Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1994, Qupperneq 29
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1994
41'
Fréttir
Torf ur fyrir ut-
an Hvolsá og
„Þetta hefur sjaldan verið svona
líflegt hérna fyrir utan ósinn hjá
okkur, bæði laxar og silungar. Veiði-
stoppið í Silfurlaxi skilaði sér strax,
eins og reyndar í Haukadalsá. Ég hef
frétt þar hafi komið stór ganga fyrir
þremur dögum,“ sagði Sæmundur
Kristjánsson við ósa Hvolsár og Stað-
arhólsár í gærkvöld.
Menn eru sammála um að sam-
komulagið við Silfurlax, sem gengur
út á það að takmarka veiðar stöðvar-
innar, sé farið að hafa veruleg áhrif.
Ekki er veitt frá miðnætti til klukkan
átta á morgnana, né á sunnudögum.
„Laxamir sem við fáum þessa dag-
ana eru tveggja ára fiskar, fallegir
og vel haldnir úr sjónum. Það er
ekki spurning að þetta stopp hefur
sitt að segja,“ sagði Sæmundur og
rýndi niður að ósnum í von um fleiri
laxa og silunga.
Þetta er það sem veiðimenn eru að
leita eftir í veiðiánum, stórir og fal-
legir laxar eins og Herdis Benedikts-
dóttir fékk úr Kjarrá í Borgarfirði
fyrir skömmu.
Þú sem ert félagshyggjumaður.
Af hverju að kyssa á vöndinn?
Hefur Mogginn haldið uppi vörn
fyrir skoðanir þínar?
félagshyggjublaðið. Sími 631-600
Mokveiði í Þórisvatni
-veiddul20fiska
Það hefur veiðst vel í Norðlingafljóti i Borgarfirði það sem af er sumri. Hún Þuríður Sverrisdóttir 9 ára veiddi
þennan lax í Brúarhyl fyrir fáum dögum eftir mikla baráttu. DV-myndir Svan
Flugan sterkari en maðkurinn
Það er gaman að sjá hvað flugan er
miklu sterkari en maðkurinn í veiði-
ánum þessa dagana. Þótt þetta séu
nýgengnir laxar hefur það lítiö að
segja. í Elhðaánum hefur flugan al-
gera forystu núna, enda veiðist lítið
á maðkinn. Laxinn tekur fluguna
skemmtilega og er ekkert að hika við
það.
Teljarastrengurinn í Elliðaánum
er skemmtilegt dæmi um þetta, en
þar hefur veiðst vel á fluguna síðustu
daga. Mörgum löxum hefur veríð
landað en ennþá fleiri hafa sloppið.
Veiðimenn hafa misst tugi laxa þarna
síðustu daga.
Rólegt í Laxá í Dölum
„Þetta er frekar rólegt hérna hjá
okkur í Laxá í Dölum. Núna eru
komnir á land 115 laxar og hann er
19 pund sá stærsti," sagði Gunnar
Bjömssón, kokkur í veiðihúsinu
Þrándargili við Laxá í Dölum, í gær-
kvöld.
„Við eigum von á fiski héma hjá
okkur kringum 20. júh það er venjan
á hverju ári. Reyndarær orðið lítið
vatn í ánni svo það mætti rigna dug-
lega,“ sagði Gunnar enn fremur.
Leitað að manni
„Veiðin gekk feiknavel hjá okkur í
Þórisvatni á Holtamannaafrétti, við
fengum 120 urriða og þeir stærstu
voru þrjú og hálft pund,“ sagði Ing-
ólfur Kolbeinsson í gærkvöld en
hann hefur stundað silunginn mikið
síðustu helgar. Shungsveiðin virðist
vera mjög góð í mörgum vötnum
þessa dagana.
„Það hefur verið mjög góð veiði hjá
flestum þeim sem hafa farið þarna
til veiða síðustu vikur, margir hafa
veitt eins vel og við, jafnvel meira.
Ég held að þetta vatn sé eitt það besta
hérlendis. Stærsti urriðinn sem hef-
ur veiðst er 4 pund ennþá en meðal-
þyngdin í vatninu er góð á þessu
sumri. Það var makríll, eggin, spúnn
og fluga sem gáfu okkur þessa veiði.
Ég fór í Friðmundarvötn í Skagafirði
skömmu eftir þennan góða túr í Þór-
isvatnið og veiddi vel, fengum 40 kíló
af silungi. Síðan eru það Veiðivötn
um næstu helgi en þar hefur verið
góð veiði. Stærstu silungarnir sem
hafa veiðst núna eru 10 pund,“ sagði
Ingólfur í lokin.
Þeir voru í Þórisvatni fyrir fáum dögum, Sigurður Vilhjálmsson og Ingólfur
Sigfússon, og veiddu 120 fiska við fjórða mann. Hér halda þeir á tveim-
ur urriðum en í kassanum eru 30. DV-mynd G.Bender
Lögregla og hjálpar- og björgun-
arsveitarmenn á höfuðborgar-
svæðinu hafa leitað að Valgeiri
Víðissyni, 30 ára Reykvíkingi, síð-
an 30. júní sl. án árangurs. Valgeir
fór frá heimili sínu við Laugaveg
aðfaranótt 19. júní. Talið er að hann
hafi verið á dökkleitu reiðhjóli.
Valgeir er lágvaxinn, grannur og
með skollitað hár. Hann var klædd-
ur í ljósbláar gallabuxur, brúnan
leðurjakka, köflótta skyrtu og í
brún, reimuð stígvél.
Þeir sem gefið geta upplýsingar
um Valgeir í sambandi við hvarf
hans eru beðnir um að hafa sam-
band við lögregluna í Reykjavík.
Valgeir Víðisson.
Tapað fundið
Hjól hvarf úr Barmahlíð
Trek 820 Analope flallahjól, hvítt með
bláum stöfum, meö brettum, bögglabera
og nýjum festingum fyrir barnastól,
hvarf frá Barmahlíð 12 helgina 8.-10. júlí
sl. Þeir sem hafa orðið varir við hjólið
vinsamlega láti Hafdísi vita í vs. 20096 eða
hs. 20884.
Hestar töpuðust af
Snæfellsnesi
Tveir hestar töpuðust úr girðingu á Snæ-
fellsnesi 19. júní sl. Grunur leikur á að
þeir hafi strokið suður til Borgarfjarðar
og farið um Fróöárheiði. Annar er jarpur
og ójámaður, hinn rauðtvístjömóttur og
járnaður (skaflaskeifur). Báðir em eins
markaöir: gagnbitaö bæði. Þeir sem
verða hestanna varir vinsamlega hringi
í s. 66920 (Ólafur Jens eða Ólöf Helga).
Vitni óskast
aö árekstri Mözdu 626 og Wolkswagen á
mótum Miklubrautar og Kringlumýrar-
brautar mánudaginn 20. júní sl. um kl.
16. Ef einhver hefur séð áreksturinn er
hann yinsamlega beðinn að hringja í
Erling Ágústson (collect) í síma 92-14632.
Tilkyrmingar
Tombóla
Nýlega héldu stúlkurnar tvær á mynd-
inni, þær Elsa og Hafdís, tombólu til
styrktar Hjálparsjóði Rauöa kross ís-
lands. Alls söfnuðu þær 2.763 krónum.
Með þeim á myndinni em Óskar Freyr
og Daði.
Gjábakki, félagsheimili
eldri borgara í Kópavogi
í dag verður opið hús frá kl. 13. Heitt á
könnunni og heimabakað meðlæti. Upp-
lýsingar í síma 43400.
Nýirtímar
Annað tölublað af Nýjum tímum er kom-
ið út og fjallar um andleg málefni, um-
hverfismál og tilvist mannsins á jákvæð-
an og uppbyggilegan máta. Stefna ritsins
er að gefa sem flestum kost á því að fjalla
um áðurgreind efnistök án öfga eða of-
stækis. Blaöið er 64 síður og kemur út
annan hvern mánuð.
Hafnargönguhópurinn
í kvöld, 13. júlí, verður gengið með strönd
Kollafjarðar. Mæting við Hafnarhúsið kl.
21. Þaðan verður gengið vestur í Ána-
naust og síðan með sjónum út í Örfirisey
og áfram með höfninni aö Hafnarhúsinu
en þar lýkur göngunni. Öllum er heimil
þáttfaka í ferðum Hafnargönguhópsins.
Silfurlínan
Sími 616262. Síma- og viðvikaþjónusta
fyrir eldri borgara alla virka daga kl.
16-18.
Bessastaðakirkja
Vestur-íslendingar eru sérstaklega boðn-
ir velkomnir tjl helgiathafnar í Bessa-
staðakirkju í kvöld, 13. júlí kl. 20.30. Bíl-
ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl.
20. Menntamálaráðherra, Ólafur G. Ein-
arsson, flytur ávarp og býður Vestur-
íslendingum til veitinga og samveru í
samkomusal íþróttahússins á Álftanesi'
að athöfn lokinni.
„Ég held
ég gnngi heim“
Efiir einn -eiaki neinn
UUMFEROAR
RÁD