Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1994, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1994 Fréttir Miklalax-ævintýrið í Fljótum senn á enda: Óskað verður eftir gjaldþrotaskiptum - nýmaveikin í laxinum var rothöggið Að sögn Jóns E. Friðrikssonar, stjómarformanns Miklalax í Fljót- um, bendir allt til að beiðni um gjald- þrotaskipti fyrirtækisins verði lögð fram hjá Héraðsdómi Norðuriands vestra á Sauðárkróki eftir verslunar- mannahelgina. Jón sagði í samtali við DV að nýrnaveikin, sem greindist í matfiski stöðvarinnar í síðustu viku, heíði verið rothöggið. Um 50 þúsund fiskar hafa drepist af norska stofninum en islenski stofninn hefur ekki drepist þótt hann hafi sýkst. Ljóst er aö Miklilax hefur orðið fyrir tjóni upp á tugi milljóna króna. Áður en veikin kom upp höfðu forráðamenn Miklalax staðið í end- urskipulagningu á rekstrinum. Búið var að segja öllum starfsmönnum upþ, 20 að tölu, en endurráða átti einhverja. Miklilax fékk sem kunn- ugt er niðurfelidar skuldir hjá Byggðastofnun upp á rúmar 500 milljónir króna. Eftir sem áður skuldar Miklilax um 280 milljónir, þar af um 130 milljónir hjá Byggöa- stofnun. Stærstu lánardrottnar fyrirtækis- ins eru Búnaðarbankinn á Sauðár- króki, sem á veö í fiskinum, og Byggðastofnun sem á veð í fasteign- um og tækjum. Auk þess munu fjöl- margir smærri aðilar eiga kröfu í væntanlegt þrotabú. Starfsmenn Miklalax hafa ekki fengið laun síöan í maí og í vikunni var lokað fyrir rafmagn til stöðvar- innar. Eftir það hafa tæki verið keyrð á dísilolíu. Þá hafa ekki verið til peningar til að greiða dýraiækni svo hægt sé að ljúka rannsóknum á sýkta fiskinum. Sýni voru send á rannsóknarstöðina að Keldum. DV Handtekinnmeð 30þú$und steratöflur Ægir Már Kárason, DV, Suðurnesjurru „Það kom fram viö fyrstu skoö- un að jakki mannsins var óvenju- lega þungur. Hann var síöan gegnumlýstur og komu þá töfl- umar greinilega í Ijós. Efnin voru inn i jakkafóörinu og saumað fyr- ir. Síðan fannst meira magn sem hann hafði límt á líkamann," sagði Gottskálk Ólafsson, aðal- deildarstjóri Toilgæslunnar á Keflavíkurflugvelli í gær. Maðurinn, sem er 23 ára, var með 30 þúsund steratöflur á sér og rúmlega 200 stera-ambólur fjTir sprautur. Þetta er mesta magn sem tollgæslan á Keflavík- urflugvelli hefur náð. Maðurinn er íslenskur og var að koma frá Tælandi gegnum Kaupmanna- höfn, þegar hann var tekinn í úrtak af starfsmaxmi fíkniefna- deildar tollgæslunnar. Kom vel fyrir og var sportlega klæddur. Stöð2: Filmnetvill kaupahlut Fulltrúar hoUensku sjónvarps- stöðvarinnar FUmnet, Jónas R. Jónsson við annan mann, kynntu sér nýlega aðstæður á Stöð 2 með það í huga að kaupa hlut í ís- lenska útvarpsfélaginu eða eiga viðskipti við stöðina. Að sögn Sig- urðar G. Guðjónssonar stjómar- formanns hefur ekkert ákveöið komiö út úr heimsókn Jónasar og féiaga hans en Filmnet er að skoða máUÖ nánar. Siguröur sagði það óbreytt að hlutur meiri- hluta hluthafa væri ekki falur. Jafnframt kom fram í máU Sig- urðar að fieiri erlendar sjón- varpsstöðvar hefðu sýnt áhuga á að kaupa hlut í Stöð 2. Má þar nefna bandarisku sjónvarpsstöö- ina ABC, þá frönsku, Canal Plus, og hina norrænu, Scandinavian Broadcasting Service, SBS. Vænta má heimsókna frá fulltrú- um þessara stöðva á Stöð 2 á næstunni. „Af fjölmörgum ástæðum er fjöldi útlendinga með alvörupæl- ingar um að hafa samband við Stöö 2. Framtiðin felst í svona fjölmiðlum eins og við erum í. Þeir sem eiga sjónvarpsefni og gervitungl og eru búnir að staö- setja sig víða um hnöttinn vilja auðvitaö auka markaðshlutdeild sína með því að komast lika inn á ísiand," sagði Sigurður. Góöur afli í Smugunni: Af laverðmæti 2 milljónirádag „Það hefur veriö mjög góður afli siðan hann kom á svæðið. Hann hefur verið að fiska fyrir tvær milljónir á dag,“ segir Eirik- ur Mikaelsson, útgerðarmaður frystitogarans Skúms GK, sem er að veiðum í Smugunni. Eiríkur segir að Skúmur sé búinn aö vera i 10 daga á svæðinu og aflaverömætið sé fast að 20 milljónum. Eftirmaður Jafetsráðinn Nýr útibússfjóri hefur veriö ráöinn að útibúi Islandsbanka i Lækjargötu í stað Jafets S. Ólafs- sonar sem er á leiðinni til Stöðvar 2 sem sjónvarpsstjóri. Af 34 um- sækjendum var Arni Gunnars- son, 43 ára viðskiptafræöingur, ráðinn. Ámi hefur undanfarið ár verið framkvæmdastjóri rekstrarfé- lagsins Sólar hf. fyrir íslands- banka og Iðnlánasjóð. Áöur var Ámi framkvæmdastjóri Stjóm- unarfélagsins óg þar áður Fóður- blöndunnar. Vestfírðir ......—r’1- ■- PZfá - Lánafyrirgreiðslur Bvggðastofnunar tð 1993 útborguð almenn lán eftir kjördæmum í milljónum króna — Arsskýrsla Byggðastofnunar fyrir árið 1993: Fimmtungur lána til Vestfjarða - eða 1,8 af 8 milljörðum króna Byggðastofnun hefur gefið út árs- skýrslu fyrir árið 1993. Þar kemur fram að sfjóm Byggðastofnunar samþykkti 254 láns- og styrkumsókn- ir á árinu og synjaði 86. Heildampp- hasð lána og styrkja nam 957 milljón- um króna, þar af vom útborguð lán upp á 727 milljónir. Um áramótin nam heildarskuld skuldunauta um 8,3 milljörðum króna. Þar af skuld- uðu Vestfirðingar 1,8 milijarða sem þýðir að fimmtungur lána frá Byggðastofnun hefur farið vestur á firði. Útlán vora færð niður á efnahags- reikningi um rúman 1 milljarð króna. Framlag í afskriftarreikning var 540 mifljónir, þar af 383 vegna eldri lána. Afskriftir útlána námu alls 233 mflljónum. Eigið fé Byggðastofnunar var 723 milijónir í árslok aö teknu tilliti til 540 milijóna færslu í afskriftarreikn- ing. Hlutfall eiginíjár stofnunarinnar af heildareign var 12,6% í upphafi ársins 1993 en 8,4% í árslok. Það er nokkru lægra en BlS-hlutfallið svo- kallaða sem á að vera 9,7% hjá öðram lánastofnunum en bönkum og spari- sjóðum. Byggðastofnun átti hlut í 21 fyrir- tæki á síöasta ári fyrir um 138 millj- ónir króna að nafnvirði. Mestur var hluturinn í Silfurstjömunni við Öx- arfjörð eða upp á 25 milljónir. Þá átti hlutafjárdeild stofnunarinnar hlutabréf í 10 sjávarútvegsfyrirtækj- um fyrir um 710 milljónir að nafn- virði. Meðfylgjandi graf sýnir hvemig útborguð almenn lán frá Byggða- stofnun skiptust eftir kjördæmum. Sem fyrr fór mest til Vestfjarða, eða um 219 mflljónir. Þar á eftir koma Norðurland vestra, Vesturland og Austurland. Af einstökum byggðar- lögum voru mestu lánin greidd út til Patreksfirðinga, eða um 80 mifljónir, og næstmest tfl ísfirðinga, eða um 46 milijónir. Lánaskipting í samræmi við stjórnarsetu Ef skoðað er úr hvaða kjördæmum aðal- og varamenn stjómar Byggða- stofnunar koma er skiptingin í ótrú- legu samræmi við lánaskiptinguna. Matthías Bjamason er formaður stjómar, Karvel Pálmason vara- formaður og að auki frá Vestfjörðum er Ólafur Þ. Þórðarson aðalmaður. Auk þess era aðalmenn þeir Pálmi Jónsson, Ragnar Amaids og Stefán Guðmundsson frá Norðurlandi vestra og Egill Jónsson af Austur- landi. Varamenn eru Sturla Böðvars- son, Skúli Alexandersson og Ingi- björg Pálmadóttir frá Vesturlandi, Jóhannes Geir Sigurgeirsson frá Norðurlandi eystra, Magnús Guð- mimdsson af Austurlandi, Eggert Haukdal af Suðurlandi og Ámi R. Ámason af Reykjanesi. Reykvíking- ar eiga enga fulltrúa í stjóm Byggða- stofnunar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.