Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1994, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 1994 Fréttir Rúta með 32 erlendum ferðamönnum valt á Vatnsskarði fyrir ofan Bólstaðarhlíðarbrekku: Algert öngþveiti á slysstað - ellefu erlendir ferðamenn fluttir á sjúkrahús á Blönduósi og Sauðárkróki „Lögreglan á Akureyri hafði sam- band viö okkur og ég var fyrstur á staðinn en þaö liöu ekki nema nokkr- ar mínútur þar til fyrsti sjúkrabíllinn kom og svo komu þeir á 2-3 mínútna fresti eftir þaö,“ sagði Hörður Rík- harðsson, lögregluþjónn á Blöndu- ósi, en hópferðabifreið á vegum Ferðaskrifstofu íslands með 32 er- lendum ferðamönnum, auk bDstjóra og fararstjóra, valt út af veginum á Vatnsskarði fyrir ofan Bólstaðarhlíð- arbrekku í Skagafirði um ellefuleytið á laugardagsmorgun. „Það var múgur og margmenni á slysstað, tvær fullar Norðurleiðar- rútur að koma að norðan, u.þ.b. 20 fólksbílar að bíða eftir að komast í gegn, rúmlega 30 manns í rútunni sem valt og loks lögregla, læknar og hjúkrunarfólk, eða hátt í 200 manns. Þarna var engin aðstaða til eins né neins, bæði var þarna brekka og veg- urinn eins mjór og hann verður svo það myndaðist þarna hálfgerð kaos og öngþveiti," sagði Hörður. Hann sagði að fararstjórar og bíl- stjórar hefðu verið búnir að fmna þá mest slösuðu og hlynna að þeim. Þeir hafi síðan vísaö læknunum þangað þegar þeir komu. AUs voru 5 sjúkrahúsinu á Sauðárkróki í gær en rúmlega tvítug stúlka fylgdi móð- ur sinni þangað þótt hún heíði sjálf sloppið við meiðsli. „Hinir farþegamir fóru beint niður í Húnaver þar sem framkvæmd var bráðabirgðagreining og síðan voru þeir fluttir þaðan í forgangsröð. Kristján Þorbergsson, yfirlögreglu- þjónn á Blönduósi, var vettvangs- stjóri þarna eftir að lögreglan kom á staðinn en læknarnir stjórnuðu með- ferð hinna slösuðu. AUs komu þarna um fimm sjúkrabUar, 3-4 lögreglu- bUar, sem gátu flutt fólk á börum, og slökkviUðsbílar en þyrla Land- helgisgæslunnar var einnig í við- bragðsstöðu," sagði Hörður. Aðspurður sagði Hörður að þetta hefði Utið ansi Ula út. „Þarna var mikill fjöldi og fólk var með hávaða og læti, hlaupandi um og baðandi út höndum. Þegar sjúkrabílarnir komu varð svolítið öngþveiti, fólk var fyrir og erfitt um vik að komast að þeim slösuðu,“ sagði Hörður. Þjóövegur- inn var lokaður í u.þ.b. klukkustund eftir slysið og síðan var honum aftur lokað í rúmar 2 klst. um kvöldið þeg- ar verið var að ná rútunni upp. manns fluttir á sjúkrahúsið á Blönduósi og sex á sjúkrahúsið á Sauöárkróki. Höfðu flestir þeirra hlotið beinbrot, sprungur og mar en enginn var lífshættulega slasaður. Einn erlendu ferðamannanna út- skrifaðist af sjúkrahúsinu á Blöndu- ósi í gær og hinir útskrifast í dag eða á morgun. Fjórir úrskrifuðust af A slysstað örfáum minútum eftir að óhappið átti sér stað. Einn feröamannanna sem slasaðist: Hélt að annað tilverustig væri tekið við ÞórhaDur Ásmundsson, DV, Sauöárkróki; „Þetta gerðist mjög snöggt og þeg- ar ég rankaöi við mér innan um glerbrotin og draslið var það fyrsta sem kom í hugann hvort ferðin væri á enda og annað tilverustig tekíð við," sagði Elsa Rosi, mið- aldra frönskukennari frá Flórens, sem var ein þeirra sem lenti í slys- inu við Bólstaðarhlíðarbrekkun?.. Elsa slapp með sprungur í tveimur rífbeinum en maðurinn hennar, ft- Elsa Rosl þyklst heppln að hala alski læknirinn Roberto Norfi, sloppið llfandi úr veltunni. Eigln- slasaðist mest allra í slysinu. í hon- maður hennar slasaðist mest allra um brotnuðu sjö ríibein, auk þess og verður rúmfastur næstu 1-2 sem hann hlauteymsii og skrámur vikurnar með sjö brotin rifbein. um skrokkinn, m.a. í andliti. DV-mynd Þórhallur Elsa var hress í gær og kvaö aö- búnað og hjúkrun á sjúkrahúsi ferðast á íslandi en við eigum ör- Sauðárkróks frábæra. Hinir slös- ugglega eftir að koma hingaö aftur uðu voru ákaflega þakklátir og því viðhöfumsvolítiöséðafland- Elsa sagði þá hafa veriö djúpt inu,“ sagði Elsa. Hún er ákveðin í snortna þegar sóknarpresturinn, því að nota tímann þangað til mað- séra Hjálraar Jónsson, heimsótti urinn hennar útskrifast, eftir fólkið í gær og spjallaði við það. a.m.k. 10 daga, til að fara út í „Jú, þetta hefur kannski pínulítið Drangey og horfa á miðnætursól- breytt viðhorfum okkar til þess að ina. Bílstjóri rútunnar sem valt: Hef aldrei lent í óhappiáður - telurvegkantinnhafagefiðsig „Þetta leit mjög illa út þegar rútan stöðvaðist, fólk bara lá þarna á víð og dreif um bílinn. Ég rauk út og byrjaði að hjálpa því og taugaáfalhð kom ekki fyrr en eftir á,“ sagði Borg- ar Þór Guðjónsson, bílstjóri hóp- ferðabílsins sem valt, en sjálfur slapp hann með skrámur og mar. Aðspurður hvemig fólk hefði brugðist við, þegar ljóst var hvert stefndi, sagðist Borgar ekki hafa heyrt mikið frá því. „Æth fólk verði ekki bara stjarft þegar eitthvað svona kemur fyrir. Sjálfur geri ég mér ekki grein fyrir því hvemig ég brást viö, maöur bara reynir að bjarga því sem hægt er. Ég reyndi að koma bílnum sem beinast niður. Þaö var stórgrýti bæði fyrir aftan og framan staðinn þar sem ég fór fram- af svo það hefði getað farið verr.“ Hann sagðist ekki hafa verið í rónni fyrr en hann hefði fengið frétt- ir af hðan fólksins hjá læknunum og var þakklátur fyrir að enginn hafði kastast út í veltunni og orðið undir bílnum. „Maður er náttúrlega ekki búinn að jafna sig ennþá. Þetta fór þó töluvert betur en á horfðist. Ég hef sem betur fer aldrei lent í óhappi áður þótt ég sé búinn aö keyra meira og minna frá árinu 1976 og oft farið þarna um áður. Þetta er það sem maöur er ahtaf hræddastur viö á þessum vegum okkar, að mæta svona stórum bílum akkúrat á þess- um stað, og reyndar á fleirum, og að vegkanturinn fari eins og gerðist þarna. Ég mætti rútunni í brekkunni og við vorum báðir á einhverri ferð. Þetta var tæpt hjá okkur báðum en svo gaf kanturinn sig hreinlega." Hann sagði að nýr vegur hefði fyr- ir löngu átt að vera búinn að leysa þann gamla af hólmi en nýi vegurinn verður tekinn í notkun eftir hálfan mánuð. Borgar kom ekki í bæinn fyrr en klukkan fimm um morgun- inn þar sem hann hjálpaði til við að ná 'rútunni upp en hún er ekki tahn ónýt. Aðspurður sagðist hann halda að hann færi að keyra aftur þegar hann væri búinn að jafna sig en nýr bílstjóri ekur nú um með þann hluta hópsins sem treysti sér til að halda ferðinni áfram. Verkstjóri hjá Vegagerð ríkisins: Mannleg mistök ollu slysinu - engin merki þess að vegkanturinn hefði gefið sig „Það er ekki um það að ræða að vegkantur hafi gefið sig heldur fer maöurinn bara svo utarlega aö hann fer út í fláa, út fyrir vegbrún. Ég veit ekki af hverju það hefur stafað, hvort hinn hefur keyrt svona ógæti- lega á móti honum eöa hvað en það voru engin merki þess að vegkantur- inn hefði gefið sig,“ sagði Þormóður Pétursson, verkstjóri Vegagerðar ríkisins á Blönduósi, sem kannaði aðstæður á slysstað. „Þar sem slysið gerist er komið upp úr brekkunum og vegurinn er flatur og sléttur, engin brekka. Hins vegar var hár, brattur kantur þama og á svona gömlum vegi, þar sem svona stór bíll er kominn út fyrir öxlina með hjól, hlýtur iha að fara. Vegur- inn var blautur, það hefur rignt þama annað slagið en þetta er harð- ur og sléttur vegur svo það er ekki hægt að kenna því um. Ég held að þarna hafi bara orðið mannleg mis- tök. Hann hefur ekki varað sig á því hvað hann var kominn utarlega sem sést á fóranum þegar hann er kom- inn 4 tommur ofan í kantinn áður en hann veltur,“ sagði Þormóður. Aðspurður hvort aðstæöur hefðu að einhverju leyti verið óvanalegar á þessum staö taldi Þormóður svo ekki vera. „Auk þess sem þetta er þjóðvegur eitt og þarna fara á annað þúsund bílar um á dag svo þetta eru ekki einu stóru bílamir sem hafa mæst á þessum stað,“ sagði Þormóö- ur. Nýr vegur, neðar í brekkunni, verður tekinn 1 notkun eftir hálfan mánuð og kemur hann til með að leysa þann gamla af hólmi. Stuttar fréttir Innistaðanrýrnar Tékka- og almennir sparisjóðs- reikningar bera neikvæða raun- 'ávöxtun. Fyrir eigendurna þýöir þetta að peningar rýma inni á reikningunum. Sjónvarpið - grcindi frá þessu. Stefntá þingmennsku Markús Öm Antonsson, fyrr- um borgarstjóri, Katrín Fjeldsted, fyrmm borgarfulltnii, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi íhuga að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæöisflokksins vegna komandi alþingiskosn- inga. Mbl. greindi frá þessu. Átakskilarárangri Bæjarstjórinn á Siglufirði telur að átakið „ísland, sæKjum það heim" hafi skiiað miklum ár- angri. Sjónvarpið hafði þetta eftir honum. Nýrfrystitogari Nýr frystitogari kom tii lands- ins um helgina. Skipið ber nafnið Pétur Jónsson RE og er sérútbúið fyrir rækjuveiðar. Skv. Mbl. er kaupverðið um 700 milljónir. Lægsta tilboðitekið Stjóm hafnarinnar í Keflavík, Njarðvíkum og Höfnum hefur ákveðið að taka tilboði Hedm hf. vegna kaupa á stálþili sem koma á fyrir í Helguvíkurhöfn. Skv. Mbl. hljóöar tilboðið upp á tæpar 43 milijónir. Nesskip en ekki Festing Mishermt var í frétt DV á fóstudag- inn að Festing, dótturfélag Sjóvá- Almennra, væri einn kaupenda fyr- irtækisins Smjörlíki/Sól. Hiö rétta er að Nesskip kaupir fyr- irtækið ásamt Páli Kr. Pálssyni, Jóni SchevingThorsteinssyni, Þróunarfé lagi íslands, Hans Petersen hf., og hjónunum Geir Geirssyni og Hjördísi Gissurardóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.