Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1994, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1994, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 1994 35 dv Fjölmiðlar ráðstefnu Þaö var fátt í dagskrá sjón- varpsstöðvanna sem gaf til kynna að í gær væri frídagur verslunar- manna. Raunar má segja að ekk- ert hafi verið púkkað sérstaklega upp á þann dag með sérstakri dagskrá sem hlýtur að teljast vera ákveðinn gadi. Það hefur trúlega farið annað eins í óþarfa og það sem farið hefði ef rnenn heíöu lagt í gerð svo sem eins þáttar tU heiðurs stétt verslunar- manna á þessum hátíðisdegi þeirra. Dagskrá sjónvarpsstöðvanna var átakalítil, að mati undirritaðs átti þó Sjónvarpið vinnlnghm í gærkvöldi meö sýningu athyglis- verðrar heimildarmyndar um gerð Bíódaga Friðriks Friðriks- sonar, Morgunhanar Bylgjunnar Þor- geir og Eiríkur stóðu sig vel að vanda. Þeir mynda saman ágæt- an dúett sem á gott með að bregða upp nýjum flötum á málum. Það var t.d. mjög fróðlegt að heyra í morgunútvarpinu í morgun út- reikninga Eiríks á því hvenær getnaður um helgina skilaði sér í nýjum þjóðfélagsþegnum. Það hafa örugglega einhverjir hrokk- iö við eftir þessa mestu útilegu- helgi ársins þar sem ástin blómstrar sem aldrei fyrr. Fram- reikningur Eiríks geiir ráð fyrir að í apríl dragi til tíðinda ef á annaö borð eitthvað gerist. Það voru einhverjir sem ráku upp stór augu þegar kom í sjón- varpsfréttum svipmynd af karli á leið á kvennaráðstefnuna í Fimr- landi. Morgunhanamir klikkuðu ekki á vaktinni og voru búnir að grufla upp að tveir islenskir karl- ar ætluðu að halda öllu kvenna- stóðinu félagsskap á fmnskri grund. Reynir Traustason Andlát Nýbjörg Jakobsdóttir, Hrafnistu, Hafnarflrði, er látin. Ingvar Axelsson lést á gjörgæslu- deild Borgarspítalans 29. júlí sl. Guðjón Ólafsson, vélstjóri, Seljands- vegi 56, ísafirði, lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á ísaflrði 28. júh sl. Hólmsteinn Guðmundsson, Traðar- landi 18, Bolungarvík, lést á heimili sínu 28. júlí sl. Margrét Haraldsdóttir, Víðilundi 13, Garðabæ, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi 29. júlí 1994. Sæmundur Björnsson, Ránarbraut 9, Vík í Mýrdal, lést af slysförum 27. júlí sl. Jarðarfarir Þorsteinn Oddsson prentmynda- smiður, Teigagerði 3, sem andaðist á Landspítalanum 27. júlí sl., verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju flmmtudaginn 4. ágúst kl. 15.00. Jón Hildiberg Jensen verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni miðviku- daginn 3. ágúst kl. 13.30. Kjartan Magnússon, Flókagötu 37, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 3. ágúst kl. 13.30. Ólafur Halldórsson, Tangagötu 4,' ísafirði, verður jarðsunginn í dag frá ísafjarðarkapellu kl. 14.00. Brynjólfur Árnason, sem andaðist í Svíþjóð 20. júlí sl., verður jarðsung- inn frá Bústaðakirkju miðvikudag- inn 3. ágúst kl. 15.00. iWWWWWWW Þverholti 11 - 105 Reykjavík Sími 91-632700 Bréfasími 91 -632727 Græni síminn: 99-6272 Ég kippti ekki fótunum undan Línu.. .heldur kippti ég henni af kústinum. Lalli og Lína Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan s. 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið s.11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan s. 15500, slökkvilið s. 12222 og sjúkrabifreið s. 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan s. 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið s. 22222. ísafjörður: Slökkvilið s. 3300, brunas. og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavík 29. júlí til 4. ágúst, aö báöum dögum meðtöldum, verður í Holtsapóteki, Langholts- vegi 84, simi 35212. Auk þess verður varsla í Laugavegsapóteki, Laugavegi 16, sími 24045, kl. 18 til 22 v.d. og kl. 9 til 22 á laugardag. Uppl. um læknaþj. eru gefnar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- föstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek opið mánud. til fimmtud. kl. 9-18.30, Hafnarfj arðarapótek kl. 9-19. Bæði hafa opið föstud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14 og til skiptis helgidaga kl. 10-14. Upplýs- ingar í símsvara 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Á kvöldin er opið í því apó- teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnames, sími 11100, Hafnarfjörður, sími 51328, Keflavlk, sími 20500, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (s. 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysa- deild) sinnir slösuðum og skyndiveik- um allan sólarhringinn (s. 696600). Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og úm helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 20500 (sími Heilsu- gæslustöövarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í sima 22445. Heimsóknartímí Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Fijáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16. Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða- deild: Sunnudaga kl. 15.30-17. Tilkynningar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið daglega nema mánudaga kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið í júní, júlí og ágúst. Upplýsingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafniö 1 Gerðubergi 3-5, s. 79122. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Grandasafn, Grandavegi 47, s.27640. Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud.-föstud. kl. 15-19. Seljasafn, Hólmaseli 4-6, s. 683320. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaöir víðs vegar um borgina. Vísir fyrir 50 árum Miðvikudagínn 3. ágúst: Aðailið Bandaríkjamanna stefnir hratt til Rennes. Sókn Breta verður hraðari. Spakmæli Sá sem mænir til stjarnanna nær að vísu ekki takmarkinu. En hann á hins vegar víst að komast hærra en sá sem miðar allt við kjarrið. Ph. Sidney Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgar- bókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar. Opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Högg- myndagarðurinn er opirrn alla daga. Listasafn Siguijóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið mánud.-fimmtud. kl. 20-22 og um helgar kl. 14-18. Kaffi- stofan opin á sama tíma. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn tslands er opið daglega kl. 13-17 júní-sept. J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó- og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S. 814677. Opið kl. 13-17 þriðjud. -laugard. Þjóðminjasafn fslands. Opið daglega 15. maí - 14. sept. kl. 11-17. Lokaö á mánudögum. Stofnun Árna Magnússonar: Hand- ritasýning í Árnagarði við Suðurgötu opin virka daga kl. 14-16. Lækningaminjasafnið í Nesstofu á Sel- tjarnarnesi: Opið kl. 12-16 þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnudaga. Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58, sími 96-24162, fax. 96-12562. Opnunar- tími 1. júní-15. sept. alla daga frá 11 til 17.15. sept. til 1. júní sunnud. frá 14-16. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnarnes, sími 686230. Akureyri, sími 11390. Keflavík, sími 15200. Hafnarfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjamarnes, sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík sími 621180. Seltjamames, sími 27311. Kópavogur, sími 985 - 28078 Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11322. Hafnarflörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavik, Kópavogi, Seltjamarnesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Stjömuspá (5) Spáin gildir fyrir miðvikudaginn 3. ágúst Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Þér gengur betur að hafa áhrif á aðra en þú reiknaðir með. Þú skalt þó ekki ofmetnast. Happatölur eru 10, 21 og 32. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Þú verður að meta þær upplýsingar sem þú færð. Þótt aðrir reyni ekki að afvegaleiða þig er hætt við einhverjum ruglingi. Vertu nákvæmur sjálfur. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Dagurinn verður mjög ánægjulegur þótt fátt gerist í rauninni. Aherslan er lögð á persónuieg tengsl með ástúðlegu ívafi. Gagn- kvæmur skilningur ríkir. Nautið (20. apríl-20. mai): Þú hugleiðir ferðalag. Þú verður þó að miða óskir þínar við vilja annarra. Gakktu ekki of langt í skipulagningunni. Tvíburarnir (21. maí-21. júní): Þú verður að líta fram hjá dægurþrasi. Skynsamlegra er að ein- beita sér að mikilvægari málum framtíðarinnar. Þar ættir þú að ná góðum árangri. Krabbinn (22. júní-22. júlí): Reyndu að koma eins vel fyrir og mögulegt er. Aðrir sýna málum þínum áhuga. Þú ættir að ná góðu sambandi við aðra. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Dagurinn kann að reynast nokkuð erfiður. Misskilningur kann að leiða þig á rangar brautir. Mál róast þó þegar á kvöldið líður. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Vertu opinn fyrir hugmyndum annarra, jafnvel þótt þær séu frá- brugðnar þínum. Þú lærir mikið ef þú ert tilbúinn að hlusta. Þú færð tækifæri til að sýna hæfileika þína. Vogin (23. sept.-23. okt.): Það freistar þín að gera eitthvað, jafnvel þótt þaö sé gegn betri vitund. Fáðu aðstoð í því máli. Hikaðu ekki við að spyrja. Happa- tölur eru 1, 18 og 27. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Þín bíða arðvænleg tækifæri. Það þarf þó að semja um þau mál. Gættu þess að láta ekki of mikið uppi um áform þín. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Nú er heppilegur tími til að takast á við verkefni sem reyna á hugann fremur en raunverulegar framkvæmdir. Þú nýtir þér ráð annarra. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Þú kemst í samband sem ætti að skila góðum árangri. Nýttu þér það til fulls. Ævintýraferðir Áskriftarsíminn er í hverri viku 63*27»00 til heppinna áskrifenda Island DV! Sækjum það heim!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.