Dagur

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1996næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Dagur - 19.01.1996, Blaðsíða 14

Dagur - 19.01.1996, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Föstudagur 19. janúar 1996 MINNI NC Jónína Guðrún Jónsdóttir ij Fædd 14. október 1908 - Dáin 9. janúar 1996 Að kvöldi þann 9. janúar 1996 lést að dvalarheimilinu Hlíð á Ak- ureyri Jónína Guðrún Jónsdóttir. Hún var fædd á Akureyri 14. október 1908. Foreldrar hennar voru Jón Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri, f. 16. nóvember 1890, d. 22. nóvember 1962 og Helga Sigríður Helgadóttir, f. 14. mars 1876, d. 23. október 1958. Árið 1927 giftist Jónína Þorkeli Valdimar Ottesen, prentara, f. 8. janúar 1905, d. 19. febrúar 1962. Eignuðust þau þrjú börn: Ástu, f. 25. febrúar 1928, d. 16. júní 1980. Svavar, f. 21. september 1932 og Grétu f. 2. nóvember 1933. Þau skildu. Árið 1934 hóf Jónína sam- búð með Oddi Pálma Sigmunds- syni og fluttist á Gamla spítalann (Aðalstræti 14, Akureyri) og bjó hún þar samfellt í 50 ár. Þegar Jónína var rúmlega áttræð flutti hún í sambýli fyrir aldraða að Bakkahlíð 39, Akureyri. Þann 25. júlí 1995 fluttist hún á Dvalar- heimilið Hlíð. Utför Jónínu fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag klukkan 13.30. Jónína eða Ninna amma eins og við kölluð hana oftast ólst upp í Búðargilinu hjá mömmu sinni og stjúpa, Þorkeli Þorkelssyni. Mjög ung að aldri hóf Ninna amma að vinna fyrir sér en hún lauk aðeins bamaskólaprófi. Hún var á sínum yngri árum í svo kallaðri vist þ.e.a.s. vinnukona og vann hún hjá ýmsum góðborgurum á Akureyri og má þar nefna Jón Sveinsson bæjar- stjóra og Fanneyju konu hans. Ninna amma giftist Þorkeli Valdi- mar Ottesen prentara árið 1927 og eignuðust þau þrjú börn Ástu, Svav- ar og Grétu. Ninna og Þorkell skildu og þróuðust mál þannig að Ásta ólst upp hjá Ninnu ömmu, Svavar ólst upp hjá Helgu ömmu sinni í Búðar- gilinu en Gréta var gefin þeim hjón- um Sigurði Helgasyni og Guðrúnu konu hans og var ættleidd af þeim. Árið 1934 hóf Ninna amma sam- búð með Oddi Pálma Sigmunds- syni, skipstjóra, og fluttist á Gamla spítalann (Áðalstræti 14, Akureyri) og var Ásta með henni og ólst þar upp. Fyrir á Gamla spítalanum voru foreldrar Pálma og svo Eiður Bald- vinsson bróðursonur Pálma, sem var alinn upp hjá ömmu sinni og afa o.fl. fólk. Örlögin höguðu því svo að Ninna amma ílendist á Gamla spítalanum og bjó hún þar samfellt í 50 ár. Pálmi varð bráðkvaddur árið 1961 og var þá á besta aldri. Ninna amma og Eiður héldu heimili eftir það á Gamla spítalanum í um 30 ár og reyndist Eiður Ninnu ömmu sem besti sonur alla tíð. Þegar Ninna amma var rúmlega áttræð tlutti hún í sambýli fyrir aldraða Bakkahlíð 39, Akureyri og dvaldi þar í mjög góðu yfirlæti. 25. júlí 1995 flutti hún á Dvalarheimili aldraðra Hlíð enda heilsa hennar orðin mjög léleg. Ninna amma vann alltaf utan heimilisins og til að drýgja tekjumar fór hún oft á sumrin til Siglufjarðar að vinna í sfld ásamt fleiri konum úr Innbænum, þar á meðal var Salóme Hóseasdóttir (Salla), en þær vom alla tíð miklar vinkonur og unnu mikið saman oftast mikla erfiðis- vinnu. Ekki komu þær alltaf með fullar hendur fjár úr sfldinni t.d sagði Ninna amma okkur að eitt sinn er hún kom úr síldinni á Sigló eftir sumarið átti hún aðeins 10 krónur í veski sínu. Vildi þá til það óhapp að hún datt í tröppunum á Gamla spítalanum er hún kom heim og eyðilagði einu nælonsokkana sína og þar með fór sumarkaupið. Þegar Ú.A. (Útgerðarfélag Akureyr- inga) var stofnað gerðust nokkrar verkakonur úr Innbænum stofnfé- lagar með 500 króna framlagi og fengu síðan vinnu þar þegar starf- semin hófst. Þá fóru konumar úr Innbænum á fætur milli 5 og 6 á morgnana og gengu út á Oddeyri og svo heim aftur að loknum erfiðum vinnudegi. Talaði Ninna amma oft um að ekki hefði verið mulið undir verkafólkið í þá daga. Síðar vann Ninna amma um tíma hjá bræðrum sínum í niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar og Co. Þá lá leið hennar út á verksmiðjur S.Í.S. á Gleráreyr- um, þar sem hún vann við sauma- skap og lauk hún þar sínum starfs- ferli. Ninna amma var sjálfmenntuð saumakona og þær voru ekki ófáar flíkurnar sem hún saumaði fyrir sína fjölskyldu og aðra, aðallega fólk úr Innbænum. Oft var það svo, að hún þurfti að leggja nótt við dag til að ljúka verkinu á þeim tíma sem hún hafði lofað. Eitt er víst að ekki tók Ninna amma háa greiðslu fyrir þessa vinnu. Ninna amma og Salla ráku bamaheimili nokkur sumur fyrir stúkumar og verkalýðsfélagið Ein- ingu. Nutum við bamabörnin góðs af því og fengum við alltaf að vera með Ninnu ömmu og Söllu til skipt- is á sumrin. Voru oft á sumrin milli 70 og 80 böm hjá þeim og þvoðu þær ásamt aðstoðarstúlkum allan þvott í höndum og var vinnudagur- inn oft á tíðum ansi langur. Þriðju hverja helgi átti Ninna amma frí og fór þá oft drjúgur tími af hennar fríi í að gera við föt af börnunum því hún sagði að ekki væri hægt að börnin færu heim með fötin rifin og tætt. Eftir sumarið voru allir krakk- amir famir að kalla Ninnu ömmu ötnmu sína og þótti okkur systkin- unum það vera ansi mikill yfirgang- ur þegar við vomm spurð í skóla um veturinn og jafnvel annars staðar: Hvernig hefur Ninna amma það? Ætlar hún ekki að vera með barna- heimili næsta sumar? Ninna amma passaði það vel að við systkinin nyt- um ekki neinna forréttinda á sumrin á bamaheimilinu og eitt er víst að ekki voru allir sáttir við það, sér- staklega ekki við bræður. Á sínum yngri árum var Ninna amma mikil félagsmálakona og studdi hún af alefli verkalýðshreyf- inguna alla tíð. Hún var um tíma varaformaður Verkakvennafélagsins Einingar á Akureyri og tók mikinn þátt í störfum þess félags. Ninna amma var afar sátt við sitt hlutskipti í lífinu, þótt líf hennar hafi ekki verið neinn dans á rósum. Hún var alltaf glöð og góð og minnti Gamli spítalinn oft á tíðum á athvarf fyrir fólk sem minna mátti sín og gerði hún ekki greinarmun á fólki. Allir voru jafnir í hennar aug- um, jafnt ríkir sem fátækir, heil- brigðir sem óheilbrigðir. Minnumst við þess nú að fáar voru helgarnar sem ekkert af okkur systkinunum vorum ekki hjá Ninnu ömmu og Eið. Minnistæðust eru þó jólaboðin hjá Ninnu ömmu og Eið sem alltaf var beðið eftir og voru fastur punkt- ur til tjölda ára. Að lokum, elsku Ninna amma, þökkum við þér fyrir allar yndislegu samverustundimar heima og heim- an, alla gleðina og góðvildina sem þú sýndir okkur og reyndir að kenna okkur að lifa eftir, og við vitum að Ásta dóttir þín, sem þú saknaðir svo mikið, tók vel á móti þér. Guð blessi þig elsku Ninna amma. Ásta, Gulla, Þórhallur, Villi og fjölskyldur. I minning mrri immt þú lifa, við munum þína blíðu lund. Nú lítum landanuerin yfir og Ijúft við söknum þín um stund, en fyrr en varir fmnumst við áfriðarstundu við lífsins hlið. (Bergþóra Pálsdóttir) Hún elsku Ninna amma er dáin. Hún var vænst og best. Ég var ekki mjög gömul þegar ég fór að labba ein til hennar ömmu á Gamla spítalann og alltaf var mér tekið opnum örmum og alltaf var amma svo glöð að sjá mig, og ég sótti það fast að fá að vera hjá ömmu um helgar. Það var svo rólegt og gott að vera hjá henni. Á laugar- dagsmorgnum hlustuðum við saman á óskalög sjúklinga í útvarpinu, hún yfirleitt að sauma eða strauja og ég kúrandi uppi í rúminu hennar. Oft sagði hún eftir þáttinn: „Oskaplega er nú sorglegt, Kristín mín, hvað margir eru veikir." Og einmitt svona var amma, hún mátti hvergi aumt sjá án þess að reyna að rétta fram hjálparhendi og ef hún gai það ekki þá hugsaði hún hlýtt og fallega til þeirra sem voru veikir eða eitthvað bjátaði á hjá og aldrei talaði hún illa um nokkra einustu manneskju, hún sá eitthvað gott í öllum. í öllum þeim erfiðleikum sem mín fjölskylda gekk í gegnum þegar ég var bam og unglingur, þá var Ninna amma alltaf til staðar og sú stoð og stytta sem hægt var að leita til, sem ég gerði óspart. Og ég hef oft hugsað um það, eftir að ég varð fullorðin, hvemig amma gat alltaf verið með þessi böm urn helgar, hún sem var í fullri vinnu. Við vor- um stundum tvö, stundum þrjú og stundum fleiri hjá henni og aldrei fundum við á henni að þetta væri nokkuð mál. Við vorum alltaf hjart- anlega velkomin. Lífið hjá henni Ninnu ömmu var langt frá því að vera neinn dans á rósum og innst inni bar hún djúp sár sem gréru aldrei. En hún bar sig eins og hetja. Það var henni á móti skapi að tala um sinn sársauka og þær raunir sem hún sjálf hafði geng- ið í gegnum nema að það þjónaði einhverjum tilgangi og gæti gert eitthvað gagn svo að ég ætla ekki að tíunda það frekar hér. Elsku amma, ég gæti skrifað heila bók um þig og þinn stórkost- lega persónuleika, en ég læt hér staðar numið því þú vildir enga lof- ræðu um þig látna, og lagðir mikla áherslu á að við lofuðum fólk á meðan það væri á lífi en ekki látið. Elsku arnma, takk fyrir allt og allt. Tíminn lieknar. Tíminn grœðir. Tár í kyrrþey mýkir lund. Lífsins innstu leyniþrceðir leiða liuggim á þinn fund. (Brynjólfur Ingvarsson) Kristín Ottesen. Aðfaranótt miðvikudagsins 10. janúar 1996 andaðist móðuramma mín, Jónína Jónsdóttir, að Dvalar- heimilinu Hlíð á Akureyri. Mig langar að minnast þessarar merku konu í nokkrum orðum og þakka um leið fyrir samfylgdina þau 45 ár sem ég hefi lifað. Það byrjaði strax við fæðingu að Ninna amma fór að skipta sér af mér og mínu lífi. Hún kom að vísu einum degi of seint með fæðingar- pakkann sem hún hafði sjálf útbúið fullan af tandurhreinum, nýstraujuð- um dulum, en hann kom að góðum notum því annað stúlkubam fæddist þann dag á Ásgarðsveginum og var Bjöm Jósep, læknir okkar Húsvík- inga, feginn að grípa til pakkans. Æska mín einkenndist af tilhlökkun - nú fæ ég að fara og heimsækja Ninnu ömmu, Pálma afa og Eið á Gamla spítalanum. Á Akureyri í Innbænum voru líka allir góðu vin- irnir; Salla, Bússa, Svala og Sigga Simba og fleiri og fleiri sem vöndu komur sínar á Gamla spítalann. Já, þvflík „stoppistöð Hótel Jarðar“. Þar voru málin rædd af mikilli innlifun þannig að Diddu litlu þótti oft nóg um. Én hún var stolt af Ninnu ömmu sinni sem hafði yfirleitt hæst og einnig síðasta orðið. Svo komu rólegu tímamir þegar Ninna amma las fyrir okkur upp úr dönsku blöðunum. Við fengum að heyra um heimsfræga leikara og hvað konungsfjölskyldumar höfðu fyrir stafni. Davíð Stefánsson var uppáhaldsskáldið hennar ömmu og þuldi hún okkur langa ljóðabálka eftir hann, einnig ýmiss konar vísur og bænir sem urðu okkur hin besta hjálp við að koma yngri systkinum og síðan eigin börnum í svefn. Og svo var það allur saumaskapurinn. Hversu oft heyrðum við ekki saumavélina suða langt fram á næt- ur. Það var samt alltaf pláss fyrir sí- fellt fleiri ömmubörn - manni fannst maður alltaf vera velkominn. Maður fékk kannski að heyra það að maður gæti ekki þetta eða hitt en undir niðri fann maður stolt þessarar konu yfir sjálfri sér og sínum niðjum. Eft- ir að ég stofnaði sjálf heimili, kom Ninna amma á hverju sumri til okk- ar Magnúsar. Hún byrjaði yfirleitt á því að kaupa kjötskrokk, því ekki ætlaði hún að láta blessuð bömin halda sér uppi. Síðan byrjuðu við- gerðir; saumsprettur, göt, bellar, allt var lagað. Lagað var til í öllum skápum og hver hlutur hafður á sín- um stað. Ég tel það vera mikil for- réttindi fyrir bömin mín að hafa haft aðgang að langömmu í svona mörg ár. Ellin kom að vísu til Ninnu ömmu og þá breyttist hún mikið, en hún fékk sitt síðasta sumar í Bakka- hlíðinni hjá Helgu, Sigrúnu og öll- um hinum góðu konum sem starfað hafa þar. Þar eignaðist hún vini á nýju heimili og stundum sungin heilu „Ævintýrin á Gönguför". Nú er Ninna amma sofnuð svefn- inum langa. Hún kenndi okkur barnabömunum sínum að trúa á Guð og alla englana sem vaka yfir okkur dag og nótt. Hún kenndi okk- ur að trúa því að við fæmm upp til Guðs eftir dauðann. Þar dvelur hún nú hjá Ástu mömmu, Bússu, Söllu og öllum þeim mörgu vinum sínum sem kvatt hafa þennan heim. Hvfl í friði, amma mín. Hólmfríður S. Benediktsdóttir. Elsku Ninna mín. Mig langar með nokkmm fátæk- legum orðum að þakka þér fyrir alla þá góðvild og kærleika sem þú hef- ur alla tíð sýnt mér. Við höfum gengið í gegnum margt saman um tíðina og minnist ég þess að aldrei skiptir þú skapi, varst alltaf sama in- dæla og góða Ninna. Til þín var hægt að leita á nóttu sem degi og ekki taldir þú eftir þér sporin. Þú lýstir upp tilvem þeirra sem þig þekktu og gerðir gott úr öllum hlut- um. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér og vitum við báðar að sú gjöf er ómetanleg. Megi guð geyma þig, Ninna mín, og takk fyrir samfylgdina. Þeir Œtla að syngja þér söngva og segja þér, livað þú ert góð og eigir sál mína alla og allt mitt lijarta blóð. (Davíð Stefánsson) Ég man þig enn og mun þér aldrei gleyma. Minning þín opnargamla töfraheima. Blessað sé nafn þitt bxði á liimni og jörðu. (Davíð Stefánsson) Anna María Þórhallsdóttir. Inga Ólöf Ingimundardóttir Fædd 31. október 1950 - Dáin 12. janúar 1995 Inga Ólöf Ingimundardóttir fædd- ist á Akureyri 31.10.1950. Hún lést á Borgarspítalanum 12. þessa mánaðar. Foreldrar hennar, sem bæði eru látin, voru Ingimundur Þorsteinsson frá Bakka í Öxnadal og Guðmunda Kristjánsdóttir, vestfirskrar ættar. Bræður Ingu Ólafar eru: Kristján Pétur og Þor- steinn. Hálfsystkini hennar sam- mæðra eru: Bjöm, Edda og Sjöfn. Inga Ólöf eignaðist dóttur, Önnu Jónu Baldursdóttur. Inga Ólöf ólst upp hjá foreldr- um sínum, sem búsett voru hér fyrir norðan. Ég kynntist þeim hjónum fyrst í Öxnadalnum þar sem Ingimundur var við kennslu á Þverá og síðar voru þau hjón í vinnu hjá okkur í Engimýri eitt sumar. Þau fluttust síðar suður í Kópavog, þar sem faðir hennar stundaði kennslu við Kársnes- skóla. Oft nutum við hjónin þess að dvelja hjá þeim á Kársnes- brautinni ef dvelja þurfti í Reykja- vík en þeir voru bræður Ingi- mundur og Rútur, maðurinn minn. Þá var Inga Ólöf í heimahúsum og þar kynntist ég henni töluvert. Allri fjölskyldunni á ég gott að gjalda og það var gott að hafa þar samastað. Inga Ólöf var vel gefin stúlka og vel menntuð. Hún starfaði við kirkjumálaráðuneytið. Lengi vel gat Inga Ólöf sótt vinnu á meðan hún gat ekið bifreið sinni. Snemm dró ský fyrir sól Ingu Ólafar. Hún fékk slæman gigtarsjúkdóm, sem ágerðist með árunum, þrátt fyrir þjálfun, lyfja- meðferð og langdvalir á sjúkra- húsum. Síðast sá ég Ingu Ólöfu fyrir þremur árum, þá hafði hún verið í hjólastól í nokkur ár, án þess að geta nokkra björg sér veitt, gat aðeins lyft hægri hendi lítilsháttar. Inga eignaðist eigin íbúð og þar bjó hún með dóttur sinni eins lengi og nokkur ntögu- leiki var. Sjálfri sér vorkenndi hún aldrei og það mátti heldur enginn annar gera. Betra þótti henni að slá á létta strengi. Eitt sinn sagði hún við mig í síma: „Ég ætti að vera á þingi en ekki gömul kona í hjólastól,“ og svo hló hún. Hún var mikil hetja. Kjarkurinn og hugsun öll ótrúlega sterk. Um vel- ferð dóttur sinnar Önnu Jónu, sem ólst upp hjá henni, hugsaði Inga Ólöf mjög mikið. Alla tíð var Anna Jóna mömmu sinni hjálpleg og góð. Síðastliðið ár var hún við störf á Húsavík en kom suður og var hjá mömmu sinni síðustu stundimar í þessu lífi. Bræður Ingu og þeirra konur hafa líka hugsað vel um hana alla tíð. Nú þegar Inga Ólöf er látin vil ég þakka henni innilega fyrir allar góðu og glöðu stundimar og hlýj- ar kveðjur fær hún úr Öxnadaln- um sem henni var svo kær. Ég bið henni guðs blessunar að lokum yf- ir í eilífðarlandið. Önnu Jónu og systkinum öllum og þeirra fjöl- skyldum, sendi ég mínar hugheil- ustu samúðarkveðjur. Margrét H. Lúthersdóttir frá Engimýri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað: 13. tölublað (19.01.1996)
https://timarit.is/issue/209853

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

13. tölublað (19.01.1996)

Aðgerðir: