Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1994, Side 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1994
Vinningshafl í áskriftargetraun DV:
Neytendur
Ekki allir á eitt sáttir um að dagsgömul brauð séu seld á hálfvirði:
Fólk á að hafa
frelsi til að velja
- segir Haukur Hauksson, eigandi Borgarbakarís og Ódýra brauða- og kökumarkaðarins
„Ég skil það vel að sumir bakarar
skuli vera ósáttir við það sem við
erum aö gera sem seljum dagsgamalt
brauð á hálfvirði. Þeir vilja frekar
moka því í poka sem afgangs er og
selja bændum á 6 krónur kílóið en
að leyfa neytandanum að njóta þess.
Mér finnst full ástæða til þess að fólk
hafl frelsi til þess að velja. Ef þú vilt
frekar gamalt brauð, eöa vilt a.m.k.
frekar gamalt brauð á hálfvirði en
nýtt á fullu verði, þá finnst mér þú
eigir að hafa rétt á þeim möguleika.
Ég passa mig á því aö haka það mik-
ið aö ég eigi afgang til morguns,"
sagði Haukur Hauksson, eigandi
Borgarhakarís og Ódýra brauða- og
kökumarkaðarins, aðspurður um
ósætti manna um að verið sé að selja
dagsgömul brauð og kökur á hálf-
virði. Haukur segist vera að selja
brauð í Ódýra brauða- og kökumark-
aðnum á heildsöluverði og fullyrðir
að hvergi finnist ódýrari vara. Ný-
bakað heilhveitibrauð kostar 85
krónur hjá honum og 53 dagsgamalt.
Skurðurinn er ókeypis.
Of mikill þvælingur
Stefán Sandholt er formaður
Landssambands bakarameistara.
Hann segir Landssambandiö ekki
hafa skoðun á máhnu en að honum
sjálfum finnist ekki rétt aö selja
brauð og kökur á hálfvirði daginn
eftir að hakað er.
„Annaðhvort ertu með ferska og
fína vöru eða ekki. Þannig vöru vil
ég að mínir kúnnar fái. Þetta var í
tísku hér áður en ég held að þetta
hafi minnkað mikið. Menn voru með
nokkur verð: Nýtt brauö kostaði eitt,
dagsgamalt brauð annað og síðan var
til eitthvað sem hét kistubrauö, þ.e.
brauð sem búið var að frysta. Mér
lýst ekki á svona vinnubrögð og
finnst þetta of mikill þvælingur fyrir
ekki neitt. Miklu nær væri að menn
reyndu aö stýra framleiöslunni
þannig að hún passaði við sölu dags-
ins. Mér finnst eitthvað bogið við það
þegar kúnninn er að koma í bakarí
klukkan sex og vih þá fá brauð sem
hvort eð er ætti að selja á hálfvirði
Bakarar deila um réttmæti þess að selja brauð og kökur á hálfvirði daginn
kunna örugglega að meta kökur þessa bakara hvað svo sem hann gerir.
daginn eftir,“ sagði Stefán Sandholt,
eigandi G. Ólafsson og Sandholt bak-
arís.
Fólk feimið í fyrstu
Smári Stefánsson, eigandi Smára-
bakarís, hefur selt dagsgamalt brauð
og kökur á hálfvirði nánast allt frá
því að hann hóf sinn rekstur fyrir
níu árum. Hann segir fólk hafa í
fyrstu verið feimið við að biðja um
gamalt brauð, þvi hafi fundist það
vera að leggjast of lágt. í dag þyki
þetta hins vegar sjálfsagt.
„Hvað gerir fólk við brauð sem
ekki klárast sama dag og það er bak-
að og keypt. Ekki er því hent. Ég
fuhyrði að í sumum tilvikum er fólk
hvort eð er að kaupa dagsgamalt
eftir að bakað er en bragðlaukarnir
brauð í stórmörkuðum, á fuhu verði.
Hér vita menn að hverju þeir ganga.
Menn hafa margir hverjir verið
ósáttir við það sem ég er að gera en
mér finnst ég vera að þjóna hags-
munum neytenda," sagði Smári og
bætti við að hann teldi þetta ekki
hafa neikvæð áhrif á það sem hann
seldi af nýjum brauðum og kökum,
fólk vhji aíltaf hafa það með.
Eins og himnasending
Þetta er alveg ótrúlegt. Maður hef- um og ergir sig yfir að vera aldrei
ur séð þessa vinningshafa í blöðun- svona heppin. Síðan gerist þetta bara
Hér er Guðbjörg ásamt dætrum sínum, þeim Ingibjörgu Jóhönnu og Berg-
lindi Ósk Vilhjálmsdætrum. Berglind er sú yngri.
einn daginn. Þetta er eins og himna-
sending," sagði Guðbjörg J. Jóhanns-
dóttir, vinningshafi í áskriftarget-
raun DV. Hún fær 30 þúsund króna
vöruúttekt hjá 10-11. Guðbjörg segir
þau vera sex í fjölskyldunni og því
komi vinningurinn sér ákaflega vel.
„Fjölskyldan hefur alltaf keypt DV.
Strákarnir mínir eru mikhr íþróttaá-
hugamenn og bítast um íþróttasíð-
umar í hvert skipti sem blaðið kem-
ur,“ segir Guðbjörg.
Erflðleikar í flöskumóttöku:
Tappalausar flösk-
ur ekki teknar?
Nokkur brögö hafa verið að því
imdanfarið að fólk hafi lent í því
að vélarnar sem taka á móti tómum
flöskum í endurvinnslu skrái ekki
tappalausar pepsíflöskur. Pepsí
mun hafa verið með leik þar sem
fólki er gert að safna töppum og
þar með getur það lent í erfiðleik-
um vhji það fá skilagjaldið af flösk-
unni greitt í verslunum.
„Við könnumst við þetta og
ástæðan hggur í því að vélarnar
eru stilltar mjög nákvæmlega eftir
lögun þeirra flaskna sem við tökum
á móti. Það aö taka tappa af flösku,
sem skha á inn, getur orðið th þess
að vélamar lesi þær ekki. Ef svona
lagað kemur upp biðjum við fólk
endilega að snúa sér til okkar eða
viðkomandi verslunar og við greið-
um úr málunum,“ sagði Gunnar
hjá Endurvinnslunni hf.
Margrét Jóhannsdóttir og Þor-
geir Ástvatdsson sátu í dóm-
nefndinni.
Grillrétta-
samkeppni:
í framhaldi af nýafstaðinni
grihuppskriftasamkeppni Nýrra
eftirlætisrétta, DV, Bylgjunnar,
Shell, Bhaleigu Akureyrar,
Ferðaþjónustu bænda og SS,
verða hér birtar þær uppskriftir
sem lentu í öðru og þriðja sæti,
tveir mjög góöir réttir sem vel eru
þess virði að skellt sé á grhhð.
Uppskriftin af vinningsréttinum
birtist í DV sl. laugardag.
Lax í beik-
oni
Birna Sigurðardóttir á Fá-
skrúðsfirði átti uppskriftina að
„Grilluöum iaxi með beikoni"
sem ienti í öðru sæti.
Hráefni:
14 punda lax (dómnefndin fékk
hann flakaðan, skorinn í bíta,
rúhaðan upp og beikoni vafið ut-
an um, grhlaðan í þar til gerðri
klemmu. Þetta er mun auðveldari
aðferð en að heilgriha fiskinn).
2 sítrónur
salt
hvíturpipar
steinselja
dih
estragon
8-12 beikonsneíðar
Aðferð: Afhreistriö fiskinn, skol-
ið og þerrið. Skerið síðan gmnnar
raufir í fiskinn, þrjár, fiórar hvor-
um megin. Núið svo fiskinn að
utan og innan með saltí og pipar.
Kreistið safann úr sítrónunum
inn í fiskinn og utan á. Ef notaðar
eru ferskar kryddjurtir eru lagö-
ar nokkrai- greinar af hverju inn
í fiskinn + tvær, þrjár lengjur
af beikoni (annars ein tsk. af
þurrkryddi). Vefiið síöan fiskinn
inn í afganginn af beikoninu og
gætið þess að það komi vel yfir
skurðina, festið með tannstöngli.
Penslið aöeins með ohu og grillið
fiskinn á velsmurðri rist í u.þ.b.
30 mínútur (2x8 mín. á hvorri
hlið).
Hafið fiskinn nokkuö langt frá
kolunum svo að hann steikist
jafnt í gegn en brenni ekki. Þetta
er auðveld uppskrift og hentar
vel á shung, lax og ýsu. Með þessu
er gott að hafa bakaðar kartöflur,
ferskt gróft salat og hrísgrjón
með soyasósu.
Gómsætt
kjúklinga-
læri
í þriðja sæti var „kjúklingalæri
á útigrilliö", réttur frá Hhmari
Ævari Hilmarssyni úr Kópavogi.
Hráefni:
8 stk. kjúklingalæri
2 msk. malað engifer
3" hunang
3" sesamolia
3 " soyasósa
3" chilisósa
Blandið saman engiferi, hunangi,
ohu og soya. Látið kjúklingalærin
liggja í þessum kryddlegi yfir
nótt á köldum stað. Takið síðan
kjúklingalærin úr leginum og
bætið chilísósu út í hann. Hrærið
vel. Grhlið kj úklingalærin i u.þ.b.
30 minútur á útigrilhnu. Penslið
þau annað slagið með kryddleg-
inum.