Dagur - 19.01.1996, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Föstudagur 19. janúar 1996
Matfangs skinka kr. 598,- kg
Ora fiskbúðingur 450 g kr. 144,-
Mullers spaghetti 227 g kr. 35,-
Heinz tómatsósa 794 g kr. 98,-
Finn Crisp rautt 200 g kr. 98,-
Ekta morgunkorn 475 g kr. 136,-
Korni flatbrauð 300 g kr. 68,-
Ms. hvítlauksbrauð kr. 98,-
„Einkaskóli
hefur marga
möguleika“
segir Gígja Sigurbjömsdóttir, skólastjóri Skútustaðaskóla í Mývatnssveit
„Óneitanlega er íjárhagur þessa
skóla nokkuð erfiðari, en væri
þetta ríkisrekinn skóli. En þetta
kemur ekki niður á gæðum
skólastarfsins. Hægt væri að
bjóða uppá fleiri möguleika
væru peningar til. Einkarekinn
skóli býður uppá marga mögu-
leika, hægt er að forgangsraða
hlutunum nokkuð og hendur
stjórnenda skólans og kennara
eru fjálsari. En skólastarf í land-
inu er um þessar mundir í nokk-
urri óvissu vegna flutnings rekst-
urs þess frá ríki yfir til sveitarfé-
laga. Við vitum til dæmis ekki
hvort skólinn hér fær áfram
styrki frá ríkinu, eins og einka-
skólar hafa notið, eftir að sveit-
arfélögin taka við.“
Þetta segir Gígja Sigurbjöms-
dóttir, skólastjóri hins einkarekna
grunnskóla að Skutustöðum í Mý-
vatnssveit. Starfsemi skólans hefur
gengið samkvæmt ölium áætlunun
í vetur og þar eru við nám 23 nem-
endur frá fjórtán bæjum í suður-
hluta Mývatnssveitar. Þetta er
fyrsti veturinn sem skólinn starfar
sem einkaskóli með fjárhagslegri
ábyrgð foreldra, en Skútustaða-
skóli var lagður af vorið 1993 sem
aðalskóli Mývetninga. Næstu tvo
vetur þar á eftir var þar starfrækt
skólasel frá Grunnskóla Skútu-
staðahrepps í Reykjahlíð, síðari
veturinn á ábyrgð foreldra - en til
stóð að skólahaldi á Skútustöðum
yrði endanlega hætt þar sl. haust.
Því mótmæltu Suðursveitungar
kröftuglega. Niðurstaðan varð sú
að þeir tókust það verkefni á hend-
ur að starfrækja einkaskóla og
kosta foreldrar og ýmsir fleiri þetta
skólastarf.
Rífur í budduna
„Jú, ég geri alveg ráð fyrir að það
rífi í budduna hjá mörgum foreídr-
um að kosta sjálfir skólahaldið. En
fyrir mér lítur þetta öðmvísi út,
þetta er spumingin um velferð
bamanna," sagði Gígja. - Baldurs-
heimur er sá bær í Mývatnssveit
sem hvað fjærst er Reynihlíð.
Væri bömunum frá þeim bæ og
öðrum í nágrenninu ekið í Reykja-
hlíð tæki aksturinn alls um 50
mínútur hvora leið með öllum
krókum og stoppum. Þetta segir
Gígja vera slæman kost fyrir böm-
in.
„I mínum huga takast hér á
hagsmunir þéttbýlisins í sveitinni
og dreifbýlis. Um lengri tíma var
látið í veðri vaka að skóli sveitar-
innar yrði hér á Skútustöðum og á
því loforði byggði fólk. Síðar var
þessari ákvörðun breytt og þau
boð út látin ganga að skólinn yrði í
Reykjahlíð. Því vildu suðursveit-
ungar ekki una. Fólki finnst það
vera fjarri allri skynsemi að aka
bömum hér framhjá Skútustöðum
og í Reykjahlíð, þegar gott skóla-
hús er hér. Þó vil ég ekki setja
þetta upp sem átök, því ég á til
dæmis ágæt samskipti við skóla-
stjóra Reykjahlíðarskóla, Hólm-
fríði Guðmundsdóttur," segir
Gígja.
Yngri og eldri deiid
Sem fyrr segir eru 23 nemendur
við skólann á Skútustöðum og
skiptast þeir nokkuð jafnt milli
yngri og eldri deildar. I yngri deild
eru nemendur frá 1. til 3. bekkjar
og í eldri deildinni þeir sem eru frá
4. til 8. Þrír aðalkennarar eru við
skólann. Gígja Sigurbjömsdóttir er
skólastjóri og kennir dönsku og
ýmsar greinar í yngri deild, Auður
Létt & Laggott 400 g kr. 109,-
Smurostur rækju 250 g kr. 128,-
Smurostur létt bl. sjávarr. kr. 128,-
Sportklaki 10 stk. kr. 179,-
Pasta Verona 750 g kr. 249,-
Tortiglioni 600 g kr. 296,-
Pasta Farfelle 600 g kr. 259,-
Ath.
Peysutilboð á alla fjölskylduna
50% afsláttur
Þegar þú verslar ódýrt
Opið mánudaga til föstudaga kl. 12-18.30
laugardaga kl. 10-16 - Sunnudaga kl. 13-17
Skrautlegir nemendur, sem eru frá vinstri talið: Magnús Jónsson, Jón Ásgeir Þorláksson, Elísabet Gylfadóttir og
Þór Kárason.
Aðalkennarar við skólann að Skútustöðum eru þrír. Þeir eru, frá vinstri talið, Auður Jónsdóttir, Gígja Sigurbjörns-
dóttir og Hólmfríður Jónsdóttir.