Dagur - 01.08.1996, Blaðsíða 1

Dagur - 01.08.1996, Blaðsíða 1
79. árg. Akureyri, fimmtudagur 1. ágúst 1996 144. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Uppsagnir heilsugæslulækna tóku gildi á miönætti: Reynt að tryggja lágmarksþjónustu - þrír læknar á Akureyri halda störfum áfram Friðrik Vagn Guðjónsson, heilsugæslulæknir á Akureyri, lét ekki verkfall heilsugæslulækna raska ró sinni þegar þessi mynd var tekin í gær. Mynd:BG Aðeins þrír læknar munu halda áfram störfum við Heilsugæslustöðina á Akureyri, ef uppsagnir heilsugæslulækna verða að veruleika. Allt stefndi í það, þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld. Reynt verður að tryggja áfram lágmarksþjónustu á heilsugæslustöðvum landsins, þannig að ekki komi til neyðar- ástands. Konný K. Kristjánsdóttir, hjúkrunarforstjóri Heilsugæslu- stöðvarinnar á Akureyri, sagði að þar yrði kappkostað að veita lág- marksþjónustu, þannig að engin neyð skapaðist. Opið verður á 3. og 5. hæð stöðvarinnar milli kl. 8:00 og 16:45 daglega. Læknamir þrír, sem áfram halda störfum, em Magnús Ólafs- son, Reynir Valdimarsson og Kristinn Eyjólfsson og veita þeir alla tilfallandi læknisaðstoð, en verða ekki með símatíma. Þeir sem þjónustu þeirra þurfa verða að koma á heilsugæslustöðina við Hafnarstræti, taka þar númer og bíða afgreiðslu. Með þessum hætti ætti að verða hægt að brúa bilið, þar til mál skýrast frekar í kjara- deilu lækna og ríkisvaldsins, segir Konný Kristjánsdóttir. „Eg er bara einn af þessum 127 læknum sem em að hætta,“ sagði Friðrik Vagn Guðjónsson, yfir- læknir á Heilsugæslustöðinni á Akureyri, í samtali við Dag. Sem stendur snýst deila lækna og ríkis um launa þeirra, - en Friðrik segir fleira hanga á spýtunni. Til að mynda hafi umtalsvert verið skor- ið niður í heilsugæsluþjónustunni á síðustu ámm og fátt hafi staðið bak við fögur orð ráðamanna um að stuðla skyldi að frekari upp- byggingu hennar, sem gmnnstoð- ar alls heilbrigðiskerfisins. Ur þessu yrði að bæta, sem og launa- kjörum lækna - en Friðrik segir að eftir áralangt starf séu grunnlaun hans á mánuði innan við 80 þús. kr. „Jú, auðvitað fer maður að svipast um eftir öðru starfi þegar mat ráðamanna á gildi starfs manns eru með þeim hætti sem endurspeglast í launum og starfs- skilyðmm þeim sem í boði em. Það er inni í myndinni að ég fara að vinna við afgreiðslu í blóma- verslun, en auðvitað vill maður sinna læknisstörfum verði skilyrð- in bætt. Þetta er nú einu sinni það sem maður hefur lært til og kann best,“ sagði Friðrik. Eins og áður sagði benti allt til þess, þegar blaðið fór í prentun, að meginþorri heilsugæslulækna á landinu öllu myndi hætta störfum á miðnastti, en rösklega 20 halda áfram. Á mörgum stöðum munu þó aðstoðarlæknar og læknakand- ídatar halda áfram. I samþykkt sem stjóm Læknafélags íslands sendi frá sér eftir fund í gærmorg- un eru þeir læknar sem eru á lausu þó varaðir við að taka við þeim störfum sem nú eru að losna, eins og það er orðað í samþykktinni. -sbs. Halló Akureyri: „Búist viö tíu þús- und gestum“ - segir Magnús Már Þorvaldsson að er stemmning úti í þjóðfélaginu fyrir þessari hátíð og ég reikna með að hingað mæti allt að tíu þúsund manns,“ sagði Magnús Már Þorvalds- son, framkvæmdastjóri hátíðarinnar Halló Akur- eyri, í samtali við Dag. Undirbúningur fyrir hátíð- ina stendur nú sem hæst og má vænta þess að fyrstu gestirnar komi til Akureyrar strax í dag, fimmtudag. Fjölmargt verður í boði á þessari hátíð og má nefna fjölmargar hljómsveitir sem leika í samkomu- húsum bæjarins. Megininntak samkomunnar er fjöl- skylduhátíð. Magnús Már Þorvaldsson segir að að- standendur þessarar hátíðar leggi allt undir til að hún geti gengið sem best fram, þá sem skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Hann segir að mikið verði lagt í öfluga gæslu, svo það markmið náist. Spáð er meinhægu veðri um land allt um helgina, en veður á Norðurlandi gæti orðið ágætt á laugardag og það blæs aðstanendum Halló Akureyri kapp í kinn. „Já, mér finnst eðlilegt að búast við allt að 10 þúsund gestum á þessa hátíð. Fyrst þegar hún var haldin í hitteðfyrra komu hingað fjögur þúsund manns og sex þúsund á síðasta ári. Því finnst mér ekki fjarri lagi að reikna með áðumefndum fjölda gesta hingað,“ sagði Magnús Már. -sbs. Olafur Ragnar tekur við embætti í dag Innsetningarathöfn Ólafs Ragnars Grímssonar í em- bæti forseta fslands er í dag, fimmtudag, 1. ágúst. Athöfnin hefst kl. 15:30. Fjöldi gesta verður viðstaddur, þar á með- al alþingismenn og ráðherrar, hæstaréttardómarar, sendi- menn erlendra ríkja, forystu- menn félagasamtaka og ýmsir fleiri. „Allir karlmenn sem við athöfnina eru viðstaddir skulu klæðast kjólfötum, konur síð- um kjólum,“ segir í fréttatil- kynningu frá skrifstofu for- seta. Athöfnin hefst með því að forseti Hæstaréttar, verðandi forseti Islands og eiginkona hans, biskupinn yfir íslandi, frá- farandi forseti, forsætisráðherra, forseti Alþingis og ýmsir fleiri ganga frá Alþingishúsi yftr í Dómkirkjuna, en þar annast biskup helgistund. Að helgistund lokinni verður gengið yfir í Alþingishúsið en við þá athöfn mun hinn nýi for- seti íslands vinna drengskapar- heit að stjómarskránni og veita kjörbréfi viðtöku. Að því loknu mun forseti, ásamt eiginkonu sinni, ganga fram á svalir Al- þingishússins og minnast fóstur- jarðarinnar. Að því loknu mun hann flytja innsetninganæðu sína. Gjallarhom verða urn- hverfis Álþingishúsið og Dóm- kirkjuna svo allir þeir sem verða á Áusturvelli heyri það sem fram fer innanhúss og verði þannig óbeinir þátttakendur þessarar athafnar. Ýmsir tónlist- armenn munu koma fram við þessa athöfn, bæði í Dómkirkj- unni og í Alþingishúsinu. Er tekið fram að val á tónlist og textum við athöfnina hafí verið haft við varðandi forseta og haft að leiðarljósi að öll tónlist og textar væru eftir íslenska höf- unda. Um kvöldið verður móttaka fyrir starfsmenn forsetaembætt- isins og framámenn í Bessa- staðahreppi að forsetasetrinu á Besssastöðum og um kvöldið snæða forsetahjónin kvöldverð þar með fjölskyldu sinni. Nýr forseti, herra Ólafur Ragnar Grímsson, mætir til starfa á nýja skrifstofu embættisins að Sól- eyjargötu 1 í Reykjavík, kl. 9:15 á föstudagsmorgun. -sbs. Stefán Jón mættur til leiks Stefán Jón Hafstein, dagskrárgerðarmaður á Stöð 2, hefur verið ráðinn rit- stjóri nýja væntanlega dagblaðsins, Dags-Tímans. Þetta var tilkynnt á fundi með starfsmönnum Dags í húsakynnum blaðsins í gær. Stefán Jón mun nú þegar hefja undirbúning að útgáfu nýja blaðsins, en ekki hefur verið tíma- sett hvenær fyrsta tölublaðið kemur út. Meðfylgjandi mynd var tekin af Stefáni Jóni á starfsmannafundinum í gær. Fjær er Eyjólfur Sveinsson, framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar. Mynd: BG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.