Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1994, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1994, Síða 15
FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1994 15 Tvær mikilvægar ákvarðanir Á síöastliönu vori tóku stjórnvöld tvær mikilvægar ákvarðanir sem bókstaflega hafa skipt sköpum fyr- ir atvinnulífið á Vestíjöröum og raunar víðar nú í sumar. Athyglis- vert er aö hörð gagnrýni var höfö í frammi vegna þessara ákvarðana. Reynslan hefur sýnt að gagnrýn- endumir höfðu á röngu að standa. Eins og menn vita ákvað þáver- andi þingmeirihluti Framsóknar, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks að hafa eins konar sólarlagsákvæði á krókaleyfinu við lagasetninguna áriö 1990. Að óbreyttu hefði króka- leyfið því fallið niöur nú í haust. Einnig voru uppi hugmyndir um tafarlausa breytingu á þessu fyrir- komulagi nú strax í sumar. Dæmi um mikilvægi krókaveiðibáta Þessu var sem betur fer afstýrt. Við afgreiðslu laga um fiskveiðistjómun var krókaleyfið tryggt til frambúðar með ásættanlegum hætti. Enginn vafi er á þvi að krókabát- arnir hafa bókstaflega haldið uppi vinnu á fjölmörgum stöðum á Vest- fjörðum, á Snæfellsnesi og víðar. Fiskvinnsla á Patreksfirði, Tálkna- firði, Flateyri og Suðureyri hefur lifað á afla krókabátanna, svo dæmi séu tekin. Afli sem ekki hefði komið til vinnslu í landi Án þessa afla hefði verið dauft yfir í þessum byggðarlögum og raunar víðar. Ef þessi afli heföi ein- faldlega komið til skipta hjá öllum íslenskum fleytum í gegn um afla- mark, eins og háværar kröfur voru um, hefði einvörðungu örlítill hluti hans komið á land í þessum ver- stöðvum. Meðal annars vegna þess að æ fleiri togarar og stærri skip vinna nú afla sinn úti á sjó. Það er hins vegar sammerkt með öllum þessum útgerðarstöðum, sem að framan voru nefndir, að þeir eiga engra annarra kosta völ KjaHarinn Einar K. Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum en að stunda botnfiskveiðar og vinnslu með heföbundnum hætti. Auknar rækjuveiðiheimildir Þegar sjávarútvegsráöherra ákvað í tengslum við afgreiðslu fiskveiðistjórnarlaga að auka rækjuveiðiheimildir um sjö þús- und tonn reyndu margir að gera lítið úr þeirri ákvörðun. Sannleik- urinn er þó sá að þessar viðbótar- aflaheimildir hafa bókstaflega bjargað málum í fjölmörgum ver- stöðum allt í kring um landið. Rækjuveiðar og vinnsla hafa komið í stað skertrar bolfiskveiði. Sem dæmi má nefna að mér telst svo til aö ekki færri en sjö stærri skip og togarar á norðanverðum Vestfjörðum hafi haldið til rækju- veiða nú í sumar. Ef sá kostur heföi ekki verið fyrir hendi er augljóst að þessara skipa hefði ekkert beöiö annað en verkefnaleysið. Þessi skip hafa líka verið veiga- mikill þáttur í hráefnisöfluninni í rækjuverksmiðjum við ísafjarðar- djúp og því ómetanleg í þeirri at- vinnusköpun sem á sér stað í rækjuverksmiðjunum. Þessi dæmi sýna svo ekki verður um villst að trygging krókaleyfis og aukning rækjuveiðiheimilda hefur átt ómet- anlegan þátt í að tryggja atvinnu- sköpun víða um land. Einar K. Guðfinnsson „Krókabátarnir hafa bókstaflega haldið uppi vinnu á fjölmörgum stöðum á Vestfjörðum," segir Einar m.a. í grein sinni. „Sannleikurinn er þó sá að þessar við- bótaraflaheimildir hafa bókstaflega bjargað málum 1 fjölmörgum verstöðv- um allt í kring um landið. Rækjuveiðar og vinnsla hafa komið í stað skertrar bolfiskveiði.“ Reikningslist - skynsemi Nú hafa nærri 200 þús. manns fengið álagningar- og innheimtu- seðla. Þjóðin hefur legið yfir þeim og brotið heilann. Sumir komist að réttri niðurstöðu - aðrir ekki. Ef dæma má af uppteknum símum og biðröðum í skattstofum hafa sumir skiliö þá illa. Mótlæti taka flestir vel, borga auðsveipir og þögulir. Upplýsingar á seðlunum eru sjálfsagt mismunandi. Ég þarf að fýlgjast með álagningu nokkurra borgara og dæmi eftir álagningar- seðlum þeirra. Allir hafa þeir of- greitt skatt sinn og fá endurgreitt. Upphæðin kemur fram sem mín- ustala á gjalddaga 1. ágúst. Hvemig er reiknað? Hvað geta menn gert? Lítum á niðurstöður álagningar og greiðslustöðu. Skýrt er frá út- svari, tekjuskatti, eignaskatti, framkvæmdasjóði aldraðra. Stað- greiðsla kemur á móti ásamt vöxt- um af ofgreiðslu. Niðurstaða ætti að vera Ijós en stemmir ekki við upphæðina sem á að endurgreiða. Við lágum yfir þessu og lásum skýringar og töldum niðurstöðuna ranga þar til talnaglöggt og við- skiptamenntað fólk upplýsti málið - líka eftir heilabrot. Gjöld utan staðgreiðslu til áramóta eru lögö viö niðurstöðurnar, borgaðar út 1. ágúst og svo dregnar aftur frá laun- um út árið. Flókin aðferð - sem styðst sjálfsagt við reiknivísindi - en torskilin og ekki skýrt á seðlin- Kjállariim Eggert Ásgeirsson skrifstofustjóri um hvemig farið er að. Hvað geta menn gert? Hringt eða farið í skattstofu, talað við skatta- ráðgjafa? Sætt sig við? Runnið í skap - nýkomnir úr sumarfríi? Álagningarseðill er tilvalinn fyrir skilaboð. Vel formaður, skýr seðill, ætti að létta starf skattyfirvalda, draga úr óánægju, spara tíma og óþörf heilabrot. Umfram allt þarf að sýna borgurunum kurteisi og þakklætisvott fyrir skattframtal og staðgreiðslu með skýrri framsetn- ingu. Fyrirtæki þurfa aö vanda inn- heimtustörf sín annars fara þau á hausinn. Þetta þarf hið opinbera líka að gera þó það starfi í skjóh valds. Ýmsir telja að almenningur hafi ekki áhuga á öðm en niður- stööutölum, þ.e. hvað eigi að greiða. Þetta er rangt, við viljum og eigum heimtingu á, að fá í hendur skiljan- legar upplýsingar sem ekki þarf að liggja yfir til að fá botn í. Lágmarkskröfur Víða um lönd er verið að koma á samkeppni. Opinberum þjónustu- fyrirtækjum, sem oft hafa einka- réttaraðstöðu, hefur verið gert að athuga sinn gang. Rennur upp fyrir þeim að þau þurfa að taka sér stöðu við hhö borgaranna, setja sig í þeirra spor og gera grein fyrir málum sínum svo viðskiptavinir skilji. M.a. er boðið upp á, gegn greiðslu, að fá töflur með saman- burði við fyrri ár og upplýsingum um vik frá meðaltah, gjama með nútímalegri framsetningu. I ljós kemur að slík þjónusta er bæði vel þegin og ódýr, dregur úr álagi á fyrirtækin en vekur ánægju og áhuga. Er jafnvel hægt að hafa hana sjálfvirka með takkasímum. Með ýmsum aðferðum og upplýs- ingum er hægt að hjálpa fóhti við að taka mál í sínar hendur. Láta þvi í té upplýsingar sem stuðla að hagsýni og ábyrgðartilfinningu. Skattyfirvöld ættu að geta gert áþekka hluti. A.m.k. geta þau sett sér vinnu- og siðareglur í viðskipt- um sínum við almenning. Kannski léttist starfið með velvild á báða bóga. Stofnanir mættu útnefha sér- stakan fuhtrúa heilbrigðrar skyn- semi. Fyrsta verk hans yrði að tryggja að bréf til almennings svari lágmarkskröfum. Eggert Ásgeirsson „Með ýmsum aðferðum og upplýsing- um er hægt að hjálpa fólki við að taka mál í sínar hendur. Láta því í té upplýs- ingar sem stuðla að hagsýni og ábyrgð- artilfinningu. Skattyfirvöld ættu að geta gert áþekka hluti.“ Fjöfgun samræmdra prófa ígrunnskólanum Aflar mikilvægra upplýsinga Eins og gert er ráð fyrir í tillögun mennta- stefnunefiid- arveröatekin upp sam- ræmd próf í 4. bekk, 7. bekk og síöan fastirpunktar í 10. bekk. Til skamms tíma voru samræmd próf í öllum barnaskólanum i lestri, málfræði og stærðfræði þannig að hér er í sjálfu sér ekk- ert nýtt á ferðinni. Þegar þau voru lögð niður hafa margir kennarar haldið í þessi gömlu próf og notað þau ár eftir ár. Ég á ekki von á öðru en að vand- að verði til samningu þessara umræddu samræmdu pófa og þá gefur þaö kennurunum, nemend- unum og heimilinu tækifæri aö átta sig á stöðunni. Hvernighefur miðað út frá þeim markmiðum sem skólanum eru sett og skóhnn setur sér. Þar af leiðandi er auð- veldara að grípa inn í og rökstyðja t.d. stuöning við nem- endur þar sem miður hefur geng- ið o.stirv. Þar fyrir utan getur hver skóh séð hvernig hann hef- ur staðið sig í samræmi við aðra skóla ogþannig skoðað sin mál. Ég held að fólk sé óþarflega hrætt við að ekki verði vandað nægilega til prófagerðarinnar, að prófin verði ekki i samræmi við kennsluna. Dýrog óþörf próf Samræmd próf fyrir nemendur í 4. og 7. bekk gi'unnskóla leysa ekki vanda ís- lenska grunn- skólans. Grunnskól- B,rnaStgur„t„uU.l- ann skortir ^'^rskóla- fjármuni til 8,|ón- að framfylgja ákvæðum laga um kennslu við hæfi hvers og eins nemanda. Skólar fá færri tíma til sérkennslu sem brýn þörf er fyrir og víða um land er skortur á sér- menntuðum kennurum til aö kenna þeim sem eiga við náms- örðugleika að stríða. Úr þessu þarf að bæta en samræmd próf breyta engu hér um, þvert á móti tel ég þau óþörf og til þess fallin að skapa skil í námi sem á að vera samfellt frá upphafi skóla- göngu og til loka grunnskólans. í skýrslu menntastefnunefndar segir að með prófunum veröi at- hugað hvort nemandinn hefur náð þeira markmiðura sem til- greind eru í aðalnáraskrá fyrir tiltekið aldursstig. Þetta geta skólar gert og gera nú þegar meö skólaprófum og væri nær aö leggja frekari áherslu á stöðluö könnunarprófí grunngreinum en umrædd samræmd próf. Einnig þarf að sjá kennurura fyrir próf- um til að greina námsvanda þeirra sera sækist náraið ekki sera skyldi. Vandi þeirra sem stríða við námsörðugleika verður ekki leystur með samræmdum prófum heldur sérkennslu og ein- staklingsaðstoð. Samræmd próferu dýr f fram- kvæmd. Þeim fjármunura væri betur varið til að efla sérkennslu í skólum og fækka nemendum í bekkjardeildum svo umsjónar- kennari geti betur sinnt hverjum og emum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.