Dagur


Dagur - 25.07.1996, Qupperneq 6

Dagur - 25.07.1996, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 25. júlí 1996 MINNINC ^ Þorsteinn Bjöm Jónsson Fæddur 2. júní - Dáinn 13. júlí 1996 77/ moldar oss vígði hið mikla vald, hvert mannslíf sem jörðin elur. Sam hafsjór, er rís með fald við fald þaufalla, en Guð þau telur, því heiðloftið sjálft er huliðstjald, sem hœðanna dýrð oss felur. (Einar Benediktsson) Erfitt reyndist að trúa þeirri frétt, að hið mikla vald hafi dæmt Þor- stein frænda minn til moldar 18. þ.m. Daginn áður talaði ég við hann, er hann var við vinnu á verkstæðinu og þá taldi hann heilsu sína fara batnandi, enda var honum óljúft að kvarta. En nú er lífsklukkan útgengin og huliðs- tjaldi lyft frá hæðanna dýrð. Þorsteinn Bjöm fæddist í Lang- húsum í Viðvíkursveit 2. júní 1925. Hann var elstur fjögurra bama hjónanna Jóns Sigfússonar og Jónínu Sigríðar Magnúsdóttur. Vorið 1927 flutti þessi fjölskylda að Ytri-Hofdölum, og þar var Þor- steinn í foreldrahúsum til hausts- ins 1944, en þá hóf hann nám á bifreiðaverkstæðinu Mjölni á Ak- ureyri. Fljótt var lagni hans við bíla og allt, sem að því fagi laut, viðbrugðið. Hann varð verkstjóri á bifreiðaverkstæðinu Þórshamri, og síðar einn af stofnendum verk- stæðisins Baugs. Á Akureyri starfaði hann við þessa iðngrein allt til hinstu stundar. í janúar 1950 kvæntist Þor- steinn Valdínu K. Stefánsdóttur. Þau eignuðust fjögur böm: Stefán Karl, Sigríði, Jón Grétar og Sigur- laugu. Sambúð þessarar fjölskyldu var með ágætum. Síðar bar þann skugga á, að Valdína missti heils- una. í von um bata fór Þorsteinn með hana til Danmerkur, en lækn- ing fékkst ekki og sigð dauðans laust hana. Örlögin bundu þungan bagga á herðar Þorsteins, en hann hafði náð miklum þroska, bæði líkamlega og andlega. Nú varð hann að vera bömum sínum bæði sem faðir og móðir. Nokkrum ámm seinna kvong- aðist Þorsteinn Elínu Halldórs- dóttur. Hún er mesta prýðis kona og hefur reynst stjúpbömum sín- um mjög vel. Þau eiga eina dóttur: Hólmfríði Berglind, sem stundar nám í Háskóla Islands. Þorsteinn átti bamaláni að fagna og þegar á allt er litið var hann lánsmaður. Frændi minn, ég sendi þér kveðju yfir djúp dauðans. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Marteinn Steinsson. i I Á; ^s-ílílUI ^juu|d Sfir ■JIW'' ' „ r tiútr m£m miíik ð i/iimíh'lli, Pi I í /' Neytendapakkningar fyrir Evrópumarkað, sex, átta eða tíu þurrkaðar loðnur á plastbökkum. Stöplafiskur í Reykjahverfi: Annar vart eftirspurn Við Smiðjuteig í Reykjahverfi er framleiðslufyrirtæki í fiskiðnaði með tólf inanns í vinnu og pant- anir svo miklar að vart verður annað eftirspum. Dagur hitli Erlu Alfreðsdóttur, frantleiðslu- stjóra í fyrirtækinu, á dögunum. „Upphaflega vomrn við með harðfiskvinnslu eingöngu, bæði bitafisk og flök og það gekk rnjög vel í sjálfu sér. Það var svo fyrir rúmu ári síðan að byrjað var að þurrka og frysta loðnu fyrir Japansmarkað. Mikill og stöðugur markaður er fyrir loðn- una í Japan og gætum við selt alla okkar framleiðslu þangað, en við höfðum líka hug á að koma okkar vöm á Evrópumark- að og þá í neytendaumbúðum, því það gefur að sjálfsögðu enn betra verð, og þetta emm við að gera í dag, flytja út m.a. til Hol- lands í pakkningum tilbúnum til neytenda. Til Japans er eingöngu um að ræða sextán kílóa pakkningar. Loðnan er fyrst pækluð og þá þrædd upp á teina, í gegnum tálknin, og þurrkuð á vögnum. Þurrkunin tekur sjö til átta klukkustundir og að henni lokinni er hún stærðarflokkuð áður en hún er pökkuð og síðast fryst. Sölumið- stöð Hraðfrystihúsanna hefur séð um markaðsmálin fyrir Stöplafisk og enn em að opnast nýir markaðir, meðal annars í Bandaríkjunum. Við höfum hingað til keypt okkar loðnu í gegnum Sölumiðstöðina en við gerum ráð fyrir að sjá meira um þau mál sjáíf í framtíðinni. Svo höfum við að sjálfsögðu áhuga á að íslendingar komi til með að meta framleiðslu okkar, við bjóðuni t.d. uppá grillaða loðnu fyrir hópa sem heimsækja fyrir- tækið í sumar ef pantað er fyrir- fram og loðnan er mjög góður matur,“ segir Erla Alfreðsdóttir. Og undir það getur blaðantaður Dags tekið, sem fékk að bragða á grillaðri loðnu í heimsókn sinni í Stöplafisk í Reykjahverfi nýverið. ' GKJ í vinnslusal Stöplafisks vinna 12 manns við þurrkun og frystingu á loðnu fyrir Japansmarkað. Myndir: GKJ Sundlaug Akureyrar: Góðar gjafir Flutningafyrirtækin Dreki og FMN á Akureyri hafa nýlega slegið saman í púkk til handa Sundlaug Akureyrar og gefið henni tvo stóra leikfangaflutn- ingabíla, sem æskufólkið getur leikið sér á í skemmtigarðinum við laugina. Bflarnir tveir eru með merkjum fyrirtækjanna. Á meðfylgjandi mynd sjást þau Eva Dís Ottesen og Helgi Már Hafþórsson leika sér á bflunum og í baksýn er sundlaugin. Þá færðu forráðamenn Heklu hf. sundlauginni nýlega að gjöf nákvæma eftirlíkingu af Caterpill- ar 325 beltagröfu, en hugmyndina að gjöfinni átti Guðmundur Hjálmarsson verktaki, sem meðal annarra hefur annast framkvæmdir á sundlaugarsvæðinu. Það var Jón Ellert Jónsson hagleikssmiður í Hafnarfirði sem smíðaði leik- fangagröfuna góðu, og var hún af- hent sundlauginni í síðustu viku. Á myndinni sem hér fylgir eru, frá vinstri talið, Gísli Vagn Guð- mundsson, sölustjóri hjá Heklu hf„ Sigurður Guðmundsson, for- stöðumaður Sundlaugarinnar, og Guðmundur Hjálmarsson, verk- taki. Gröfustjórinn ungi heitir Guðmundur Snorri Guðmundsson. - sbs. Myndir:- sbs. Vegafram- kvæmdir í Svarfaðardal Nú er unnið af kappi við breyt- ingu á veglínu sunnan Brautar- hóls að Hofsbrú í Svarfaðar- dal, í austanverðum dalnum, en ætlunin er að flytja veginn niður fyrir Hof, en um áratuga- skeið hefur vegurinn legið um hlaðið á Hofí. Stórvirk tæki eru að störfum í dalnum og var þessi mynd tekin þar sl. þriðjudag. Óþh/Mynd: BG

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.