Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1994, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1994, Side 4
■I KÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1994 Fréttir Fjármálaráðherra boðar breytingar hjá ATVR: Vörugjöld á áfengi í stað álagningar - einkaréttur ÁTVR til innflutnings og dreiíingar verður afnuminn Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra hefur fengið ríkisstjórnina til að samþykkja afnánt einkaréttar ÁTVR á innflutningi áfengis. Þess í stað verður framleiðendunt heint- ilaö að dreifa vöru sinni til verslana ÁTVR og veitingastaða. Breytingarnar fela enn fremur i sér að vörugjöld verði lögö á áfengi í staö þess að ríkiö fái tekjur af álagningu ÁTVR. Samkvæmt til- lögu fjármálaráðherra verðu vöru- gjaldið innheimt í tolli af innflutn- ingi og við framleiöslu innanlands. Frumvörp þessa efnis verða lögð frant á Alþingi í vetur. Friðrik seg- ir koma til álita að gera frekari breytingar á fyrirkomulagi áfeng- isverslunar hér á landi en fara þurft hægt í sakirnar. Þá segir hann einkarétt ÁTVR til smásölu standast EES-samninginn og bend- ir á að Eftirlitsstofnun EFTA haft ekki gert athugasemdir við núver- andi fyrirkomulag. Áðumefndar breytingar voru gerðar í kjölfar ábendinga Eftirlits- stofnunarinnar. Tilefnið var kæra frá Verslunarráði íslands frá því í lok síðasta árs. Akraborgin vélvana Akraborgin varð vélvana ó venjubundinni leið sinni á milli Akraness og Reykjavíkur rétt fyrir hádegi í gær. Aö sögn Júl- íusar Guðnasonar kom upp bilun i oliukerfi en talið er aö loft hafi komist að gasoliu. Július sagði Akraborgina hafa verið vélvana í um klukkustund milli Engeyjar og Akureyjar. 11 milljónir á gangstígagerð Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum; Miklar framkvæmdir em hafn- ar við gangstíga í Grindavíkurbæ þar sem ráðgert er að leggja var- anlegt slitlag og lýsa þá upp. Að sögn Jóns Gunnars Stefánssonar bæjarstjóra er ráðgert að verkinu Ijúki í haust og kostnaðurinn verði nálægt 11 milljónum. Úttekt á tekjum lögfræðinga: Svimandi munur á tekjum manna - Baldur Guölaugsson á toppnum en Gunnlaugur Þórðarson á botninum Svimandi munur er á tekjum ís- lenskra lögfræðinga. Að meðaltali eru tekjur þeirra um 484 þúsund krónur á mánuði. Samkvæmt úttekt DV á tekjum 25 lögfræðinga í fyrra reyndist Baldur Guðlaugsson tekju- hæstur með 1.362 þúsund krónur á mánuði. Á hæla hans kemur Guðjón Ármann Jónsson með 1.227 þúsund krónur á mánuði. Tekjulægsti lögfræðingurinn í út- tekt DV reyndist Gunnlaugur Þórð- arson með 1C4 þúsund krónur á mán- uði. Það eru ívið lægri tekjur en land- verkamenn fá að jafnaði. Örlítið tekjuhærri eru þeir Jón Magnússon og Sveinn Snorrason sem hafa tekjur á við verkamenn. í sambærilegri úttekt, sem DV gerði í fyrra vegna tekna 22 lögfræð- inga áriö 1992, reyndust meðaltekj- urnar 515 þúsund krónur á mánuði. Miðað við úttektina núna hafa tekjur lögfræðinga því lækkað að meðaltali um 31 þúsund krónur á mánuði. Þá reyndist Guðjón Ármann hafa hæstu tekjurnar, eða 1.778 þúsund krónur á mánuði, og Gunnlaugur Þórðarson lægstu tekjumar, eða 114 þúsund krónur. Samkvæmt úttektinni virðast lög- fræðingar í þjónustu ríkisins halda vel í laun þeirra lögfræðinga sem starfa sjálfstætt. Á það meðal annars viö Hrafn Bragason, forseta Hæsta- réttar, Gunnlaug Claessen ríkislög- mann og Friðgeir Björnsson, dóm- stjóra í Reykjavík. Miðað við að sjálf- stætt starfandi lögmenn bera ýmsan kostnað af rekstri lögmannsstofa sinna virðast ríkisstarfsmennirnir síst hafa lakari kjör en kollegar en ekki launa. um er aö ræða skatt- ar og útsvar reiknast af. Til saman- þeirra á almenna markaðinum. skyldar tekjur í fyrra eins og þær burðar er stuðst við sambærilega Úttekt þessi nær einungis til tekna voru gefnar upp til skatts eða áætlað- könnun í fyrra. Tekjur lögfræðinga mánaðartekjur í þúsundum króna á árinu 1993 200 400 600 800 1.000 1.200 1.400 kr 1.362 1.227 883 878 625 593 579 575 531 498 493 488 484 415 408 391 272 235 222 214 210 190 112 107 104 Baldur Guðlaugsson Guðjón Armann Jónsson s . 1 ' Ragnar Aðalsteinsson i i Sigurmar K. Albertsson „ l i Asgeir Thoroddsen I t Eiríkur Tómasson Svala Thorlacius t i Gísli Gíslason i . i Vilhjálmur Arnason i t Hreinn Loftsson ..... i i Helgi V. Jónsson l í Magnús Thoroddsen Hrafn Bragason ^ Friðgeir Björnsson Gunnlaugur Claessen Örn Clausen t Hróbjartur Jónatansson Atli Gíslason Jón Oddsson i Haraldur Blöndal i Ásgeir Þór Árnason Ástráður Haraldsson Jón Magnússon Sveinn $norrasor Gunnlaugur Þórð irson Hanna Dóra Sturludóttir heldur Ijóðatónleika í Hafnarborg á sunnudags- kvöld. DV-mynd GVA Ljóðatónleikar í Hafnarborg: Fannst kominn tími á mig - segir Hanna Dóra Sturludóttir „Ég hef aldrei sungiö ein á tónleik- um áður en hef tekið þátt í fjölda óperuuppfærslna og sungið mikið með öðrum. Fólk hefur verið að pressa á mig og spyrja hvenær ég komi heim og hvenær það fái aö heyra í mér og mér fannst vera kom- inn tími á mig,“ sagði Hanna Dóra Sturludóttir, ung söngkona sem er í söngnámi í Berlín í Þýskalandi. Hanna Dóra er hér heima í fimm vikur í sumar og ætlar að halda tón- leika í Hafnarborg í Hafnarfirði á sunnudagskvöld klukkan 20.30. Und- irleikari hennar á píanó er Hólmfríð- ur Sigurðardóttir. Hanna Dóra Sturludóttir fór til Berlínar eftir að hafa lokið 8. stigi frá Söngskólanum í Reykjavík árið 1992 með hæstu einkunn og hefur nú ver- ið þar í tvö ár. Hún segir námiö hafa gengið framar öllum vonum, hún hafi náð góðu sambandi við kennar- ann og reiknar með að klára þau tvö ár sem hún á eftir í útskrift. „Ég hef verið heppin því mér hafa verið boðin ýmis spennandi verkefni þarna úti, t.d. söng ég hlutverk Pam- inu í Töfraflautunni í sumar og í framhaldi af því var mér boðið að syngja óperuprógramm í Kammer- salnum í Fílharmoníunni í Berlín. Það verður mjög spennandi því um er að ræða eitt glæsilegasta og besta tónleikahús í Berlín." Hanna Dóra segist ætla aö reyna fyrir sér erlendis að námi loknu, hér heima verði söngvarar að vera í öllu til þess að geta lifaö eingöngu á söngnum. Kennsla komi vel til greina þegar fram liði stundir. Á dagskrá tónleikanna á sunnu- dagskvöldið er að finna lög eftir Franz Schubert, Richard Strauss, Alban Berg og íslensku höfundana Jón Ásgeirsson og Sigvalda Kalda- lóns. Greinilega margt spennandi að gerast - segir Ögmundur Jónassson, formaður BSRB, eftir fund með Jóhönnu Sigurðardóttur „Það er rétt að Jóhanna Sigurð- ardóttir hefur rætt viö mig, eins og raunar fólk úr öðrum flokkum einnig. Og umræðuefnið er hvort flötur sé á því að fólk sem vill fylkja sér saman um hugsjónir jafnaðar- mennskunnar geti staöið saman að framboði í komandi alþingiskosn- ingum. Það er hins vegar ekki rétt aö ég hafi verið í einhverri bak- varðasveit Jóhönnu, eins og haldið hefur verið fram. Bæði Jóhanna og aðrir sem við mig hafa rætt leit- uöu til mín en ég ekki til þeirra," sagði Ögmundur Jónasson, for- maður BSRB, í samtah við DV. Ögmundur sagði að mikil geijun væri nú í pólitíkinni á vinstri væng stjórnmálanna. En hvort eitthvaö kæmi út úr vdðræöum fólks um sameiningu jafnaðarmanna væri annað mál. Ögmundur sagði að vissulega væri nauðsyn á uppstokkun í ís- lenska flokkakerfinu. Það væri nú greinilega margt spennandi að ger- ast í íslensku stjórnmálalífi, m.a. í kjölfar þeirrar ferðar sem Jóhanna Sigurðardóttir hefur tekið sér fyrir hendur.. „Ég tel nauðsynlegt að mynda öfluga hreyfingu jafnaðarmanna á íslanöi. Vonandi eigum vdð Jó- hanna eftir að verða samheijar í þeirri framtíðarhreyfingu ásamt þúsundum annarra landsmanna,“ sagði Ögmundur Jónasson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.