Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1994, Blaðsíða 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 1994 Fréttir Frystiskip með hluta úrgangs að landi eftir 1. september: Komum með hausana í land til að henda þeim Talaðu við okkur um BÍLARÉTTINGAR BÍLASPRAUTUN Varmi Auðbrekku 14, sími 64 21 41 segir Gísli Jón Hermannsson hjá Ogurvík „Það er ekkert annað hjá okkur að gera en að koma með hausana að landi og henda þeim þar. Varðandi þessa reglugerð hef ég aldrei getað áttað mig á því sem gerist í kýr- hausnum. Á sama hátt hef ég ekki hugmynd um hvað menn eru að hugsa í sjávarútvegsráðuneytinu. Þar vilja menn helst að það sé tap á öllu og þessar reglur taka mið af því,“ segir Gísli Jón Hermannsson, framkvæmdastjóri Ögurvíkur. Svo sem fram kom í DV stefnir í allt að 10 milljarða viðbótar fjárfest- ingu hjá frystitogaraflotanum þegar lög, sem kveða á um að frystitogarar skuli koma með allan afla að landi, taka gildi. Lögin taka gildi eftir tvö ár en eftir einn mánuð skulu frysti- togarar samkvæmt reglugerð koma með a.m.k. 60 prósent af því sem þeir innbyrða i land. Almennt hafa skipin borið að landi á bilinu 43 til 45 prósent af því sem þau veiða. Þetta felst í því að skipin ýmist flaka eða heilfrysta og þaö sem gengur af fer aftur í hafið. Þarna er um að ræða slóg, beinagarða og hausa. Þeir útgerðarmenn, sem DV ræddi við, eru sammála um að þetta gangi einfaldlega ekki upp þar sem til yrðu að koma miklar breytingar á skipun- um svo þau gætu borið þennan auka- aíla að landi. Sem dæmi má taka að frystitogari, sem fiskar 400 tonn upp úr sjó, kemur með að landi um 180 tonn af afurðum. Þar er um að ræöa 45 prósent nýtingu. Þegar 60 prósent reglan tekur gildi þarf skipið að koma með 240 tonn að landi eða 60 tonnum meira úr sama aíla. Þar sem þessar afurðir eru verðlausar fer plássið, sem þetta tekur í frystilest- um, til spilhs og styttir úthald skips- ins. Þetta kallar svo á stækkun skip- anna með tilheyrandi kostnaði. „Meðan þessari reglugerð er ekki breytt verða menn að ganga út frá því að hún taki gildi. Við höfum feng- iö bréf frá LÍU þar sem þessu er mótmælt. Það hefur ekki veriö tekin til þess afstaða. Við eigum eftir að fara ofan í það efnislega," segir Árni Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri í sjáv- arútvegsráðuneytinu. SVARTISVANURINN Laugavegi 118 Nætursala um Kelgar Hamborgaratilboö Ostborgari l.ítill franskar /21 kókdós kr. 350 Björn G. Ólafsson þjóðfélagsfræðingur með nýstárlegar hugmyndir: Tollar af lagðir og skattur á gjaldeyrissölu í staðinn Björn G. Ólafsson þjóðfélagsfræð- ingur setur fram mjög nýstárlegar hugmyndir í grein í Vísbendingu um nýjar leiðir í tekjuöflun fyrir ríkis- sjóð. Björn leggur til að tollar veröi að mestum hluta lagðir mður og í staðinn fái ríkið sitt með sölugjaldi á gjaldeyri. Björn segir nauðsynlegt aö ýtrustu hagkvæmni og spamaðar sé gætt í ríkisrekstri og einn þáttur í þvi sé endurskoðun á tekjustofnunum. Vera megi að of mikil skattheimta ásamt röngum áherslum í atvinnu- málum séu ein af ástæðum aukins atvinnuleysis og efnahagskreppu á landinu. Björn bendir á að tohar í dag séu að langmestu leyti tekjuöflunartohar en vemdarhlutverkið hafi farið snar- minnkandi undanfarin ár vegna frí- verslunarsamninga hvers konar. Að mati Björns eru almenn inn- flutningsgjöld orðin úrelt aðferð við að afla ríkinu tekna. Björn G. Olafsson þjóðfélagsfræö- ingur. „Með því að fella niður skattheimtu á almennum innflutningi væri hægt að spara mannafla við tollgæslu, jafnframt því sem draga mætti úr skrifSnnsku hjá fyrirtækjum vegna innflutnings," segir Bjöm í Vísbend- ingu en bætir við að ekki sé endhega skynsamlegt að feUa niður aUa tolla. Nefnir hann þar bOatolla og tolla á iðnað eins og landbúnaðarvörur. Til að bæta ríkissjóði tekjumissinn leggur Björn til að sérstakur sölu- skattur verði lagður á allan erlendan gjaldeyri sem seldur er. Tekjur af almennum innflutningsgjöldum námu 3,4 milljörðum króna árið 1992 og sama ár seldist erlendur gjaldeyr- ir fyrir 205 milljaröa króna. Að mati Björns þarf aðeins um 2% sölugjald til að vega upp missi almennra inn- flutningsgjalda. Jafnframt yrði upp- rættur aðstöðumunur á milU vöru- innflutnings og þjónustuinnflutn- ings, þ.m.t. ferðalög tU útlanda. Hér yrði aðeins um jöfnunarleið að ræða en ekki gengisfellingu þar sem gjald- ið hækkaði ekki verð á innflutningi samtals. Leiðrétting Vegna fréttar í DV um að ekki næðist að veiða upp í ýsu- og ufs- akvóta skal tekið fram að Haf- rannsóknastofnun lagði að sjálf- sögðu ekki til 99 þúsund tonna heUdarafla af ufsa. í fréttinni var verið að vísa tU þeirra kvóta sem stjórnvöld heimUuðu að meðtöldum geymslurétti. Fyrir mistök blm. var Hafró kenndur króginn og er beðist vel- virðingar á því. Nettari myndbandstæki Atvinnuvegaskýrsla 1991 komin út Þjóðhagsstofnun hefur gefið út ár- lega atvinnuvegaskýrslu og í þetta sinn fyrir árið 1991. Þegar skýrslunni er flett kemur margt forvitnilegt í ljós. Töflur um afkomuþróun frá 1981 til 1991 eru þar á meðal. Þar má sjá tölur um hagnað af reglulegri starfsemi atvinnuvega sem hlutfall af rekstrartekjum. Hlut- fallslega var mestur hagnaður af starfsemi vatnsveitna í landinu árið 1991, eða 38,3%. Næst kom lækna- stéttin, sparisjóöirnir, svínabúin, lögfræðingarnir, tannlæknar og fjár- málafyrirtæki. Hlutfallslega varð mesta rekstr- artapið í leirkera- og postulínsiönaði árið 1991, eöa 74,6%. SAflYO I MID-MOUNT OttlTAL AOTO IMtKIMi VHH 3*0 * nr"r . 1 M r HS 12 «'2GG ow«a Einstaklega nett tæki, aðeins 36 sm á breidd. Gott tæki. 34.9 I'VOITAVÍ I.AK UPPÞVOTTAVfiLAR ELDUNARTÆKl KÆLISKÁPAR SJÓNVÖRP MYNDBANDSTÆKl þvottavelar á góðu verði. Fagor þvottavélar hafa sannað ágæti sitt hérlendis sem og víðar í Evrópu. Fjöldi ánægðra viðskiptavina er okkar besta viðurkenning. MID-MOUKT 4HCAO HHR nic«m i'P fin í s n Fullkomið myndbandstæki; lítið og meðfærilegt aðeins 36 sm á breidd, frábær gæði, 4 hausa og Nicam stereo. SAfÍYO t-l l-t , I I ..j-. - m 11 FE-54 39.900 kr. stgr. FE-83 48.900 kr. stgr. Munalán, Visa og Euro-raðgreiðslur RONNING BORGARTÚNI 24 SÍMI 68 58 68 ÞVOTTAVÉLAR UPPÞVOTTAVÉLAR ELDUNARTÆKI KÆLISKÁPAR SJÓNVÖRP MYNDBANDSTÆKI Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 • SÍMI 69 15 OO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.