Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1994, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1994 11 pv _______________________________________Fréttir Átök í söluturninimi Draumnum við Rauðarárstíg: Ég greip til vopna og ætlaði að verja mig - tveir menn ógnuðu mér með brennivínsflösku, segir Júlíus Þorbergsson Július við eina af beyglunum á bíl sínum sem mynduðust eftir að „viðskipta- vinir“ spörkuðu í hann. DV-mynd JAK „Það kom hingað maður klukkan hálfátta í morgun sem ég kannast við og hann vildi fá skrifað hjá sér. Ég sagði honum að hann fengi ekki fimmaura lánaða og bað hann um að fara sér hægt svona snemma að morgni. Hann hélt áfram að þráast við en ég sagðist skyldi koma honum út og snaraðist fram fyrir borðið og tók í föt hans. Ég vildi ekki taka á honum því hann er það væskilsleg- ur. Hann fór síðan en kom svo aftur klukkan rúmlega tíu með konu með sér og annan karlmann mun stærri. Þegar hann sagði hinum manninum frá því að ég hefði ætlað að taka sig hálstaki rauk sá nánungi upp, þreif upp brennivínsflösku og gerði sig lík- legan til að berja mig,“ sagði Júlíus Þorbergsson í söluturninum Draumnum við Rauðarárstíg í sam- tali við DV. Skemmdarverk upp á tugþúsundir króna voru unnin á Skodabifreið Júlíusar í gærmorgun og kom til átaka í verslun hans vegna óupp- gerðra skulda. Lamið var og sparkað í bílinn þannig að dældir og rispur mynduðust. Júlíus sagðist hafa giip- ið til vopna - áhalda sem hann vill ekki skýra frá hver eru en þau séu notuð ef honum stafi ógn af fólki. „Ég sagði manninum með brenni- vinsflöskuna að koma sér út í hvelli en hann sagðist geta lamið mig í hakk. Ég greip til vopna til að verja mig. Það eru vopn hérna sem ég verð að hafa í þeim tilgangi. Þá rauk hinn upp, barði í borðið, hljóp hér um allt og rótaði öllu til. Ég notaði nú ekki vopnin en gaf honum til kynna að ég væri með þau. Konan baöst þá afsökunar. Mennirnir fóru síöan út og sögðust ætla að „hakka" bílinn minn fyrir utan. Ég náði aö hringja á lögregluna sem kom strax. Sá sem kom upphaflega reif kiaft, vildi ekki sættast en sá stærri flúði. Júlíus sagðist ekki vilja gefa upp til hvers kyns vopna hann hefði grip- ið þegar mennirnir komu í verslun hans í gærmorgun. „Ef það er ráðist á mig eru þau notuð,“ sagði hann. Júlíus telur að tjónið á bíl hans nemi um 50-60 þúsund krónum. Málið er til meðferðar hjá lögreglunni. Á kvöldin stenst enginn freistinguna Þá hringja flestir í einn+emn 99 1« 30 39,90 mín. Laugavegi 178 Kvöldverdartilboö vikuna 29/7 - 4/8 * Sjávardýrasúpa * Glóðaður lambavöðvi með bakaðri kartöílu og kryddjurtasósu * J arðarberj afantasía Kr. 1.950 Borðapantanir í síma 88 99 67 f Fryst loðnuhrogn 4300 — heildarverömæti útflutnings í milljónum Metverð á frystri loðnu og loðnuhrognum: Það er ólíklegt að þetta verð haldist - segir framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar „Viö gerðum ráð fyrir í okkar áætl- unum að frysta 500 tonn af loðnu og 300 tonn af hrognum. Við frystum hins vegar 1000 tonn af loðnu og rúm 400 tonn af hrognum. Þessi vertíð kom því ágætlega út fyrir okkur,“ segir Finnbogi Jónsson, fram- kvæmdastjóri SOdarvinnslunnar á Neskaupstað. í fréttabréfi Þjóðhagsstofnunar kemur fram að frysting loðnu og loðnuhrogna hefur orðið íslensku þjóðarbúi veruleg búbót. Verðmæti þessara afurða nífaldaðist miðað við árið á undan og leiddi til þess að heildarútflutningsverðmæti hækk- aði um 14,5 prósent fyrstu 5 mánuð- ina. Þessi aukning verðmætis er tví- þætt; verðhækkun er á bilinu 70 til 90 prósent, þá fimmfaldaðist magn afurðanna. Verömætið nemur í ár 4,3 milljörðum króna en var 1993 547 milljónir króna og 1992 nam verð- mætið 334 miUjónum. Það var samið fyrirfram um verö og þar sem náðist að framleiða upp í samninga er nokkuð víst að verð mun falla á næstu vertið. Það hefur reynslan sýnt. Norðmenn voru ekki á þessum markaði núna og þess- vegna var eftirspurn mikil. Útlitið er ekkert sérstakt á næstu vertíð. Síðasta góða hrognaárið var 1987 eða fyrir sjö árum,“ segir Finnbogi. bcí-u j mm Þai er opið hjá okkur, I Það er ekki góö tilfinning aS sárvanta verkfæri eða efni í miðju verki og koma að lokuðum dyrum í öllum byggingavöruverslunum. Með breyttum opnunartíma okkar hefur joetta breyst. Nú færðu allar byggingavörur, sem þú þarft - þegar þú þarft og á sama lága verðinu. ..... Verkfæri, inni- og útimálning, garðvörur, hreinlætis- og blöndunartæki, viðgerðar^ efni, lagnaefni, naglar^ skrúfur og ótal margt fleira. Opið alla daga - og um helgar líka! BYGGINGAVORUR Hallarmúla 4 - sími 3 33 31 Skeifunni 8 - sími 81 35 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.