Dagur - 01.08.1996, Blaðsíða 8

Dagur - 01.08.1996, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 1. ágúst 1996 BRÉF FRA PARTABORC Um fötlun Svíþjóðar og sænskt sjálfstraust Stundum hefur verið sagt í gamni í norrænu samstarfí, að alltaf þurfi að muna eftir þeirri „fötlun“ Sví- þjóðar að hafa einusinni verið stórveldi. Víst var Svíþjóð stór- veldi. Er þá ekki aðeins átt við þann tíma á miðöldum þegar valda- og áhrifasvæði þeirra náði langt suður og austur í Evrópu, heldur einnig stöðu Svía á þessari öld. Hlutverk Svíþjóðar í utanríkis- málum sem hlutlauss ríkis, ekki síst á tímum kalda stríðsins, sænska lýðræðis- og velferðar- módelið sem fordæmi víða um veröld, smáþjóð með fyrirtæki á heimsmælikvarða og háþróaðan iðnað (framleiðir meira að segja sínar eigin flugvélar). Þetta og margt fleirra átti sinn þátt í því að orðstír og áhrif Svíþjóðar í heim- inum voru langt umfram það sem búast mátti við. Hvort sem miðað er við fólksfjölda eða efnahags- legan styrk, og var hann þó um- talsverður. Svipað átti auðvitað að einhverju leyti við um fleiri Norð- urlandanna, t.d. Danmörk og Nor- eg og Norðurlönd hafa sameigin- lega notið mikillar virðingar út- ávið í heiminum. Lengstum hefur Svíþjóð þó verið ótvírætt forystu- afl í þeim hópi. STEINORIMUR J. SIÚFÚSSON SKRIFAR FRA SVÍÞJÓÐ En hvað þá um nútímann? Var pistillinn hér að ofan skrifaður í þátíð vegna þess að nú sé þessu öllu lokið fyrir Svíum, „stórveld- istími“ þeirra á þessari öld sé lið- inn? Nei, svo er engan veginn en margt hefur samt breyst. Kalda stríðinu er lokið og hlutverk og staða Svíþjóðar hefur breyst. Sví- þjóð, sem eitt 15 landa í Evrópu- sambandinu, keppir nú þar um völd og áhrif. Hlutleysi í utanrík- ismálum og sjálfstæðar landvamir skiptir ekki sama máli í dag og áð- ur. Efnahagslega hafa Svíar ekki sömu yfirburði og fyrr. Þvert á móti eru nú erfiðleikar í sænskum ríkisfjármálum gríðarmiklir. Þá standa Svíar (eins og reyndar flest önnur ESB-ríki) frammi fyrir sárs- aukafullum aðgerðum eigi þeir að ná að uppfylla skilyrði til þátttöku í myntsamrunaferlinu evrópska. Bætist það við erfiðleika sem þeg- ar er við að glíma í rekstri sænska velferðarkerfisins að ógleymdu at- vinnuleysinu og glímunni við það. Svíar hafa axlað myndarlegar byrðar vegna ýmissra fjölþjóð- legra viðfangsefna, svo sem neyð- arhjálpar og þróunaraðstoðar (meira en við getum sagt). Þá hafa þeir tekið á móti miklum fjölda flóttamanna og innflytjenda. Byrðar, tengdar þessum hlutum öllum saman, segja nú til sín. Þegar litið er til nágrannaland- anna, og samanburðar við þau, hafa Svíar orðið að láta undan síga á ýmsum sviðum. Danir njóta virðingar fyrir árangur í efnahags- málum og uppfylla um þessar mundir líklega einir, fyrir utan Lúxemborg, skilyrði til þátttöku í Evrópumyntbandalaginu. (Það hlálega er hins vegar að þær þrjár Vestur-Evrópuþjóðir sem ekki eru í ESB, Sviss, Noregur og ísland gera það allar). Súrara er þó trú- lega fyrir Svía að þurfa að viður- kenna að Norðmenn hafa siglt langt framúr þeim á efnahagssvið- inu og eru nú óumdeilanlega rík- astir Norðurlandaþjóða, skuldlaus- ir við útlönd og rúmlega það. Að vísu er handhægt og rétt, að benda á olíugróðann, en það breytir ekki því að Norðmenn hafa spilað af fyrirhyggju og ráðdeildarsemi úr þeim spilum. Síðast en ekki síst hafa svo Norðmenn skorað sann- kölluð gullmörk á sviði utanríkis- mála að undanfömu (Brundtlands- skýrslan, friðarsamningur í Mið- austurlöndum o.fl.) en slíkt var áður sérgrein Svía. Að öllu samanlögðu er því raunsætt að ætla að sænska sjálfs- öryggið mótist nú af meiri hóg- værð en fyrr. I samanburði við næstu nágranna er í meira mæli um jafnræði að ræða en yfirburði. Enginn má þó taka þessar hug- leiðingar svo að höfundur telji Svíþjóð og sænska velferðarkerfið á fallanda fæti. Svíþjóð er enn sem fyrr eitt allra fremsta velferð- arríki heimsins í víðtækustu merk- ingu orðsins „velferð" og samfé- lagið býr yfir miklum innri styrk. Takist Svíum vel upp á komandi missemm í glímunni við höfuð- meinsemdimar, atvinnuleysið og ríkisfjármálavandann er framtíðin björt, að svo miklu leyti sem hægt er að tala um slíkt fyrir jarðarbúa. En hvemig Svíum tekst til í þess- um efnum er pólitík og það er önnur saga. Hilmar ogjim á Tuborgdjassi Hilmar Jensson, gítarleikari, og Jim Black, trommuleikari, munu leika nýjan jazz á Tu- borgjassi Listasumars og Café cÆgúsŒilboð 1. til 17. ágúst Karolínu í Deiglunni í kvöld, fimmtudag, kl. 21.30. Þeir félagar léku þar síðasta sumar ásamt saxafónleikaranum Chris Speed við frábærar undir- tektir áheyrenda. Þetta er í fimmta sinn sem Jim Black sækir okkur íslendinga heim, en hann er bú- settur í New York. Hann hefur leikið á fjölda hljómplatna m.a. með Tim Beme, Dewey Redman, Dave Douglas og hljómsveit sinni Human Feel. Hann hefur komið fram á öllum helstu jazzhátíðum Bandaríkjanna og Evrópu og leik- ið m.a. með Joe Henderson, John Zom og Django Bates. Hilmar sendi frá sér geisladisk síðastliðið haust og er á leið til New York til tónleikahalds og upptöku á nýjum diski. Hann hef- ur auk þess leikið á fjölda annarra diska og verið iðinn í íslensku jazzlífi. Akureyri: Nýir varðstjórar hjá lögreglunni Tarket Eik Robust 4.009 Afsl. Staðgr. 15% 3.408 Tarket Eik Rustic 4.220 15% 3.587 Lamella Eik Classic 4.508 17% 3.742 Lamella Cherry 5.131 17% 4.259 Lamella Merbau 4.933 17% 4.094 Matthías Einarsson lætur af starfi varðstjóra og fær blóm frá arftaka sín- um, Jóni Valdimarssyni. Myndir: bj II BYGGINGAVORUR LONSBAKKA . 601 AKUREYRI 463 0321, 463 0326, 463 0323 Á dögunum urðu varðstjóraskipti hjá lögreglunni á Akureyri. Viö tóku Jó- hannes Sigfússon og Jón Valdimarsson í stað þeirra Matthíasar Einarssonar og Árna Magnússonar. Á myndinni takast þeir í hendur Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn, og Jóhannes Sigfússon. ■HHnaoHnaD

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.