Dagur - 01.08.1996, Blaðsíða 7

Dagur - 01.08.1996, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 1. ágúst 1996 - DAGUR - 7 Húsið Jaðar á Dalvík flutt að Kleifum við Ólafsfjörð: A leiðinni að Kleifum þurfti að fara yfir vað á ósi Ólafsfjarðarvatns, þar sem brú á þcssum slóðum er alltof lítil þannig að þar sé hægt að fara yfir. Helgson og félagar sáu þó við því og ruddu það tæpa einstigi sem vegurinn um Múlann er, þannig að engin vandkvæði voru að fara þarna um sl. föstudagskvöld. Lagt var upp frá Dalvík kl. 21:00 um kvöldið og að Kleifum var komið laust fyrir miðnætti. Að öllu leyti gekk ferðin áfallalaust og samkvæmt áætlunum. Árni Helgason er ættaður frá Kleifum. Ein- mitt þar hefur hann sett húsið niður, en Ámi og hálfsystir hans, Ólína Aðalbjömsdóttir, keyptu húsið í þeim tilgangi að setja það niður á nefndum stað. Á Kleifum hyggjast þau nýta það sem sumardvalarstað, en engu að síður en ljóst að húsið þarf umtalsverðra endurbóta við, einkum að innan, en ytra byrði þess er tiltölu- lega heillegt og gott. Ámi Helgason býst við að byrjað verði að nýta húsið í nýjum tilgangi strax á næsta ári. Engin föst búseta er lengur að Kleifum við Ólafsfjörð, en þeir fjölmörgu sem þaðan eru ættaðir nýta gömlu húsin á staðnum sem sum- ardvalarstaði - og eiga þar góðar stundir. -sbs. Vegurinn um Ólafsfjarðarmúla er ærið hrikalegur og þræða þurfti þrönga refilstigu. Ekkert mátti fara úrskeiðis, - það gekk eftir og bæði menn, bílar og farangur komust í heila höfn. Myndir: óskar Gíslason. „Það var langur vegur frá því að hægt væri að flytja húsið í gegnum Múlagöngin, hvort held- ur sem mið af húsinu væri tekið á hæð eða breidd. Því urðum við að fara um gamla veg- inn fyrir Ólafsfjarðarmúla, sem reyndar var ekkert mál,“ sagði Ámi Helgason, vörabflstjóri í Ólafsfirði, í samtali við Dag. Síðastliðið föstudagskvöld var húsið Jaðar á Dalvík flutt á nýjar slóðir, það er að Kleifum við utanverðan Ölafsfjörð. Húsið er upphaf- lega byggt á Árskógsströnd árið 1906, en var flutt til Dalvíkur síðar - og þar stóð það allt fram til síðastliðins föstudags, þegar Ámi Helgason og félagar hans tóku til óspillra mál- anna. Vegurinn um Ólafsfjarðarmúla er lokaður fyrir almennri umferð. Vegurinn hefur verið tekinn út af skrám Vegagerðar ríkisins og þeir sem um hann fara gera slíkt alfarið á eigin ábyrgð og tryggingar ná ekki til slíks ferðalags. Nokkuð hefur hrunið úr veginum og á síðustu áram er hann orðinn nokkur torfæra. En Ámi Lagt af stað með húsið Jaðar í eftirdragi. Dalvíkurkaupstaður í baksýn. Byggðavegi 98 Tilboð Græn vínber kr. 299 Vatnsmelónur kr. 78 Gular melónur kr. 78 Maruud fótboltaflögur kr. 172 Mikið úrval á grillið Tökum vel á móti ykkur Starfsfólk Byggðavegi 98

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.