Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1994, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1994, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1994 Spjótkastarinn Einar Vilhjálms- son. Óheppinn spjótkastari „Þessi árangur er ekki til að vera mikið ánægður með. Ég skemmdi þó ekki mikið fyrir mér en það er alveg ljóst að hreyfing- amar eru ennþá mjög stuttar. Meiðsli í olnboga hafa veriö að angra mig frá því í vor en þetta er allt saman í áttina," sagði Ein- ar Vilhjálmsson spjótkastari í DV í gær. Einar kastaði 70,10 metra á meistaramóti íslands í frjálsum íþróttum um helgina og varð ann- ar en þetta er ekki í fýrsta skipti sem spjótkastarinn á við meiðsli að stríða. Bjargvætturinn Ásgeir Baldursson „Hér á íslandi er auðvelt að ráða Uminæli bót á atvinnuleysi. Það sem skort- ir til að svo megi verða er póli- tískur vilji og ákveðið hugrekki. Forystumenn launþegasamtaka hafa ekki sett baráttuna gegn at- vinnuleysi á oddinn nema í orði,“ segir m.a. í kjallaragrein Ásgeirs Baldurssonar í DV í gær en höf- undurinn er nemi í þjóðfélags- fræðum við Háskóla íslands. Skelfilegir Hafnardagar „Ég stóð þarna og var að ræða við mann þegar allt í einu kom kaðall sem fór yfir andlitið á mér og skellti mér kylliflatri. Svo kom fallhlífin yfir mig og dró mig um 10 til 15 metra þar til ég skall á hafnarkantinum. Fólk fór að leita að mér en sá mig hvergi þvi ég var inni í fallhlifinni. Þama stóðu böm og fullorðnir, allir skelfingu lostnir," sagði Hildur Eiríksdóttir í samtali við DV í gær en hún varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að dragast nokkra metra með fallhlíf. Þjóðrembublinda- fréttastofa „Og það er alveg sama hvað við íslenskir hvalavinir höfum talað oft og mikið við Ríkissjónvarpið og fréttastofu þess til að leiðrétta þess ótrúlegu rangtúlkun á mál- inu. AUt kemur fyrir ekki. Stað- reyndir málsins ná alls ekki þar í gegn, hvemig svo sem á því stendur. Þessi bilaða og ofur- þjóðrembubhndafréttastofa lýtur einhverjum lögmálum sem Utla sem enga samsvömn eiga með almennri fréttaöflun og frásögn- um alvöru fréttamiðla í veröld- inni. Staðreyndimar um þessa „ættleiðingu" hvala em allt aðrar en þær sem Ríkissjónvarpið hef- ur greitt þessum heiðursfyrirles- ara hjá Klu Klux Klan samtökun- um í Ameríku fyrir (Magnús Guömundsson var þar),“ segir m.a. í lesendabréfi Magnúsar H. Skarphéðinssonar, talsmanns Hvalavinafélagsins, í Mogganum. Sagtvar: Þelr ganga í nýju verkalýðsfé- lög ríkisins. Gætum ttmguimar Rétt væri: Þeir ganga í ný verkalýðsfélög ríkisins. Eöa: Þeir ganga í hin nýju verkalýðsfélög rikisins, Skýjad að mestu Um landið austanvert verður sunn- an- og suðaustankaldi eða stinnings- kaldi, norðaustan stinningskaldi Veðrið í dag norðvestan til, en á Suðvestur- og Suðurlandi verður áttin norðlæg, einnig þar sums staðar strekkings- vindur. Þurrt verður að mestu fram- an af degi á Norðurlandi en annars skúrir. Suðaustanlands og á Aust- fjörðum verður úrkoman nær sam- felld. Hiti verður á bihnu 10-18 stig, hlýjast norðanlands. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustan og síðar norðankaldi. Skýjað að mestu og skúrir, einkum yfir daginn. Hiti verður á bilinu 11-14 stig. Sólarlag í Reykjavík: 22.52. Sólarupprás á morgun: 4.17. Síðdegisflóð í Reykjavík 20.58. Árdegisflóð á morgun: 9.17. Heimild: Almanak Háskólans. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyrí skýjað 13 Egilsstaöir skýjað 12 Keíla víkurílugvöllur rigning 11 Kirkjubæjarklaustur skýjað 10 Raufarhöfn þokumóða 10 Reykjavík skýjað 11 Vestmannaeyjar þokumóða 10 Bergen þokumóða 19 'Helsinki léttskýjað 20 Ósló skýjað 21 Stokkhólmur léttskýjað 23 Þórshöfh skýjað 12 Amsterdam léttskýjað 19 Berlín léttskýjað 24 Chicago léttskýjað 16 Feneyjar þokumóða 23 Frankfurt heiðskírt 21 Glasgow rigning 15 Hamborg hálfskýjað 22 London skýjað 18 LosAngeles heiðskírt 19 Lúxemborg heiðskírt 22 Madríd heiðskírt 20 Malaga skýjað 22 Mailorca léttskýjað 20 Montreal léttskýjað 20 New York léttskýjað 24 Nuuk þokaásíð. kls't. 3 Veðrið kl. 6 í morgun Snjólaug Ólafsdóttir, skrifstofustjóri Norðurlandaskrifstofu f 1 •• F mm /X tll I „Mér finnst þetta auðvitaö mjög skemmtilegt og hvetjandi, sérstak- lega vegna þess að Island er núna með formennsku á ráðherra- vængnum í Norðiu-landasamstarf- inu. Það hvílir á okkur bæði skylda og réttur til þess að taka ákveðiö frumkvæði og gegna þar virku for- Maöur dagsins ystuhlutverki," segir Snjólaug Ól- afsdóttir en hún er nýtekin við starfi skrifstofustjóra Norður- landaskrifstofu forsætisráðuneyt- isins. „Við erum með fámenna skrif- Snjóiaug Ólafsdóttir. hugsað sér að starfa á erlendum stofu hér, þrjú og hálft stöðugildi. vettvangi á nýjan leik? „Já, ég gæti Eitt aðalverkefnið er nú for- þessa nefnd heyrir td. undirbún- það alveg ef eitthvað skemmtilegt mennska i norrænni nefhd, nor- ingur norrænu fjárlaganna fýrir starfbyðistenþaöþyrftijafhframt rænu samstarfsnefndinni en þar ákvörðun samstarfsráðherranna að vera hagstætt fyrir aðra fjöl- eiga sæti staðgenglar norrænu en þau eru siðan lögð fyrir Norður- skyldumeðhmi," segir hún. Maður samstarfsráðherranna sem Sig- landaráð til afgreiðslu," segir skrif- hennar er Haraldur Briem læknir hvatur Björgvinsson samstarfsráð- stofustjórinn. og eiga þau einn son, Ólaf Briem herra er formaöur fyrir. Undir Snjólaugvaráðurskrifstofustjóri iðnskólanema. hjá íslandsdeild Norðurlandaráðs og þar á undan var hún i Stokk- hólmi á aöalskrifstofu Norður- landaráðs. Hún segir aö þaö sé eng- inn vafi á því að norrænt samstarf skipti okkur mjög miklu máli og nefnir í því sambandi norrænu fiárlögin upp á 700 milljónir danskra króna. Af þeim eru kostuð fjölmörg samstarfsverkefhi sem að mati hennar koma okkur að góöu gagni. Snjólaug segir ennfremur mikilvægt að viðhalda þeim póli- tísku tengslum sem samstarfið veitir. Snjólaug starfaði áður í Svíþjóð, eins og framan er getið, en gæti hún Myndgátan Túpuleikari Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. Landsmótið í golfi Landsmótið í golfi stendur nú sem hæst en keppt er á Jaðars- velli á Akureyri. Landsmótið hófst á sunnudags- íþróttir morgun en í dag hefja keppendur í meistaraflokki karla og kvenna leikinn. Heldur rólegt er að litast um á knattspyrnusviðinu i kvöld og sennilega eru leikmennimir að jafna sig eftir átökin í Mjólkur- bikamum en leikið var í 8-liða úrshtunum í gærkvöld. Bikar- keppni kvenna heldur hins vegar áfram á morgim og þá verður leikið í undanúrshtunum. UBK og ÍBA mætast í Kópavoginum og KR og Valur í vesturbænum. Skák Jeroen Piket sigraði á alþjóðamótinu í Dortmund, sem lauk fyrir skemmstu, halut 6,5 v. af 9 mögulegum. Adams varð í 2. sæti með 5,5, Epishín fékk 5, Karpov, Kortsnoj, Jusupov og Dreev 4,5, Timman 4 og Lutz og Lekó fengu 3 v. Karpov tapaði tveimur skákum á mót- inu, fyrir Adams og gamla „áskorandan- um” Viktor Kortsnoj. Grípum niður í skák þeirra, sem var ævintýraleg- Kortsnoj með svart, átti leik í þessari stöðu: 8 7 6 5 4 3 2 1 60. - Bxf4!! 61. Í8=D Ef hvitur vekur upp riddara með skák teflist 61. - Kg8 62. Rxe6 Bxe3+ 63. Khl Hbl og óveijandi mát blasir við. 61. - Bxe3+ 62. Khl Bh6 63. Df2 Bg7 og Karpov tókst ekki að leysa vandamálin, með drottninguna afsíðis á a7 og hæpna kóngsstöðu. Afram tefldist 64. a6 Hf3! 65. Del Bxa6 66. Be2 Hf7 67. Dc5 c3! 68. Dcxc3 Bxe2 69. Dxe2 Df6 70. WA A * & & 1 1 SiSi I & & A & Jlsé? ABCDEFGH Dcl Bh6 71. Dbl Df5 72. Kgl Hc7 og Karpov gafst upp - engin vöm við 73. - Hcl- Jón L. Árnason Bridge Þau eru mörg vandamálin sem koma upp við spilaborðið og ekki alltaf fullljóst hvemig leysa skal úr þeim. Algengt er að keppendur setjist á rangar áttir við spilaborðið, fá sér sæti í AV þegar þeir eiga að sitja í NS. Þá gilda ákveðnar regl- ur. í tvímenningskeppni era pörin sjálf ábyrg fyrir því að sitja viö rétt borð og í réttum áttum í hverri umferð. Ef brotið er að pörin sitja við rétt borð en í röngum áttum ruglar það keppnina yfirleitt lítil- lega en annars er yhrleitt ekki mikill skaði skeður. Keppnisstjóri mun ákveða hvort pörin breyti áttum í sínar réttar áttir eða hvort þau sitji þessa umferð í sömu sætum og þau em sest. Útreikning- ur skal auðvitað miðast við þær áttir sem setið var í en ekki við þær áttir sem pör- in áttu að sitja í. í barómeterkeppni skal brotiö ætíð sem regla meöhöndlast sem reikningsskekkja og gefa skal áminningu eða sektarstig. í sveitakeppni getur það gerst að sama sveit sitji í sömu sætum við bæði borðin. Ef þessi mistök koma í ljós við skipti á spilum er hægt að leið- rétta mistökin með þvi aö pörin skipta áttum á báðum borðunum í umræddum spilum. Ef mistökin koma í ljós eftir að- eins fá spil og unnt er að gefa þau upp á nýtt er það oftast gert. Ef sökum tíma eöa annarra orsaka ekki er hægt að endur- spila leikinn telst hann ætið hafa endað með jafntefli og báðar sveitir em sektað- ar um 2-3 vinningsstig þannig að leikur- inn gæti endað 13-13 eða 12-12. í öðmm tilfellum gæti verið að spiluð væm vitlaus spil en þá verður að kalla á keppnisstjóra sem finnur út hver skað- inn er. Það er norður sem ber ábyrgð á því að rétt spil sé spilað. Samkvæmt bridgelögunum eiga NS að fá refsingu (ef AV sitja fast yfirfærist sektin á þá). Ef bæði pörin hafa spilað spilið áður gildir fyrra skorið. Ef hvomgt parið hefur spil- að spilið áður gildir það skor sem næst í spilinu en síöan eftir útreikning fær venjulega ábyrga parið 10% af toppskori í spilinu frádregið í sekt. Þegar síðan umrædd pör eiga að spila spilið/spilin fá andstæðingar þeirra venjulega 60% af toppskori spilsins (lagað til í skor par- anna ef það er hærra en 60% skorið) þar sem þeir fengu ekki tækifæri á þvi að spila spilið/spilin. Það er ákvörðun keppnisstjóra hvort þessi spil skulu spil- uö ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.