Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1994, Síða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1994
Viðskipti
Ýsa á fiskm.
kr/kg
■
I 1 E 1 t-3
\*f ' || 1 % m ?
Þr Ml Fl F6 Má
Þingvísit. hlutabr.
874
Þr Ml F! FÖ Má
Hráolía
Kauph. í London
2990
2980
2970
2960
2950
2940
2930
ftsl''
100 ------
Olían hækkar
Ýsa á fiskmörkuðum hefur
sveiflast nokkuð til í verði að
undanfomu, eða frá 73 til 100
krónum kílóið að meðaltali.
Framboð á mörkuðum er lítið.
Þingvísitala hlutabréfa hefur
lítið breyst enda viðskipti með
hlutabréf afar dræm. Eftir mánu-
daginn var talan 873,9 stig.
Vegna verkfalls verkamanna í
Nígeríu hefur hráolíuverð hækk-
að verulega frá síðustu helgi. í
gærmorgun var tunnan komin
vel yfir 18 dollara sem er hæsta
verð í rúmt ár.
Á einni viku hefur sölugengi
dollars lækkaö um 2,7%, var
skráð 67,25 krónur í gærmorgun.
FT-SE 100 hlutabréfavísitalan í
kauphöllinni í London lækkaði í
gærmorgun í 2960 stig vegna
frétta um fall dollars gagnvart
marki og jeni.
Indverski auöj öfurinn Ravi Tikkoo í samtali við D V:
Útilokar ekki
fleiri fyrirtæki
Indverski auðjöfurinn Ravi Tikkoo
fer brátt að teljast til svokallaðra ís-
landsvina vegna samstarfs stórfyrir-
tækis hans við Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna, SH, og Flugleiðir. SH
á helming i fyrirtæki í Indlandi sem
undirbýr vinnslu og veiðar á túnfiski
úr Indlandshafi og nýlega gerðu
Flugleiðir samstarfssamning við
Ravi um stofnun tlugfélags í Ind-
landi.
DV hafði samband við Ravi þar sem
hann var staddur í sumarfríi í Ind-
landi. Annars er hann búsettur í
London. Ravi hefur verið talinn auð-
ugasti Indverjinn, búsettur í Bret-
landi. Hann var fyrst inntur eftir
áhuga hans á viöskiptum við íslensk
fyrirtæki.
„ísland er aö mínu mati þróaðasta
ríki Evrópu á sviði djúpsjávarveiða
og með mikla reynslu. Það er meg-
inástæðan fyrir því að við höföum
samband við Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna. Verkefnið er aö koma upp
aðstöðu til fiskvinnslu og veiða í
djúpum Indlandshafs, sérstaklega
vegna veiða á túnfiski. Við stefnum
að því að hefja veiðarnar innan
þriggja mánaða. Án íslenskrar þekk-
ingar gæti það ekki orðið að veru-
leika,“ sagði Ravi.
Ravi hefur uppi stór áform um fjár-
festingar í Indlandi, m.a. í flug-
rekstri. Af þeim sökum bentu SH-
menn Ravi á Flugleiðir.
„Einn af kostunum við ísland er
að flugmennirnir ykkar eru þaulvan-
ir að fljúga við erfiðar aðstæður en
veður geta líka gerst válynd í Ind-
landi og ekki má gleyma Himalaja-
Hér sést „Islandsvinurinn" Ravi Tikkoo undirrita samning við Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna fyrr á þessu ári en núna hafa Flugleiðir einnig komið til
samstarfs við hann. Fyrir aftan Ravi og Jón Ingvarsson, stjórnarformann
SH, standa Friðrik Pálsson forstjóri og Ólafur B. Ólafsson, varaformaður
stjórnar SH.
fjöllunum. Við bindum miklar vonir
við samstarfið viö Flugleiðir og hefj-
um rekstur um leið og leyfi kemur
frá stjórnvöldum í Indlandi."
350 milljónir í flugfélagið
Að sögn Ravis er það verkefni Flug-
leiðamanna að finna vélakost til
áætlunarflugsins og í því skyni verð-
ur leitað eftir þremur Boeing-þotum.
Stofnfé flugfélagsins er um 350 millj-
ónir króna að sögn Ravis. Fram hef-
ur komið að Flugleiðum stendur til
boða að kaupa 25% hlut.
Auk sjávarútvegs og flugrekstrar
hyggur Ravi á fjárfestingar í ferða-
þjónustu og bjórframleiðslu. Að-
spurður um hvort hann ætlaði að
. hafa samband viö fleiri íslensk fyrir-
tæki vildi Ravi ekki útiloka neitt.
„Við myndum hafa mestu ánægju
af því að eiga viðskipti við íslensk
fyrirtæki en þau veröa að standast
fyllilega samanburð við sambærleg
fyrirtæki í þeim löndum þar sem við-
skiptin eiga sér stað. Við höfum mjög
góða reynslu af viðskiptum við Flug-
leiðir og Sölumiðstöðina, þar er fag-
mennskan höfð í fyrirrúmi."
Ravi er sem fyrr segir mjög auðug-
ur maður. Hann byrjaði með tvær
hendur tómar en varð ríkur á olíu-
skipaútgerð, átti um tíma tvö stærstu
olíuskip í heiminum og þau stærstu
sem nokkurn tíma hafa siglt undir
bresku flaggi. Hann hyggst minnka
við sig í skipaútgerðinni og einbeita
sér að fjárfestingum í heimalandinu.
Enn lækkar dollarinn
Gengi dollars gagnvart íslensku
krónunni heldur áfram að lækka.
Sölugengið hefur lækkað um tæp 3%
á einni viku og frá því í byrjun apríl
sl. hefur dollarinn lækkað í verði um
tæp 8%. Fyrir fyrirtæki eins og Flug-
leiðir geta þetta ekki talist góð tíðindi
en öðru gildir kannski um þau fyrir-
tæki sem flytja inn vörur frá Banda-
ríkjunum. Pund og jen hafa sömu-
leiðis lækkað í verði undanfama
viku, pundið um 0,8% og jenið um
1,3%.
Álverð virðist vera á hraðri upp-
leið. Þegar viðskipti hófust í London
í gærmorgun var tonnið selt stað-
greitt á 1540 dollara og hefur hærra
verð ekki sést undanfarin þrjú ár.
Þriggja mánaða verö nálgast 1600
dollara en þess má geta að 1700 doll-
arar á tonnið voru þau mörk sem
Atlantshafshópurinn svokallaði setti
fyrir því að nýtt álver yrði reist á
Keilisnesi. Bíða menn spenntir eftir
gangi mála næstu vikur.
Meiri eftirspurn eftir áli
Samkvæmt svokallaðri Spector-
skýrslu var eftirspurnin eftir áli á
heimsmarkaði 13% meiri í aprílmán-
uöi sl. en í sama mánuði í fyrra. Auk
minnkandi birgða gefur þetta vis-
bendingu um enn hækkandi álverð
á næstunni.
Verð í skipasölu í Þýskalandi lækk-
aði nokkuð þegar Skagfirðingur SK
seldi í Bremerhaven á dögunum 158
tonn fyrir 13 milljónir. Þetta gaf að-
eins um 83 króna meðalverð fyrir
kílóið. Þetta lagaðist í sfðustu viku
þegar Skafti SK náði 102 króna kíló-
veröi aö meðaltali. Fiskverð erlendis
er almennt lágt um þessar mundir
sökum lítillar eftirspumar í sumar-
hitanum.
Útflutningsafurðir, gjaldmiðlar og verðbréf
Styrkir til fyrir-
tækjafráESB
Iðntæknistofnun er um þessar
mundir aö ganga frá samningum
um styrki úr tækniáætlunum
Evrópusambandsins, ESB. Þetta
er í fyrsta sinn sem íslenskum
fyrírtækjum gefst kostur á bein-
um styrkjum úr rannsókna- og
tæknisjóöum ESB.
Styrkirnar sem Iðntæknistofn-
un hefur milligöngu um eru
vegna þriggja verkefha og nema
samtals um 19,3 milijónum
króna. Eitt þeirra er samstarfs-
verkefhi til 3-4 ára um þróun á
varmahlífum á slitfleti i vélum
og túrbínum. Hin verkefnin eru
vegna ráðgjafar og tækniyfir-
færslu. Aðgangur að þessum
sjóöum ESB er til kominn vegna
EES-samningsins. Skilyrði er að
íslendingar greiði fasta upphæð
árlega til tækniáætlana ESB sem
er reiknað hlutfall af þjóðarfram-
leiðslu. Á þessu ári greiða íslend-
ingar rúmar 90 milljónir. Engin
takmörk eru hins vegar á því
hversu núkla styrki íslendingar
geta fengiö úr sjóðunum.
Hluthafafundirá
Stöð 2 og Sýn
Hluthafafundur fer fram í dag
hjá íslenska útvarpsfélaginu.
Meðal umræðuefna verður kæra
núverandi meirihluta stjórnar
félagsins á hendur fráfarandi
meiríhluta. Um er að ræða saka-
og skaðabótamál á hendur Ingi-
mundi Sigfússyni, Ásgeiri Bolla
Kristinssyni, Jóhanni Óla Guð-
mundssyni og Stefáni Gunnars-
syni. Tilefnið er salan á hlut fé-
lagsins í Sýn og starfslokasamn-
ingur Páls Magnússonar, fyrrum
sjónvarpssfjóra.
Á morgun er síðan fyrirhugað-
ur hluthafafundur hjá Sýn. Þar
verður m.a. rætt um frekari að-
skilnað milli reksturs Stöövar 2
og Sýnar. Reiknaö er með heitum
átakafundum bæði í dag og á
morgun ef marka má umræðu-
efnin.
Hálfurmilljarður
afátaki Iðn-
tæknistofnunar
Samanlagt söluverðmæti vara
sem þróaöar voru undir merki
vöruþróunarátaks Iðntækni-
stofhunar árin 1988 til 1990 er um
500 til 600 milljónir króna á árs-
grundvelli. Þetta kemur fram í
fréttabréfi Iðntæknistofnunar.
Flestar framleiðsluvörurnar
eru seldar enn í dag með góðum
árangri samkvæmt sérstakri at-
hugun sem gerö var nýlega. Alls
tóku 24 fyrirtæki þátt í vöruþró-
unarátakinu og þar af tókst 22
fyrirtækjum aö skapa markaðs-
hæfa vöru. Að mati Iðntækni-
stofhunar varð árangur átaksins
mjög góður enda er eitt átaks-
verkefni í gangi méð þátttöku 16
fyrirtækja.
Skeljungur
framleiðirbón
SkeJjungur hefur hafið fram-
leiðslu og markaðssetningu á
nýju íslensku bóni sem nefhist
Bónax. Bónið er selt í hálfs lítra
og 5 lítra umbúðum á sölustöðum
Skeljungs og hjá öðrum söluaðil-
um víös vegar um landiö.
Hráefnið í bónið er fiutt inn frá
Þýskalandi og síðan blandað og
átappaö á lager SkeJjungs í
Skeijafiröi. Meö þessu fyrir-
komulagí hafa skapast fiögur ný
störf hjá fyrirtækinu. Aö auki
hefur þetta aukið framleiðslu ís-
lenskra iðnfyrirtækja því Sigur-
plast framleiðir urabúðirnar og
Vörumerking límmiöana. I
fréttatilkynningu frá Skeljungi
segir að síðustu þrjá mánuði hafi
selst 10 þúsund lítrar af Bónaxi.