Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1994, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1994, Blaðsíða 26
42 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1994 Burns til Keflavíkur Ægir Már Káiason, DV, Sudnmesjum: Úrvalsdeildarlið Keflvikinga í körfuknattleik hefur gengiö frá samningi við Lenear Burns, 24 ára gamlan bandarískan blökku- mann, um að hann leiki meðþeim í vetur. Hann kemur frá LSU- háskólanum, sama liði og Shaqu- ille O’Neal lék með, og var þar með að meðaltali 10 stig og 6 irá- köst í leik. Hann er rúmir 2 metr- ar á hæð og 105 kíló að þyngd. Forystumenn Kefiavíkurliðsins hafa grandskoðaö piltinn af myndbandi og einnig var maður á þeirra vegum í Bandaríkjunum að afla frekari upplýsinga. „Hann er mjög jákvæður á að koma hingaö. Þaö verður garaan að sjá hvemig hann kemur út en við erum ánægðir með að þetta er frágengiö,“ sagöi Guðmundur Kristinsson, formaður körfu- knattleiksdeildar Keflavikur. Oliver tilHK Oliver Pálmason, hinn öflugi varnarmaður úr liði Selfyssinga, gekk í gær til hðs við HK, nýlið- ana í 1. deildinní í handknattleik. HK er þar með búið að fá fjóra nýja leikmenn fyrir veturinn en auk Olivers eru það Jan Vesek, skytta frá Sparta Prag, Hjálmar Vilhjálmsson, homamaður úr ÍR, og Hlynur Jóhannesson, mark- vörður frá Eyjum. Einherji vann Magnús Jónassœi, DV, Austurlandi- Einherji vann Neista, 3-4, í D- riðli 4. deildarinnar í knatt- spymu á Ðjúpavogi í gærkvöldi. Andrés Skúlason, Gunnlaugur Guöjónsson og Óðinn Gunn- laugsson skoraðu fyrir Neista en Baldvin Eyjólfsson 2, Stefán Guð- mundsson og Eysteinn Kristins- son fyrir Einherja. Heimsmet í tugþraut? Dan O’Brien frá Bandaríkjun- um gæti sett heimsmet í tugþraut í dag á Friðarleikunum í Péturs- borg. Hann náði 4.736 stig í fyrri hluta þrautarinnar í gær og það er 16 stigum meira en þegar hann setti núgildandi heimsmet. O’Bri- en stökk 2,20 metra í hástökki í gær, sem er hans besti árangur. Bordeaux vann Bordeaux vann Nice, 1-0, i fyrsta leik tímabilsins í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Grindavík... ..11 8 1 2 25-8 25 Leiftur ..11 7 2 2 26-12 23 ÞrótturR.... ..11 6 3 2 19-10 21 Fylkir ..11 6 1 4 21-14 19 Selfoss ..11 4 4 3 13-17 16 Víkingur ..11 4 3 4 14-17 15 KA ..11 3 1 7 15-19 10 HK ..11 3 1 7 8-17 10 ÞrótturN.... ..11 2 2 7 9-22 8 ÍR „11 2 2 7 10-24 8 Markahæstir: Grétar Einarsson, Grindavík...9 Óskar Óskarsson, Víkingi......7 Gunnar Már Másson, Leiftri....7 Kristinn Tómasson, Fylki......6 Sverrir Sverrisson, Leiftri...6 Aðalsteinn Víglundsson, Fylki.... 5 Páll Guðmundsson, Leiftri.....5 Pétur B. Jónsson, Leiftri.....5 ívar Bjarklind, KA............5 Sævar Gíslason, Selfossi......5 _______________________________________________________fþróttir Meistaraflokkur karla á landsmótinu í golfi á Akureyri: Gíf urlegur slagur er framundan um titilinn - Karen Sævarsdóttir með þægilega stöðu í meistaraflokki kvenna fyrir lokaslaginn Spennan er gífurleg fyrir loka- hringinn í meistaraflokki karla á landsmótinu í golfi á Akureyri. Sig- urpáll Geir Sveinsson, GA, gaf veru- lega eftir í gær, lék á 76 höggum og forskot hans er aðeins eitt högg. Gíf- urleg barátta er framundan fyrir síð- ustu 18 holurnar og ekki fjarri lagi að 10 efstu kylfingarnir eigi enn möguleika á að hreppa meistaratitil- inn. Sigurpáll Geir, sem leitt hefur mót- ið frá byrjun, hefur nauma forystu eins og áður sagði. Birgir L. Hafþórs- son, GL, lék frábært golf í gær og kom inn á 70 höggum. Siguijón Arnars- son, GR, Sveinn Sigurbergsson, GK og Þorkell Snorri Sigurðarson, GR, léku allir á 71 höggi í gær. Aðeins munar 5 höggum á Sigur- páli Geir og Helga Dan Steinssyni, GL, sem er í 10. sæti. Landsmótinu lýkur á Akureyri í dag. Staðan er þessi í meistaraflokki karla fyrir lokahringinn: Sigurpáll G. Sveinsson, GA ......................70 + 71 + 76 = 217 Birgir L. Hafþórsson, GL .....................73 + 75 + 70 = 218 Björgvin Sigurbergsson, GK .....................71 + 74 + 73 = 218 Öm Amarsson, GA......72 + 74 + 73 = 219 Guðmundur Sveinbjömsson, GK .....................71 + 75 + 74 = 220 Bjöm Knútsson, GK....74 + 74 + 73 = 221 Kristinn G. Bjamason, GL .....................72 + 72 + 77 = 221 Sigurjón Arnarsson, GR .....................75 + 76 + 71 = 222 Sveinn Sigurbergsson, GK .....................76 + 75 + 71 = 222 Helgi Dan Steinsson, GL .....................76 + 74 + 72 = 222 Björgvin Þorsteinsson, GA .....................75 + 74 + 75 = 224 Þorkell S. Sigurðarson, GR .....................77 + 77 + 71 = 225 Tryggvi Traustason, GK .....................77 + 76 + 73 = 226 Hjalti Atlason, GR...72 + 78 + 76 = 226 Hörður Amarsson, GK .....................77 + 73 + 76 = 226 Vilhjálmur Ingibergsson, NK .....................78 + 77 + 72 = 227 Sigurður Hafsteinsson, GR .....................75 + 79 + 73 = 227 Hj alti Pálmason, GR... .75 + 79 + 74 = 228 Helgi A. Eiríksson, GR 76 + 77 + 75 = 228 Örn Ævar Hjartarson, GS .....................77 + 78 + 75 = 230 Einar Long, GR.......76 + 76 + 78 = 230 Sigurður Sigurðsson, GS .....................80 + 73 + 78 = 231 Gunnar Þ. Halldórsson, GK ....:................79 + 77 + 76 = 232 Birgir L. Hafþórsson, GL, lék mjög vel i gær og verður í mikilli baráttu um íslandsmeistaratitilinn á Akureyri í dag. DV-mynd gk Hilmar Björgvinsson, GS .....................75 + 80 + 77 = 232 Bjöm Axelsson, GA....75 + 77 + 80 = 232 Viggó H. Viggósson, GR .....................79 + 78 + 76 = 233 Sæmundur Pálsson, GR .....................78 + 79 + 76 = 233 Þægileg staða hjá Karen Karen Sævarsdóttir, íslandsmeistari síöustu fimm ára, náði sér heldur betur á strik í gær og lék á 73 höggum sem er langbesta skorið til þessa í meistaraflokki kvenna. Karen hefur 5 högga forskot fyrir lokahringinn í dag og sjötti íslandsmeistaratitillinn í röð er innan seilingar. Staðan er þannig í meistaraflokki kvenna: Karen Sævarsdóttir, GS .....................77 + 79 + 73 = 229 Ólöf María Jónsdóttir, GK .....................77 + 80 + 77 = 234 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR .....................79 + 78 + 77 = 234 Herborg Arnarsdóttir, GR .....................76 + 84 + 80 = 240 Þórdís Geirsdóttir, GK 86 + 81 + 78 = 245 Anna J. Sigurbergsdóttir, GK .....................83 + 84 + 84 = 251 Rut Þorsteinsdóttir, GS .....................81 + 88 + 83 = 252 Andrea Ásgrímsdóttir, GA .....................86 + 86 + 86 = 258 Erla Adólfsdóttir, GA..83 + 93 + 89 = 265 Erla Þorsteinsdóttir, GS .....................95 + 92 + 90 = 277 Inga Magnúsdóttir, GK .....................96 + 88 + 93 = 277 Kristín Pálsdóttir, GK .96 + 93 + 89 = 278 Jóhanna Ingólfsdóttir, GR .....................90 + 97 + 95 = 282 Sigríður vann 1. flokkinn Sigriður Th. Mathiesen, GR, tryggði sér í gær íslandsmeistaratitilinn í 1. flokki kvenna. Hún lék á 352 höggum og lagði grunninn að sigrinum með þvi að leika á 84 höggum í gær. Krist- ín Elsa Erlendsdóttir, GA, sem er aö- eins 12 ára og yngsti kylfingurinn á mótinu, varð í öðm sæti á 355 höggum. í þriðja sæti varð Guðbjörg Sigurðar- dóttir, GK, á 358 höggum. Guðný best í 2. flokki Guðný Óskarsdóttir, GA, varð ís- landsmeistari í 2. flokki kvenna í gær og lék á 369 höggum. Lilja Karlsdóttir, GK, varð önnur á 387 höggum og Aðal- heiður Guðmundsdóttir, GA, varð þriðja á 393 höggum. Öruggt hjá Sigurði Sigurður Hreinsson, GH, vann ör- uggan sigur í 2. flokki karla, lék á 317 höggum. Hinrik Hilmarsson, GR, varð annar á 325 höggum og Ingvar Ágústsson, GR, þriðji á 332 höggum. Lánleysi Leifturs - jafnt gegn Selfossi, 2-2 Helgi Jónsson, DV, ÓlaMrði: 0-1 Sævar Gíslason (3.) 1- 1 Gunnar Már Másson (7.) 2- 1 Sverrir Sverrisson (62.) 2-2 Guðjón Þorvarðarson (70.) „Þetta var algjör stuldur," varð einum Sel- fyssingnum að orði eför 2-2 jafntefli gegn Leiftri á Ólafsfirði í gærkvöldi, og era það orð að sönnu. Þeir geta þakkað markverði sínum, Antoni Hartmannssyni, fyrir stigið en hann sýndi oft stórkostlega markvörslu. Selfyssingar fengu óskabyrjun þegar Sævar skoraði en hún sló heimamenn ekki út af lag- inu og Gunnar Már jafnaöi með glæsflegu marki. Ettir þetta rak hver sókn Leifturs- manna aðra en inn vfldi boltinn ekki. í síðari hálfleik hélt Leiftur áfram stöðugri sókn og loks skoraði Sverrir eftir þvögu í teig. Guðjón jafnaði með góðu skoti í bláhomið uppi, 2-2. Eftir það fengu Leiftursmenn hvert dauðafær- ið á fætur öðra en Anton hélt Selfyssingum á floti, ásamt algera lánleysi Leiftursmanna sem áttu meðal annars tvö stangarskot. ' / ;; -] Þróttara unnuá með3-lsigriá ir HK Víðii Sigurðsson skrifar: 1- 0 Skúli Egilsson (29.) 2- 0 Ágúst Hauksson (v) (60.) 3- 0 Guðmundur Gíslason (71.) 3-1 Pétur Arason (72.) Þróttur, R., færðist tveím stigum nær Leiftri í toppbaráttu 2. deildarinnar með 3-1 sigri á HK í opnum og skemmtflegum leik á Þróttarveflinum í gærkvöldi. HK sóttí meira lengi vel en Skúh kom Þrótti yfir eftir snögga sókn. Þrjú dauöafæri HK í byrj- un síðari hálfleiks nýttust ekki og í staðinn skor- aöi Ágúst úr vítaspyrnu. Guðmundur kom Þrótti í 3-0 eftir skyndisókn en Pétur svaraði strax týr- ir HK upp ur aukaspyrnu og þar við sat. Ágúst stjómaði leik Þróttar mjög vel og hinn ungi íjalar Þorgeirsson lék stórvei í markinu og Skúli var ógnandi ffammi. HK-meim börðust af krafti allan tímann en höfðu ekki heppnina með sér upp við markiö. Pétur hressti veruiega upp á leik hðsins þegar hann kom inn á í byrjun síð- ari hálfleiks. Óskar með tvö mörk gegn KA - Víkingur-KA, 3-1 HaDdór Halldórsson skrifar: 1- 0 Óskar Óskarsson (43). 2- 0 Óskar Óskarsson (52). 3- 0 Steindór Ehson (59). 3-1 Sigþór Júhusson (75). Víkingar sigruðu KA á heimavelh, 3-1, í 2. deildinni og er úthtið ekki gott hjá KA því ef hðið nær ekki að sýna beittari leiki í næstu umferðum en gegn Víkingi í gærkvöldi er eins víst að fahbaráttan blasi við. í fyrri hálfléik var htið um opin færi en fyrsta markið kom þó undir lok hans, Víkingar hófu síðari hálfleikinn af krafti og komust í 2-0 og stuttu síðar í 3-0. Mark KA kom eftir mistök í vöm Víkinga. Sigþór Júl- íusson lenti í samstuði við Axel Gomes í marki Víkings sem varð að yfirgefa völhnn 0g kom Björn Bjartmarz í markið og stóð sig vel. Hjá Víkingum var Óskar Oskarsson bestur. KA-hðið átti frekar slakan dag. Þeirra bestu menn vora Sigþór Júhusson og Bjarki Braga- son. ívar Bjarkhnd var langt frá sínu besta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.