Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1994, Síða 5
KlIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1994
5
Fréttir
Deilur prjónastofa við Arctic Island 1 Þýskalandi:
Arctic skuldar rúma milljón
„Ásta byrjaði að kaupa af mér í haust
og greiddi fyrstu tvo reikningana en
hún fékk fjórar sendingar frá mér.
Hún skuldar mér í kringum 400 þús-
und og er málið komið í lögfræð-
ing,“ segir Eðvarð Jónasson, fram-
kvæmdastjóri prjónastofunnar Glófa
á Akureyri.
Fyrirtækið Arctic Island í Dank-
endorf í Þýskalandi skuldar þremur
pijónastofum hér á landi rúma millj-
ón vegna prjónavara sem Arctic fékk
frá prjónastofunum án þess að greiða
fyrir þær. Fyrirtækið hét áður Ála-
foss íslandssport og var í eigu Jóns
Páls Haraldssonar. Ákveðiö var að
Jón Páll drægi sig út úr fyrirtækinu
og við tæki Ásta Guðmundsdóttir,
eiginkona Ásgeirs Sigurvinssonar
knattspymumanns. Samkvæmt
heimildum DV skuldar Arctic Island
Glófa 400.000 krónur, Pijónastofunni
Prýði á Húsavík 150.000 krónur og
Saumastofunni Evu á Blönduósi í
kringum 600.000. Málin eru komin í
lögfræðing.
„Manni finnst þetta skrítið því
þetta er fólk sem allir telja vel efnað
sem svíkur lítil fyrirtæki uppi á ís-
landi. Ég er margbúinn að senda
henni fax og segja henni að ég sé að
fara með þetta í lögfræðing en það
gerist ekkert," segir Eðvarð.
„Ásta skuldar mér talsverða upp-
hæð og þetta er komið í lögfræðing.
Ég sendi vörur til Þýskalands með
sérstakri ábyrgð svo að hún næðist
ekki út nema hún yrði greidd. Ásta
náði sendingunni án þess að greiöa
hana vegna mistaka hjá Eimskip en
Eimskip er búið að endurgreiða mér
hluta vörunnar," segir Zophanías
Zophaníasson, framkvæmdastjóri
saúmastofunnar Evu á Blönduósi.
Að sögn Þorkels Sigurlaugssonar,
framkvæmdastjóra Eimskips, eru
engin málaferli við Ástu í gangi enn-
þá heldur hefur félagið gert kröfu á
hendur henni vegna peninga sem
voru greiddir saumastofunni Evu.
„Vara sem ekki átti að afhendast
var afhent án þess að búið væri að
Einkamál mitt og fyrirtækjanna
- segir Ásta Guðmundsdóttir, annar eigenda Arctic Island
„Ég vil ekki tala um þetta mál,
þetta er einkamál á milli mín og fyr-
irtækjanna. Eimskip er að gera stóra
vitleysu en hefur ekki stefnt mér,“
segir Ásta Guðmundsdóttir, annar
eigandi Arctic Island í Þýskalandi,
en samkvæmt upplýsingum frá
þremur -prjónastofum skuldar hún
þeim rúma milljón.
Jón Páll Haraldsson ætlaði að
draga sig út úr Arctic en er í raun
og veru ennþá ábyrgur fyrir fyrir-
tækinu. Hann sagði í samtali við DV
að Ásta hefði tekið við fyrirtækinu
af sér en hann hefði unnið með henni
í þessu.
„Við erum í máli við saumastofuna
Evu á Blönduósi. Hún sá um prjóna-
skap og saum á megninu af þeim flík-
um sem Arctic keypti. Samkvæmt
útreikningi Evu skuldar Arctic
henni peninga þrátt fyrir að Ásta
hafi alltaf borgað fyrirfram í formi
þess að leggja út fyrir bandinu sem
var notað í framleiðsluna," segir Jón.
Búið er að senda öll gögn til lög-
fræðinga saumastofunnar Evu en
Ásta og Jón hafa ekki heyrt neitt frá
þeim ennþá. Máhð er því í biðstöðu
núna.
„Ásta borgaði bandið fyrir þá því
þeir voru komnir á staðgreiðslu hjá
Istexi, þaðan sem bandið var keypt,
og áttu ekki peninga til að leysa út
bandið. Samkomulag var gert við
Zophanías Zophaníasson, fram-
kvæmdastjóra Évu, um hvaða verð
yrði á vörunum og honum var bent
á í faxi í febrúar að með því að kaupa
bandið væri að hluta til búið aö borga
fyrir pijóna- og saumaskapinn líka,“
segir Jón Páh.
Að sögn Jóns Páls skuldar sauma-
stofan Eva Ástu 200.000 krónur þegar
búið er að draga bandkaupin frá en
ekki öfugt. Zophanías vildi ekki láta
draga bandið frá í fyrstu og skrifaði,
að sögn Jóns Páls, reikninga fyrir
hverri flík fyrir sig á fullu verði, fyr-
ir band, pijón og saum. Fyrirtækið
hefur verið í biðstööu á meðan lög-
fræðingamir eru látnir gera út um
málin.
greiða sendanda hana. Við þurftum
að greiða saumastofunni Evu þessa
upphæð að hluta og erum með end-
urkröfu á móttakanda," segir Þor-
kell.
NONAME
---cosmetics-
ZANCASTER
maxFactor
INTE RNATIONAl
EUZABLTH ARDEN
í tilefni af því aö við
höfum flutt verslunina
af Laugaveginum á
Suöurlandsbraut 52
bjóðum við 207c afslátt
frá 20. júni til 16. júlí
ULFALDim 94
mBHBRBHHnHHi
Sumarhátíð SÁÁ 15.-17. júlí
Glæsileg dagskrá full af gleði
Föstudagur 15. júlí
Kl. 17.00 Svæðið opnar.
Kl. 22-03 Dúndur dansleikur
með Snigla-
bandinu.
Laugardagur 16. júlí
Kl. 9.00 Morgunkaffi í
Merkihvoli.
Kl. 10.00 íþróttir barna.
Kl. 12.45 AA-fundur
Kl. 12.45 Hestar fyrir börnin.
Kl. 13.45 Skemmtun á palli.
Borgardætur með
kabarett, Bossanova-
bandið, leikir og fleira.
Kl. 17.00 íþróttir fullorðinna.
Enginn hámarksaldur.
Kl. 19.30 Sameiginlegt útigrill.
Kl. 19.30 Beint frá HM fyrir þá sem
engu mega missa af.
Kl. 21.00 Tónleikar Sniglabands-
ins og Borgardætra.
Kl. 22.30 Bossanovabandið í
léttri sveiflu.
Kl. 23-03 Dansleikur með
Sniglabandinu.
Sunnudagur 17. júlí
Kl. 9.00 Morgunkaffi í
Merkihvoli.
Kl. 11.00 Hugvekja.
Kl. 14.00 Mótsslit.
Miðaverð kr. 2.500 og frítt fyrir
börn innan 12 ára aldurs.
Hægt er að fá leigða hesta á svæðinu í
stuttar ferðir og einnig er hægt að komast í
veiði í Tangavatni skammt frá.
Samtök áhugafólks
um áfengis- og
vímuefnavandann
ÚLFALDim 94
Sumarhátíð SÁÁ
Galtalækjarskógi
15.-17. júlí