Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1994, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1994, Side 16
 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1994 Sviðsljós Cher hefur lagt á sig margar lýtaaögeröir til þess að lita vel út og því kannski ekki furða aö hún skuli mæta fáklædd á opinberar sýningar. Cher: Neyðin kennir naktri konu að spinna Þaö var heldur óheppilegt atvik sem átti sér staö í beinni útsend- ingu á ITV þegar söngkonan Cher mætti nærbuxnalaus á staðinn. Það hefði svo sem ekki verið neitt mál ef Michael Ball, sá sem söng á móti Cher, hefði ekki tekið upp á því í miðju lagi að lyfta söngkon- unni upp. Nektin sem var falin af síðri skyrtu var á góðri leið að opinbe- rast þegar Cher bað Michael um að láta sig niður. Sjónarvottar segja að ekki hafi munað nema nokkrum sentímetr- um og þykir snarræði Michaels hafi komið í veg fyrir stórslys. „Mér datt ekki í hug að Michael mundi lyfta mér upp þar sem við þekkjumst ekki vel, hins vegar þekkjumst við ágætlega eftir þetta,“ sagði Cher. Uppstillt mynd af Janet Jackson. Ætli kjóllinn sé eftirlíking? Janet Jackson: Merming Ljóðasöngur í Sigurjónssaf ni Tónleikar voru í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í gærkvöldi. Hólmfríður Benediktsdóttir, sópran, söng einsöng við undirleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur á píanó. Á efnisskránni voru ljóðasöngslög og voru flutt verk eftir Guðrúnu J. Þorsteinsdóttur, Jórunni Viðar, Samuel Barber, Franz Schubert og Jean Sibel- ius. Þær stöllur, Hólmfríður og Helga Bryndís, starfa báðar á Akureyri um þessar mundir og hafa Norðlend- ingar einkum notið Ustar þeirra hingað til. Efnisskrá- in var fjölbreytt bæði að stíl og hvaö varðar þjóðerni höfundanna. Tónleikamir hófust á lögum við texta Steins Steinarrs. Tvö voru eftir Guðrúnu J. Þorsteins- dóttur og létu lítiö yfir sér en vel í eyrum. Einkum hljómaði Barn vel. Lög Jórunnar Viðar eru alkunn og standa vel fyrir sínu. Viðamesta verkið var Hermit songs eftir Barber. Textarnir eru skemmtilega litríkir og em eftir ókunna höfunda frá miðöldum. Barber tekst vel að gæða þá lífi í tónhst sinni sem er í stíl sem oft er nefndur recitativo accompagnato. Laglína fylgir að mestu texta en reynt er að hafa meiri tónUst í undir- leiknum. Schubert fylgir ekki ósvipaðri línu í lögum sínum við ljóð Goethes Suleika I og Suleika n. Þó tekst honum einnig aö gæða lagUnuna sérstöku lífi þótt hún haldi eftir sem áður miklum trúnaði við textann. Söng- lög Sibeliusar njóta aUtaf vinsælda. Þau sem best hljómuðu þarna voru Svarta rosör og Flickan kom Tónlist Finnur Torfi Stefánsson ifran sin alsklings möte, sem er sérlega vel byggt lag og áhrifamikiö. Norðlendingar þurfa ekki að kvarta ef þeir hafa mikið af svo góðu tónlistarfólki sem þær stöUur eru. Hólmfríöur hefur hljómþýða og vel jafna rödd, sem hún beitir af smekkvísi og kunnáttu. Söngur hennar var ekki gaUalaus en gaUamir féUu auðveldlega í skuggann fyrir kostunum. Túlkun hennar var hógvær en oft áhrifarík. Helga Bryndís er vandvirkur og Ust- rænn píanóleikari. Hún hefur oftar heyrst leika annað en ljóðatónUst en virðist eiga prýðfiega heima þar líka. Orðaleikir í mynd - kímnigáfa sýnd Hjá þeim við Skólavörðustíg Hermína Dóra Ólafsdóttir heitir ung kona sem út- skrifaðist úr Myndlista- og handíðaskólanum árið 1992 eftir fimm ára nám og heldur nú sína fyrstu einkasýn- ingu í hinu Utla galleríi Hjá þeim við Skólavörðustíg- inn. Hún sýnir Utlar akrýlmyndir með klippi á striga. Flestar eru myndirnar af mönnum og dýrum í fjöllum, á eða við, en ein a.m.k. úr undirdjúpunum, en hún er af óperusöngvara sem reyndar er útkUppt Utmynd af rækju í hafbláma Utuðum með akrýl. Eins og ég hef oft bent á í pistlum mínum finnst mér orðskýringar höfunda myndverka fremur rýra gUdi verkanna jafnframt því sem þau gefa til kynna að myndUstarmanninum finnist að honum hafi ekki tek- ist nægjanlega vel til meö myndmáUö og þurfi orðað- stoð til þess að koma því til sldla sem hann ætlaði að segja með myndinni. Þetta er samt sem áður ekki ein- hUtt fremur en annað í Ufsverkinu. Hermína Dóra notar orð með myndum sínum; reyndar skrifar hún orðin á myndirnar. í hennar tílviki ganga saman orð og myndir; kannski vegna þess að myndir hennar birta manni þá kímnigáfu sem konan hefur og kannski líka vegna þess að þær, myndirnar, eru gerðar utan um orð, orðhengilshátt og útúrsnúninga fremur en orðin séu tíleinkuð myndunum fuUunnum. Kannski líka vegna þess aö stundum bregður fyrir ljóðrænu í orðun- um sem ef tU viU bendir tU þess að konan gæti verið skáld ekki síður en myndasmiður. Eftirtektarverðustu myndirnar fannst mér vera: Djúpt í hafinu bláa fann ég hjarta mitt... (reyndar var textinn inni á myndinni nokkuö lengri en mér tókst ekki að lesa mig í gegn um hann), Náttúrulegur þingmaður kemur af fjöllum og Skáldabrók í skóm á hóU Rauðgrana? (um heiti þessarar myndar var ég ekki alveg viss). í þessum myndum þremur tekst Myndlist Úlfar Þormóðsson Hermínu vel að fella hinar útkUpptu myndir að Uta- harmóníu málverksins og verkin aö textanum. Það telst tíl nokkurrar nýbreytni að nota kUppi- myndir með akrýl og forvitnUegt gæti verið að sjá hvernig sú tækniblanda þróast. Sístar þóttu mér myndimar Fluga eitthvað (skáld?) og Háfleygur stórláx. Flugumyndin, sem er án kUppi- myndar, er dregin of stífum dráttum (má vera að þetta eigi að vera reigingslegt skáld) og Utirnir hráir og verður einhvem veginn klaufaleg þegar á hana er lit- ið. Það sama má segja um hinn háfleyga stórlax sjálf- an; hann er stirðnaður í dráttunum og Utur hans ófull- gerður, en skondin er þó hugmyndin og útfærsla henn- ar. Þessi fyrsta sýning Hermínu Dóru markar ekki tíma- mót í Ustasögunni. Engu að síður gæti hún talist at- hyglisvert upphafsskref einhvern túna síðar. En vænt- anlega er löng leiðin framundan og seinfarin nema stigið verði fastar til jarðar en í þetta sinn og skálmað nokkuð. Fer ódýru leiðina Söngkonan Janet Jackson kann svo sannarlega að spara peninga þótt hún þurfi þess ekki endilega. Um daginn var hún í verslunarleið- angri með nokkmm vinum sínum og vakti það athygli að í hvert skipti sem söngkonan mátaði eitthvað tóku vinir hennar ljósmynd af henni. Það var hins vegar sama hversu margar flíkur Janet mátaði aldrei keypti hún neina og það var fyrir tilvUjun að einn pirraður afgreiðslu- maður heyrði ástæöuna fyrir því. Þegar hann var á leiðinni að rétta Janet enn eina flíkina sagði hún: „Ég get látið gera nákvæma eftirUkingu af öllum þessum fötum fyrir Utið fé.“ Ekki fylgir sögunni hvernig starfs- maðurinn brást við en eitt er víst að saumakona söngkonunnar mun hafa nóg að gera næstu daga. Fombílaflóra í Skaftafelli Um helgina renndu fagrir bílar í hlað í Skaftafelli, 18 glæsivagnar félaga úr Fornbilaklúbbi íslands í sumarferð. Segja má að um tíma hafi fornbíla- flóran á bílastæðinu stolið senunni frá blómaflóru þjóðgarðsins. För bíl- anna var heitiö til Borgarfjarðar eystri og siðan snúið þar við. Haldið aftur í Skaftafell og lýkur ferðinni þar 16.júlí. A myndunum sjást nokkrir forn- bílanna á bílastæðinu í Skaftafelli. DV-myndir Einar R. Sigurðsson, Öræfum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.