Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1994, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1994, Side 13
FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1994 13 Unnið er að þvi að merkja og skrá bækur úr Lands- og Háskólabókasafni í kjallara Þjóðarbókhlöðunnar. Hér má sjá Laufeyju Einarsdóttur leggja sitf af mörkum svo takist að taka húsið i notkun 1. desember eins og allt bendir til að verði raunin. DV-mynd JAK Áskrifendur DV fá 10% aukaafslátt af smáauglýsingum wwwv Þverholti 11 -105 Reykjavík Sími 632700 - Bréfasími 632727 Græni síminn: 99-6272 (fyrir landsbyggðina) OPIÐ: Virka daga kl. 9-22 Laugardaga kl. 9-16 Sunnudaga kl. 18-22 Athugið! Smáauglýsingar í helgarblað DV verða að berast fyrir kl. 17 á föstudögum. AUGLYSINGAR Þjóðarbókhlaðan við Suðurgötu: Fréttir Skemmdarverk ásundlaug Skemmdarverk voru unnin á sundlauginni á Þórshöfn í fyrri- nótt. Svokallað felliefni, sem þarf að liggja yfir nótt í lauginni, hafði verið sett í hana í fyrrakvöld til að hreinsa hana. Einhverjir óprúttnir náungar rifu hins vegar gat á plastyfirbreiðsiu í fyrrinótt og köstuðu stiga í laugina þannig að hún var lokuð í gær. SVARJISVANURINN Laugavegi 118 Nætursala um helgar Ágústtilboð Pylsa + Vz I kókdós kr. 150 Unnið af kappi við f lutninga - allt útiit fyrir að flutt verði inn 1. desember „Málin standa svo núna að það er vel á veg komið að flytja bækur í kjallara hússins. Mest eru þetta rit úr geymslum Háskólabókasafnsins og Landsbókasafnsins sem verið hafa til húsa víðs vegar,“ segir Þórir Ragnarsson, starfandi háskólabóka- vörður, um flutning nefndra bóka- safna í húsnæði Þjóðarbókhlöðunnar sem stendur við Suðurgötu. Áætlun gerir ráð fyrir að húsið verði tekið í .notkun í desemeber. Segir Þórir að í kjallaranum sé gert ráð fyrir að 575 þúsund bindi af bók- um komist fyrir og er áætiað að lok- ið verði við að koma bókum fyrir þar og skrá þær á næstu vikum. „Samkvæmt þeim áætlunum, sem unnið er eftir, er stefnt að því að opna safnið 1. desember, ennþá stendur sú áætlun," segir Þórir. Útboð á innréttingum og bókahill- um hafa farið fram en enn á eftir að koma fyrir öllum búnaði, tölvukerfi og fleiru. Framtíð Safnahússins Samkvæmt upplýsingum DV hefur engin ákvörðun verið tekin um fram- tíð Safnahússins við Hverfisgötu en Landsbókasafnið hefur haft 60% þess húsnæðis til umráða og Þjóðskjala- safnið 40%. Þó hefur verið rætt um að Árnastofnun fái húsnæðið undir sína starfsemi. Finnbogi Á. Guðmundsson lands- bókavörður sagði þó í samtali við DV að þar á bæ sæktust menn eftir að hafa áframhaldandi aðstöðu í hús- inu, að minnsta kosti þar til því yrði ráðstafað. Hefðu menn þá í huga að hafa þar varaeintök bóka og skjala og fleira. Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörð- ur sagði ljóst að á meðan ekki væri enn búið að ljúka framkvæmdum við framtíðarhúsnæði safnsins við Laugaveg væri ljóst að Þjóðskjala- safnið færi ekki úr þeim hluta húss- ins sem það hefði yfir að ráða. Árið 1971 hefði safninu verið lofað húsinu að öUu leyti en ekki hefði verið rætt um aö fá stjómvöld til aö standa við það. Engin ákvörðun hefur heldur verið tekin um það húsnæði sem Háskóla- bókasafn er í í aðalbyggingu Háskól- ans. Málið er í höndum arkitekts Háskólans og er mál manna að stjórnsýslusvið skólans renni hýru auga til þeirra fermetra sem losna við flutning Háskólabókasafns í Þjóðarbókhlöðu. / Allar nánari upplýsingar færðu hjá skrif stofu Ferðaþjónustu bænda. 44 Ferðaþjónusta bænda Sími 91-62 36 40, 91-62 36 43. Fax 91-623644 )> Ferðaþjónusta bænda býður góða sumar- bústaði um allt land. Eigum lausa bústaði í ágúst. Skýrsla menntastefnunefhdar: Raða þarf málum í f organgsröð - segir Elna Katrín Jónsdóttir, formaöur HÍK „Fyrir það fyrsta þá fagna ég því að skólamál fái mikla og ítarlega umfjöllun. Að ööru leytí. eru viðbrögð mín við þessari skýrslu þau að mér finnst að það hefði mátt raða málum enn frekar eftir forgangsröð og mér finnst hún vera seint á ferðinni. Hún er búin að vera lengi í smíðum og mörg þeirra atriða sem íjallað er um eru í raun sjálfsögð stefnumál sem hafa verið tii umræðu svo árum skiptir og ættu fyrir löngu að vera komin til framkvæmda," sagði Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Hins ís- lenska kennarfélgs, aðspurð um við- brög hennar viö skýrslu mennta- stefnunefndar sem sagt var frá í DV í gær. Elna segir sjálfsagt að taka undir mál á borð við endurskoðaða nám- skrá og endurskoðað námsefni, ein- setinn skóla og eflingu kennara- menntunar sem hún segir vera stór forgangsmál. „Hins vegar get ég nefnt mál sem mér finnst ekki vera forgangsmál, mál eins og lengingu skólans í einu. stökki upp í tíu mánuði eða það að fækka námsárum í framhaldsskól- anum úr fjórum árum í þrjú. Síöast en ekki síst get ég nefnt hina miklu íjölgun samræmdra prófa sem fyrir- huguð er. Með því er ég ekki að segja að ég sé tilbúin að taka afstöðu með eða á móti slíkum prófum, heldur vegna þess að þau eru kostnaðarsöm og umdeild og meðan menn hafa ekki komið 'sér saman um hvernig markmið og starf í skólum á að líta út þá finnst mér ekki liggja svo mik- ið á aö bæta við þessum fjölda sam- ræmdra prófa," sagöi Elna Katrín og bætti við að mikið vanti upp á að þau lög sem í gildi eru um grunn- og framhaldsskóla séu framkvæmd. Elna segir að margt af því sem ver- ið sé að brydda upp á í skýrslu menntastefnunefndar séu atriði sem fyrir löngu hefðu átt að vera komin til framkvæmda samkvæmt gildandi lögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.