Dagur - 16.07.1996, Page 5
Þriðjudagur 16. júlí 1996 - DAGUR - 5
Sauðárkrókur:
Upphafshátíð afmælisárs um næstu helgi
Mikil hátíðarhöld verða á Sauðár-
króki um næstu helgi þegar form-
lega hefst afmælisár í bænum.
Næsta árið verður því fagnað með
margvíslegum hætti að 125 ár eru
frá því að byggð reis á Króknum
og á næsta ári eru liðin 140 ár frá
því að Sauðárkrókur varð verslun-
arstaður, 90 ár eru frá því að
Sauðárkrókur varð sérstakt sveit-
arfélag og 50 ár frá því Sauðár-
krókur varð kaupstaður. Af þessu
Sauðkrækingar halda upp á 125 ára afmæli byggðar um helgina.
tilefni samþykkti bæjarstjóm að
tímabilið 20. júlí 1996 til 20. júlí
1997 verði afmælisár staðarins.
Formlegur upphafsdagur verð-
ur á laugardaginn og hefur afmæl-
isnefnd Sauðárkróks í samvinnu
við ýmsa aðila í bænum sett sam-
an afmælisdagskrá um helgina.
Dagskráin er fjölbreytt eins og sjá
má en til að undirstrika að þetta er
fyrsti hlutinn af löngu afmælisári
kallar afmælisnefndin þessa dag-
skrá Upphafshelgi afmælisárs
Sauðárkróks.
Laugardagur 20. júlí.
Kl. 8.00 Fánar dregnir að húni um
allan bæ. Frítt verður í Sundlaug
Sauðárkróks.
KI. 14.00 Blásarakvartett leikur á
Faxatorgi. Héraðsmót í frjálsum
íþróttum. Golfmót.
Kl. 15.00 Afmælisfáni dreginn að
húni við Kirkjutorg.
KI. 15.15 Karlakórinn Heimir
syngur á Kirkjutorgi.
Kl. 16.00 Opnuð myndlistarsýn-
ing í Safnahúsinu. Essódagur við
Ábæ. Útimarkaður, leiktæki fyrir
yngri kynslóðina, bátar á Áshild-
arvatni, gönguferðir um Krókinn
með leiðsögn.
Kl. 20.00 Utiskemmtun við Faxa-
torg. Hljómleikar, skemmtikraftar
og söngur.
Kl. 22.00 Opið hús í Bifröst í um-
sjá Leikfélags Sauðárkróks. Úti-
dansleikur við höfnina, hljóm-
sveitin Herramenn. Dansleikir á
skemmtistöðum bæjarins.
Sunnudagur 21. júlí.
KI. 8.00 Fánar dregnir að húni.
Frítt í Sundlaug Sauðárkróks.
Kl. 10.00 Gönguferð á Tindastól.
Lagt upp frá heilsuræktinni Hreyf-
ingu.
Kl. 11.00 Hátíðarmessa.
Kl. 12.30 Hópreið hestamanna um
bæinn. Áð á Flæðunum og gestum
gefst tækifæri til að fara á hestbak.
Kl. 14.00 Kameval á Aðalgöt-
unni. Músík um alla götuna, leik-
tæki fyrir yngstu kynslóðina, hér-
aðsmót í frjálsum íþróttum.
Kl. 15.30 Leikir á Flæðunum.
Kl. 16.30 Risa afmælisterta á
Faxatorgi.
Kl. 20.30 Fundur í Ræðuklúbbi
Sauðárkróks á Kaffi Krók.
Þórshöfn á Langanesi:
Fjölbreytt dagskrá á verslunarafmælinu
Þann 19.-21. júlí halda Langnes-
ingar mikla hátíð í tilefni 150 ára
verslunarafmælis á Þórshöfn á
Langanesi. Forseti íslands, frú
Vigdís Finnbogadóttir, opnar há-
tíðina formlega kl. 13.00 laugar-
daginn 20. júlí, á útisviði við
höfnina.
Útidagskráin sem fer fram við
höfnina og hefst kl. 13.00 með því
að forseti Islands opnar hátíðina
formlega er fjölbreytt, m.a. spilar
jasssveitin Blúsbræður, kór
heimamanna syngur, Súrheyssyst-
ur taka lagið og gamlar stökur
tengdar Langanesi verða rifjaðar
upp auk þess sem flutt verða
ávörp í tilefni dagsins. Að útidag-
skránni lokinni munu hin ýmsu
fyrirtæki bjóða gestum í herlega
matarveislu við höfnina, þar sem
gestum gefst tækifæri á að bragða
á nýjungum í matvælaframleiðslu.
Hin eiginlega hátíðardagskrá
verður haldin í Félagsheimilinu
Þórsveri kl. 18.00. Þar koma fram
m.a. leikaramir Amar Jónsson og
Helga Jónsdóttir, tónlistarmenn-
imir Áskell Másson sem leikur á
handtrommur, Anna Guðný Guð-
mundsdóttir píanóleikari, Einar
Kristján Einarsson gítarleikari,
Sigurður Ingvi Snorrason klarin-
ettuleikari og Þuríður Vilhjálms-
dóttir söngkona, en allt á þetta
fólk ættir að rekja til Þórshafnar
og þá mun Samkór Þórshafnar
syngja við hátíðina.
Leikfélag Þórshafnar flytur
leikritið Ambrið eftir Aðalbjörn
Amgrímsson, en hann var afkasta-
mikið leikskáld á Þórshöfn fyrr á
öldinni. Þetta leikrit hefur þó
aldrei verið leikið fyrr svo vitað
sé. Stjórnandi hátíðardagskrár er
Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri.
Þá verður dansleikur um kvöld-
ið við höfnina þar sem stórsveitin
Tinna leikur fyrir dansi. Hátíðinni
lýkur með flautublæstri báta og
skipa á sunnudag.
I tengslum við hátíðina verða
opnar myndlistarsýningar á verk-
um brottfluttra Langnesinga, lista-
mannanna Sveins Björnssonar,
Rutar Rebekku Sigurjónsdóttur og
Arnar Karlssonar auk Freyju Ön-
undardóttur. Sýndar verða gamlar
Ijósmyndir, gamalt og riýtt hand-
verk og minjasýning verður opnuð
í samvinnu við Byggðasafnið á
Kópaskeri, þar sem gamlir versl-
unarhættir verða kynntir. Boðið
verður í tívolí, bryggjuveiði, sjó-
ferðir, skoðunarferðir og l'arin
verður kamivalganga með eld-
gleypum og trúðum og trússlest
kemur úr sveitinni.
Gamla prestssetrið á Sauðanesi
verður opið á sunnudaginn 21.
júlí. Aðalsteinn Maríusson hefur
að undanfömu unnið að endur-
byggingu hússins, sem er í umsjá
Þjóðminjasafnsins, og mun hann
sýna það gestum. Allar sýningam-
ar verða opnar á sunnudaginn og
hátíðardagskráin endurtekin.
Gerðir hafa verið minjagripir í
tilefni afmælisins og verða þeir
seldir við höfnina. Þá er verið að
skrifa sögu Þórshafnar og annast
Friðrik Ólgeirsson, sagnfræðing-
ur, það verk.
Tjaldsvæði verða opnuð á
Þórshöfn en aðrir gistimöguleikar
eru á Hótel Jórvík og bændagist-
ing í nágrenni Þórshafnar.
Framkvæmdastjóri afmælishá-
tíðarinnar er Már Guðlaugsson,
auglýsingateiknari, en formaður
afmælisnefndar er Freyja Önund-
ardóttir, myndlistarmaður. GKJ
Það verður margt um að vera á Þórshöfn um næstu helgi í tilefni 150 ára verslunarafmælisins.
Verð miðað við staðgreiðslu
59»«
<«inn
m
mx
V
er 1300* krónur
fyrsta birting
°g hver endurtekning
400 krónur