Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1994, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1994 Stuttar fréttir Banvænar skridur Óttast er aö níu hail látist i grjóthruni í frönsku Ölpunum í gær. Varnarsamvinna Danir og Rússar ætia aö stofna til samvinnu í varnarmálum. Bróðir gefursig fram Paolo Berlus- coni, bróöir ít- alska forsætis- ráöherrans, gal' sig yfirvöldum á vald í morgun en handtöku- skipun hafði verið gefin út á hendur honum vegna rannsókn- ar á mútuhneyksli. VandræðihjáOECD Umræðum um hver verði næsti yfirmaður OECD hefur verið frestaö fram í september. Ekkertaðmarka Suður-Kóreustjórn segir ekkert að marka fullyrðingar landflótta norðanmanns ura kjarnaodda. Verkfall Ljóst er að verkfall olíustarfs- raanna í Nígeríu mun standa eitt- hvað áfram en það getur valdiö hækkandi heimsmarkaðsverði. Klofningur Warren Chri- stopher segir að þjóðir heims veröi að vera viðbúnar hern- aðaríhlutun í Bosníu. Ekki er víst að sam- staða náist meðal stórveldanna gerö. um siíka Bosnía Bosníu-Serbar neita enn að ganga að friðartillögum og þaö gefur stórveldum heims tilefni til hernaöaríhlutunar. Friðaráætlun Hussein Jórdaniukóngur segist ætla að leggja fram friðaráætlun við ísrael fyrir þingið í Jórdaníu. Haiti Þjóðir Miö- og Suður-Ameríku eru lítt hrifnar af hugsanlegri innrás Bandaríkjanna i Haití. Hryðjuverk Warren Christopher vill að mótuð verði ný og harðari stefna gegn hryöjuverkamönnum eftir sprengjutilræðin við gyðinga. Hefndaraðgerðir Stjórnvöld í ísrael sóru þess dýran eið að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að finna hryðju- verkamennina og refsa þeim. Fundur Hosni Mu- barak, forseti Egyptalands, og Yithzak Rabin, forsæt- isráðherra ísraels, hittast til viðræðna á sunnudag. Ekki er ljóst hvert verður um- ræðuefni þeii'ra. Líbanon Öryggisráð SÞ hefur framlengt . leyfi fyrir friðarsveitir í suður- hluta Líbanons fram til loka jan- úar 1995. SjáKsmorð Kona af gyöingaættum framdi sjálfsmorð í London í gær eftir að hafa horft á Lista Schindlers, mynd Stevens Spielbergs. ■ ' Kcuter, Rltzáu: ; Utlönd Drengur sem bjargað var í Rúanda er látinn: Of seint reyndist að bjaraa lífi drengsins Dibadirigwa, ungi drengurinn sem bjargaðist naumlega úr fjöldagröf á þriðjudag, lét lífið á frönskum her- spítala úr kóleru í gær. Þegar dreng- urinn fannst lifandi meðal líka sem átti að urða vakti það alheimsathygli og þótti vera tákn um þá von sem flóttamenn frá Rúanda hafa um að komast af. Drengurinn ungi þjáðist af hungri, vökvatapi og kóleru þegar hann fannst. Hjálparstarfsmenn sögðu að hægt hefði verið að bjarga honum ef kóleran hefði ekki orðið honum að aldurtila. Hann lét lííið án þess að segja eitt einasta orö síðasta dag sinn í jarðnesku lífi. Dibadirigwa bætist í hóp um 1800 manna sem tal- ið er að láti lífiö á degi hverjum úr kóleru. Hjálparstarfsmenn berjast nú hetjulegri baráttu við að ráða niður- lögum kólerufaraldursins sem geisar á svæðinu. Það gerir þeim þó erfitt fyrir hve þéttbýlt er í búöum flótta- manna sem eykur mjög á hættuna á smiti. „Það besta sem getur gerst í baráttunni við kóleruna er að fólk taki saman föggur sínar og haldi heim á leið. Það myndi dreifa úr öll- um þessum manníjölda og minnka um leið líkumar á kólerusmiti,“ sagði einn hjálparstarfsmannanna í Goma. í gær höfðu aðeins um 50.000 manns snúið heim frá Goma af um 1,2 milljónum manna sem þar eru. Bandaríski herinn áformar að fjölga í herliði sínu um nokkrar þús- undir manna til að hjálpa til með flutning flóttamanna til baka á sínar heimaslóðir. Það er talið mikiö verk að koma yfir milljón flóttamönnum heim aftur, enda er talið að stór hluti þeirra eigi ekki afturkvæmt ef þeim verður ekki hjálpaö á leiðinni. Um 750 bandarískir hermenn eru þegar komnir til hjálparstarfa en búist er við að þeir verði orðnir um 4.000 innan loka næstu viku. Banda- ríkjamenn leggja ríka áherslu á að herliðið sé eingöngu sent þangað til að sinna hjálparstarfinu. Banda- ríkjamenn vilja á engan hátt blanda sér inn í pólitísk málefni á svæðinu, enda hafa þeir slæma reynsla frá því nokkrum mánuðum fyrr í Sómalíu. Reuter Dibadirigwa, ungi drengurinn sem bjargaðist naurnlega úr fjöldagröf á þriðjudag lét lífið á frönskum herspítala úr kóleru í gær. Hjálparstarfsmenn sögðu að hægt hefði verið að bjarga honum ef kóleran hefði ekki orðið honum að aidurtila. Simamynd Reuter Færeyska Lögþingið sett í dag: Hillir undir nýja samsteypustjórn Enn hefur ekki verið mynduð ný stjóm í Færeyj- um í kjölfar kosninganna sem fóra fram í byrjun mánað- arins. Það verð- ur því Marita Petersen, fráf- arandi lögmað- ur, sem flytur setningarræðuna þegar nýtt Lögþing kemur saman í fyrsta sinn í dag, á upphafsdegi Ólafsvökunnar. Edmund Joensen, formaður Sam- bandsflokksins og sigurvegari kosn- inganna, gerir hins vegar ráð fyrir aö ný samsteypustjórn undir forustu hans verði mynduð fljótlega eftir að Ólafsvöku lýkur. Hann segir að hið eina sem komi í veg fyrir myndun borgaralegrar samsteypustjómar sé kröfur sem Fólkaflokkurinn setur fram og menn eru ekki sammála um. Joensen hefur tryggt sér stuðning tveggja lítilla kristilegra flokka og ef Fólkaflokkurinn slær til verður hin nýja landstjórn meö átján manna stuðningslið í Lögþinginu, einum manni meira en nauðsynlegt er. Einnig er hugsanlegt að hinn nýi Verkamannaflokkur, sem fékk þrjá menn kjöma, muni styöja nýja stjórn undir forustu Joensens. Helsta vandamálið sem skilur Sambandsflokkinn og Fólkaflokkinn er, að sögn Joensens, hvort lækka eigi launin í landinu með lagasetn- ingu. Það á að vera liður í að lækka allan kostnað í þjóðfélaginu og yrðu skattar og aðrar álögur lækkaðar að sama skapi. Fólkaflokkurinn vill lög um launa- lækkunina en Sambandsflokkurinn vill að aðilar vinnumarkaðarins semjiumhana. Ritzau Suður-Rússland: Mannræningjar drepa fjóra gísla Fjórir gislar létu lífið í nótt þegar rúmlega eins milljarðs íslenskra sérsveitir lögreglunnar réðust til króna í lausnargjald. Þá kröföust inngöngu í þyrlu sem vopnaðir þeir einnig að fá tvær þyrlur til að mannræningjar í suöurhluta Rúss- komast undan, lands ættuðu að flýja í, aö sögn Lögreglumenn í skotheldum rússneskra yfirvalda. vestum umkringdu langferðabíl- Þrír táningar á aldrinum þrettán inn þar sem hann stóð á auðu svæöi til fnnmtán ára létust þegar einn áflugvellinum. Allar gardinur bíls- mannræningjanna sprengdi hand- ins voru dregnar fyrir. Nokkrir sprengju inni í þyrlunni þegar hún brynvarðir liðsflutningabílar vom var að búa sig undir flugtak frá einnig skammt frá. flugvellinum í heilsuiindabænum Ekki er vitað um ástæður mann- Míneralníje Vodíj. Fjórði gíslinn ránsins en að sögn Itar-Tass frétta- lést síðar á leiðinni á sjúkrahús. stofunnar eru ættingjar mannræn- Mannræningjarnir tjórir, sem ingjanna nú fyrir rétti fyrir sams allir voru frá Tsjetsjeníu, særöust konar mannrán. Fréttastofan lét í sprengingunni. Tveir þeirra voru aö því liggja að með uppátæki sínu fluttir illa særðir á sjúkrahús í hefðu mannræningjarnir ætlað að Pjatígorsk en hinir liggja á sjúkra- tryggja að ættingjarnir yrðu látnir húsinu í Míneralníje Vodíj. lausir. Memúrnirréðustinnílangferða- Þetta er fjórða mannránið af bil með 41 farþega, tóku hann þessum toga á átta mánuðum í traustataki og kröfðust sem svarar þessum hluta Kákasus. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.