Dagur - 01.08.1996, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 1. ágúst 1996
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI,
SÍMI: 462 4222
ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1600 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 150
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR,
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON,
SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (íþróttir),
BLAÐAMAÐUR HÚSAVÍK - GUÐRÚN K. JÓHANNSDÓTTIR
SÍMI Á SKRIFSTOFU 464 1585, FAX 464 2285.
HEIMASÍMI BLAÐAMANNS Á HÚSAVÍK 464 1547
UÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI462 5165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 462 7639
SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087
LEIÐARI--------------------
Embættistaka forseta
Ólafur Ragnar Grímsson veröur í dag settur
inn í embætti forseta íslands við hátíðlega
athöfn í Alþingishúsinu. Ólafur Ragnar er
fimmti forseti lýðveldisins, en forverar hans
eru Sveinn Björnsson, Ásgeir Ásgeirsson,
Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir.
Allir hafa þeir fjórir forsetar sem hafa setið
á Bessastöðum mótað embættið á sinn hátt
og aflað sér vinsælda og virðingar þjóðar-
innar. Mikilvægt er að góð sátt takist einnig
um Ólaf Ragnar Grímsson.
Ekki þarf að fara mörgum orðum um
kosningabaráttuna fyrir forsetakosningarn-
ar fyrir rúmum mánuði. Hennar verður
minnst fyrir einkar prúðmannlega og
drengilega baráttu forsetaframbjóðendanna
en að sama skapi nokkurn óróa stuðnings-
manna frambjóðenda sem ekki bar tilætlað-
an árangur, en hafði þvert á móti öfug áhrif.
Sigur Ólafs Ragnars Grímssonar var af-
gerandi og það er bæði mikilvægt fyrir hann
og þjóðina. Því verður trúað að með svo ör-
uggum sigri verði frekar almenn sátt meðal
þjóðarinnar um nýkjörinn forseta en ella.
Ólafur Ragnar mun væntanlega marka
forsetaembættinu annan farveg en fráfar-
andi forseti. Slíkt er eðlilegt innan þeirra
laga sem embættinu eru sett. Sumir hafa
sagt að hinn nýkjörni forseti muni leggja
meiri áherslu en forverarnir á kynningu á
framleiðsluvörum íslendinga á erlendri
grundu og afla íslensku hugviti verkefna
eins og kostur er. Allt á þetta eftir að koma í
ljós.
Við upphaf forsetatíðar Ólafs Ragnars
Grímssonar og eiginkonu hans, Guðrúnar
Katrínar Þorbergsdóttur, er þeim óskað far-
sældar í starfi og þess vænst að þeim auðn-
ist að bera hróður þjóðarinnar allrar sem
víðast. Reynsla Ólafs Ragnars til fjölda ára
af stjórnmálum mun reynast honum gott
vegarnesti í embætti forseta.
Hátíðisdagar hesta-
fólks víð Eyjafjörð
Dagana 26.-28. júlí sl. voru haldnir árlegir hátíðis- Þátttaka í kappreiðum var frekar dræm. Mótið
dagar hestafólks við Eyjafjörð og er þetta uppskeru-
hátíð hestamanna og nokkurskonar punktur yfir vetr-
ar- og sumarstarfið.
Þama mættu margir keppendur með hesta sína og
fór mótið hið besta fram.
Keppt var í tölti í öllum flokkum og einnig var
gæðingakeppni og var hart barist um hvert sæti. Þá
voru kappreiðar og var keppt í 300 metra brokki þar
sem knapinn Gunnar Frímannsson og Ljúfur stóðu
uppi sem sigurvegari. I 150 metra skeiði hafði Ragn-
ar Ingólfsson sigur og Ema Sigurgeirsdóttir á Nagla í
víðavangshlaupi.
þótti eftirminnilegast fyrir frábært veður og einnig
var mjög mikið af gæðingum.
Þetta er í fyrsta skipti sem hátíðisdagar eru haldnir
á Akureyri. Þeir hafa verið haldnir á Melgerðismelum
undanfarin ár og þar skapast meiri stemmning, en nú
er eins og kunnugt er verið að byggja þar upp móts-
svæði fyrir komandi landsmót. Þess er vænst að á
næsta ári verið hægt að halda hátíðisdaga hestamanna
á Melgerðismelum.
Stjómir Léttis og Funa þakka þeim sem stóðu að
framkvæmd leikanna og einnig keppendum fyrir
þeirra framlag.
Tölt barna: 1. Dagný Björg Gunn-
arsdóttir á Væng, 2. Erna Sigur-
geirsdóttir á Nagla.
.
Tölt ungmenna. Elsa Þorvaldsdóttir
á Ölver
A-flokkur gæðinga. 1. Birgir Árnason á Þór, 2. Erlendur Ari Óskarsson á
Ör, 3. Stefán Friðgeirsson á Hljómi, 4. Stefán B. Stefánsson Árvakri og 5.
Reynir Hjartarson á Kolbeini.
B-flokkur gæðinga. 1. Höskuldur Jónsson Þyt, 2. Erlendur Ari Óskarsson á
Eydal, 3. Jóhannes Ottósson á Frigg, 4. Stefán Friðgeirsson á Hlekk og 5.
Guðlaug Reynisdóttir á Neista.
Tölt B: 1. Sigfús Helgason á Þrá, 2. Þráinn Hjálmarsson á Dreyra, 3. Guð-
laug Reynisdóttir á Neista. Mótstjóri, Reynir Björgvinsson, stendur hjá.
Þau unnu tvöfalt, bæði tölt og B-flokk gæðinga. Dagný Björg í
barnaflokki, Þorsteinn Björnsson í unglingaflokki, Iílsa Þorvaldsdóttir í
ungmennaflokki og Höskuldur Jónsson í fullorðinsflokki.
Barnaflokkur - B-flokkur gæðinga. 1. Dagný Björg Gunnarsdóttir á Væng,
2. Erna Sigurgeirsdóttir á Sleggju, 3. Silja Valdemarsdóttir á Gunnu, 4. fsak
Fannar Sigurðsson á Tvisti.
Tölt A: 1. Höskuldur Jónsson á Þyt, 2, Erlendur Ari Óskarsson á Eydal, 3.
Stefán Friðgeirsson á Hlekk, 4. Jóhannes Ottósson á Frigg, 5. Birgir Árna-
son á Söru.