Dagur - 01.08.1996, Blaðsíða 2

Dagur - 01.08.1996, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 1. ágúst 1996 FRÉTTIR Skagastrandartogararnir Arnar og Örvar: Tregur afli í Smugunni - aflinn er aðallega vænn þorskur Tveir togarar Skagstrendings hf., Arnar HU-1 og Órvar HU- 21 eru á veiðum í Smugunni í Barentshafi en aflinn hefur verið sáratregur. Óskar Þórðarson, framkvæmdastjóri, segir að tog- ararnir verði þó ekki kallaðir heim til annarra veiða, enda kvótinn orðinn lítill, sérstaklega í þorski. Örvar HU hefur verið á miðun- um í hálfan mánuð og aflað fyrir 3,5 milljónir króna ert Amar HU kom þangað í lok síðustu viku og hefur aflað um 44 tonn fyrir um 4 milljónir króna. Aflinn er aðallega stór og vænn þorskur og skráp- flúra sem yfirleitt er væn. Amar HU er í þriðja túmum eftir að hann kom til landsins þar sem fram fóm á honum umtalsverðar breytingar. Fyrsti túrinn var á út- hafskarfaveiðar á Reykjanes- hrygg, síðan kom túr sem var blandaður af úthafskarfa og á heimamiðum. Skipið hefur reynst mjög vel. Skipstjóri á Amari HU er Ami Sigurðsson. GG Sparisjóður Suður-Þingeyinga: Gunnar ráðinn sparisjóðsstjóri Gengið hefur verið frá ráðningu Gunnars J. Magnússonar í stöðu sparisjóðsstjóra, Sparisjóðs Suður-Þingeyinga og tekur hann við því starfí 1. desember næstkomandi. Gunnar starfar sem skrifstofustjóri á skrifstof- um Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík. Fráfarandi sparisjóðs- stjóri er Dagur Tryggvason. GKJ Norðurland: „Hákarlalistinn" Dagur birti í gær lista yfir 10 hæstu skattgreiðendur á Norð- urlandi eystra. Þeir komu frá sex sveitarfélögum, en enginn frá m.a. tveimur kaupstöðum í umdæminu. Úr því verður bætt hér með því að birta lista yfir 2 skatthæstu einkstaklingana í nokkrum stærstu sveitarfélögunum. GG Nafn: Gjöld alls: Þar af útsvar: Ólafsfjörður: Svavar Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Hálfdán Kristjánsson, bæjarstjóri 3.201.970 2.496.181 690.573 584.732 Dalvík: Óli Þór Ragnarsson, lyfsali Vigfús Jóhannesson, skipstjóri 3.382.436 2.978.635 663.613 743.523 Akureyri: Böðvar Jónsson, lyfsali Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri 6.684.705 4.132.273 1.205.258 872.219 Húsavík: Ólafur Ármann Sigurðsson, útgerðarmaður Bjöm Steindór Haraldsson, lögg. endursk. 5.289.678 2.772.794 1.049.661 634.823 Togarinn Arnar HU í Reykjavíkurhöfn í maímánuði sl. Mynd: GG Aðaldalur: Lausaganga hrossa og nautgrípa bónnuð Lausaganga hrossa og nautgripa hefur verið bönnuð í Aðaldæla- hreppi, og segir Dagur Jóhann- esson, oddviti, að ákveðið hafi verið að banna lausagöngu þess- ara tveggja búíjártegunda í kjöl- far nýlegrar lagabreytingar. Áður hafði lausaganga hrossa verið bönnuð, en bannið einungis auglýst innan sveitar, og þótti rétt að koma lagalegu formi bannsins á hreint, um leið og það var end- umýjað og aukið. Áðspurður um hvers vegna sveitarstjómin hefði ekki ákveðið að ganga enn lengra og banna einnig lausagöngu sauðfjár, sagði Dagur að það væri einfaldlega ekki gerlegt. „Stór hluti dalsins, eins og Aðaldalshraun er alveg opinn og það er alltof lítið um girðingar til að hægt sé að banna lausagöngu sauðfjár. Fé gengur frjálst í sumarhögum víða um sveitina, og þyrfti að hólfa allt niður ef það ætti að vera gerlegt.“ Dagur treysti sér ekki til að segja til um hvort bændur yrðu bótaskyldir við ökumenn sem ækju á hest eða nautgrip er gengi laus. „Á síðustu einum til tveimur ámm hafa mörg sveitarfélög af- numið bönn um lausagöngu, vegna dóma sem gengu um tjón er hlotist hafði af skepnum sem sloppið höfðu úr girðingum. í sumum þessara dóma vom bænd- ur dæmdir til að greiða tjónið, - óvissa um bótaskyldu jafnvel þó sannaðist að þeir ættu ekki neina sök á því að skepnurn- ar slyppu, t.d. höfðu veiðimenn gleymt að loka á eftir sér hliði í einu tilfelli. Þetta hefur mörgum sveitarstjómum mislíkað, og þær því afnumið bannið, en svo hafa einnig fallið dómar þar sem öku- menn hafa ekki talist fríaðir „Á stjórnarfundi í Dagsprenti hf. var samþykkt svohljóðandi bókun: Jóhann Ólafur Halldórsson og Óskar Þór Halldórsson hafa ákveðið að segja upp störfum hjá Dagsprenti hf. Þeir munu því ekki að óbreyttu taka að sér stjómunar- störf við sameinað blað Dags og Tímans, þegar útgáfa þess hefst, eins og þeim hefur staðið til boða. Stjómin harmar þessi málalok því horft hafði verið til þess að njóta góðra hæfíleika þeirra við útgáfu hins nýja blaðs. Þeim bræðmm eru þökkuð ágæt og farsæl störf, sem blaða- menn og síðar ritstjórar dagblaðs- ins Dags og er þeim óskað vel- famaðar í framtíðinni. Vegna misvísandi fréttaflutn- ábyrgð þrátt fyrir bann. Því em dómar nokkuð misvísandi, og ekki nógu margir farið fyrir Hæstarétt til að þetta sé á hreinu. Við vild- um þó ekki láta þetta hafa áhrif á okkur, við viljum hafa þessi mál í lagi, enda geta laus hross t.d. verið til stórleiðinda, eins og þau vom hér áður fyrr.“ shv ings er rétt að taka fram að þeir bræður munu eðlilega gegna störf- um ritstjóra meðan Dagur kemur út í óbreyttri mynd. Gera má ráð fyrir að þessi stjómarfundur verði síðasti fundur núverandi stjómar Dagsprents hf., því á hluthafafundi sem boðað hefur verið til á morgun verður kjörin ný stjóm Dagsprents hf. Stjómin vill því við þetta tæki- færi færa framkvæmdastjóra og öllu starfsfólki Dagsprents hf. þakkir fyrir áhuga þess, dugnað og fómfýsi í öllum störfum að út- gáfu Dags og rekstri Dagsprents hf. Einnig vill stjómin áma Dags- prenti hf. og öllu starfsfólki þess heilla og góðs árangurs við útgáfu hins nýja dagblaðs." Bókun stjórnar Dagsprents hf. OPNUM Á MORI SUM ! iSUBWfl IY*

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.