Dagur

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1996næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Dagur - 19.01.1996, Blaðsíða 6

Dagur - 19.01.1996, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 19. janúar 1996 Eftir kyrrstöðu í stóriðjumálum Islendinga um alllangt skeið er breyting að verða á. Um þessar mundir eru framkvæmdir að hefjast við stækkun álversins í Straumsvík og í loftinu liggur að ráðist verði í frekari fram- kvæmdir við stóriðju og eru margir að leita hófanna í því sambandi. Ljóst er að auka þarf raforkuframleiðslu í landinu verði af frekari uppbyggingu stóriðjuvera. í samtali við Dag fyrir skömmu sagði Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, að ýmsir mögu- leikar væru á borðinu í virkjun- armálum. Nefndi hann að hægt væri að koma af stað 30 mega- vatta gufuaflsvirkjun á Nesja- völlum í Grafningi með tiltölu- lega skömmum fyrirvara. Öll mannvirki væru þar til staðar, svo sem stöðvarhús, vélar, bor- holur og lagnir. „Þjóðin búin að gleyma Wmundi og Sólnes“ - litið í heimsókn í Kröfluvirkjun Birkir Fanndal Haraldsson hefur starfað við Kröflu í tuttugu ár. Hér stend- ur hann við þá vé! virkjunarinnar sem enn hefur ekki verið gangsett og er ósamansett. Virkjunin í Bjarnarflagi. Margir telja stækkun hennar hagkvæmari kost en Kröfluvirkjun, þar sem gufuöflun þar sé tryggari. Væri aflvélin í virkjuninni stækkuð mætti einnig tvö- og jafnvel þrefalda framleiðslugetu hennar. Sjónir manna hafa í þessu sam- bandi einnig beinst að Kröfluvirkj- un, en hún hefur nokkuð verið í umræðunni í tilefni þess að um þessar mundir eru 20 ár liðin frá fyrsta Kröflugosinu, en alls urðu þau níu á jafnmörgum árum. Virkjunin er ekki komin í gagnið nema af hálfu leyti. Aðeins önnur tveggja 30 megavatta aflvél henn- ar er komin af stað. Hin hefur staðið ósamansett í 20 ár - og skil- ar engum arði. Eru Nesjavellir hagkvæmari kostur Þegar undirbúningur vegna virkj- unarinnar hófst 1974 gáfu rann- sóknir til kynna að næg jarðgufa væri við Kröflu. Fóru menn því af stað fullir bjartsýni. En þegar eld- gos á þessu svæði hófust í árslok 1975 fór kvikugas að streyma inn í borholur og tæra þær. Það varð til þess að aldrei tókst að afla það mikillar gufuorku, nema sem dugði til að gangsetja aðra aflvél- ina. Það var gert í ágúst 1977. Hin vélin er ógangsett enn - en sjónir manna beinast nú að því að staða jarðhitamála á Kröflusvæðinu fari batnandi. Því megi með raunsæi horfa til þess að aukinnar gufu megi afla - og koma vélinni góðu af stað. í áðurnefndu samtali við Dag sagðist Þorsteinn Hilmarsson hafa efasemdir um að stækkun Kröflu- virkjunar sé ódýrasti virkjunar- kostur landsmanna, einsog raddir hafa heyrst um. Enn sé til að mynda eftir að bora gufuholur og leggja pípur að aflvélinni, sem til viðbótar á eftir að setja saman. Nesjavellir séu ef til vill hag- kvæmari virkjunarkostur - og eins Bjamarflag, þar sem næg gufa er trygg. Þar er fyrir gufuaflsvirkjun sem gangsett var 1969 og fram- leiðir þrjú megavött. Væri ný afl- vél sett þar upp mætti tvö- og jafn- vel þrefalda framleiðslugetu Bjamarflagsvirkjunar. Gæsla allan sólarhringinn „Uppsett afl Kröfluvirkjunar í dag er 30 megavött og hún framleiðir þau svikalaust, stundum meira eða allt að 31 megavatt yfir vetrartím- ann. Þegar veður er stillt og svalt eru skilyrðin allra best; þegar kæl- ingin er í hámarki. Þetta er öfugt við vatnsaflsstöðvar, við sambæri- leg skilyrði kreppir að þeinr og framleiðslan getur orðið minni,“ sagði Birkir Fanndal Haraldsson, yfirvélstjóri í Kröflu. Hann er einn 17 starfsmanna við stöðina, sem flestir em vélstjórar og rafvirkjar. Krafla er ein síðasta virkjun landsins þar sem gæsla er allan sólarhringinn. Að sögn Birkis stefnir í að innan fárra missera verði Krafla komin í fjargæslu, það er að fylgst verði með henni frá stjómstöð Landsvirkjunar í Reykjavík yflr nóttina og menn fari til viðgerða ef eitthvað bregð- ur út af. Að öðru leyti séu þeir að- eins við störf á daginn, einsog víð- ast er nú. Ekki í Kolaportið Nokkrir starfsmenn hafa unnið við Kröflu alveg frá upphafi. Birkir er þeirra á meðal og kom til starfa 1. febrúar 1976. „Þegar ég kom hing- að til starfa var fyrsta eldgosið ný- lega afstaðið. Búið að steypa upp stöðvarhúsið og búnaður og vélar væntanlegar. Sú atvinna sem fram- kvæmdimar sköpuðu vó þungt hér á Norðurlandi, þannig að það hefði orðið mikið reiðarslag hefði fram- kvæmdum verið hætt. Og varla hefðum við farið með vélamar og allt dótið í Kolaportið. Því var ákveðið að halda áfram, en eldgos- in héldu áfram og urðu alls níu. Hið síðasta varð í september 1984 og okkur er sagt af jarðvísinda- mönnum að þetta sé allt að róast. Allt bendir til að svo sé og þetta er einnig mín skoðun," sagði Birkir. Kröfluvirkjun var gangsett í til- raunaskyni 1977, en formlega var farið af stað 1978. „Það var varla næg gufa til að fara af stað með þessa einu vél. Við áttum fullt í fangi með verkefnið af þeim sök- um. Holur sem boraðar voru eyði- lögðust í eldsuinbrotum og það strax í fyrsta eldgosinu. Þá fór kvikugas að myndast í holunum sem spillti fyrir gufuöflun. All- staðar á háhitasvæðum er hætta á eldsumbrotum og svo verður allt- af. En nú fara kvikuáhrifin þverr- andi og sjálfsagt væri hægt að ná mikilli og góðri gufu ef holur væru boraðar og menn settu sér það markmið að korna síðari vél Kröflu af stað. Alls hafa 26 holur verið boraðar hér á Kröflusvæð- inu, en sumar eru fyrir löngu ónýt- ar. Ellefu þessara hola eru notaðar í dag,“ sagði Birkir Fanndal. Sem fyrr segir er aflvél Kröflu 30 megavött og segir Birkir hana Kröfluvirkjun. Framar eru kæliturnar, en aftar stendur sjálft stöðvarhúsið. Kröflugosin urðu alls níu á jafn- mörgum áruin. Þessi mynd er af síðasta gosinu, sem varð í septem- ber 1984. Úr myndasafni Dag. vera keyrða með fullum afköstum frá í september og fram í maí. Sumarið hefur aftur á móti verið notað til viðhaldsvinnu og sumar- leyfa. Þetta segir Birkir hafa kom- ið vel út, enda sé orkuþörf lands- manna minnst yfir sumarið. Hvað með Bjarnarflag? Þegar gengið er um stöðvarhús vekur aflvélin góða, sem enn hefur ekki verið tekin í notkun, óneitan- lega nokkra athygli. Partar úr henni eru víða um stöðvarhúsið og segir Birkir að talsvert verk verði að koma þeim saman og loks vél- inni í gang. „En ég held að slíkt sé ekki mikið verk þegar horft er til þess tíma þegar menn komu hér að ónumdu landi fyrir rösklega tutt- ugu árum. I samanburði við það er ekki mikið verk að koma vélinni af stað og ég vona að svo verði innan ekki margra ára. Að þá fari Krafla á fullt. En ég get auðvitað ekkert sagt um hvort það sé ódýr- asti virkjunarkostur landsmanna, einsog haldið hefur verið fram. Menn hafa talað um að stækka virkjunina í Bjamarflagi og margir hafa þá skoðun að gufuöflun þar sé öruggari en hér. Ekki sé eins mikið happdrætti hvemig til takist með borun þar og gufuöflun einsog við Kröflu. Þetta er mat margra vísindamanna. Ef sett yrði upp ný vél í stöðinni í Bjamarflagi yrði ef til vill hægt að ná þar sex til níu megavöttum. Gamla vélin þar er fyrst og fremst tilraunavél, en hún var sett upp árið 1969. Öll Mývatnssveit er keyrð á rafmagni þaðan og orkuþörfin þar er oft í kringum tvö megavött. Venjulega er svo eitt megavatt sent hingað uppeftir, sem fer inn á byggðalínu Landsvirkjunar," segir Birkir. Vilmundur og Sólnes Birkir Fanndal segir að sér hafi líkað vel að starfa við Kröfluvirkj- un. Hann segir jafnframt að þessi tuttugu ár í starfinu hafi verið um margt minnisstæð, einkum eldgos- in níu. „Jú, það skapaði vissulega talsverðar áhyggjur meðal manna hveming þetta myndi enda og hvort allt yrði eyðileggingu að bráð. Hér vom meðal annars byggðir vamargarðar svo virkjunin færi hreinlega ekki undir hraun. Enginn var þó hræddur í þeim skilningi að hann myndi deyja, held ég að ég megi segja. Menn tóku þessu sem hverjum öðrum hlut og eldgosin urðu hluti af til- verunni hér. Menn fengu boð með kannski tveggja stunda fyrirvara að eldgos væri í aðsigi og fóru í hvelli, stundum um 200 manns, einsog var þegar flestir störfuðu hér. Það var skrítin tilfinning að fá þessi skilaboð.- Eftir á að hyggja segi ég að Almannavamir og blaðamenn hafi haldið uppi of mikilli spennu meðal þjóðarinnar vegna þessa. En eldgosunum gleymir maður aldrei. En ég held að þjóðin sé búin að gleyma þeim Vilmundi Gylfasyni og Jóni G. Sólnes, í sambandi við Kröflu, en þeir deildu hart um ágæti Krölluvirkjunar þegar virkj- unin var í byggingu og Kröflueldar sem tíðastir. Að minnsta kosti finn ég ekki fyrir þessum neikvæðu röddum lengur. Mestu skiptir í mínum huga - og fyrir landsmenn - að öll þessi ár hefur rekstur Kröfluvirkjunar gengið snurðu- laust og án áfalla fyrir sig, nema hvað síðari vélin er enn ekki kom- in í gang,“ sagði Birkir Fanndal Haraldsson, yfirvélstjóri í Kröflu- virkjun. Grein og myndir: Sigurður Bogi Sævarsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað: 13. tölublað (19.01.1996)
https://timarit.is/issue/209853

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

13. tölublað (19.01.1996)

Aðgerðir: