Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1994, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1994, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 29. JULI 1994 21 Sörli heit- innfrá Sauðár- króki kyn- sælastur Sörli heitinn frá Sauðárkróki; kynsælastur stóðhesta samkvæmt kynbótagildisspá Búnaðarfélags Islands. Knapi er Aðalsteinn Aðalsteinsson. DV-mynd E.J. Skömmu fyrir landsmót gaf Bún- aöarfélag íslands út sérprent meö kynbótamati undaneldishrossa 1994. Farið var eftir þessu kynbótamati er kynbótahrossum voru veitt verð- laun fyrir afkvæmi á landsmótinu. Þokki frá Garði er með 134 stig sem er hæsta kynbótaeinkunn stóðhests með fleiri en 50 dæmd afkvæmi. Skráð eru 113 afkvæmi hans, en 62 hafa verið dæmd. Hrafn frá Holtsmúla kemur næstur með 133 stig. Skráð eru 536 afkvæmi undan honum og dæmd 359. Þá kemur Kjarval með 132 stig, 172 skráð afkvæmi og 74 dæmd. í tuttugasta og þriöja sæti lúrir Sörli heitinn frá Sauðárkróki með 110 stig. Á hann eru flest skráð af- kvæmi 618 og dæmd 403. Teíst hann kynsælastur stóöhesta um þessar mundir. Hólahryssur í þremur efstu sætunum Hólahryssurnar: Þrenna, Þóra og Þrá, eru í efstu sætum hryssna með 120 stig eða meir. Þrenna er með 136 stig, Þóra 135 stig og Þrá 134. Þrenna og Þóra eru hvorug með skráð afkvæmi, en Þrá fimm. Afkvæmi Sólons frá Hóli höfuðfríðust Ef litið er á einstaka þætti dómanna kemur í ljós að afkvæmi Sólons frá Hóh eru höfuðfríðust með 147 stig. Afkvæmi Hervars frá Sauðárkróki og Trostans frá Kjartansstöðum með hæstu kynbótaspá fyrir háls, herðar og bóga. Afkvæmi Boða frá Árgerði eru með hæsta spá fyrir bak og lend 151 stig og einnig samræmi 149 stig. Afkvæmi Anga frá Laugarvatni eru með hæstu fótagerðarspána 167 stig, en afkvæmi Gusts frá Hóli II réttleikann 144 stig. Kjarval frá Sauðár- króki vakrastur Afkvæmi Kjarvals frá Sauðárkróki fá bestu spána fyrir hófa 153 stig og fyrir skeið 134 stig. Afkvæmi Þokka frá Garði eru tölt- vísust með 136 stig en afkvæmi Byls frá Kolkuósi brokkgengust með 149 stig. Afkvæmi Þyns frá Hólum eru lík- leg til að fá góðar einkunnir fyrir stökk því kynbótagildisspá hans er 138 stig. Fimm stóðhestar eru með hæsta spá fyrir vilja: Dofri frá Höfn, Kjarkur frá Garðsá, Askur frá Búðarhóh, Galdur frá Sauðárkróki og Otur frá Sauðárkróki. Ögri frá Keldudal, sem veriö geldur í mörg ár, hefur hæsta spá fyrir geðs- lag 136 stig. Orri frá Þúfu hefur hæsta spá fyrir fegurð í reið 139 stig. í mörgum tilvikum er sá hestur sem er í efsta sæti fyrir einhvern þátt dómanna mörgum stigum fyrir ofan þann sem næst kemur. Mesta bilið er sjö stig fyrir bak/lend og samræmi milh Boða frá Árgerði og þeirra sem næst koma. -E.J. Kentucky Fríed Chicken OPIÐ alla helgina á SELFOSSI Kentucky Frled Chlcken Faxafeni 2 • S: 680588 Hjallahrauni 15 • S: 50828 Shellskálarium Selfossi • S: 98-23466

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.