Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1994, Blaðsíða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 1994
Spumingin
Spurt á Djúpavogi
Hvernig finnst þér
hákarlalýsi?
Særún Jónsdóttir: Ágætt, það styrkir
mann.
Eydís Stefánsdóttir: Ég tek hákarla-
lýsi daglega. Það styrkir, bætir og
hressir.
Karl Emil Pálmason: Ég hef ekki
smakkaö sjálft lýsið en það er fínt
að vera á pillunni.
Páll Diego: Ætli maður fái sér ekki
skammt af þessu lýsi fyrst maður er
kominn hingað.
Stefanía Hilmarsdóttir: Ég hef enga
sérstaka trú á þessu hákarlalýsi.
Róbert Elvarsson: Lýsið er mjög gott.
Maður verður hressari í lífi og starfí.
Lesendur
Atvinnubótavinnan á skattinum
Noregur og ísland:
Konráð Friðfinnsson skrifar:
Það hefur líklega ekki farið fram-
hjá neinum að utanríkisráðherra tel-
ur heppiiegan kost að sækja um aðild
að ESB. Þessi skoðun ráðherrans
vakti að vonum athygli úti í þjóðfé-
laginu og jafnvel einnig erlendis. Ég
verð þó að segja að ég skil ekki alveg
upphlaupið sem varð út af þessu
máli því maður hlýtur að álykta að
hér sé einvörðungu um einkaskoðun
ráðherrans og hans flokks að ræða.
Þetta segi ég vegna þess að hvorki
ríkisstjórnin, Alþingi né utanríkis-
málanefnd hafa skrifað undir hina
skyndilegu hugarfarsbreytingu ráð-
herrans í máhnu. Þvert á móti hefur
forsætisráðherra fyrir hönd löglegra
valdhafa í landinu undirstrikað og
áréttað að aðild að ESB sé ekki á
dagskrá, hvað þá meira. Maðurinn
talar því í eigin umboði en ekki ís-
lensku ríkisstjómarinnar. Og það er
það sem gildir þarna og til þess ættu
menn fyrst að horfa er máhð ber á
góma.
í þessari umræðu hefur það líka
komið fram að Norðmenn hafi gert
„framúrskarandi sjávarútvegssamn-
ing“ við Evrópusambandið. En áður
en menn fara að horfa of mikið til
þess samnings er rétt að minna á aö
Islendingar eru ekki á sama hás og
Norðmenn hvað varðar mikilvægi
fiskveiða og gjaldeyrisöflunar þeim
tengdum. Fiskveiðar Norðmanna
skipta nefnilega engum sköpum fyrir
þá í heildina. Nöregur er orðinn há-
þróað iðnaðarríki sem fær stærstu
tekjumar af olíusölu og iðnaðarvör-
„Við lifum einfaldlega á fiskveiðum og öllu sem þeim tilheyrir," segir Kon-
ráð í bréfinu.
um er þeir framleiða.
Staðan hér er allt önnur. Við lifum
einfaldlega á fiskveiðum og öllu sem
þeim tilheyrir. Landhelgin er þar af
leiðandi meira mál fyrir okkur en
mörg önnur ríki sem ekki eru jafn
háð sjávarútvegi. Hver maður hlýtur
að sjá að við getum ekki opnað land-
helgina fyrir skipum Evrópusam-
bandsins frekar en orðiö er. Én þess
krefst aðild að sambandinu.
Auðvitað ber okkur að eiga gott
samstarf við aðrar þjóðir. Munum
samt að erfitt er að bera annars veg-
ar fiskveiðiþjóðir og hins vegar iðn-
ríki saman. Færeyjar og Grænland
eru þau lönd sem við getum helst
borið okkur saman við í hagsmuna-
legu tilliti. Svo einfalt er það.
Ekki sömu hags-
munir í húf i
E.B.K. skrifar:
Þessa dagana, þegar álagningar-
seðlar berast inn um dymar, er vert
aðrifja upp frétt frá því fyrr á árinu.
- í henni kom fram að fjölgun um
25 manns á skrifstofu skattrann-
sóknarstjóra hefði skilað ríkinu 40
milljónum króna í ógoldnum skatti.
Þetta þótti töluvert afrek.
Nú þarf ekki mikla reikningslist til
að sjá aö þessir 25 aðilar hafa gert
lítið meira en að afla fyrir launum
sínum. Það liggur við að eina rök-
semdin fyrir þessari fiölgun starfs-
manna sé baráttan gegn atvinnuleys-
inu, þótt á hinn bóginn séu vafalaust
dæmi um fyrirtæki sem aðgerðir
þeirra settu á höfuðið með atvinnu-
leysi og tilheyrandi böh.
Það er á almanna vitorði að jafn-
framt því sem skattrannsóknarmenn
lömuðu starfsemi fyrirtækja vikum
saman á meðan staðið var í arga-
þrasi um nótur og annað smálegt
fengust þessar 40 milljónir í mörgum
tilvikum með því að túlka á nýjan
hátt, skattrannsóknarstjóra í hag,
ýmis grásvæðistilvik.
Það er því umhugsunarefni hvort
það væri ekki þjóðhagslega hag-
kvæmara að útvega þessu fólki ann-
ars konar atvinnubótavinnu, til
dæmis við landgræðslu eða önnur
svipuð störf.
Heimilin og lenging grunnskólans
Helga Sveinsdóttir skrifar:
Ég vil byrja á því aö taka undir
lesendabréf í DV 21. júlí frá Berglindi
og Bryndísi sem mótmæla lengingu
grunnskólans.
Að mínu mati er núverandi skólaár
illa nýtt. - Bekkjardeildir eru of stór-
ar og mikill tími fer til spillis, m.a.
sá tími sem það tekur kennara að
reyna að koma á vinnufriði. Mörg
böm era rænd andlegri orku sinni
og ná ekki að einbeita sér loks þegar
tími gefst til aö læra.
Það hggur við að börn gætu aht
eins setið heima hjá sér þessa 9 mán-
uði. Tíundi mánuðurinn yrði þeim
til einskis gagns en líklega til þess
eins að auka á örvæntingu þeirra.
Öðru hvoru hefur fækkað í bekkj-
ardeildum og nemendur, kennarar
og foreldrar fyhast bjartsýni. En
hvað gerist? - Skyndhega er búið að
Hringið í síma
miJli kl. 14 og 16
-eða skriflð
Nafn og símanr. vcrður að fylgja bréfum
——-------
Bekkjardeildir eru of stórar og mikill tími fer til spillis," segir bréfritari.
steypa tveimur bekkjum saman í
einn, svona eins og tíl að tryggja að
bömin fái örugglega ekki næga
kennslu.
Ég ætla að vona, að alþingismenn
geri nú ekki þau skelfhegu mistök
að lengja grunnskólann um mánuð.
Börnunum veitir ekki af þriggja
mánaða fríi th að j afna sig eftir vetur-
inn og safna orku fyrir næstu orr-
ustu. Hafið það ekki á samviskunni,
þingmenn, að hafa tekið frá þeim
9-10 mánuði af æsku þeirra og frelsi.
Bætið kennsluna með öðrum aðferð-
um.
Samtökin Heimili og skóh gerðu
könnun um viðhorf foreldra og kom
í ljós að um 76% mæðra eru á móti
lengingu grunnskólaársins. Eru
þetta ekki nógu haldgóð rök?
Jakob Magnússon skrifar:
Eftirtektarvert er hversu ytri
umgjörð iþróttamóta hefur batn-
að hér. -Hestamenn leggja mikið
upp úr því að koma til keppni í
fallegum keppnisbúningum.
Þetta gefur mótunum meira gildi
en margan grunar. Meira að segja
sundfólk hefur lagt áherslu á veg-
lega félagsbúninga og á pollamót-
um er glæshegt aö sjá ungt fólk
í félagsgöhum í og eftir keppni.
Ég varð því fyrir miklum von-
brigðum aö sjá útganginn á kepp-
endum á iandsmótinu í golfi í ell-
efufréttum Sjónvarps sl. mánu-
dagskvöld. Þar voru menn í stutt-
buxum, snjáðum gallabuxum og
ömurlega til höfðum jogginggöh-
um. Ef keppendur sjálfir leggja
ekki metnað sinn í að koma vel
til fara eiga stjórnarmenn klúbba
þeirra eða starfsmenn landsmóta
að stöðva þá á teig.
ÁTVR alltaf hvttþvegiö!
Guðmundur Árnason skrifar:
Enghm segir að starfsmenn
ÁTVR eigi að „blæða fyrir“ að
vera starfsmenn hjá þessu fyrir-
tæki. Hins vegar er ÁTVR ein-
staklega lagið að hvítþvo sig af
öhum uppákomum. Meira að
segjaþegar það vhl svo einkenni-
lega th að eiginmaður mnkaupa-
stjóra ÁTVR verður efstur á hsta
umboðsmanna sem sækja um
söluleyfi nýrra áfengistegunda
samkvæmt reglum sem tóku ný-
lega gildi. En það hefði nú hka
verið hægt að láta ógert að sækja
um yfirleitt undir svona kring-
umstæðum.
ÞærfóruáForum
Einar skrifar:
Óskhjanlegt er mér það að ríkið
skuli greiða konum laun fyrir að
fara th Finnlands. Það vekur upp
þá spurningu hvaða erindi konur
eigi yfirleitt á þessa ráöstefnu og
hverju þessi för skili. Til dæmis
vekur þaö furðu að 30-40 konur
skuli fara frá Djúpavogi! Þetta
verkar á mig hkt og einhvers
konar vakning eða trúboð. Er
þetta ekki einfaldlega djammferð
þar sem konur era að hittast th
að skemmta sér? Ég tel það líkleg-
ast. - Ég ht þannig á aö þetta sé
skemmtiferð sem konur eigi að
fara í á eigin kostnað að fuhu.
Svar frá Kringiukránni
Sigþór Sigurjónsson framkvstj.
hringdi:
Vegna lesendabréfs ,í DV
fimmtud. 28. júlí sl. vh ég taka
fram eftirfarandi: Við á
Kringlukránni leggjum metnað
okkar í að fara að lögum hvað
varðar leyfilegan lögaldur sem
og aðrar takmarkanir sem starf-
semin sætir. F.H. segir í bréfi sínu
að þau hafi fariö beint á Naustkr-
ána. Þar hafi þeim veriö hleypt
inn. - Hleypi Naustkráin inn of
ungu fólki er það okkur að sjálf-
sögöu óviðkomandi. Þegar fólk
'talar um ókurteisi annarra
gleymist oft að útskýra hvemig
þaö sjálft bregst viö og framkomu
þess sjálfs. Hafi viðkomandi hins
vegar fundist þau mæta ókurteisi
viö dyr Kringlukrárinnar biðj-
umst við að sjálfsögðu afsökunar.
Það er einnig einlæg von okkai-
að F.H. finni sig velkomna á
Kringlukrána framvegis sem
Iiingað til.
Gott er í Djúpmannabúð
Sigurður skrifar:
Mig langar til að að hrósa góðri
þjónustu og viðurgjorningi i
greipasölunni Djúpmannabúð
viö Isafiörð. Verðlagið þar er ekki
uppsprengt eins og víða vih þvi
miður verða í sjoppum meðfram
vegum landsins. Þarna er hægt
að fá ahs konar viðurgjörning og
veitingar viö vægu veröi. Þar er
lika frábært andrúmsloft og
heimhislegt viðmót. Mér finnst
Djúpmannabúð í raun bera af
öðrura stöðum i þessari grein. Ég
þakka fyrír veittan beina.