Dagur - 01.08.1996, Blaðsíða 5

Dagur - 01.08.1996, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 1. ágúst 1996 - DAGUR - 5 Grunnskólarnir á Akureyri: Aukin þjónusta vió Heimilin - af hálfu bæjaryfirvalda, segja Ingólfur Armannsson og Ásta Sigurðardóttir í dag er komið að þeim tímamót- um sem sveitarstjómarmenn, kennarar og annað starfsfólk gmnnskólans hefur beðið eftir, sumir með eftirvæntingu, en aðrir með beyg. Hljóðið í Astu Sigurð- ardóttur, formanni skólanefndar gmnnskólans á Akureyri og skóla- ráðs Eyþings, og Ingólfi Ar- mannssyni, skóla- og menningar- fulltrúa Akureyrarbæjar, er gott, enda hefur Akureyrarbær ýmislegt á prjónunum sem ætla má að geti bætt hag nemenda grunnskólans á Akureyri. / I kjölfar flutningsins Ingólfur segir allt frágengið sem þurfti að ganga frá fyrir þessi mánaðamót, og voru laun kennara keyrð út í fyrradag. Hann segir ekki ástæðu til að ætla annað en að allt sé eins rétt og vera má á þessu stigi, og flutningur grunn- skólans til sveitarfélagsins ætti því að ganga áfallalaust fyrir sig. Að sögn Ástu bætast um 190 starfsmenn við á launaskrá bæjar- ins og er það ásamt breytingu á húsbóndavaldi yfir skólanum helsta breytingin. „Það sem snýr að húsbóndavaldinu færist bæði til sveitarfélaga og skólastjórnenda." Asta Siguröardóttir og Ingólfur Ármannsson, segja margt á prjónunum hjá Akureyrarbæ, sem ætla má að muni bæta hag nemenda grunnskólans. Mynd: BG H LÍ ^ Aukin þjónusta við heimilin Starfshópur á vegum bæjarins vinnur að því að móta framtíðar- stefnu fyrir grunnskólastarfið, og er reiknað með að hópurinn skili af sér á næsta ári. Fram til þessa hefur starf hans aðallega beinst að því að kanna viðhorf fólks til grunnskólans, og segir Ingólfur að þegar sé sumt af því, sem fram hefur komið í viðhorfskönnuninni, komið í framkvæmd. Meðal ann- ars hefur ötullega verið unnið að því að allir skólar bæjarins yrðu einsetnir sem fyrst, þrátt fyrir að í grunnskólalögunum sé gefið svig- rúm til ársins 2001 til að ljúka ein- setningunni, auk þess sem þjón- usta utan skólatíma hefur verið aukin. „Aðalstefna skólanefndarinnar, sem nú situr, hefur verið að koma einsetningunni sem fyrst ásegir Ásta. „Það hefur gengið ótrúlega vel og í vetur verða einungis fimm deildir eftir í 1.-4. bekk í Síðu- skóla sem þurfa að vera í skólan- um eftir hádegi. Annars staðar er skólinn einsetinn. Við höfum þurft að grípa til bráðabirgðalausna, nemendum í Bamskóla Akureyrar er kennt í íþróttahöllinni og nem- endur Síðuskóla hafa fengið að- stöðu í Glerárkirkju og nokkrum öðrum lausum kennslustofum, en með góðum vilja gengur þetta.“ Skólavistun er nokkuð sem hefur verið að ryðja sér til rúms og síðasta vetur var rými fyrir 164 nemendur í vistun í skólunum eftir að kennslutíma lauk, og er það meira en helmings aukning; skóla- árið 1993/1994 gat vistunin ein- ungis tekið við 72 nemendum. I skólavistuninni felst að foreldrum gefst kostur á að fá gæslu fyrir böm sín á aldrinum 6-9 ára eftir skóla. Vistunin er mjög sveigjan- leg, börnin þarf einungis að skrá mánuð fram í tímann og er þá ákveðið hversu marga daga í vik- unni, eða mánuðinum bamið þarf að fá vistun og hversu niarga klukkutíma í senn. Greiða þarf lágmarksgjald, sem er miðað við 20 klst. vistun í mánuðinum, og síðan fyrir þann tíma sem nýttur er aukalega, ef einhver er. „Það má segja að þetta sé þjón- usta sem þjóðfélagið var farið að kalla á,“ segir Ásta. „Visst loka- átak hefur verið unnið í þessu nú, og frá og með þessu hausti verður vistun í öllum skólunum. Síðasta vetur þurftum við að reka skóla- heimili utan skóla fyrir hverfi norðan ár, en með stækkun Gler- árskóla fá nemendur þar vistun í sínum skóla og eins er verið að breyta í Síðuskóla til að hægt verði að koma vistun fyrir þar.“ Ingólfur segir það hafa komið í ljós að um 25% nemenda á aldrin- um 6-9 ára þurfi, a.m.k. tímabund- ið, á þessari þjónustu að halda og Ásta segir það hafa verið markmið sitt á sínum tíma þegar vistunin var að fara af stað, að útrýma lyklabörnum, en því miður þurfi að greiða fyrir þessa þjónustu við heimilin. Allir skólar bæjarins geta nú boðið léttar máltíðir og nestisað- stöðu, þó ekki sé hægt að segja að mötuneyti sé að finna í þeim. Ásta segir bæjaryfirvöld líka hafa áhuga á að bæta nestismenningu hér, svo það verði sjálfsagður og eðlilegur hlutur að hafa með sér mat í skólann. í júní 1995 var í fyrsta sinn boðin sumarvistun, en í sumar stendur vistunin til boða allt sum- arið. Milli 50 og 60 nemendur nýttu sér vistunina í júní, í tveimur skólum, og segist Ingólfur draga þá ályktun af aðsókninni að úti- vinnandi foreldrar og börn þeirra hafi þörf fyrir þennan kost yfir sumarið. Tómstundastarf Þjónusta við eldri nemendur hefur eimjjg verið aukin, og bjóðast þeim nú ýmis tómstundanámskeið í skólunum. „Tómstundastarf fyrir eldri nemendur er unnið í samstarfi við íþrótta- og tómstundaráð, og fer fram síðdegis í skólaltúsnæðinu. Þetta hófst síðasta vetur og ætlun- in er að þróa þetta starf og auka við það,“ segir Ásta. „Fyrstu námskeiðin voru sett upp eftir könnun á áhugasviðum nemenda,“ segir Ingólfur. „Síðasta vetur voru svo haldin ýmiss konar föndumámskeið, námskeið í skartgripagerð, myndlist og mat- reiðslu. Þetta starf er allt í end- urskoðun nú, þar með talið starf félagsmiðstöðva í skólunum. Stefnt er að því að efla þær, og tengja þetta tómstundastarf þeim enn frekar. Félagsmiðstöðvamar hafa hingað til eingöngu verið fyr- ir unglingastigið, og kvöldstarf- semin verður það áfram, en mögu- legt er að víkka út starfsemina síð- degis, þannig að hún nái allt niður til fjórða bekkjar." Ásta segir hugsunina bak við þetta, eins og vistun yngri bamanna, vera þá breytingu sem orðið hefur á þjóðfélaginu á und- anfömum árum og áratugum. „Samfélagið var ekki samferða þeirri breytingu sem varð þegar báðir foreldramir fóru út á vinnu- ntarkaðinn og heimilin tæmdust af fullorðnu fólki. í raun var ekkert gert fyrir börnin og við vitum að fjöldi bama neyðist til að vera einn heima, eða að eldri systkini eru að gæta þeirra yngri. Þetta er ekki eðlilegt ástand, og þessari þróun viljum við sporna við. Það er mun ákjósanlegra fyrir foreldra að hafa bömin sín í öruggu og vemduðu umhverfi, þar sem þau fá uppeldislega þjónustu, heldur en að hafa þau á götunni.“ Þjónusta við fatlaða Akureyri hefur verið framarlega í þróun þjónustu við fatlaða nem- endur, og meðal annars fékk verk- efni urn þjónustu við fatlaða nem- endur á vegum sveitarfélagsins, tilnefningu til verðlauna hjá Evr- ópusambandinu fyrir skömmu. Stefnan er að hafa fatlaða nem- endur sem getu hafa til, í almenna skólanum, frekar en á stofnunum eða í sérskólum. í dag em sex nemendur, bæði andlega og lík- amlega fatlaðir, í grunnskólum á Akureyri og segir Ingólfur já- kvæðu hliðamar við það mun fleiri en hinar neikvæðu. Þessir nemendur þurfa þó meiri þjónustu en alheilbrigðir og í vetur á að bæta þjónustuna við þá enn frekar. „Fatlaðir nemendur hafa fengið þjónustu hjá skóladagheimilunum og skólavistuninni upp að tíu ára aldri, en síðan hefur verið viss eyða, þar sem þeim hefur ekki boðist nein þjónusta og bænum hafa borist erindi frá aðstandend- um þessara bama um að leitað verði leiða til að leysa þetta. Það hefur verið gert og í vetur býðst einnig fötluðum nemendum á aldrinum 10-15 ára vistun.“ „Sveitarfélögin á Norðurlandi eystra hafa gert samning, um sér- fræðiþjónustu sálfræðinga og kennslufræðinga, ýmsa rekstrar- þjónustu og um að sveitarfélög yfirtaki rekstur sérskóla á hverjum stað. Akureyrarbær tekur því að sér rekstur gmnnskóladeildar Hvammshlíðarskóla, sem er sér- skóli fyrir fatlaða nemendur og Bröttuhlíðarskóla, sem er skóli fyrir atferlistruflaða nemendur. Þessar stofnanir þjóna líka öðrum sveitarfélögum og greiða þau fyrir þá þjónustu. Þau hafa síðan endur- kröfu í Jöfnunarsjóð sveitarfélag- anna og er hún hugsuð í og með til að mæta vanda lítilla sveitarfé- laga, þar sem svona tilvik geta verið mjög þungur baggi," segir Ingólfur. Bjartsýn Ásta segist vera bjartsýn, þegar hún er spurð hvemig henni lítist á skólastarfið á næstunni, með öll- um þeim verkefnum sem liggja fyrir og segist hún vera ánægð með að geta boðið nemendum betri þjónustu. Þjónusta eins og vistun og tómstundastarf er ekki lögboðin, og veltur það á metnaði og tjárstyrk hvers sveitarfélags hvemig að slíkum málum er stað- ið. „Það er lrka skemmtilegt að segja frá því,“ segir Ásta, „að síð- asta vetur var tekin upp dans- kennsla, sem er utan við skyldu- námið í skólanum. I haust á að auka tónlistarkennslu, og þegar hefur verið sett upp áætlun um að forskólakennsla Tónlistarskólans verði nú hluti af kennslu í 1. og 2. bekk grunnskólanna á Akureyri. Tilraun hófst í einum skóla síðasta vetur, og annar bætist við í haust, en í framtíðinni verður þetta í öll- um skólunum." Hún segir að ekki sé ætlunin að fara í umfangsmiklar breytingar á skólaltaldinu sjálfu, á þessu fyrsta ári eftir að bæjarfélagið tekur al- farið við rekstri skólans. „Það má segja að við ætlum okkur ákveð- inn aðlögunartíma, skólaskrifstof- an og skólanefndin hafa fyrst og fremst það að markmiði að tryggja að hlutimir gangi eins og hingað til. Það er ljóst að ýmsar vænting- ar eru til flutningsins, skólamenn eru að láta sig dreyrna um að ým- islegt geti breyst til batnaðar, en þar sem fjárhagsár og skólaár fara ekki saman, er nauðsynlegt að taka ekki of stór skref í einu.“ Ásta og Ingólfur em sammála urn að það bjóði upp á talsverða hagræðingu að rekstur grunnskól- ans skuli nú allur vera á einni hendi, sérstaklega hvað félagslega þjónustu snertir. „Ég held að við þetta opnist vissir möguleikar til að samnýta starfsfólk við kennslu og vistun, þannig að fyrir álíka fjármagn sé hægt að fá meiri og heilsteyptari þjónustu," segir Ing- ólfur. „Ég lít svo á að fiarnafræðslan, svo ég noti nú þetta gamla og góða íslenska orð, sé ein af frum- skyldum sveitarfélagsins og menn verða að standa vel að henni,“ segir Ásta. „Það á að vera hægt, og nú þegar við getum ekki sett ábyrgðina yfir á neinn annan, verðum við að standa undir henni sjálf.“ shv

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.