Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1994, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1994, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1994 íþróttir Settitvöheimsmet Rússinn Syrtsov setti tvö heimsmet í Iyftingakeppni Friö- arleikanna í Pétursborg, lyfti 227,5 kg í 99 kg þyngdarflokkí og annað met í samanlögðu, 417,5 kg. Chemerkin sterkur Andrei Chemerkin frá Rúss- landi bætti síðan við þriðja heimsmetinu í Pétursborg. Che- merkin snaraði 201 kg í 108 kg þyndarflokki. Hann átti einnig fyrra raetið sem var 200,5 kg. Chemerkin hefur oft verið nefnd- ur sterkasti maður heims. DumastilAþenu? Grísk félög sýna bandarískum körfuboltamönnum enn roeiri áhuga enda virðast peningar nóg- ir i þessum bransa þama suður frá. Nú hefur Olympiakos lýst yfir áhuga á að fá Richard Dumas frá Phoenix Suns fyrir tímabiliö í vetur. Dumas er í sumarfríi á Grikklandi en segist skoða það með opnum huga hvað gríska lið- ið hefur upp á bjóða. EdbergogGrafunnu Svíinn, Stefan Edberg, sigraði á tennismóti sem lauk í Washing- ton í fyrrinótt. Edberg sigraði Jason Stoltenberg frá Astralíu í úrslitum, 6-J, 6-2. Á sama tíma sigraði þýska stúlkan Steffl Graf á móti í New Jersey, sigraði þar Iisu Raymond irá Bandaríkjun- um í úrslitum, 4-6, 6-4, 6-1. RússarlögðuKana Rússar lögðu Bandaríkin, 77-75, í körfuknattleikskeppni friöar- leikanna. Rússar áttu í hinu mesta basli meö bandarísku unglingana. Úrslit í öðrum leikj- um, Ítalía - Króatía, 79-77, Puerto Rieo-Brasilía, 109-98, Argent- ína-Kína, 74-49, ítalía - Puerto Rico, 83-69, Brasilía-Króatia, 98-94, Bandaríkin - Kína 89-80 og Rússland-Argentína 89-80. í undanúrslitum leikur Ítalía viö Bandaríkin og Rússland við Pu- erto Rico. Bonnerþjálfari Pat Bonner, markvörður írska landsliðsins á heimsmeistara- keppninni í Bandaríkjunum, mun gerast einn af þjálfurum hjá Glasgow Celtic en þar hefur liann veriö markvörður um alllangt skeiö. Um tíma var taliö að hann yrði markvörður hjá Kilmarnock en hætt var við þau áform. Bayemtapaði Bayern Miinchen, sem flestir spá að vinni þýsku deildina í ár, tapaði i úrshtum fyrir Flamengo frá Rio de Janeiro, 3-1, á alþjóða- móti sem lauk í Malasíu um helg- ina. Þýsku félögin æfa af kappi þessa dagana en deildin hefst 19. ágúst. Amuniketýndiir Þýska knattspymufélagiö Duis- burg hefur keypt Nígeríumann- inn snjalla, Emmanuel Amunike, frá Zamalek í Egyptalandi. Þjóð- verjarnir vita hins vegar ekkert hvar Araunike er niðurkominn, hann er ekki mættur til Duisburg og helst er talið að hann sé enn heima í Nígeríu. Daoudi til Frakklands Rachid Daoudi, einn besti leik- maður Marokkó í HM, er kominn á samning þjá St. Etienne i Frakklandi en hann lék meö Wydad Casablanca í heimalandi sínu. Battylengifrá? Útht er fyrir að enski landshðs- maðurinn David Batty, sem leik- urmeðBlackburn, missiaffyrstu þremur mánuðum komandi timabils í ensku knattspymunni. Batty þarf aö gangast undir að- gerð vegna þess að beinbrot greri ekki sem skyldi. Landsmótið í golfi á Akureyri: Æsispennandi í 1. f lokknum - meistaraflokkar hefja leik 1 dag Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Sigurður H. Ringsted, GA, hefur nauma forystu í 1. flokki karla en keppni í flokknum hófst í gær á landsmótinu á Akureyri. Sigurður lék fyrstu 18 holurnar á 73 höggum en Einar B. Jónsson, GKj, kemur fast á hæla honum á 74 höggum. Þrír kylfingar léku á 75 höggum, Ómar Halldórsson, GA, Skúli Ágústsson, GA og Fylkir Þór Guðmundsson, GÓ. Keppni er hálfnuð í 3. og 2. flokki karla og er staða efstu manna þannig eftir 36 holur: 3. flokkur karla 1. Tómas Karlsson, GA............164 2. Sigurður Kristinsson, GÓ......170 3. Bjami K. Guðlaugsson, GJÓ..174 4. Axel Þ. Rudolfsson, GR......176 2. flokkur karla 1. Hinrik Hilmarsson, GR.......158 2. Ingvar Ingvarsson, GS......161 3. Ingvar Ágústsson, GR.......161 4. SigurðurHreinsson,GH.......162 5. Bjami G. Bjarnason, GA.....163 200golfkúlurfarnar Kylfingar fá sem kunnugt er golf- kúlu fyrir að leika holu á höggi undir pari á landsmótinu. Nú þegar hafa tæplega 200 kylfingar leikið holur undir pari og meistaraflokk- arnir ekki enn byrjaðir. Keppni í meistaraflokki karla og kvenna hefst í dag og lýkur á föstu- dag. Stjarnan í fyrsta sinn í undanúrslit - eftir sigur á Fylki, 1-3 Bjöm Leósson skrifar: „Þetta var mjög erfiður leikur og baráttan var hörð. Fylkisliðið hefur mörgum góðum einstaklingum á að skipa og var engan veginn auðsigrað. Þær sögur sem gengu fyrir leikinn aö ég hafl ekki mikla trú á Fylkislið- inu eru alrangar. Ég er mjög ánægð- ur með sigurinn og við áttum hann fylhlega skilinn, sagði Sigurlás Þor- leifsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 1-3 sigur á Fylki í Mjólkurbikarnum í Árbænum í gærkvöld. Stjarnan er komin í undanúrslit í keppninni í fyrsta sinn. „Það er dýrt að spila þessa leiki. Dómaramir eru mjög spjaldaglaöir þessa dagana og við eigum á hættu að missa menn í bann í mikilvægum leikjum í deildinni fyrir vikið. En fyrir sigur í bikarkeppninni er ég til- búinn að fórna hverju sem er. Óska- mótherjamir í undanúrslitum eru Þór eða Grindavík. Ég vil heldur fá KR í úrshtaleiknum, sagði Sigurlás. Leikurinn fór rólega af stað og það var ekki fyrr en eftir tæpan hálftíma að til tíðinda dró. Ragnar Gíslason tók hornspyrnu og upp úr henni skoraði Lúðvík Jónasson með skalla af stuttu færi. Eftir markið lifnaði yfir Fylkismönnum og fór Þórður Gíslason einkum fyrir þeim. Stjömu- menn voru samt áfram sterkari aöil- inn. Fylkismenn freistuðu þess að jafna í síðari hálfleik, en Stjörnumenn refsuðu þeim með marki á 64. mín. Baldur Bjarnason gaf fyrir frá vinstri á Ottó Karl Ottósson sem lagði bolt- ann fyrir sig og skoraði af öryggi. Stjörnumenn voru klaufar að bæta ekki við þriðja markinu skömmu síð- ar. Fyrst varði Kjartan Sturluson markvörður skot Baldurs og síðan varði varnarmaður á marklínu frá Leifi Geir. Fylkismenn minnkuðu muninn á 76. mín. Þórður átti glæsi- sendingu á Ómar Bendtsen sem skoraði í bláhomið hjá Sigurði. Á 84. mín. var Baldur aftur á ferðinni á vinstri kantinum, gaf fyrir á Bjarna Gauk Sigurðsson sem skoraði af stuttu færi. Axel Ingvarsson, Fylkismaður, var rekinn af leikvelli undir lokin með sitt annað gula spjald. í jöfnu liði Stjömunnar áttu þeir Ragnar, Baldur, Lúðvík og Ottó Karl allir góðan leik. Hjá Fylkismönnum, sem léku án þeirra Þórhalls Dans og Aðalsteins Víglundssonar sem báðir voru í leikbanni, vom þeir Þórður og Ásgeir Már Ásgeirsson bestir. Góður dómari leiksins var Bragi Bergmann. 100 metramir á Friðarleikuninn: Mitchell vann Burrell Bandaríkjamaðurinn Dennis Mitchell vann sætan sigur á landa sínum, heimsmethafanum Leroy BurreU, í 100 metra hlaupi á Friðarleikunum í Pétursborg í gær. MitcheU, sem var aðeins boðið á leikana eftir að Lin- ford Christie boðaði forföll vegna meiðsla, hljóp á 10,07 sekúndum í 1,9 m/sek. mótvindi. Burrell varð annar á 10,11 sekúndum, Jon Drummond þriðji á 10,12 og Carl Lewis fjórði á 10,23, þannig að Bandaríkjamenn áttu fjóra fyrstu menn í hlaupinu, en þetta vora fyrstu gullverðlaun þeirra á leikunum. la g« n< hi m m |I Haukur Bragason, markvörður Grindvikinga, kom liði sínu í undanúrslit Mjólkurbik, af félögum sínum. - 2. deildar liðið 1 undanúrslit bikarsins Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Ég þóttist vita að hann myndi skjóta í þetta hom. Þetta var orðið svolítið tæpt hjá okkur. Ég sagði strákunum bara að skora og síðan myndi ég verja eina spyrnuna," sagði Haukur Braga- son, hetja 2. deildar hðs Grindvíkinga, sem kom þeim í undanúrsht Mjólkur- bikarsins í knattspymu í gærkvöldi. Grindavík sigraði þá Eyjamenn, 6-5, eftir framlengda vítaspymukeppni, en staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var 0-0. Þetta er besti árangur Grindvíkinga í bikarnum frá upphafi og Lúkas Kostic er að gera skemmtilega hluti með höið. Þeir hafa nú lagt tvö 1. deildar hð, fyrst FH og nú ÍBV, og bæði eftir bráðabana í víta- spymukeppni. Leikurinn var mjög opinn en leik- menn áttu erfltt með sendingar þar sem völlurinn var mjög háll. Grindvíkingar áttu nokkur stórhættuleg marktæki- færi en Gunnar Sigm-ðsson, markvörð- ur ÍBV, sem verður 19 ára í ágúst og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik, hélt liði sínu á floti með stórkostlegri mark- vörslu. Eyjamenn vom aðeins of sein- heppnir í sóknarleik sínum og fengu fá marktækifæri og þá sá Haukur við þeim. f vítakeppninni varði Gunnar frá Grétari Einarssyni en síðan skaut Frið- Lalas í lið með Þórði? - Hilpert undrandi á fréttum um samning Lalas við Padova Klaus Hilpert, fyrram þjálfari Skagamanna og núverandi fram- kvæmdastjóri þýska úrvalsdeild- arliðsins Bochum, sagði í gær- kvöldi að hann skildi ekkert í frétt- um um að þekktasti knattspyrnu- maður Bandaríkjanna, Alexi Lalas, væri búinn að senya við Padova á Ítalíu. Hilpert segir að hann hafi átt við- ræður við Lalas á sunnudag og í gær og hann geri sér vonir um að fá varnarmanninn með geithafurs- skeggið til Þýskalands. Bochum hefur þegar fengið til sín annan bandarískan landshðs- mann, Eric Wynalda, sem félagið keypti í vor frá Saarbriicken en Þórður Guðjónsson leikur með Bochum eins og kunnugt er. ítalskir fjölmiðlar veltu sér hins vegar nokkuð upp úr samningi Lalas við Padova í gær. Sjá mátti fyrirsagnir á bprð við: „Wild West, velkominn til Ítalíu" og „Velkom- inn Buffalo Lalas.“ Tahð var að Lalas kæmi til ítahu í dag og hæfi æfingar með Padova í vikunni en félagið hyggst taka hann á leigu frá bandaríska knattspymusamband- inu. 4. deildD: Huginn kominn Magnús Jónasson, DV* Austurlandi Huginn tók 1 gærkvöldi forystuna í D-ri 4. deildarinnar í knattspyrnu með því að sig Neista ífá Djúpavogi, 3-0, á Seyðisfirði. Þ< valdur Víöisson, Jörgen Sigurðsson og Júh Brynjarsson skoraðu mörkin. Huginn er m 22 stig eftir 9 leiki, Sindri 19 stig eftir 8 le og KBS 13 stig eftir 7 leiki en þessi hö bítí um tvö sæti í úrslitunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.