Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1994, Qupperneq 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1994
Fréttir
Erlend flárfesting 1 sjávarútvegi:
Hlýtur hljómgrunn
meðal hagsmunaaðila
- þó aðallega í fiskvinnslimm
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra lýsti því yfir í síðustu viku aö
rétt væri aö leyfa útlendingum að
fjárfesta í grundvallaratvinnugrein-
um okkar, þar á meðal sjávarútvegi.
Það vantaði áhættufé í sjávarútveg-
inn. Ýmsir hafa tekið undir þetta,
meðal annarra Sighvatur Bjarnason,
framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar-
innar í Vestmannaeyjum.
í samtölum DV við aðila í sjávarút-
veginum kemur fram að menn eru
ekki fráhverfir því að rýmka mögu-
leika á útlendri fjárfestingu. Áhug-
inn virðist þó meiri hvað varðar fjár-
festingu í fiskvinnslunni en hún
stendur sem kunnugt er mjög illa.
Þeir aðilar sem DV talaði við voru
margir á því að rýmka þyrfti reglur
um erlenda íjárfestingu. Það væri
mikil þörf á áhættufé inn í sjávarút-
veginn almennt. Aðrir telja þó að
með því að opna fyrir erlenda fjár-
festingu sé opnaö á aö útlendingar
nái yflrhöndinni yfir auðlindinni.
„Ég óttast það ekki. Útlendingar
bíða ekki í röðum eftir að geta fjár-
fest hérna. Mér sýnist arðsemin í
sjávarútveginum ekki vera slík að
það sé mjög eftirsóknarvert. Viö
skulum átta okkur á því að 90% af
fjármagninu í sjávarútveginum síð-
astliðin hundrað ár eða svo er erlent
fjármagn, bæði fjárfestingar- og
rekstrarfé. Við höfum borgað vexti
af því. Útlendingar hafa haft arð af
íslenskum sjávarútvegi með vöxtun-
um og stundum hafa þeir verið mjög
háir. Erlent fjármagn í sjávarútveg-
inum er ekkert nýtt. Þaö hefur bara
verið í formi lánsfjár. Spurningin er
þá bara hvort eitthvað sé við það að
athuga að þetta fjármagn sé í formi
áhættufjár," segir Gunnar Ragnars,
forstjóri Útgerðarfélags Akur-
eyringa.
„Mér finnst rétt að slaka á hömlum
varðandi fjárfestingu útlendinga í
sjávarútvegi. Það þarf að vísu að
vera hrein íslensk eignaraðild hvað
snertir veiðarnar vegna þess að það
getur verið varasamt að hleypa út-
lendingum inn í auðlindastofninn.
Ég sé hins vegar ekkert því til fyrir-
stöðu að útlendingar megi vinna flsk
og reka verksmiðjur og annað þess
háttar. Reglurnar eru þannig í dag
að útlendingar mega kaupa frystan
fisk hér og endurvinna hann hvar
sem er. Hvers vegna mega þeir þá
ekki kaupa ferskan fisk og vinna
hann í neytendapakkningar í stað
þess að taka millitilbúna vöru. Okk-
ur vantar áhættufjármagn og það
virðist enginn geta lagt peninga í
nýja hluti í sjávarútvegi í dag. Út-
lendingar hafa ekki fjárfest hérna
svo nokkru nemi. Ég veit að ef ein-
hver áhugi er úti í heimi til að fjár-
festa á íslandi þá er það í sjávarút-
veginum. Við þurfum að lokka íjár-
festa til okkar með því að opna regl-
urnar,“ segir Benedikt Valsson,
framkvæmdastjóri Farmanna- og
fiskimannasambands íslands.
Skiptar skoðanir eru í stjórnmála-
flokkunum um fjárfestingu útlend-
inga í sjávarútveginum. í samtali við
DV í gær sagði Kristín Ástgeirsdótt-
ir, þingkona Kvennalistans, að nokk-
ur hljómgrunnur væri innan
Kvennalistans fyrir að opna fyrir
einhverja fjárfestingu í sjávarútveg-
inum. Hún sagði að þaö þyrfti sterk
rök fyrir því að loka eingöngu á er-
lenda fjárfestingu í sjávarútvegi en
ekki öðru.
ísland kynnt sem fýsilegur kostur fyrir erlenda gárfesta:
Verðum að fara
að svara bréf um
- segir Sighvatur Björgvinsson og er ómyrkur í máli
Sighvatur Björgvinsson viðskipta-
ráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi
fyrir helgi tillögur nefndar um
hvernig auka megi fjárfestingar er-
lendra aðila á íslandi. Tillögurnar
miða að því aö samræma aðgerðir
um hvernig kynna megi ísland sem
fýsilegan kost fyrir erlenda fjárfesta
og sjá til þess að fyrirspurnum sé
svarað.
Nefndin var skipuð í vor til að
kanna hvaða aðferðir ætti aö nota.
Tillögurnar fela í sér tvö meginat-
riði. Annars vegar er lagt tíl að verk-
takasamningur verði gerður við út-
flutningsráð um að ráðið taki að sér
að veita svör og upplýsingar um ís-
land fyrir erlenda fjárfesta. Hins veg-
ar er lagt til að iðnaðar- og viðskipta-
ráðuneytið taki að sér samræmingu
þessa kynningarstarfs. í því skyni
verði ráðinn sérstakur starfsmaður
sem fái svonefnda markaðsnefnd sér
tU ráðgjafar með fulltrúum nokkurra
hagsmunaaðila. Verkefni markaðs-.
nefndarinnar verður að taka við öll-
um fyrirspurnum og bera ábyrgð á
því að þeim verði svarað.
„MáUð er að mikill misbrestur hef-
ur verið á því að fyrirspurnum sé
svarað. íslendingar svara yfirleitt
ekki bréfum og ef þeir svara þeim
þá svara þeir með hundshaus. Mark-
aðsnefndin þarf að leita samstarfs
viö stjórnvöld og sveitarfélög um að
bjóða erlendum fjárfestum upp á ein-
hveria kosti sem liggja alveg ljósir
fyrir,“ sagði Sighvatur.
Afskaplega skrítin þjóð
Sighvatur sagði að þegar íslending-
ar töluðu um erlendar fjárfestingar
kæmi í ljós að þjóðin væri „afskap-
lega skrítin."
„Hún hefur staðið í þeirri trú að
fyrir utan þessa rammgerðu múra,
sem við höfum byggt í kringum okk-
ar Utla eyriki, séu þúsundir auð-
manna sem eigi engan draum heitari
en að koma hingaö inn með pening-
ana sína og kaupa upp allt íslenskt
atvinnulíf. Þjóðin hefur sömuleiðis
staðið í þeirri trú að fyrir utan múr-
inn standi hundruð þúsunda ítalskra
og spænskra verkamanna sem eigi
enga ósk heitari en að koma hingað
og komast á „sósíaUnn". Síðan þegar
þessi múr er rofmn og hræddir ís-
lendingar líta út um gættimar kem-
ur í ljós að fyrir utan eru bara engir
útlendingar."
Sighvatur sagði áð engar fyrir-
spurnir hefðu borist frá útlönduni
um fjárfestingar og aöeins fimm út-
lendingar af EES-svæðinu heföu
komið og beðiö um vinnu hér á landi.
Gamalt timburhús við Hverfisgötuna var i gær flutt i Grjótaþorpið þar sem
það var talið þrengja um of að svokölluðum Lýðveldisgarði sem útbúinn
hefur verið austan við Þjóðleikhúsið. Húsið var upphaflega byggt um alda-
mótin og var eitt af elstu húsunum við Hverfisgötu. Fyrir skömmu kom upp
eldur í húsinu en það skemmdist ekki meira en svo að ákveðið var að
lagfæra það og flytja. Um ókomna tíð mun það standa á nýjum grunni bak
við Hlaðvarpann í þyrpingu annarra gamalla timburhúsa. Það má þvi segja
að húsinu hafi verið sýndur fullur sómi með flutningnum. DV-mynd Sveinn
Stuttar fréttir
Heiiursumarfundur
Þingflokkur Sjálfstæðisflokks
kemur saman annað kvöld til að
ræða Evrópumálin og stjórn-
málaástandið. Reikna má með
deilum í þíngflokknum um ESB-
aðild og haustkosningar.
Vélar seljast iila
Sala á dráttarvélum dróst sam-
an um rúmlega þriðjung fyrstu
sex mánuði ársins. Alls voru 73
dráttavélar nýskráðar á timabil-
inu. Skv. RÚV hefur sala á öðrum
landbúnaðartækjum einnig
minnkað.
Námskeið fyrir nýbúa
Fjögurra vikna námskeið fyrir
nýbúa hófst í Reykjavík í gær.
Um 140 manns taka þátt í því,
börn og fullorðnir. Af þessum hóp
eru 20 böm nýkomin til landsins.
RÚV greindi frá þessu.
Mikil hlutabréfaviðskipti
Mikil viöskipti vom með hluta-
bréf á Viðskiptaþingi í gær. Skv.
RÚV hefur ekki veriö jafnmikil
gróska í viðskiptunum undan-
farna tvo mánuði.
Kynrsetning í athugun
Útgerð Fishermans áætlar að
senda togarann til veiða í kvöld
þrátt fyrir að ekki sé búið að gera
upp viö fyrri áhaihir. Sjómanna-
félag Reykjavikur hefur undan-
farið kannað möguleikana á
kyrrsetningu togarans.
Óánægja meðal Grundfirðinga með löggæslu á dansleik í Ólafsvik:
Blóðug hópslagsmál brutust út að loknum dansleik
„ Við vorum of fámennir þama. Við
fómm þrír þama upp eftir og það var
strax maður handtekinn. Einn okkar
þurfti að gæta hans og síöan fór slas-
að fólk líka inn í bíl og einn maður
sem var á staðnum sat yfir því. Þá
voru bara tveir lögreglumenn eftir
og þeir voru í botnlausri vinnu við
aö skilja fólk að. Þeir höfðu lítinn
tíma til aö taka menn úr umferð. Þá
voru tveir aörir á vakt og vom þeir
fastir við yflrsetu niðri á stöð,“ sagði
Gísli H. Wiium, lögregluþjónn í 01-
afsvík, í samtali við DV.
Síðastliöið laugardagskvöld og að-
faranótt sunnudags var haldinn
dansleikur í félagsheimilinu í Ólafs-
vík þar sem SSSól spilaði. Mikill
mannfjöldi sótti dansleikinn og að
honum loknum kom fjöldi fólks sam-
an fyrir utan félagsheimilið og brut-
ust þar út blóðug slagsmál. Að sögn
sjónarvotta var um hópslagsmál að
ræða þar sem Ólafsvíkingar réðust
gegn Grundfírðingum. Sömu heim-
ildir herma að hnefum hafi óspart
verið beitt og sparkað I fólk þar sem
það lá óvígt í götunni eftir átökin.
Voru þess dæmi aö ungar stúlkur
hafl beitt sér af hörku í átökunum.
Flytja þurfti 5 manns, sem höfðu
fengið skurði, glóðaraugu og aðra
áverka, á heilsugæslustöðina í Ólafs-
vík.
Samkvæmt upplýsingum lögreglu
í Grundarfirði hafa 3 kærur borist
til hennar vegna átakanna og eru
kærendur á aldrinum frá tvítugu og
upp í fertugt. Þá gistu 3 til 4 fanga-
geymslur lögreglunnar í Ólafsvík
vegna átakanna. Málið er á frumstigi
rannsóknar.
Sjónarvottar að átökunum og for-
eldrar í Grundarfirði eru mjög ó-
ánægð með framgöngu lögreglu og
telja hana á engan hátt hafa ráðið
viö átökin.
Ólafur K. Ólafsson sýslumaður
sagðist í samtali við DV einungis
geta fjáö sig um umrætt atvik al-
mennt þar sem hann væri aö koma
úr sumarfríi.
„Við þurfum að fara ákaflega spar-
lega með fjármuni embættisins og
þurfum að spara mjög aukamenn
hveiju sinni. Almennt talað getum
við aldrei séð fyrirfram hvemig
dansleikur þróast. Það getur verið
fjölmenni og allt fer fram með ró og
spekt. Það getur líka verið sami fjöldi
og allt fer úr böndunum. Þetta eru
hlutir sem við getum ekki séð fyrir.
Við reynum að áætla hvaða fjölda
lögreglumanna þarf hverju sinni en
hvernig hlutir fara getum við aldrei
séð fyrir,“ sagði Ólafur.
Eðvarð Árnason, yfirlögregluþjónn
á Snæfellsnesi, segir að ekki hafi
verið búist við látum sem þessum
eftir dansleikinn. í sama streng tók
reyndar Gísli og sagði ólagtin hafa
komið sér mjög á óvart. Sagði Eövarð
að ef haft væri í huga að sumar
hljómsveitir lykju dansleikjum sín-
um með hröðustu lögunum kæmi
ekki á óvart að menn væru æstir
þegar þeim lyki skyndilega. Hljóm-
sveitarmeðlimir þyrftu að hafa í
huga að oft væri betra að hætta með
rólegri lögum til að róa gesti niður
og þá væri síður von á svona uppá-
komum.