Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1994, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1994, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1994 Menning Ilya Kabakov á Annarri hæö: Minnisvarðar um líf án hluta Innsetningar (installations) eru vaxandi listgrein sem hefur e.t.v. meiri vaxtarmöguleika en þau listform sem teljast gamalgróin, s.s. málverk og höggmyndalist. Undanfariö hefur staðið yfir sýning á Kjarvalsstöðum sem að nafninu til á að vera yfirlit yfir stöðu íslenskrar höggmyndahstar en er í raun fremur innsýn í þá grósku sem hér ríkir í gerð innsetninga sem allt eins mætti nefna uppsetningar eða innréttingar í sumum tilvikum. Önnur sýning tengd innsetningum og um margt athygliverðari stendur nú yfir í sýningarsalnum Annarri hæð á Laugavegi 37. Þar er um að ræða teikningar af óframkvæmdum innsetningum rússneska listamanns- ins Ilya Kabakovs. Kabakov var „uppgötvaður" af galleríhaldara í New York á tíma perestrojkunnar og flutti sig fljótlega eftir það um set til Bandaríkjanna. Ajtækar innsetningar í skrá er fylgir sýningunni er ítarlegt viðtal þeirra Hannesar Sigurðsson- ar og Kristins G. Harðarsonar við listamanninn. Þar segir hann mark- verða hluti um ástand menningarmála í Sovétríkjunum sálugu. M.a. að hann hafi ekkert þekkt til landa sinna, framúrstefnulistamannanna Kand- inskys og Malevich. Hugmyndir sínar að innsetningum hafi komið ósjálfr- átt vegna þess að honum hafi leiðst að myndskreyta barnabækur, sem MyndJist Ólafur J. Engilbertsson var það eina skapandi er honum bauðst, og hann hafi þá farið að virða líf sitt fyrir sér utan frá. Innsetningar sínar séu á engan hátt í samhengi við konseptlist eða innsetningar á Vesturlöndum og hann trúi miklu frek- ar á alheimslögmál mýtunnar samkvæmt Jung. Jafnframt skilgreinir Kabakov rússneskar innsetningar sem sumpart andstæður vestrænna í sérprentaðri greinargerð um óframkvæmdu verkefnin. Að mati Kabakovs er áherslan á Vesturlöndum öll á hlutnum, samanber útstillingar stór- markaða, en rýmið þar einungis umgjörð. í Sovétríkjunum hafi þessu veriö öfugt farið. Þar var fáum hlutum til að dreifa, verslanir tómar og húsgögn gömul en rými nægt og vel skilgreint. í samræmi við þetta eru innsetningarhugmyndir Kabakovs „altækar", alltumlykjandi sérhönnuð rými til þess gerð að gesturinn verði í senn „fórnarlamb" og virkur þátt- takandi í verkinu. Uppgjör við alræðiskerfið Fróðlegt hefði verið að sannreyna hugmyndir Kabakovs með því að fá uppsetta eina af innsetningum hans. En þær skissur aö óframkvæmdum verkum sem hann afréð að setja upp á Annarri hæð eru ekki síður verðar athygh. Kabakov byggir hugmyndir sínar nánast alfarið á uppgjöri við alræðiskerfi gamla föðurlandsins. Þar er t.a.m. um að ræða skissur að minnisvarða um alræðiskerfið, mörg hundruð fermetra byggingu með mörgum sölum á tilteknum stað í miðborg Moskvu. Einnig minnisvarða um jámtjaldið, fjóra háa veggi, umgjörð upplýsinga um tíma kalda stríðs- ins sem hugmyndin er að rísi á einhverjum þeim reit sem múrinn stóð á. Þarna er og að finna ljóðrænni og húmorískari hugmyndir á borö við kamar á fjallstindi, andlega jafnt sem líkamlega orkustöð. Hugmyndir Kabakovs em á margan hátt vegvísir fyrir framtíð innsetninga sem list- greinar. Hann bendir á að hin viðtekna naumhyggja og hlutadýrkun í okkar heimshluta er ekki sjálfgefin aðferð í rýmislist. Hér á landi er rýmis- tilfinning í listum gjaman tengd víðáttum náttúrunnar fremur en lokuðum sölum en e.f.v. er kominn tími til aö listsýningasalirnir hugi betur að því að láta listamönnum eftir að hanna rými verka sinna frá A til Ö. Síðasti sýningardagur hjá Kabakov á Annarri hæð er miðvikudagurinn 27.júlí. Bifreiðasalar athugið: Lög um sölu notaðra ökutækja hafa tekið gildi Lög nr. 69/1994, um sölu notaðra ökutækja, tóku gildi í maí 1994. Samkvæmt þeim skal hver sá sem vill reka versl- un eða umboðssölu með notuð ökutæki hafa til þess sér- stakt leyfi sýslumanns. Leyfisveiting er m.a. háð því skil- yrði að viðkomandi einstaklingur hafi sótt námskeið og lokið prófum á vegum prófnefndar bifreiðasala. Vakin er athygli á því að þeir sem nú stunda sölu notaðra ökutækja í atvinnuskyni skulu sækja um leyfi til starfsem- innar innan sex mánaða frá gildistöku laganna. Að liðnum níu mánuðum frá gildistöku þeirra er með öllu óheimilt að stunda sölu notaðra ökutækja í atvinnuskyni án leyfis. Prófnefnd bifreiðasala mun í haust standa fyrir námskeið- um í Reykjavík og á Akureyri og víðar ef þörf krefur fyrir þá sem hyggjast sækja um leyfi til að stunda sölu notaðra ökutækja. Þeir sem hug hafa á því að taka þátt í þessum námskeiðum eru beðnir um að tilkynna væntanlega þátt- töku sína í bréfsíma 91-26806 eða í pósthólf 198-121 Reykjavík merkt: Prófnefnd bifreiðasala. Námskeiðin verða auglýst nánar síðar. Reykjavík, 22. júlí 1994. Viðskiptaráðuneytið Prófnefnd bifreiðasala LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA VALDA ÞÉR SKABA! Svidsljós Þeir Hjörleií'ur Valsson fiðluleikari og Havard Túnið við Árbæjarsafn var slegið með orfi og Ijá sl. Öleroset gitarleikari héldu tónleika á Sóloni íslandusi sunnudag. Einnig var rakað, tekið saman og bundið í nú um síðustu helgi. Félagarnir hafa að undanfómu bagga aö fomum hætti. Margar aðrar uppákomur spilað vitt og breitt um Noreg þæ* sem þeir hafa verið voru á víð og dreif um safnið og voru gestir m.a. hvatt- við nám, en spiluðu eirnúg hér á íslandi síðastliðið ir til aö taka þátt í heyskapnum. sumar ásamt bassaleikara og kölluöu sig þá Trio Grande. Tónlistin sem þeir spila er mjög fjölbreytt og voru áheyrendur tónleikanna yfir sig hrifnir. Þaö var sól og blíða sem tók á móti gestum og gangandi á hafnardögum við Reykjavíkurhöfn á laugardaginn. Að þessu sinni voru hafnardagarn- ir þrír og eingöngu við gömlu höfnina. Fjölbrejdt dagskrá var alla dagana og á myndinni sjást áhorfendur fylgjast með leikhópnum Hugleik flytja leikþætti um Reykjavík fyrr og nú. Það var mikiö úrval grænmetis og ávaxta á markaðstorginu sem sett var upp í tilefni hafnardaga Reykjavíkur sem haidnir voru í þriðja sinn nú um helgina. Auk gi’ænmetis- og ávaxtamarkaöar var einnig boðið upp á úrval sjávarfangs auk þess sem veitingar voru í boöi allan timann. Dhammanando Bhikkhu vígði búddiska helgigripi, deildi þeim út og stökkti helgu vatni, á hátíð sem búddatrúarmenn á íslandi héldu um helgina. Verið var að minnast fyrstu predikunar Búdda og upp- hafs regntímabilsins í Suður- og Suöaustur-Asiu. Merming_______________________________ Háskólabíó og Sambíóin - Steinaldarmennirnir: ★ !/2 Ekki svipur hja sjon Steinaldarmennirnir Fred Flintstone og Barney Rubble og fjölskyldur þeirra hafa lengi verið meðal bestu vina sjónvarpsáhorfenda um heim allan, á ís- landi sem annars staðar, enda hinir skemmtilegustu fýrar í teiknimyndaútgáfu þeirra Hanna og Barbera. Nú eru þeir allt í einu komnir í bíó, eins og fleiri hetjur úr sjónvarpinu að undanfórnu, og útkoman er jafnömurlega léleg og leiðinieg og teiknimyndirnar voru góðar og skemmtilegar. Ekki getur leikstjórinn, Brian Levant, kennt um vanefnum því hér hefur ekki verið legið á peningunum til að byggja sem flottastan Bedrockbæ og búa til fígúr- urnar sem skreyta steinaldarmannatilveruna og létta ' mönnum lífið. En svo sem oft áður er ekki hægt að fela hugmyndafátækt og almennt getuleysi á bak við einhveijar miUjón dollara grímur og gervi og almenn- an hávaöa og læti eins og hér er gerð tilraun til. Og hvað eru svo þessir ágætu vinir okkar, þeir Fred (Goodman) og Barney (Moranis), látnir gera af sér í hálfan annan klukkutíma? Jú, þeir berjast við skúrk nokkurn (MacLachlan) sem vinnur hjá herra Slate, alveg eins og þeir, skúrk sem ætlar sér að svindla stórfé út úr fyrirtækinu. Til þess að svo megi verða þarf hann aðstoð einhvers aulabáröar sem gerður er að yfirmanni í fyrirtækinu. Fred verður fyrir valinu. En skúrki verður ekki kápan úr því klæðinu. Umgjörðin og hinar ómennsku fígúrur eru það eina við mynd þessa sem eitthvert vit og metnaður er í. Handritiö er steindautt og gelt, leikur helstu leikara er í samræmi við það og stjómandinn vonar að hávað- John Goodman í hlutverki vinar okkar Freds Flintsto- nes og Halle Berry í hlutverki sviksama einkaritarans sem fyllist iðrun. Kvikmyndir Guðlaugur Bergmundsson inn bjargi þessu öllu saman. Nei, Fred og Barney eru ekki svipur hjá sjón. Steinaldarmennirnir (The Fhntstones). Handrit: Tom S. Parker, Jim Jennewein og Steven E. de Souza. Leikstjóri: Brian Levant. Leikendur: John Goodman, Rick Moranis, Elisabeth Perkins, Rosie O’Donnell, Kyle MacLachlan, Elisabeth Taylor, Hlynur og Marinó Sigurðssynir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.