Dagur

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1996næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Dagur - 19.01.1996, Blaðsíða 11

Dagur - 19.01.1996, Blaðsíða 11
Föstudagur 19. janúar 1996 - DAGUR - 11 Fríður Leósdóttir í versluninni Brynju á Akureyri með vörumerkið. Uppskriftin er hernaðarleyndarmál eigend- anna. ÍMm Vinningstolur 17.01.1996 VINNINGAR FJÖLDI UPPHÆÐ n6afe 0 45.740.000 [71 5 af 6 LŒ+bónus 0 274.298 m 5a,6 1 215.520 El 43,6 167 2.050 1 3 a, 6 690 210 Uinningur: er tvöfaldur næst Aðaltölur: 4 I 5 121 39 42 46 BONUSTOLUR 23 37 38 Heildarupphæð þessa viku: 46.717.068 a ísi.: 977.068 UPPLÝSINOAH, SlMSVARl 91- 68 15 11 LUKKUUNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 lUámskeið!! Námskeið í heilnæmu fæðuvali og lífstíl byggt á „Macrobiotic" RAUTT LBÓS RAUTT L.ÖS yUMFERÐAR Viltu hafa mjólkína bleika eða brúna? Kennari verður Sigrún Ólafsdóttir. Námskeiðið verður tvö kvöld í byrjun febrúar og kostar 6.900 kr. Látiö skrá ykkur í Heilsuhorn- inu sem fyrst, sími 462 1889 eða 462 2497 á kvöldin. Þó kalt sé í veðri og hvítt yfir að líta að vetrinum, staldra bæjarbúar jafnt sem aðkomufólk við í Brynju og gæða sér á hinum landsþekkta Brynjuís. Á góðum degi selja þau Fríður Leósdóttir og Júlíus Fossberg Arason yfir 400 lítra af ísnum sem hefur fylgt versluninni frá upphafi. Verslunin Brynja er fyrst og fremst þekkt fyrir ísinn, sem er flestum Akur- eyringum að góðu kunnur. Þau Brynjuhjón búa ísinn til sjálf og ólíkt því sem margir halda er engin undan- renna og ekkert vatn í ísnum en meira vill Fríður ekki segja um innihald íss- ins. Uppskriftina segir hún vera algjört leyndarmál sem fyrri eigandi hvíslaði að henni eftir að hún tók við rekstrin- um. Fólk kemur alls staðar að af land- inu ti! að fá ís. Þeir sem hafa einu sinni prófað hann koma aftur, og að- komumenn byrja gjaman á því að fá sér ís þegar komið er í bæinn. Frétti af ísnum í gegnum ferðaskrifstofu Sunnlendingar koma jafnvel með ílát með sér og taka með suður. Erlendir ferðamenn vita margir hverjir af ísnum og einu sinni kom Breti sem hafði fengið upplýsingar frá breskri ferða- skrifstofu um verslunina þar sem minnst var á ísinn. Hann fékk ís og fór út alsæll. En borðar Fríður sjálf ís? „Nei, ég er mjög lítil ískona, en finnst hann samt bestur héma!“ Það eru 17. júní og frídagur versl- unarmanna sem eru stærstu söludag- arnir og hefur salan á ís í góðu veðri farið yfir 400 lítra yfir daginn. Þá er- um við með 6 ísvélar og 4-5 að af- greiða. Eftir einn slíkan dag bað kona Fríði um mjólk og hún spurði að bragði: „Viltu hafa hana bleika eða brúna?“ Yfir sumartímann er mest að gera í íssölunni, en hún segir þó Akureyringa einnig borða ís yfir vetrartímann þó kalt geti verið í veðri. Viðskiptavinirn- ir koma þá í bílum eða taka heimilis- pakkningar með sér heim. Mest að gera þegar best er veður Síðastliðið haust voru rétt 10 ár frá því þau hjón hófu að reka Brynju. Fyrsti dagurinn var 12. október 1985. Versl- unin hefur verið í sama húsnæðinu frá árinu 1947, en hún var áður í eigu Steinþórs Jensen, sem hóf reksturinn í Aðalstræti 2 í kjallaranum undir tröpp- unum, þar sem verslunin var í tvö ár. Fríður hefur mikla reynslu af versl- unarstörfum því auk þess að hafa rekið Brynju í tíu ár, vann hún áður í Hag- kaup. í upphafi starfaði einungis fjöl- skyldan við verslunina en í seinni tíð hafa þau haft aðstoðarstúlku vegna langs afgreiðslutíma. Fríður segir vinnutímann bitna á fjölskyldulífinu Höfundar: og oft hefur hún óskað sér þess að hann væri einungis frá 9-5 og frí um helgar. Þetta á ekki síst við um sumar- ið þegar gott er veðrið en þá er einmitt mest að gera í versluninni. Fríður segir verslunarreksturinn hafa breyst mikið á þessum árum og þá sérstaklega með tilkomu stórmark- aðanna. „Samkeppnin í matvörunni er hörð og dæmi eru um að við förum í Nettó til að kaupa vöruna en þar er jafnvel hægt að fá hana allt að 30% ódýrari en hjá heildsölunum. Fólk fer miklu meira í stórmarkaðina og notar kaupmanninn á horninu aðeins í neyð.“ Hlutverk kaupmannsins á Horninu Hún leggur áherslu á hlutverk kaup- mannsins á hominu og segir það vcra stærra en að sjá fólki fyrir nauðsyaja- vörum því verslunin sé einnig oft á tíðum samkomustaður fólksins í hverf- inu og jafnvel komi fyrir að það trúi afgreiðslufólkinu fyrir raunum sínum. En hefur þeim aldrei dottið í hug að færa út kvíarnar og fara að selja ísinn annars staðar? Fríður segir svo ekki vera því verslunin sé meira en nóg starf fyrir þau hjón. Hver eru svo framtíðaráformin með verslunina? „Engin sérstök, önnur en þau að halda versluninni og berjast áfram á móti stórmarkaðaþróuninni. Mér finnst að kaupmaðurinn á horninu eigi Leiðrétting í grein um sögu Tónlistarskól- ans á Akureyri féll niður hluti af setningu sem breytti merkingu hennar nokkuð. Rétt er hún á þessa leið: „Núna fer hljóðfæra- og söngkennslan fram í Hafnarstræti 81 og í Hafn- arstræti 88B (Hitaveituhúsinu þar sem POB var áður) auk þess sem kennt er í sal KFUM&K í Sunnu- hlíð, í Glerárkirkju og í Lundar- skóla.“ að vera til í hverju hverfi, svo ekki þurfi að beina fólkinu á tvo til þrjá stórmarkaði. Við þessi litlu eigum líka að fá að lifa.“ Það er napurt veður úti en það er eins og Fríður lesi hugsanir því hún kemur færandi hendi með stóran og bragðgóðan ís eins og hann gerist best- ur í Brynju. Höfundar eru Ingunn Kristín Ólafsdóttir og Anna Kristín Arnarsdóttir, nemendur í hag- nýtri fjölmiðlun í Hóskóla islands. Anna Krist- ín er 28 óra Akureyringur og hefur lokiS B. Ed. prófi fró Kennarahóskóla Islands og M.Paed prófi fró Hóskóla íslands. Kristin er 26 óra Reykvíkingur með B.A. próf i frönsku. Subaru Sedar, 1800 4x4, árg. ’88, Nissan Patrol disel Turbo interc., árg. ’86, Mecedes Benz Unimog 6 cyl. b., , ek. 95 þús. Verð: 600.000,- ek. 250 þús. Mikið br. Verð: 1.750.000,- árg. ’63, m/sturtum. Verð: 350.000,- Vantar flestar tegundir bfla á skrá og á staðinn Góð inniaðstaða Munið vélsleðamarkaðinn, 30 stk. í sal H öldur hf. B í L A S A L A við Hvannavelli Símar24119 & 24170 Bílasala • Bílaskípti Toyota Landcruiser VX disel Turbo, MMC L-200 D-C disel, árg. ’91, ek. 58 þús. Isuzu Crew Cab disel, árg. ’92, ek. 72 árg. ’91, ek. 95 þús. Verð: 3.200.000,- Fjallag.br., vsk-leng. Verð: 1.300.000,- þús. 32“ upph., m/hús. Verð: 1.450.000,- Bílaskipti * Bílasala Toyota Corolla XLi 1300 Sedan, árg. ’94, ek. 35 þús. Verð: 1.100.000,- Daihatsu Feroza EL-II, árg. ’90, ek. 68 þús. 31“ upph. Verð: 970.000,- Toyota Corolla XLi 1600 Station, árg. ’93, ek. 60 þús. Verð: 1.120.000,- Bílasala • Bílaskipti

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað: 13. tölublað (19.01.1996)
https://timarit.is/issue/209853

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

13. tölublað (19.01.1996)

Aðgerðir: