Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1994, Blaðsíða 41
FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1994
57
dv Fjölmiðlar
Tafsað í
beinni
Hér á íslandi tíðkast að láta
fréttaraenn koma fram og leiða
fréttatíma sjónvarpsstöðvanna.
Ekki er leitað til sérþjálfaðs fólks
í framsögn og framsetningu
frétta. Sumarpart er þaö vel enda
tryggir þaö aukna nálægð á milli
áhorfenda og þeirra sem vinna
fréttirnar og þar meö aukmn trú-
verðugleika.
Vegna þessa þurfa fréttastjórar
að gera miklar kröfur til starfs-
manna sinna. Hins vegar væri
verra ef {réttastjórar horfðu að-
eins til framkomu við ráðningu
starfsmanna en ekki annarra
verðleika. Þá væru htlar líkur á
góðum fréttum. Að sama skapi
verður að'gera miklar kröfur til
fréttastjóra um gott fordæmi.
Tafsandi, hikandi og óöruggur
fréítastjóri í beinni útsendingu
er ekki beiniínis líklegur til að
laða það hesta fram í undirmönn-
um smum.
Ýmislegt viröist mega betur
fara á báðum stöðvunum, sínu
meir þó á Stöð 2. Á Sjónvarpinu
virðast menn meðvitaðri um
þennan vanda og taka á honum.
Sömu sögu er ekki aö segja af
Stöð 2. Oftar en ekki hefst frétta-
tíminn á tafsi, jafnvel dagsetning-
ar komast ekki óbrenglaðar til
skila. í því sambandi mætti
fréttastjórinn, Elín Hirst, virki-
lega taka sig á.
Pétur Pétursson
Andlát
Hulda Margrét Kristjánsdóttir lést í
Borgarspítalanum 27. júlí.
Leifur Gunnar Jónsson pípulagn-
ingamaöur, Hringbraut 75, Reykja-
vík, lést á heimilinu sínu 23. júlí.
Jarðarfarir
Anna Halldóra Karlsdóttir, Kumb-
aravogsheimilinu, Stokkseyri, áður
til heimilis á Álíhólsvegi 141, Kópa-
vogi, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 26.
þessa mánaðar. Útförin mun fara
fram frá Aðventkirkjunni í Reykja-
vík 2. ágúst kl. 15.
Steinunn (Gógó) Hermannsdóttir,
Hrafnistu, Reykjavík, lést 27. júlí.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu
í dag, föstudaginn 29. júlí, kl. 15.
Áskell Gunnarsson vélstjóri, Ægis-
götu 5, Stykkishólmi, lést í Borgar-
spítalanum þann 18. júii. Útförin fer
fram frá Stykkishólmskirkju laugar-
daginn 30. júlí kl. 14.
Ágúst Bjarnason, fyrrv. skrifstofu-
stjóri, Jökulgrunni 29, verður jarð-
sunginn frá Dómkirkjunni í Reykja-
vík í dag, föstudaginn 29. júií, kl.
13.30.
Jón Grímsson smiður, Bergholti,
Vopnaíirði, sem andaðist sunnudag-
inn 24. júlí, verður jarðsunginn frá
Vopnafjarðarkirkju þriðjudaginn 2.
ágúst kl. 14.
Skarphéðinn Dalmann Eyþórsson,
fyrrv. framkvæmdastjóri Hópferða-
miðstöðvarinnar, Asparfelli 4,
Reykjavík, sem andaðist í Landa-
kotsspítala þann 24. júlí, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 2. ágúst kl. 13.30.
Margrét Bergsdóttir, Vallargötu 23,
Sandgeröi, verður jarðsungin frá
Hvalsneskirkju í Sandgeröi þriðju-
daginn 2. ágúst kl. 14.
Jón Hildiberg Jensen verður jarð-
sunginn frá Dómkirkjunni miðviku-
daginn 3. ágúst kl. 13.30.
Við verðum að fara út að borða í kvöld, Lalli...
eldhúsið er alelda.
Lalli og Lína
Slökkvilið-lögregla
Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og
0112, slökkvilið og sjúkrabifreiö sími
11100.
Seltjarnarnes: Lögreglan s. 611166,
slökkvihð og sjúkrabifreið s.11100.
Kópavogur: Lögreglan sími 41200,
slökkviliö og sjúkrabifreið sími 11100.
Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166,
slökkvihð og sjúkrabifreið sími 51100.
Keflavík: Lögreglan s. 15500, slökkvilið
s. 12222 og sjúkrabifreið s. 12221.
Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 11666,
slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955.
Akureyri: Lögreglan s. 23222, 23223 og
23224, slökkvilið og sjúkrabifreiö s.
22222.
ísafjörður: Slökkvihð s. 3300, brunas.
og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222.
Apótek
Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í
Reykjavík 29. júlí til 4. ágúst, að báðum dögum
meðtöldum, verður í Holtsapóteki, Langholts-
vegi 84, simi 35212. Auk þess verður varsla í
Laugavcgsapóteki, Laugavegi 16, sími 24045,
kl. 18 til 22 v.d. og kl. 9 til 22 á laugardag. Uppl.
um læknaþj. eru gefnar í síma 18888.
Mosfellsapótek: Opið virka daga frá
kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12.
Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga-
föstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl.
11-14. Sími 651321.
Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá
kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12.
Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek
opið mánud. til fimmtud. kl. 9-18.30,
Hafnarfjarðarapótek kl. 9-19. Bæöi hafa
opið fóstud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14
og til skiptis helgidaga kl. 10-14. Upplýs-
ingar í símsvara 51600 og 53966.
Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19
virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h.
Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka
daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka
daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar-
daga og sunnudaga.
Akureyrarapótek og Stjörnuapótek,
Akureyri: Á kvöldin er opiö í því apó-
teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á
helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á
öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak-
vakt. Upplýsingar í síma 22445.
Heilsugæsla
Slysavarðstofan: Sími 696600.
Sjúkrabifreið: Reykjavik, Kópavogur
og Seltjamames, sími 11100,
Hafnarfjörður, sími 51328,
Keflavík, sími 20500,
Vestmannaeyjar, sími 11955,
Akureyri, sími 22222.
Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé-
lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og
fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414
Læknar
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn-
arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar-
stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl.
17 til 08, á laugardögum og helgidögum
allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir,
símaráðleggingar og tímapantanir í
sími 21230. Upplýsingar um lækna og
lyfjaþjónustu í símsvara 18888.
Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla
virka daga fyrir fólk sem ekki hefur
heimilislækni eða nær ekki til hans (s.
696600) en slysa- og sjúkravakt (slysa-
deild) sinnir slösuðum og skyndiveik-
um allan sólarhringinn (s. 696600).
Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er
opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar-
daga kl. 10-11. Sími 612070.
Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes:
Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta
morgun og um helgar, sími 51100.
Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8
næsta morgun og um helgar. Vakthaf-
andi læknir er í síma 20500 (sími Heilsu-
gæslustöðvarinnar).
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í
síma 11966.
Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu-
gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og
helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far-
sími) vakthafandi læknis er 985-23221.
Upplýsingar hjá lögreglunni í síma
23222, slökkviliðinu í síma 22222 og
Akureyrarapóteki í síma 22445.
Heirnsóknartími
Landakotsspítali: Alla daga frá kl.
15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18,
aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör-
gæsludeild eftir samkomulagi.
Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl.
18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18.
Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og
18.30-19.30.
Fæðingardeild Landspitalans: Kl.
15-16 og 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Heimsóknartími
frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30.
Fæðingarheimili Reykjavíkur: kl.
15-16.30
Kleppsspítalinn: Kl. 15-16 og 18.30-
19.30.
Flókadeild: Kl. 15.30-16.30.
Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga
og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud.
Hvitabandið: Frjáls heimsóknartími.
Kópavogshælið: Eftir umtali og kl.
15-17 á helgum dögum.
Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug-
ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga
og aðra helgidaga kl. 15-16.30.
Landspitalinn: Alla virka daga kl. 15-16
og 19-19.30.
Barnaspitali Hringsins: Kl. 15-16.
Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 og
19-19.30.
Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl.
15-16 og 19-19.30.
Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 og
19-19 30
Hafnarbúðir: Kl. 14-17 og 19-20.
Vífilsstaðaspítali: Kl. 15-16 og 19.30-20.
Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða-
deild: Sunnudaga kl. 15.30-17.
Tilkyimingar
AA-samtökin. Eigir þú við áfengis-
vandamál að stríða, þá er sími samtak-
anna 16373, kl. 17-20 daglega.
Söfnin
Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag-
lega kl. 13-16.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op-
ið daglega nema mánudaga kl. 13.30-16.
Árbæjarsafn: Opið í júni, júh og ágúst.
Upplýsingar í sima 84412.
Borgarbókasafn Reykjavíkur
Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155.
Borgarbókasafniö í Gerðubergi 3-5, s.
79122.
Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270.
Sólheimasafh, Sólheimum 27, s. 36814.
Ofangreind söfn eru opin sem hér segir:
mánud.-fimmtud. kl. 9-21, fóstud. kl.
9-19, laugard. kl. 13-16.
Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið
mánud.-laugard. kl. 13-19.
Grandasafn, Grandavegi 47, s.27640.
Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud.-fóstud.
kl. 15-19.
Seljasafn, Hólmaseli 4-6, s. 683320.
Bókabílar, s. 36270. Viökomustaðir víðs
vegar um borgina.
Vísir fyrir 50 ánim
Föstudaginn 29. júlí:
Sogsstööin:
Nýja vélin reynist vel.
Byggingu spennistöðva hér í bænum miðar vel
áfram.
____________Spakmæli________________
Temdu þér sjálfum heiðarleika og þá
ertu öruggur um að það er þó einum
þorpara færra í veröldinni
Carlyle
Sögustundir fyrir böm:
Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgar-
bókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl.
14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl.
10-11. Sólheimar, miövikud. kl. 11-12.
Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8.
Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18.
Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7:
er opið daglega nema mánud. kl. 12-18.
Listasafn Einars Jónssonar. Opið alla
daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Högg-
myndagarðurinn er opinn alla daga.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á
Laugarnesi er opið mánud.-fimmtud.
kl. 20-22 og um helgar kl. 14-18. Kaffi-
stofan opin á sama tima.
Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg:
Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og
laugard. kl. 13.30-16.
Norræna húsið við Hringbraut: Sýn-
ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19.
Bókasafn Norræna hússins: mánud. -
laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17.
Sjóminjasafn Islands er opið daglega
kl. 13-17 júní-sept.
J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó-
og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S.
814677. Opið kl. 13-17 þriðjud. -laugard.
Þjóðminjasafn Islands. Opið daglega
15. maí - 14. sept. kl. 11-17. Lokað á
mánudögum.
Stofnun Árna Magnússonar: Hand-
ritasýning í Ámagaröi við Suðurgötu
opin virka daga kl. 14-16.
Lækningaminjasafnið í Nesstofu á Sel-
tjamamesi: Opið kl. 12-16 þriðjud.,
fimmtud., laugard. og sunnudaga.
Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58,
sími 96-24162, fax. 96-12562. Opnunar-
tími 1. júní-15. sept. alla daga frá 11 til
17.15. sept. til 1. júní sunnud. frá 14-16.
Bilanir
Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og
Seltjamames, sími 686230.
Akureyri, sími 11390.
Keflavík, sími 15200.
Hafnarfjörður, sími 652936.
Vestmannaeyjar, sími 11321.
Hitaveitubilanir:
Reykjavík og Kópavogur, sími 27311,
Seltjamames, sími 615766.
Vatnsveitubilanir:
Reykjavík sími 621180.
Seltjamarnes, sími 27311.
Kópavogur, sími 985 - 28078
Akureyri, sími 23206.
Keflavík, sími 11552, eför lokun 11555.
Vestmannaeyjar, símar 11322.
Hafnarfjörður, sími 53445.
Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi,
Seltjamarnesi, Akureyri, Keflavík og
Vestmannaeyjum tilkynnist í 05.
Bilanavakt borgarstofnana, simi
27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17
síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum
er svarað allan sólarhringinn.
Tekið er við tilkynningum um bilanir á
veitukerfum borgarinnar og í öðrum
tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa
að fá aðstoð borgarstofnana.
Stjömuspá
Spáin gildir fyrir laugardaginn 30. júli
Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.):
Þú nærð ekki góðu sambandi við fólk og því er hætt við misskiln-
ingi. Farðu því að öllu með gát. Eitthvað óvænt en um leið ánægju-
legt gerist.
Fiskarnir (19. febr.-20. mars.):
Vertu þolinmóður og örlátur. Þú hjálpar öðrum til að ná markmið-
um sínum. Það ríkir góður andi milli manna.
Hrúturinn (21. mars-19. april):
Þú ert bjartsýnn á gang mála en verður að gæta að því að hafa
ekki oftrú á sjálfum þér. Taktu ekki of mikið að þér og eyddu
ekki um efni fram.
Nautið (20. apríl-20. mai):
Ýkjur eru líklegar og hætt er við að tölum verði hagrætt. Vertu
þvi á varðbergi ef eitthvað passar ekki. Happatölur eru 3,14 og 35.
Tvíburarnir (21. maí-21. júni):
Það freistar þín að borga ákveðnum aðila í sömu mynt hafi hann
lítið gert þér til aðstoðar. Það skapar þó enn fleiri vandamál og
borgar sig því ekki.
Krabbinn (22. júní-22. júlí):
Aðrir eru sanngjamir og taka óskir þínar til skoðunar. Ákveðinn
aðili sýnir þér mikla vinsemd. Það eykur álit þitt á honum.
Ljónið (23. júlí-22. ágúst):
Næsta mánuðinn sinnir þú áhugamálum þínum. Það er mikil-
vægt að létta af sér áhyggjum og byrði þann tíma.
Meyjan (23. ágúst-22. sept.):
Það má hafa mikið gagn af hópsamstarfi. Þú lætur þó aðra um
að skipuleggja vinnuna. Þú tekur ekki ákvarðanir enstyðuraðra.
Vogin (23. sept.-23. okt.):
Gott er að breyta út af venjunni. Þú skalt skiptast á skoðunum
við þá sem reyndari era og hafa frá einhveiju að segja. Aukinn
hraði verður á gangi mála.
Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.):
Búast má við átökum og rifrildi. Þú segir meiningu þína en þarft
að biðjast afsökunar síðar. Það sem gerist að tjaldabaki reynist
mikilvægara en það sem sést. Happatölur eru 9,17 og 26.
Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.):
Þú leggur of hart að þér. Spenna er að myndast. Reyndu að gera
skarpan greinarmun á milli vinnu og frítíma. Eyddu ekki um of.
Steingeitin (22. des.-19. jan.):
Það þýðir ekki að hætta við mikilvæg verk af leti einni saman.
Frestun gerir aðeins iHt verra.
Ævintýraferðir Áskriftarsíminn er
í hverri viku 63#27»00
til heppinna -
áskrifenda ísland
DV! Sækjum það heim!