Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1994, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1994, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1994 5 Fréttir Sjgurjón J. Sigurössan, DV, feafiröi: I vikublaðinu BB 20. júlí er kaupfélagshúsið aö Austurvegi 2 á ísafirði og 1. hœð Hafnarstrætis 6 auglýst til sölu. Báðar íasteign- imar eru í eigu Sambands ís- lenskra samvinnufélaga. Þær eru 1.800 m" og seljast sem ein heild eða í smærri einingum. Guðríður Matthíasdóttir, kaup- félagsstjóri Kaupfélags ísfirð- inga, sagði í samtali við DV að kaupfélagið kæmi ekki nálægt þessari sölu en hún gerði ráð fyr- ir að eigendurnir væru að kanna verðgildi þess með birtingu aug- lýsingarinnar. „Kaupfélag ísfiröinga lét fyrir nokkrum árum allar sínar eignir upp í skuldir til SÍS. Það var gert tíl að eigendur kaupfélagsins töp- uðu ekki og því er þessi sala ekki á okkar vegum. Við höfum leigt húsnæðli undanfarin ár og ég veit því lítið um þetta mál. Það er allt í lagi með kaupfélagið sem slíkt, það er ekkert að hætta rekstri," sagði Guöríður. Guöríður staðfesti viö blaðið að viðræður hefðu átt sér stað um hugsanleg kaup kaupfélagsins á húsnæðinu en menn hefðu ekki veríð á eitt sáttir um verö fast- eignarinnar. „Viö kaupum ekki hvað sem er á hvaða verði sem er,“ sagði Guðriður. Norrænt dýralæknaþing: Gottfyrir endurmenntun íslenskra dýralækna „Þetta er mikil upplyfting fyrir faglega endurmenntun dýra- lækna á íslandi. Við erum háðir þvi að sækja okkar menntun er- lendis því dýraiækningar eru ekki kenndar hér. Því skiptir miklu máli að fa svona mikið efni í einu til okkar á heimaslóðir," segir Hafidór Runólfsson, for- maður undirbúningsnefndar norræns dýralæknaþings sem haldið verður i Háskólabíói dag- ana 26.-29. júlí. Dýralæknafélag íslands mun sjá um framkvæmd þingsins og jafnframt halda upp á 60 ára af- mæli sitt. Hátt á sjötta hundrað manns hafa þegar skráö sig á þingið sem virkir þátttakendur og um 300 þeirra munu taka með sér maka og börn. Alls munu því um 900 manns koma til landsins vegna þingsins. „Aöalumræðuefni þingsins verður umfjöllun ura sjúkdóma íslenska hestsins. Við fáum marga góða fyrirlesara á alþjóð- legan mælikvarða. Þing sem þetta er einn af homsteinum í samvinnu norrænu dýralækna- félaganna “ segir Hafidór. Vöruskiptajöfnuður eftir markaðssvæðum: ESB-löndin eru íslandi mikilvægust Þegar tölur yfir vöruskiptajöfnuð íslendinga við útlönd eru skoðaðar eftir markaðssvæðum kemur í ljós að Evrópusambandslöndin eru lang- mikilvægust. Vöruskiptajöfnuður- inn við þessi lönd var hagstæður um 12 milljarða á síðasta ári og 13 millj- arða árið 1992. Hins vegar er lang- mest flutt inn frá EFTA-ríkjunum og því er vöruskiptajöfnuðurinn óhag- stæðastur þar eða um 13 milljarða á síðasta ári. Eins og sjá má á meðfylgjandi grafi koma Bandaríkin og Japan næst á eftír ESB-löndunum sem mikilvæg- ustu markaðssvæði íslendinga und- anfarin tvö ár. EFTA-ríkin hafa verið Austurríki, Finnland, Noregur, Sviss og Svíþjóð. ESB-löndin eru Belgía, Bretland, Danmörk, Frakkland, Grikkland, Holland, írland, Ítalía, Lúxemborg, Portúgal, Spánn og Þýskaland. Önn- ur Evrópulönd, sem íslendingar eiga viðskipti við, eru Búlgaría, Færeyjar, lýðveldi fyrrum Júgóslavíu, Pólland, Vöruskiptajöfnuður eftir markaðssvæðum 1992 og 1993 T milljónum króna — □ ±992 Önnur Önnur EFTA- Evrópul lönd rikln -5000 -10000 -15000 -20000 Heimiíd: Hogstofa islands Rúmenía, Rússland, Tékkland, Tyrk- Sighvatur Björgvinsson, viðskipta- land og Ungverjaland. og iðnaðarráðherra, sagði í samtali við DV að mikilvægi Evrópu sem markaðar fyrir ísland hefði stöðugt verið að vaxa, á móti hefði dregiö úr mikilvægi Ameríkumarkaðar. „Það eru allar horfur á aö markað- ur fyrir dýrasta fiskinn verði áfram á Evrópu. Auðvitað getum við síðan fundið markaði í fjarlægum löndum eins og Kína og Japan. En Evrópu- markaður mun fara vaxandi á næstu árum.“ Aðspurður hvort mikilvægi ESB- landa sem markaðssvæðis fyrir ís- lendinga ýtti undir aðild okkar aö ESB sagði Sighvatur: . „Við erum Evrópuþjóð og það er enginn annar heimshluti sem getur komið í staðinn fyrir Evrópu. Við færum okkur ekki til á hnettinum. Enginn markaður verður okkur mikilvægari. Ef hin EFTA-ríkin fara öll inn í Evrópusambandiö þá erum við búnir að missa fríverslunar- samninga við þau. Þar missum við talsverðan spón úr okkar aski miðað við það sem er í dag.“ TILBOÐ - MITSUBISHI - TILBOÐ - MITSUBISHI -TILBOÐ - MITSUBISHI - TILBOÐ - MITSUBISH Q O DQ X C/ð DQ Z> C/ð Q O DQ X co DQ Z) co Q O DQ MITSUBISHI21" NICAM STEREO SJONVARP Inniheldur: ★ Bæði Nicam og Hi-Fi stereo ★ Textavarp með íslenskum stöfum og hraðleitun ★ Flatan og mattan skjá ★ Fjóra mjög öfluga hátalara ★ Aðgerðir mjög einfaldar og allar skipanir á skjá Verð áður kr. 88.832 Tilboðsverð kr. 67.950 ★ Ath. aðeins takmarkað magn á þessu verði. Afborgunarskilmálar Vönduð verslun e ® HIJOMCO FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005 Cö O o —I co c ro co x ro O O cn c ro co x ro O Q TILBOÐ - MITSUBISHI -TILBOÐ - MITSUBISHI -TILBOÐ - MITSUBISHI - TILBOÐ - MITSUBISHI ®em SUMARAUKI 6. okt. - 3 vikur Gististaðir: Les Dunes Suits, Apartments Torpa og Gemelos II. - Allir á besta stað á Benidorm. Verð Srá 46,510 51*770 4 í íbúð á Gemelos II stgr. 2 í íbúð á Gemelos U stgr. 10RIDA - TtLBOÐ Frá 9. september tíl 15. nóvember XOO% afsláttur fyrír börn 15 ára og yngri ef staðfest er fyrír 31. júlí. Innifalið: Flug, gistíng, flutningur til og frá flugvelli erlendis - íslensk fararstjórn Pantaðu í síma 62-14-90 <i FERÐASKRIFSTOFA Aðalstræti 16 - simi 62-14-90

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.