Dagur - 01.08.1996, Blaðsíða 9
MINNINC
Björk Ragnarsdóttir
Fædd 5.
Mig langar til að minnast Bjarkar
Ragnarsdóttur með nokkrum fá-
tæklegum orðum. Því miður get
ég ekki fjarlægðarinnar vegna
kvatt Björk og vottað hennar nán-
ustu samúð mína.
Björk var fædd á Akureyri, þar
sem hún ólst upp í Oddagötunni
hjá foreldrum sínum, þeim Sigríði
Tryggvadóttur og Ragnari Páls-
syni ásamt 11 systkinum.
Fimm af systkinum Bjarkar eru
búsett á Akureyri, en hinn helm-
ingur systkinanna er búsettur víðs
vegar um landið. Einn af bræðrum
Bjarkar lést fyrir ca 16 árum.
Ég kynntist Björk haustið 1994
er hún og elsti sonur hennar Pétur
Friðrik, þá 5 ára gamall, urðu á
leið minni. Við þrjú áttum á þess-
um árum margar samverustundir,
þar sem umhyggja Bjarkar fyrir
Pétri Friðrik kom glögglega fram.
Henni var umhugað um að búa
honum sem best í haginn og skapa
honum sem besta framtíð og það
tókst henni. Björk hefur alla tíð
verið stolt af Pétri Friðrik og þótt
gaman að segja frá hvað hann er
að fást við. Nú seinni árin eftir að
ég flutti erlendis hefur Björk sent
mér myndir af honum til að lofa
mér að sjá hvað hann væri orðinn
mikill myndar piltur.
En það voru fleiri sólargeislar
en Pétur Friðrik í lífi Bjarkar. Hún
október 1958 - Dáin 25. j
og eiginmaður hennar, Jóhannes
Stefánsson, eignuðst tvö böm,
Stefán, sem nú er sex ára gamall
og Sigurbjörgu sem er 4 ára göm-
ul. Allir sem þekktu Björk vita að
bömin hennar þrjú og ekki minnst
Jói voru það dýrmætasta sem hún
átti. Það var ekki til það sem hún
ekki vildi fyrir þau gera - allt á
sinn hátt.
Samband okkar Bjarkar hefur
ekki rofnað þau fimm ár sem ég
hef búið erlendis. Hún hringdi
í 1996
gjaman til mín og byrjaði alltaf
símtölin með að segja „Gunna
mín“ og svo vildi hún segja mér
frá hvað Stebbi og Begga væm að
fást við og hvemig lífsbaráttan hjá
henni og Jóa gengi.
Talandi um Jóa, eiginmann
Bjarkar, eða Jóhannes Stefánsson
eins og hann heitir, þá minnist ég
þess hversu glöð og hamingjusöm
Björk var sumarið 1989 er hún
kynntist Jóa og giftist honum síð-
an í september sama ár.
Björk hafði oft á orði að sér
hefði aldrei liðið jafn vel um æf-
ina eins og þau sjö ár sem hún átti
með Jóa og bömunum.
Björk hefur þurft að berjast fyr-
ir tilveru sinni alla tíð, hún hefur
mætt mótstöðu á ýmsan hátt, en
aldrei gefist upp. Mér hefur þótt
barátta Bjarkar einkennast af heið-
arleika, kærleika og tryggð í garð
sinna nánustu.
Því miður hefur Björk nú þurft
að játa sig sigraða í baráttunni við
lélega heilsu, er hún lést á Land-
spítalanum seinnipart 25. júlí
1996.
Ég sendi eftirlifandi eigin-
manni Bjarkar, bömunum hennar
þremur og öðmm ástvinum mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Geilo 31. júlí 1996,
Guðrún Frímannsdóttir.
Elsku afí Doddi!
Þitt hœli er Drottinn,
þú hefur gjört hinn hœsta
að athvaifi þínu.
Engin ógœfa hendir þig
og engin plága nálgast tjald þitt
því að þín vegna býður liann
út englum sínum
til þess að gœta þín á öllum
vegum þínum.
(Fjórða sálmabók -91. sálmur)
Við þökkum þér fyrir allar góðu
og ánægjulegu samverustundimar
sem við áttum saman. Minningin
um þig mun ávallt lifa innra með
okkur.
Elsku góði Guð, hugsaðu eins
vel um afa okkar og hann hugsaði
um okkur.
Astar- og saknaðarkveðjur,
Valdís, Hildur, Guðný
og Bjarni Már.
TÓNLIST
Jazz með Andreu
Hið vikulega jazzkvöld, Túborgjass,
á vegum Kaffihússins Karólínu og
Listasumars ’96 var haldið fimmtu-
daginn 25. júlí. Að þessu sinni
skartaði kvöldið söngkonunni
Andreu Gylfadóttur, sem löngu er
landsþekkt orðin fyrir flutning sinn
á aðskiljanlegum greinum léttrar
tónlistar. Hljómsveitin, sem með
Andreu lék á jazzkvöldinu var skip-
uð hinum bestu mönnum. A píanó
var Kjartan Valdemarsson og tók
marga góða syrpuna. A kontrabassa
var Tómas R. Einarsson, sem óþarft
er að fara um mörgum orðum, svo
kunnug sem Akureyringum, sem
öðrum landsmönnum, er orðin fjöl-
hæfni hans á hljóðfærið. Trommu-
leikari hljómsveitarinnar var svo
Matthías Hanstock, sem lét ekki sitt
eftir liggja í því að halda uppi
sveiflu, fjölbreyttri og ætíð í anda
þess, sem flutt var hverju sinni.
Tónleikamir hófust á innleik
tríósins, en síðan birtist söngkonan
og hóf leikinn á hinum hugljúfa
standard, Moonglow, sem hún flutti
með dulúðugri og sem næst kjass-
andi raddbeitingu - mjög í anda
liinna klassísku „krúnara". Sveiflan
var samt vel á sínum stað og ýmiss
jazzhrif í hinu besta lagi.
Andrea söng síðan öll lögin, sem
flutt vom á tónleikunum. Rödd
hennar er greinilega afburða þolin.
Segja má jafnvel, að hún hafi eflst
því rneira sem leið á tónleikana.
Jafnframt varð flutningur Andreu sí-
fellt betri því lengra sem á leið, þar
sem hún lét af ýmsum uppákomum í
flutningi, sem voru einkum áberandi
fyrir hlé, en áttu iðulega ekki meira
en svo heima í þeim lögum, sem hún
tók til túlkunar. Nefna má til dæmis
flutning hins áhrifamikla lags Don’t
Explain, sem spilltist nokkuð af
styrkrokum, sem féllu hvorki að lagi
né heildarsvip flutnings. Einnig greip
Andrea til rifinnar raddar nokkuð í
anda Louis Armstrongs og fór ekki
ætíð vel, þó að á stundum ætti við.
Þá náðust á stundum ekki þau áhrif,
sem í lögum og texta felast, svo var
til dæmis í blúsnum Trouble in
Mind, þar sem blústilfinning var
nokkuð Iangt undan. Aftur tókst vel í
ýmsum lögum, fyrir hlé auk hins
fyrsta, svo sem í laginu Twisted, þar
sem Andrea nýtti afar skemmtilega
mikla getu raddar sinnar.
Eftir hlé varð verulega annar
svipur á flutningi Andreu. Þá hóf
Andrea söng sinn á hinu fallega lagi
God Bless the Child og gerði mjög
vel. Ekki síðri var innlifaður flutn-
ingur á In the Still of the Night, þar
sem söngkonan fór á kostum. Énn
má nefna fallega túlkun í laginu Do
Nothing till you Hear from Me, þar
sem sveifla var fagurlega ríkjandi,
og góða blústilfinningu í I’d Rather
Go Blind, sem var síðasta lagið á
efnisskrá. í laginu var ekki hina
minnstu þreytu að finna á Andreu
Gylfadóttur og var frammistaða
hennar hreinlega glæsileg í til dæm-
is háum, hreinum og leiftrandi tón-
um í lokahluta lagsins.
Hljómsveitin stóð sig með prýði.
Flest sóló tók píanóleikarinn Kjartan
Valdemarsson og gerði víða vel en
þó hvað best í skemmtilega byggðu
sólói í laginu My Funny Valentine.
Tómas R. Einarsson lék sér að fal-
legum bassalínum en tók ekki mörg
sóló; einna helst í laginu Twisted og
þar fallega. Matthías Hanstock beitti
slagverkinu af natni og mikilli
smekkvísi. Sóló tók hann fá, en
skemmtileg - ekki síst í laginu All of
Me, þar sem segja má, að hann hafi
leikið lagið á trommumar með vönd-
uðum tilþrifum og markvissum.
All of Me var síðast þriggja
aukalaga, sem Andrea Gylfadóttir,
Kjartan Valdemarsson, Tómas R.
Einarsson og Matthías Hanstock
fluttu á tónleikunum í Deiglunni
fimmtudaginn 25. júlí. Þar ríkti
mikil ánægja á meðal áheyrenda,
sem bókstaflega troðfylltu Deigluna
jafnt stóla sem þrep. A því leikur lít-
ill vafi, að Andrea Gylfadóttir er á
meðal allra hæfustu flytjenda sung-
innar, léttrar tónlistar hér á landi.
Fjölhæfni hennar er glæsileg og
geta hennar til vandaðs flutnings
óumdeilanleg.
Haukur Ágústsson.
Fimmtudagur 1. ágúst 1996 - DAGUR - 9
Veqteqt i/eisluborð
*
I sumar verður boðíð upp á
glæsílegt matarhlaðborð
öll föstudagskvöld
frákl. 19.00 tíl 22.00.
Þar svigna borðín undan
kræsíngum og góðgætí.
Borðapantanír
í síma 463 1400.
l/erið t/etkomin!
Hrafnagili, sítni 463 1400.
V/
Viðskiptavinir
athugið!
LOKAÐ
föstudag 2. ágúst og þriðjudag 6. ágúst
Vörumiðar hf
VIÐ HVANN AVELLI
Sími 461 2909 - Fax 461 2908
h . i— ui 6^ «“* ft'íg'gflt vihf
U3 kaupangi
Fimmtudagstilboð:
Nautahakk 595 kr. kg
Föstudagstilboð:
Þurrkryddaðar lambabogsneiðar 498 kr. kg
Kryddlegnar lambabógsneiðar 498 kr. kg
Helgartílboð!
Kartöflusalat - 2 stærðir - 15% afsláttur
Skinku- og hangikjötssalat 15% afsláttur
Frá USA: Bláber 179 kr. boxið (340 g)
Frá USA: Jarðarber 179 kr. boxið (227 g)
Pripps 59 kr. dósin (0,5 Itr.)
Takið eftir!
Nýslátrað lambakjöt kemur á fimmtudag
Vikutilboð!
Frá Bautabúrinu: Grillpylsur 579 kr. kg
Tropical svínakótilettur 1.092 kr. kg
Frá Kjarnafæði: Áleggsþrenna 699 kr. kg
Frá Matur og Mörk: Taðreyktur lax 1.198 kr. kg
Fimmtudagskynnine oe tilboð
Frá Vífilfelli: Coke
4 tegundir OLW flögur 139 kr. pokinn
Föstudags- og laugardaeskyrtnine og tilboð
Stjörnusnakk 3 tegundir 30% afslattur
Opið alla helgina til kl. 23.00
í-;: '• :v . v..V-rv; ..
SIMI461 2933 -FAX 461 2936