Dagur


Dagur - 16.07.1996, Qupperneq 1

Dagur - 16.07.1996, Qupperneq 1
! Gallabuxur I Verð frá 4.695 I____________ Fiskiðjan Skagfirðingur: Jón Friðriksson ráðinn fram- kvæmdastjóri Jón Friðriksson, rekstrarstjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Fiskiðjunnar Laxá á Ásum: Helmingi færri fiskar en í fyrra ILaxá á Ásum hafa veiðst 130 fískar á sumrinu en 7. júlí í fyrra voru kominr 266 laxar úr ánni. Að sögn veiðivarðar, Jó- hönnu Kristjánsdóttur var árið í fyrra óvenju gott. „Núna er áin öll að koma til, hún hefur verið vatnslítil og eins var mjög bjart í síðustu viku.“ Gréta Björnsdótt- ir, sem situr í veiðifélagsnefnd árinnar, segir að júnímánuður hafi oft verið lakur og seinni hluti sumars því híft upp tölu fenginna fiska. Hún segir al- gengt að áin rokki dáh'tið milli ára. Þegar yfirlit yfir veiði úr ánni frá 1974 er skoðað sést að árið 1995 fengust 1349 laxar en aðeins 805 árið áður. Minnst veiddist ár- ið 1984 eða 625 laxar. Fyrir þann tíma var algengt að áin gæfi 1100- 1500 laxa en mest veiddist þó árið 1975 eða 1881 lax. Árin 1993 og 1995 voru töluvert betri en í með- alári sem telur 1254 laxa, en árið 1994 fengust aðeins 805 laxar. Dræm veiði var í ánni árin 1989- 1992 en þá veiddust á bilinu 650- 860 fiskar. mgh Skagfirðings og tekur við starfi um næstu mánaðamót. Sem kunnugt er hefur Einar Svans- son, fráfarandi framkvæmda- stjóri, verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur. í samtali við Dag sagði Jón Friðriksson að ekki væri ákveðið hvemig ný yfirstjóm fyrirtækisins verður byggð upp í næstu framtíð, - en fyrir utan að nýr fram- kvæmdastjóri er að taka við hefur Ingimar Jónsson, fjármálastjóri Fiskiðjunnar, verið ráðinn til starfa hjá Pennanum hf. í Reykja- vík. Fer hann til starfa syðra um miðjan ágúst. Jón Friðriksson, sem er 42ja ára að aldri, hefur síðustu ár gegnt starfi rekstrarstjóra KS, og haft þannig yfirumsjón með rekstri verslunar- og þjónustudeilda fé- lagsins. Eiginkona Jóns er Linda Nína Haraldsdóttir og eiga þau fjögur böm. -sbs. Ungliðahreyfing Rauða krossins hefur að undanförnu verið á ferð um landið með götuleikhús. Um er að ræða 40 unglinga frá 8 þjóðlöndum sem sýna fjóra leikþætti. Þeir fjalla m.a. um umhverfismál, börn í stríði, kynhneigð og skyndihjálp. Á sunnudag var hópurinn með sýningu við Ráðhúsið á Dalvík og í gær á Ráðhústorginu á Ákureyri, en þá var einmitt meðfyigjandi mynd tekin. Sem sjá má fylgdust fjölmargir með sýningunni. Mynd: BG Sauðárkrókur: Afmælisárið að hefjast Það verður mikið um dýrðir á Sauðárkróki um næstu helgi en þá hefst með formlegum hætti afmælisár Sauðárkróks- bæjar. Sem kunnugt er fagna íbúar bæjarins ýmsum tímamót- um um þessar mundir, þ.e. þess að liðin eru í ár 125 ár frá því byggð hófst á Króknum og á næsta ári verða 140 ár liðin frá því að Sauðárkrókur varð versl- unarstaður, 90 ár frá því að Sauðárkrókur varð sérstakt sveitarfélag og 50 ár frá því að Nýtt kúakyn til landsins: -Höldum málinu vakandi" - segir formaður kúabænda Afram er haldið vakandi meðal bænda umræðu um að flytja nýtt mjólkurkúakyn til landsins. Sem kunnugt er var mál þetta í brennidepli sl. vetur, en hefur legið í láginni að und- anförnu. „Fyrir liggja samþykktir bæði frá Landssambandi kúabænda og Bændaþings um að athuga hag- kvæmni þess að flytja nýtt mjólk- urkúakyn til landsins. Meðal ann- ars á grundvelli þeirra verður mál- inu áfram haldið vakandi," sagði Guðmundur Lárusson, formaður Landsambands kúabænda, í sam- tali við Dag. I umræðunni sl. vetur var eink- um horft til þess að flytja inn norskt kúakyn til landsins, en fyrir liggur að það er mjög afurðamik- ið. Samþykktir samtaka bænda einskorðast þó ekki við að athuga einvörðungu norska mjólkurkúa- stofninn, heldur er málinu haldið opnu í allar áttir. -sbs. bærinn varð kaupstaður. Afmælisnefnd Sauðárkróks- bæjar er starfandi og vinnur hún að fjölbreytilegri dagskrá á af- mælisárinu, ekki síst hápunktinum næstkomandi sumar. I frétt frá nefndinni segir að ætlunin sé á þessu ári að gera góðan bæ betri. „Afmælisárið verði því í senn há- tíðarár og átaksár. Hátíðarár þar sem Sauðkrækingar fagna þessum tímamótum með því að gera sér glaðan dag og átaksár sem við notum til þess að auka styrk bæj- arins í þvr ört vaxandi samkeppn- isþjóðfélagi sem við búum við. Litið verði yfir farinn veg og lær- dómur dreginn af fortíðinni og hann nýttur til að að búa okkur undir framtíðina," segir í tilkynn- ingu nefndarinnar. Á bls. 5 í blaðinu í dag er birt dagskrá upphafshelgar afmælis- ársins á Sauðárkróki. JÓH Akureyri: Maöur dæmdur í 5 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás IHéraðsdómi Norðurlands eystra hefur verið kveðinn upp dómur í máli ákæruvaldsins gegn manni er réðst á annan, að- faranótt aðfangadags jóla á síð- asta ári, í stigagangi í Borgarhlíð á Akureyri. Veitti ákærði mann- inum þvílíka áverka að flytja þurfti hann á sjúkrahús. Ákærði var dæmdur í fimm mánaða fangelsi. Meiðslin sem af árásinni hlutust voru m.a. kinnbeinsbrot, brot á kinnbeinsboga við gagnauga, glóð- arauga og stall á neðanaugntóttar- rönd og við festu við kinnkjálka. Sá sem barinn var, karlmaður um þrítugt, var lalsvert ölvaður og ruglaður er lögregla kom að, og gat ekki gert grein lýrir því hvern- ig hann hefði orðið fyrir áverkun- um, en talaði þó um að hafa verið sleginn. Maðurinn var yfirheyrður fimm dögum síðar og sagðist hann þá hafa haft í hyggju að heimsækja kunningja sinn í Glerárhverfi, bróður ákærða, og lét uppi grun- semdir um að ákærði hefði átt hlut að máli. Gaf hann þá skýringu á grunsemdum sínum að fátt hefði verið milli þeirra vegna kvenna- mála. Ákærði sagðist við lögregluyf- irheyrlu hafa eldað grátt silfur við fórnarlambið vegna kvennamála en sagðist ekki hafa haft uppi fyr- irætlanir um að ganga í skrokk á honurn. Slík myndi hann aldrei gera edrú. Hann kvaðst lítið muna eftir viðskiptum sínum við hinn manninn, sökum ölvunar, en fyrir dómi viðurkenndi hann skýlaust sakargiftir, og að ástæðan fyrir barsmíðunum hefði verið kvenna- málin. Maðurinn hefði farið með honum í leigubfi út í Glerárhverfi og fyrir utan fjölbýlishús þar hefði hann minnst á þessi viðkvæmu mál við ákærða. Eftir að inn var komið kvaðst ákærði hafa barið manninn, tvisvar eða þrisvar. Ákærði er 25 ára, og hefur hlot- ið 9 refsidóma á árunum 1988- 1993, auk þess sem hann hefur á árunum 1987-1994 sex sinnum gengist undir dómssáttir vegna umferðarlagabrotav eignaspjalla og áfengislagabrola. Ákærða var veitl reynslulausn skilorðsbundið í eitt ár á 90 daga eftirstöðvum refsingar sl. haust og ruuf hann því skilorð- ið. Var því niðurstaða dómsins að taka bæri upp reynslulausnina og ákveða refsingu í einu lagi fyrir of- annefnda líkamsárás, með hliðsjón af refsivistinni sem ólokið var. Lfkamsárásin var talin harka- leg, og rneð hliðsjón af sakarferii ákærða var hæfileg refsing ákveð- in 5 ntánaða fangelsi. Ákærði var einnig dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, þ.á.m. málsvamar- laun skipaðs verjanda, kr. 25.000. shv

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.