofnun að veita skuldbreytingalán
og/eða fresta greiðslum lánþega
fasteignaveðbréfa húsbréfadeildar
og Byggingarsjóðs ríkisins. í því
skyni að leysa úr tímabundnum
erfiðleikum vegna veikinda, slysa,
minni atvinnu, atvinnuleysis eða
öðmm ófyrirséðum atvikum, er
heimilt að skuldbreyta til allt að
15 ára. Á sömu forsendum er
heimilt að fresta greiðslum í allt
að 3 ár ef slík aðstoð er lfldeg til
að koma í veg fyrir greiðsluvanda.
Þessi úrræði, skuldbreyting og
frestun greiðslna, geta farið sam-
an.