Dagur


Dagur - 16.07.1996, Qupperneq 7

Dagur - 16.07.1996, Qupperneq 7
Þriðjudagur 16. júlí 1996 - DAGUR - 7 Knattspyrna - 2. deild karla: Nágrannajafntefli í miklum baráttuleik á Húsavík Völsungur og Þór skildu jöfn 1:1 í miklum baráttuleik á Húsavík í gærkvöldi. Þórsarar voru sterkari aðilinn lengst af og voru nær sigrinum en heimamenn. Völsungar vörðust vel og stóðust mikla pressu gestanna. Leikurinn byrjaði rólega og lið- in þreifuðu fyrir sér fyrstu tfu mínúturnar. Völsungar fengu fyrsta umtalsverða færið en Arn- grímur Arnarson skaut naumlega framhjá eftir fallega stungusend- ingu Hallgríms Guðmundssonar. Eftir það tóku Þórsarar völdin og tveimur mínútum síðar fékk Dav- íð Garðarsson sannkallað drauma- færi en Björgvin Björgvinsson varði meistaralega. Davíð var aft- ur á ferðinni í næstu sókn en þá Körfuknattleikur: Þríeykið úr Þór til Keflavíkur Nú er frágengið að körfuknatt- leiksmennirnir Birgir Örn Birg- isson, Kristinn Friðriksson og Kristján Guðlaugsson, sem leik- ið hafa með Þórsurum í úrvals- deildinni, munu allir leika með Keflvíkingum næsta vetur. Birgir Örn hefur verið lykil- maður í Þórsliðinu undanfarin ár og kom sterkur inn í landsliðið í leikjum liðsins í vor. Kristinn er margreyndur landsliðsmaður sem lék stórt hlutverk í Þórsliðinu þar til hann var látinn fara frá félaginu í vetur. SH fór skot hans rétt framhjá mark- inu. Þórsarar hertu enn tökin á leiknum og höfðu undirtökin. Spilið gekk vel og sóknarleikurinn var markvissari en hjá heima- mönnum. Völsungar bökkuðu og treystu á skyndisóknir. Hjörtur Hjartarson strýddi Þórsurum og var nálægt því að skora um miðj- an fyrri hálfleik þegar hann átti skot úr aukaspyrnu af 25 metra færi, sem small í þverslánni. Hann kom síðan Völsungum yfir gegn gangi leiksins á 30. mínútu. Guðni Rúnar Helgason átti þá sendingu inn í vítateiginn sem Þórsarar náðu ekki að hreinsa frá og Hjört- ur var fljótastur að átta sig og pot- aði í markið úr þröngu færi. Þórsarar klúðruðu mörgum færum til að jafna leikinn en þeim tókst loks að finna réttu leiðina í netið alveg undir lok fyrri hálf- leiks. Hreinn Hringsson nýtti sér þá sofandahátt í vörn heirna- manna, snéri sig í gegn og skaut óverjandi skoti fyrir Björgvin í markinu, sem annars varði eins og berserkur í leiknum. A síðustu sekúndum fyrri hálfleiks björguðu Völsungar síðan á marklínu eftir að Þorsteinn Sveinsson hafði brugðið sér í sóknina hjá Þór og ógnað markinu. Þórsarar byrjuðu seinni hálfei- kinn eins og þeir luku þeim fyrri og sóttu af krafti en síðan leystist leikurinn upp í hnoð og harka færðist í leikinn. Dómarinn hafði í nógu að snúast og sýndi Þórsurum sjö sinnum gula spjaldið og Völ- sungum tvisvar. Seinni hálfleikur varð fyrir vik- ið miklu lakari en sá fyrri og minna um færi. Síðustu tíu mínút- umar var rosaleg spenna á vellin- um. Þórsarar sóttu af ákafa og voru nálægt því að tryggja sér öll stigin þegar Ami Þór Arnason átti skot í þverslá á síðustu mínútunni. Völsungar nteiga því vel við una að hafa sloppið með eitt stig frá leiknum. Davíð Garðarsson var besti maður Þórs í leiknunt og Árni Þór Árnason var mjög sprækur eftir að hann kom inná. Þá átti Páll Gísla- son góðan leik. Hjá Völsungum var Ásmundur Arnarsson bestur en þeir Hallgrímur Guðmundsson og Björgvin Björgvinsson áttu einnig skínandi leik. HJ/SH Hjörtur Hjartarson kom Völsungum yfir gcgn Þórsurum á Húsavík í gær- kvöldi og kom markið nokkuð gegn gangi leiksins en gestirnir náðu að jafna og voru nálægt sigri. Völsungar vörðust vcl og héldu eftir einu stigi á Húsa- VÍk. Mynd: BG Lið Völsungs: Björgvin Björgvins- son - Ásgeir Baldurs, Kristján Siguðrs- son, Amar Bragason - Hallgrímur Guð- mundsson, Jónas Grani Garðarsson, Ró- bert Skarphéðinsson, Amgrímur Arnar- son, Ásmundur Amarsson - Guðni Rúnar Helgason, Hjörtur Hjartarson. Lið Þórs: Atli Rúnarsson, Páll Páls- son, Zoran Zicic, Þorsteinn Sveinsson, Þórir Áskelsson (Ámi Þór Ámason), Birgir Þór Karlsson, Sveinn Pálsson, Davíð Garðarsson, Páll Gt'slason, Hreinn Hringsson, Bjami Sveinbjömsson (Sig- urður Hjartarsson). Úrslit í 2. deild karla KA-Skallagrímur 1:0 Völsungur-Þór 1:1 Leiknir R.-Fram 0:4 FH-Víkingur 1:1 Þróttur R.-ÍR 4:3 Staðan Fram 8 5 3 0 25:7 18 Skallagr. 8 4 3 1 14:4 15 Þróttur R. 8 3 4 1 20:15 13 KA 8 3 3 2 16:14 12 Þór 8 3 3 2 9:16 12 Víkingur R. 8 2 3 3 12:10 9 FH 8 2 3 3 9:10 9 Völsungur 8 2 2 4 10:14 8 ÍR 8 2 0 6 8:22 6 Leiknir R. 8 1 2 5 8:19 5 Úrslit í 1. deild kvenna ÍBA-KR 0:7 Valur-ÍBV 3:0 Stjarnan-Breiðablik 0:4 Afturelding-ÍA 1:5 Staðan Breiðablik 7 7 0 0 35:3 21 KR 7 4 2 1 23:8 14 ÍA 7 4 2 1 19:8 14 Valur 7 4 2 1 17:9 14 ÍBA 7 2 14 9:20 7 Stjarnan 7 2 0 5 9:19 6 ÍBV 7 115 6:22 4 Afturelding 7 0 0 7 5:34 0 Knattspyrna -1. deild kvenna: IBA tapaði stórt fyrir KR ÍBA lenti í miklum hremming um gegn KR í 1. deild kvenna á Akureyrarvelli í gærkvöldi. KR var komið í 2:0 eftir sjö mínútur og sigur gestanna var því ávallt öruggur. Eftir það dreifðust mörkin nokkuð jafnt á leiktím- ann og það sjöunda og síðasta kom á síðustu mínútunni, 7:0 fyrir KR. Guðrún Jóna Kristjánsdóttir skoraði fyrsta markið beint úr aukaspyrnu á 7. mínútu og strax mínútu síðar bætti Olga Færseth öðm marki við. ÍBA varðist nær allan fyrri hálfleik enda léku þær á móti vindi gegn liði sem greini- lega er með sterkari mannskap. Minnstu munaði þó að heimaliðið næði að minnka muninn á 24. mínútu en þá átti Sara Haralds- dóttir fallega sendingu inn á teignn þar sem Kolbrún Sveins- dóttir skaut yfír úr opnu færi. Þriðja ntark KR kom á 33. mínútu og það gerði Olga Færseth og Ólöf Helga Helgadóttir skallaði inn það fjórða á 37. mínútu. í síðari hálfleik var ÍBA mun meira inni í leiknum og fór hann að mestu fram á miðsvæðinu. En ÍBA vörnin sofnaði á verðinum á 55. mínútu og Sara Smart bætti fimmta markinu við. Sjötta mark- ið gerði síðan varamaðurinn Olga Stefánsdóttir með sinni fyrstu snertingu á 61. mínútu en eftir það fengu IBA-stúlkur tvö góð færi sem ekki nýttust. í bæði skiptin slapp Katrín Hjartardóttir í gegn en markvörður KR sá við henni. Karen Birgisdóttir var einnig ná- lægt því að skora en KR-stúlkur björguðu á síðustu stundu og síð- ustu mínútumar var allur kraftur úr heimaliðinu. KR nýtti það og Guðrún Jóna innsiglaði sigurinn með glæsilegu marki á sfðustu mínútunni, 7:0. IBA liðið var ekki eins slakt og lokatölumar gefa til kynna. Liðið skapaði sér ágætis færi sem ekki nýttust og reynslu- og lánleysi voru einkenni vamarleiksins. SH Sara Haraldsdóttir og stöllur hennar í ÍBA fengu stóran skell gegn KR á Akureyrarvelli í gærkvöldi. Gestirnir héldu hcim nieð öll stigin eftir 7:0 sigur. Mynd: BG Hamar félagsheimili Þórs: Líkamsrækt og tækjasalur Ljósabekkir Vatnsgufubað Nuddpottur Salir til leigu Beinar útsendingar Getraunaþjónusta Hamar sími 461 2080

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.