Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1994, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1994, Qupperneq 7
ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1994 7 DV Fréttir Tilkynnt vinnuslys frá 1986 eru 4.228: Flestslysin í f iskiðnaði - niðurstöður um slysið á Siglufirði sendar til Svíþjóðar „Viö erum að bíöa eftir tækjum til mengunarmælinga og hugsanlega þurfum viö aö senda niöurstöður rannsóknannatil Sviþjóðar. Ætlunin er aö mæla nákvæmlega hvaða loft- tegimdir þaö eru sem mynduðust þarna og hversu mikið af þeim,“ seg- ir Stefán Stefánsson, umdæmisstjóri vinnueftirlitsins á Noröurlandi vestra. Vinnueftirlitiö er enn að rannsaka slysið er varð hjá SR mjöli á Siglu- firöi. Líðan mannsins, sem slasaðist, er ennþá óbreytt en hann liggur þungt haldinn á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri. Vinnueftirlitið hefur tekið saman tölur yfir vinnuslys sem tilkynnt hafa verið frá ársbyijun 1986 til árs- loka 1993 en alls hafa þau orðið 4.228. Þar af hafa orðið 33 dauðaslys eins og staðan er í dag, en ennþá eru að berast tilkynningar um slys árið 1993. Samkvæmt tölum Vinnueftir- litsins er hættulegast að vinna í fisk- iðnaöi en þar hafa orðið flest vinnu- slys frá árinu 1986 eða 502. Þá koma slys í byggingariðnaði með 466 slys og málmsmiði með 433. Ekki er jafn- mikil slysahætta í síldarsöltun og fiskimjölsverksmiðjum en undir það flokkast slysið á Siglufirði. Þar hafa 64 slasast undanfarin sjö ár. Sjá meö- fylgjandi töflu. „Tilkynntur slysaíjöldi hefur auk- ist milli ára. Það þýðir þó ekki að slysum hafi fjölgað heldur voru sett- ar ákveðnar reglur árið 1990 um til- kynningu vinnuslysa. Það vakti einnig athygli manna á því að slysin væru tilkynningarskyld. Það hefur verið mikill misbrestur á þessari skyldu atvinnurekenda en þó verð- um við að gera ráð fyrir því að öll alvarleg slys og dauðaslys séu til- kynnt,“ segir Olafur Hauksson að- stoðardeildarstjóri Vinnueftirlits ríkisins. Skortur á öryggis- ráðstöfunum „Við viljum ekki nota orðið mann- leg mistök yfir vinnuslys en þarna kemur oftast nær til skortur á örygg- isráðstöfunum í fyrirtækjunum. Skylda atvinnurekandans er að hafa allan búnaðinn í lagi og starfsmönn- um ber að hlíta þeim reglum,“ segir Ólafur, aðstoðardeildarstjóri Vinnu- eftirlitsins. Að sögn Ólafs verður tekið sérstak- lega á málum loðnuverksmiðja. Fræðsluþátturinn verður efldur og umdæmisstjóramir úti á landi munu fylgja málunum eftir og halda fundi með forsvarsmönnum fyrirtækj- anna. Dreifibréf var sent til allra verksmiðjanna þess efnis að slysa- hætta gæti verið til staðar í loðnu- þróm og geymum þegar hráefhið væri farið að rotna og skemmast og hættulegar lofttegundir gætu því myndast. DV hefur fregnir af því að stundum sé verið að vinna í geymum eða tönk- um þar sem sprengihætta sé án þess að Vinnueftirhtið sé búið að gasmæla svæðið. Að sögn Ólafs láta öll stærri fyrirtækin vita áður en eitthvað slíkt er gert. Það þekkist þó að minni fyrir- tæki hirði ekki um að tilkynna vinnu í geymum eða tönkum sem aftur get- ur leitt til stórslysa. Skráning vinnuslysa er notuð í fyr- irbyggjandi tilgangi: „Á tilteknu ára- bili varð mikið um slys í fiskiðnaði, sérstaklega við snigla. Hinir slösuðu voru flestir innan við tvítugt og í mörgum tilfellum misstu þeir fótinn eða slösuðust alvarlega á annan hátt. Þá vantaði öryggisristar yfir snigl- ana. í framhaldi af því mótuðum við kröfur um þann búnað og því var fylgt eftir. Þessi slys tilheyra nú sög- unni,“ segir Ólafur. FjöEdi tilkynntra slysa eftir atvinnugreinum Vinnuslys á öllu landinu á túnabilinu 1986 til 1993 S0# '■'r <2* Skipasmíðastöð Njarðvíkur: Vandinn of stór fyrir sveitarsjóði Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Ég er ekki búinn af afskrifa alveg að bærinn aðstoði okkur. Skipa- smíðastöð Njarðvíkur skuldar rúm- lega 200 milljónir króna og spurning hvort ekki sé hægt að lækka þá upp- hæð með því að semja við kröfuhafa. Þá er kannski möguleiki á að ræða við bæjarfulltrúana á ný,“ sagði Stef- án Sigurðsson, framkvæmdastjóri skipasmíðastöðvarinnar, í samtali við DV. Fyrirtækið á í miklum íjárhagserf- iðleikum og er að koma úr greiðslu- stöðvim sem það fékk 28. desember 1993. Þaö er í eigu 20 einstaklinga og þar starfa að jafnaði 40 manns. Stefán vonar að fyrirtækið fari ekki í gjald- þrot og hægt verði að ná samningum við kröfuhafa. Hann segir þó að þeir séu varnarlausir gagnvart aðferðum þeirra. Skipasmíðastöðin fór þess á leit við bæjarstjóm Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna og hún yfirtæki dráttar- brautirnar ásamt tilheyrandi búnaði á 111 milljónir króna. Bæjarstjórnin tók málið fyrir á fundi og var gerð eftirfarandi bókun sem samþykkt var af öllum bæjarfulltrúum. „Mikill vandi steðjar nú að íslensk- um skipasmíöaiðnaði og fréttir síð- ustu daga sýna að vandinn er það stór að hann verður ekki leystur með fjárveitingum úr sveitarsjóðum. Eft- ir ítarlega skoöun treystir bæjar- stjórnin sér ekki til að verða við er- indi Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur." Undirbúa stof nun félags um R-lista „Við erum að spá i spilin og skipuleggja framtíð Reykjavíkurlistans. Skrif- stofan var opnuð til að svara fyrir reikninga og happdrætti og hreinsa upp leifarnar frá því í vor,“ segir Dóra Hafsteinsdóttir, starfsmaður Reykjavíkur- listans, en hún er ásamt Bergþóri Bjarnasyni að skipuleggja hauststarfsemi R-listans og undirbúa stofnun Reykjavíkurlistafélags á nýopnaðri skrifstofu listans i Hafnarstræti 20 í Reykjavik. DV-mynd JAK ísaQörður: Bygging verk- menntahúss haf in Siguijón J. Sigurðsson: Hafin er bygging á verkmennta- húsi á ísafirði og er stefnt að því að verkmenntunaraöstaða í húsinu verði tilbúin í október í haust. Húsið verður á tveimur hæðum, samtals 571 m2 að stærð, og er áætl- aður heildarkostnaður við bygging- una og kaup á búnaði rúmlega 60 millj. króna. Af þeirri upphæð greið- ir ríkissjóður rúmar 36 millj. króna. Eftirstöðvamar, 24 millj. króna, skiptast milli sveitarfélaganna á svæðinu. ísafiörður greiðir 57,25%, Bolungarvík 19,17%, Þingeyri 8,14%, Flateyri 6,07%, Suðureyri 5,64% og Súðavík 3,73%. Þrjú tilboð bárust í verkið. Eiríkur og Einar Valur hf. á ísafirði áttu lægsta tilboðið, krónur 29.193.000 sem er rétt undir kostnaöaráætlun. Byrjað er á framkvæmdum og reikn- að með að frágangi vegna rafiðnaðar- deildar verði lokið 15. ágúst. Frá- gangi utanhúss 15. september og verklok verði 1. nóvember. Gamalt handverk í Selskógi Petra Björnsdóttir að slyngja i lepp á sýningunni. DV-mynd Sigrún Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum: „Ég man nú aðeins eftir að hafa séð bakað á glóð,“ sagði Guðrún Aðal- steinsdóttir og sneri kökunni. Hún var ein af þeim sem sýndu gömul vinnubrögð á handverkssýningu sem útileikhúsið „Hér fyrir austan" og Minjasafn Austurlands stóðu fyrir í Selskógi, hinu nýja útivistarsvæði Egilsstaðabæjar, í byrjun júlí. Þarna var líka strokkað smjör í bullustrokk og gátu gestir smakkað glóðarkökur með nýju smjöri. Þarna var spunnið og geröir illeppar. Band var jurtalitað. Það var sýndur spjald- vefnaður og smíðaðar skeifur. Þama var líka kljásteinsvefstaður í notkun. Hey var bundið og sett á klakk. Svo var líka nýtt handverk og list- málarar festu myndir á blað. Gestir voru allmargir enda veöur hið feg- ursta. Húsavlk: Atvinnuástand gott Jóhaiuies Siguijónsson, DV, Húsavilc Að sögn Aðalsteins Baldurssonar, formanns Verkalýðsfél. Húsavíkur, hefur atvinnuástand verið gott hér í sumar og atvinnulausir lengst af telj- andi á fingmm annarrar handar. Það tókst að útvega öllum ungl- ingum 16-17 ára atvinnu en þaö var sá hópur sem menn höfðu mestar áhyggjur af. Margir unglinganna starfa hjá bænum en óvenjufáir við átaksverkefni fyrir atvinnulausa, það er einfaldlega nóg að gera á öðr- um vettvangi. „Viö höfum gert mikið að því að hringja í fyrirtæki til að útvega mönnum vinnu. Það hefur skilað árangri. Atvinnurekendur hafa tekið okkur mjög vel,“ segir Aðalsteinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.