Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1994, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 1994 Fréttir Úttekt á tekjum forkólfa \dnnumarkaðarins: Þjóðarsáttartopparnir f undu sér matarholu - forseti ASIjók mánaðartekjur sínar um 78 þúsund á síðasta ári Tveir af helstu forsvarsmönnum þjóðarsáttarinnar, Þórarinn V. Þór- arinsson og Benedikt Davíðsson, bættu tekjur sínar verulega á síðasta ári, sé tekið mið af álögðu útsvari á þá. Tekjur Benedikts jukust um 31,7 prósent miðað við árið á undan og hafði hann að jafnaði 324 þúsund Tekjur atvinnu- og verkalýðrekenda — mánaðartekjur í þúsundum króna á árinu 1993 — 780 Kristján Ragnarsson, LIÚ s i ! I .. 702 Magnús Gunnarsson, VSÍ ; : l 601 Þórarinn V. Þórarinsson, VSÍ : i 589 Guómundur Hallvarösson, Sjómf. Rvíkur I I I I 454 Haukur Haildórsson, Stéttas. bænda 1 1 i I 445 Þorsteinn Geirsson, samningan. rík. í ' - 1 I 1 420 Magnús L. Sveinsson, VR I I 384 Heigi M. Laxdal, Vélstjóraf. íslanijs I I J 324 Benedikt Davíösson, ASI l^»' 1 281 Páll Halldórsson, BHMR I \ 256 Guömundur J. Guömunds >on, Dagsbrún I I 245 Guðmundur Þ. Jónsson, öju I 1; 216 Óskar Vigfússon, Sjómar nas. íslaitf- i 189 Björn Grétar SVi ilnsson, VMSÍ I 186 Sjöfn Ingólfsdót ir, Starfamf. Rvik í 175 Sigríöur Kristins dóttlr, Sl :R 157 Lúövík Gelrsson Blaöam:. íslands krónur í tekjur á mánuði. Tekjur Þórarins jukust um 2,2 prósent, eða úr 588 þúsundum á mánuði í 601 þúsund. Hæstu tekjurnar í fyrra meðal þeirra sem ákvarða kjör almennings hafði Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ. Að jafnaði hafði hann 780 þús- und krónur á mánuði. Miðað við árið 1992 lækkar hann hins vegar um 4,9 prósent í tekjum því þá hafði hann um 820 þúsund krónur á mánuði. Á hæla hans kemur Magnús Gunnars- son, formaður VSÍ, með 702 þúsund krónur á mánuði. Að forseta ASÍ undanskildum hafa tekjur helstu forkólfa vinnumarkað- arins lækkað á síðasta ári. Það á meðal annars viö um þá Björn Grétar Sveinsson, formann Verkamanna- sambandsins, Þorstein Geirsson, formann samninganefndar ríkisins, Sigríði Kristinsdóttur, formann Starfsmannafélags ríkisstofnana, Magnús L. Sveinsson, formann VR, og Óskar Vigfússon, formann Sjó- mannasambandsins. Á hinn bóginn hafa tekjur nokk- urra hækkað milli ára, þar á meðal Guðmundar J. Guðmundssonar, formanns Dagsbrúnar. Tekjur hans jukust um 12,3 prósent milli ára og voru 256 þúsund á mánuði í fyrra. Tekjuhæstur verkalýðsleiðtoga var Guðmundur Hallvarðsson, for- maður Sjómannafélags Reykjavíkur, með 589 þúsund krónur á mánuði. Næstmestu tekjurnar hafði Magnús L. Sveinsson, 420 þúsund á mánuði. Minnstu tekjurnar hafði hins vegar formaður Blaðamannafélags íslands, Lúðvík Geirsson. Að meðaltali hafði hann um 157 þúsund krónur í mán- aðartekjur í fyrra. Úttekt þessi nær einungis til tekna en ekki launa. Um er að ræða skatt- skyldar tekjur í fyrra eins og þær voru gefnar upp eða áætlaöar og út- svar reiknast af. Til samanburðar er stuðst við sambærilega úttekt á sein- asta ári. Framkvæmdimar á Hrafnseyri: Rannsókn fornleif a- fræðingsins lokið - menntamálaráðherra hyggst ræða við Hrafnseyrarnefnd „Ég hef kynnt mér niöurstöður skýrslu Kristins en ég get ekki sagt frá þeim í smáatriðum þar sem ég á eftir að kynna Hrafnseyrarnefnd niðurstöðu hans,“ segir Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra um niðurstöðu ferðar Kristins Magnússonar fornleifafræðings sem fenginn var af ráðherra til að kanna framkvæmdir á Hrafnseyri. Hrafnséyrarnefnd tilkynnti 17. júní, á afmælisdegi Jóns Sigurös- sonar, að hún hygðist endurbyggja fæðingarbæ Jóns í sumar á rústum gamla bæjarins sem eru friðaðar aldur síns vegna. Kristni var gert að kanna tvennt. Hvort fornleifum væri stefnt í voða við framkvæmd- irnar og hvort þær myndu hugsan- lega hefta rannsóknir í framtíðinni. Menntamálaráðherra segir nið- urstöðu Kristins þá að engu hafi verið spillt með þessum fram- kvæmdum, hafi fornleifum verið raskað hafi það gerst áður. Sam- kvæmt upplýsingum DV er hins vegar niðurstaða Kristins á þann veg að áframhaldandi fram- kvæmdir hindri rannsóknir sem hugsanlega færu fram í framtíð- inni. Réttara hefði verið af Hrafns- eyrarnefnd aö hafa samráð við Þjóðminjasafnið. Ráðherra tekur þó endanlega ákvörðun um hvort framkvæmdir verði stöðvaðar en það er talið byggjast á því hversu afdráttarlausa afstöðu Kristinn tekur í skýrslunni. í dag mælir Dagfari stjórn sem mynduð yrði kæmist aldrei almennfiega af stað. Er ekki hugsanlegt að leggja nið- ur kosingar sem eru stjórnmála- mönnum og þingmönnum greini- lega til trafala? Kosningar flækja máhn og eyðileggja heila vetur eins og til að mynda veturinn í vetur og væri ekki miklu betra að hafa engar kosningar og láta ríkis- stjórnir sitja eins og þeim sýnist og þangað til þær eru orðnar þreyttar? Það er ekki stjórnmálavandi sem kallar á kosningar í haust, segir Davið og kreppan er aö hverfa á braút Og ríkisstjórninni gengur al- veg prýðilega, takk fyrir, og ef ekki væru þessar bannsettu kosningar, sem eiga að fara fram þegar kjör- tímabih lýkur, þyrftu menn ekki að láta heUan vetur fara til spifiis. Dagfari tekur undir það með Dav- íö að kosningar séu til vandræða og best að ljúka þeim af sem fyrst svo menn geti farið að vinna þann- ig að kosningar trufli ekki störfin í vetur. KjörtímabiUnu er hvort sem er lokið þótt veturinn sé eftir, sem verður enginn vetur ef ekki veröur kosið áður en veturinn gengur í garð. Dagfari Davíð Oddsson hefur fengið umboð hjá þingflokki sjálfstæðismanna til að láta kjósa í haust. Davíö mun ræða við formann samstarfsflokks- ins í ríkisstjórn um að þetta verði gert í bróðemi og sömuleiðis mun hann væntanlega ræða við stjórn- arandstööuna hvort það sé ekki örugglega rétt að þeirra mati að láta kjósa sem fyrst. Davíð segir að það sé ekkert í póhtíkinni sem reki á eftir því að kosið verði í haust. Þvert á móti. Kreppunni er að Unna og bjartir tímar fram undan. Ástandið er gott í ríkisstjóminni, engin þau vanda- mál sjáanleg sem kaUi á kosningar. Umræðan um EvrópumáUn sé sumarbóla að hans mati sem muni hjaðna og raunar ekkert sem krefi- ist neinna umræðna um Evrópu- bandalagið eða hugsanlega inn- göngu í það. Davíð er búinn að sannfæra ráðamenn ESB um aö hann hafi rétt fyrir sér um aö ís- lendingum liggi ekkert á meö um- sóknaraöfid og Davíð er búinn að þagga niður í ViUa Egils og öðrum þeim þingmönnum flokksins sem hafa verið að blaðra um aðildamm- sókn. Hér er aUt í himnalagi og ríkis- stjómin getur þess vegna setið eins Kjortímabilið er úti lengi og menn vilja. Vandinn er bara sá, segir forsætisráðherra, að kjörtímabilinu sé nánast lokið. Ríkisstjórnin hafi fengið umboð tU að sitja út kjörtímabUið en síðast var kosið í apríl 1991. Þá séu Uðin fiögur ár. Það sé ekki hægt aö draga kosningar fram í maí eða júní á næsta ári því þá séum við komin fram yfir fiögur árin og þá sé apríl næsti kosturinn og þá frekar fyrri- hluti aprílmánaðar vegna þess hvemig standi á með páska. Þar á undan sé Norðurlandaráðsþing og þar á undan jólafrí Alþingis og þá sé komið að jólum og að öllu þessu athuguðu sé sennUega rétt að ljúka kosningunum af sem fyrst. Davíð segir að ekki muni nokkrum mán- uðum til eða frá. Það er ekki Davíð forsætisráð- herra að kenna þótt fyrst komi jól og svo komi jólafrí og svo komi Alþingi aftur saman og svo komi fundir í Norðurlandaráði og svo komi páskar, þannig að aldrei sé hægt að kjósa. Þetta sé stjórnar- skránni og kosningalögunum að kenna hversu kjörtímabilin verði stutt og þetta þurfi menn að hafa í huga þegar gengið sé til kosninga. Þá eru það veigamikil rök í mál- inu að veturinn í vetur verður nán- ast ómögulegur vegna þess að kosningar eru fyrirhugaðar að vori ef kjörtímabiliö er fiögur ár og það mun eyðUeggja veturinn og starfið fyrir ríkisstjórninni og þess vegna best að ljúka þessu af áður en vet- urinn gengur í garö svo veturinn gagnist eitthvaö. Þetta eru afar sterk rök og spurning hvort þetta gUdi ekki almennt þannig að stytta eigi kjörtímabUin um eitt ár því síðasta árið og síðasti veturinn gagnist ekki vegna væntanlegra kosniinga. Gallinn er auðvitað sá að þá gagn- ast síðasti veturinn og síðasta árið ekki heldur þótt kosið verði þriðja hvert ár og það gUdir líka ef kosið er annað hvert ár og niðurstaðan verður því sú að kjósa verður á hveiju ári sem kallar aftur á þann vanda aö kosningar gagnast ekki því mánuöimir sem fara í hönd fara í kosningabaráttu og ríkis-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.