Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1994, Side 3
FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1994
3
________________________________Fréttir
Ástæðan fyrir ógildingu kosninganna 1 Stykkishólmi:
Veruleg mistök
ráðuneytisins
- segir bæjarstjórinn 1 Stykkishólmi
HM-höllin:
Skýrslan komin
„Nú hafa þeir Electrolnx-menn
fengið endanlega skýrslu borgar-
yfirvalda um það hvemig þetta
hús eigi að lita út og hvaða kröfur
borgin gerir til þess. Út frá skýrsl-
unni skoða þeir síðan hvað húsið
komi til með að kosta. Um leið
eru menn að kanna hvað rekstur-
inn á því muni kosta, kynding,
lýsing, þrif o.s.frv., og hverjir
teKjumöguleikar þess séu,“ segir
Hjörleifur Kvaran borgarlög-
maður.
í stað þess að forsvarsmenn
Electrolux kæmu sjálfir til lands-
ins til viðræðna við borgaryfir-
völd, eins og tii stóð, hafa þeir
falið Ólafi Alexanderssyni lög-
fræðíngi aö fara með sin mál.
Málin varðandi byggingu húss-
ins eru nú farin að skýrast veru-
lega. Menn hafa náð sáttum um
hvernig húsiö eigi að lita út og
hvaö í því eigi að vera og nú vinna
arkitektar Electrolux hörðum
höndum að því að fullteikna það
svo allt verði klárt til þess að
hefjst handa við að reisa það
verði byggingin samþykkt.
Hjörleifur segir að endanleg
niðurstaða verði aö liggja fyrir
um hélgina. Málið þurfi væntan-
lega að vera frágengið f>TÍr borg-
arráðsfund á þriðjudag.
„Auglýsingin, sem ráðuneytið átti
að birta þess efnis að nýtt sveitarfé-
lag væri orðið til, var tilbúin í ráðu-
neytinu þann 22. apríl en er hins
vegar ekki birt í Stjórnartíðindum
fyrr en 19. maí. Hvers vegna birting-
in var dregin svona er alfarið mál
ráðuneytisins. Ég tel ástæðuna vera
þá að sameiningarkosningarnar,
sem fram fóru 16. apríl í ár, voru
kærðar og ráðuneytið vildi hinkra
með að birta auglýsinguna þangað
til niðurstaða væri komin í það mál.
Þar fellur ráðuneytið á tíma varð-
andi sveitarstjórnarkosningar í hinu
nýja sveitarfélagi. Ég tel þetta vera
veruleg mistök hjá ráðuneytinu. Ég
tel hins vegar að við höfum staðið
að þessu máli eins vel og hægt var,“
segir Ólafur Hilmar Sverrisson, bæj-
arstjóri í Stykkishólmi.
Félagsmálaráðuneytið hefur úr-
skurðað sveitarstjórnarkosningarn-
ar í Stykkishólmsbæ í vor ógildar og
kjósa verður að nýju í bænum.
Astæðan fyrir því að ráðuneytið úr-
skurðar sveitarstjórnarkosningarn-
ar ógildar, en aðilar í Helgafellssveit
kærðu, er að framboðsfrestur hafi
verið of skammur. í úrskurði ráðu-
neytisins stendur að það hafi gert sér
grein fyrir því að réttarstaðan var
ekki að öllu leyti skýr hvað þetta
atriði varðaði.
Kærumál hafa verið í gangi vegna
sameiningar Stykkishólms og Helga-
fellssveitar frá því 16. apríl og nú
hefur sameiningin verið kærð til
Héraðsdóms Vesturlands. Nýjar
kosningar í Stykkishólmsbæ gætu
því frestast um óákveðinn tíma, sér-
staklega ef málið fer einnig fyrir
Hæstarétt, því menn vilja fá niður-
stöðu í þaö mál áður en boðað verður
til nýrra kosninga.
Kosið var um sameiningu sveitar-
félaganna tveggja í nóvember í fyrra
en hún var þá felld í Helgafellssveit.
Síðar bárust undirskriftalistar úr
Helgafellssveit þar sem 80% kjör-
bærra manna óskuðu eftir því að
málið yrði tekið upp aftur. Að sögn
Ólafs dróst það hjá hreppsnefnd
Helgafellssveitar að fjalla um þessa
undirskriftalista þannig að tíminn
hefði verið orðinn mjög knappur þeg-
ar sveitarstjórnirnar funduðu sam-
an. Þar hefði verið ákveðið að fara í
sameiningarvinnu í fullu samráði
við ráðuneytið þrátt fyrir að menn
vissu að tíminn væri mjög knappur.
„Þetta er óþægileg staða sem við
erum í núna og lögum samkvæmt á
sitjandi sveitarstjórn eingöngu að
halda í horfinu. Hún má aðeins fram-
kvæma það sem búið er að ákveða.
Menn byrja því ekki á hefðbundinni
vinnu sem venjulega fer fram í upp-
hafi kjörtímabils enda hafa menn
ekki umboð til þess,“ segir Ólafur.
COCA-COLA
DÓSIR í KASSA SEM
SMELLPASSA...
í ÍSSKÁPINN.