Dagur - 19.01.1996, Blaðsíða 1
Akureyri, föstudagur 19. janúar 1996
13. töiublað
79. árg.
Tvöfaldurl. vinningur
í heimsókn
í Strýtu
Fulltrúar í sjávarútvegsdeild
Alþingis sóttu í gær heim fyr-
irtæki og stofnanir á Akur-
eyri. Meðal fyrirtækja sem
nefndarmenn skoðuðu var
Strýta og þar var þessi mynd
tekin. í dag liggur leið full-
trúa í sjávarútvegsnefnd til
Hjalteyrar, Dalvíkur, Ólafs-
fjarðar og einnig til Þórshafn-
ar ef flugveður leyfir.
Erum kannski að
losna við umheiminn
- segir Jóhann Ólafsson, framkvæmdastjóri Fiskiðju Raufarhafnar og Jökuls
uðvitað er mjög vont mál
Lfyrir okkur að þetta skuli
vera að detta upp af. Bæði hvað
varðar að koma fískafurðum frá
staðnum en ekki síður er þetta
slæmt vegna hráefnisöflunar,"
Rafmagnsverkstæði
Kaupfélags Skagfirðinga:
Atak innanlands í
sölu gasskynjara
Rafmagnsverkstæði Kaup-
félags Skagfírðinga á
Sauðárkróki er um þessar
mundir að hefja markaðsátak
vegna sölu á gasskynjurum,
sem framleiddir hafa verið af
verkstæðinu um nokkurra ára
skeið. Þessir skynjarar hafa
fengið góða dóma erlendis, en
RKS er í samstarfi við danska
aðila um markaðssetningu
þeirra erlendis.
„Við höfum ráðið sölumann
til starfa hér innanlands, en á
heimamarkaði stendur til að
gera átak í sölu og það fór af
stað um áramót. Jafnframt mun-
um við sjálfir annast þjónustu,
uppsetningu og eftirlit vegna
skynjaranna hér heima,“ sagði
Rögnvaldur Guðmundsson,
framkvæmdastjóri RKS, í sam-
tali við Dag.
Gasskynjarar, sem þessir, eru
mikið notaðir í matvæla- og
fiskiðnaði, þar sem kæliefni og
gastegundir eru notaðar. Sér-
stakjega þykja þeir heppilegir
gagnvart hinum svonefndu
Freeon kæliefnum, sem þarf að
fara sparlega með og efnin
þykja jafnframt hættuleg. Free-
on efni eru einnig að hækka
mjög í verði nú og þarf því að
fara sparlega með þau. Gas-
skynjarar geta þá komið að góð-
um notum - og segir Röngvald-
ur að séu skynjarar settir urn
borð í togara geti þeir jafnvel
borgað sig upp í tveimur til
þremur veiðiferðum. -sbs.
Fundum með
heimamönnum
- segir Garðar Jóhannsson hjá Eimskip
Við erum búnir að fá erindi
frá þeim á Raufarhöfn og
höfum ákveðið að hitta þá og
ræða þessi mál,“ sagði Garðar
Jóhannsson hjá skrifstofu Eim-
skips á Akureyri, vegna þeirrar
óánægju sem fram er komin á
Raufarhöfn vegna breytinga á
siglingakerfí félagsins.
Garðar sagðist telja eðlilegt að
málin yrðu rædd á þeim vettvangi
áður en menn myndu tjá sig frek-
ar. Hann sagði stefnt að því að
fundurinn yrði á Akureyri um
miðja næstu viku og þar myndu
fulltrúar Eimskips væntanlega
hitta Reyni Þorsteinsson, oddvita
og sveitarstjóra, og Jóhann Ólafs-
son, framkvæmdastjóra Fiskiðju
Raufarhafnar og Jökuls.
Talað er við Jóhann í blaðinu í
dag og í viðtali við Reyni í Degi
sl. þriðjudag kom fram að mikil
óánægja væri ríkjandi á Raufar-
höfn vegna málsins. Sem fyrr seg-
ir munu aðilar nú setjast niður og
ræða málið. HA
sagði Jóhann Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Fiskiðju Raufar-
hafnar og Jökuls á Raufarhöfn.
Eins og fram hefur komið verð-
ur þar ekki viðkoma strand-
ferðaskips eftir að ný siglinga-
áætlun Eimskips tekur gildi.
„Við tókum þá stefnu á síðasta
ári að láta okkar skip landa þar
sem hentugast er varðandi veiði-
svæði og fá aflann heim með
strandferðaskipinu. Þannig höfum
við komist af með eitt skip fyrir
vinnsluna í stað þess að þurfa
hugsanlega að vera með tvö, ef
þau þyrftu alltaf að sigla heim.
Það er því verið að skerða okkar
samkeppnishæfni. I þriðja lagi er
slæmt fyrir staðinn almennt að
skipaflutningar skuli vera að
leggjast af,“ sagði Jóhann.
Einnig hefur verið á það bent
að vegasamgöngur á svæðinu eru
með því versta sem gerist. „Ég
orðaði þetta þannig á stjómarfundi
Jökuls á dögunum að við mættum
kanski bara vera sæmilega sáttir
því nú værum við kannski að
losna við umheiminn. Við mynd-
um leggja niður flugið, leggja nið-
ur skipaflutningana og grafa veg-
inn í sundur sitt hvoru megin við
Raufarhöfn," sagði Jóhann. „Eim-
skip virðist hafa beygt sig fyrir
stærri frystihúsunum en við erum
minni og auðveldara að stíga ofan
á okkur. Við þurfum auðvitað
bara að berjast tvöfalt meira en
hinir, sagði Jóhann."
Fiskiðjan og Jökull eru með sín
viðskipti hjá Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna og sem kunnugt er
eru tengsl milli SH og Eimskips.
Aðspurður hvort til tals hefði
komið að flytja afurðaviðskiptin
sagði hann að engin ákvörðun
liggi fyrir um slíkt. „Að sjálf-
sögðu munum við nota þá mögu-
leika sem við höfum til að tryggja
okkar viðveru og samkeppnis-
hæfni, eins og aðrir gera. Eimskip
nýtir sér stærð sína og kraft til að
taka af okkur þessa viðkomu og
við verðum að bregðast við með
því sem við höfum. Við munum
ræða þessi mál við Eimskip og
taka okkar ákvörðun í framhaldi
af því. Það liggur ekki fyrir að við
munum gera neitt róttækt en við
munum ekki kyngja þessu þegj-
andi,“ sagði Jóhann Ólafsson. HA
Snjólétt á Hveravöllum
Snjólétt hefur verið á Hvera-
völlum á Kili það sem af er
vetrar, að sögn Sigrúnar Þórólfs-
dóttur, sem býr á Hveravöllum og
annast veðurathuganir ásamt
sambýlismanni sínum Magnúsi
Björnssyni. Nokkuð snjóaði þó
aðfaranótt fimmtudags og sagði
Sigrún vera nýfallin snjó yfir öllu.
Hún sagði nokkra umferð jeppa
vera búna að vera það sem af er
nýja árinu, en ekkert þó að ráði,
eins og hún orðaði það og vél-
sleðamenn hafa ekki komið af
skiljanlegum orsökum. Hún sagði
þá sem koma hafa fylgt veginum,
enda gefur snjóleysi varla tilefni
til annars. Nokkuð er þó um að
menn hafi komið yfir Langjökul.
í gærmorgun var 6,5 stiga frost
á Hveravöllum en hafði verið
þriggja stiga hiti daginn áður. HA