Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1994, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1994, Qupperneq 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 3.000 krónur. Ritstjórn - Augtýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 632700 Jóhanna Sigurðardóttir: Vandræða- laust að manna lista alls staðar „Ágreiningur okkar Jóns Baldvins snýst ekki um sæti á listanum í Reykjavík. Hann snýst um málefni og þaö breytist ekkert þótt ég skipi 1. sæti listans í Reykjavík. Ég hef sagt það áður að ég tel að það sé ekki pláss fyrir okkur bæöi í Alþýðu- flokknum. Sú skoðun mín hefur ekk- ert breyst," sagði Jóhanna Sigurðar- dóttir um þá tilraun Suðumesja- manna aö fá Jón Baldvin á hsta þar en Jóhanna taki 1. sætið í Reykjavík. Jóhanna sagðist enn vinna ótrauð að sameiginlegu framboði jafnaðar- manna. Hún sagði að Kvennalistinn yrði að vera með. Framboð með AI- þýðubandalaginu einu kæmi ekki til greina. Ef þessi sameiningartilraun tekst ekki sagðist Jóhanna fara fram með sérframboð. Hún var þá spurö hvort hún ætlaði að bjóða fram bara í Reykjavík eða í öllum kjördæmum? „Eg ætla ekkert að fullyrða þar um en ég hygg að ég ætti ekki í vandræö- um með að manna lista í öllum kjör- dæmum,“ sagði Jóhanna Sigurðar- dóttir. Jón Baldvin á Reykjanesi: Kannastviðþetta - segir formaöur kjördæmisráðs „Ég kannast við sögur af einhveij- um þreiíingum milli Suðurnesja- manna og Jóns Baldvins um að hann taki sæti á listanum á Reykjanesi. Á fundi kjördæmisráðsins með þing- mönnum og sveitarstjómarmönnum fyrir 10 dögum töluðu menn um að hafa heyrt þessar sögur. Það eru allt- af til menn sem vilja lægja öldur og sætta menn. Þetta er hins vegar ekk- ert á vegum kjördæmisráðsins. Við stefnum á að fram fari prófkjör á Reykjanesi, hvort sem það verða haust- eða vorkosningar," sagöi Eyj- ólfur Sæmundsson, formaður kjör- dæmisráðs Alþýðuflokksins á Reykjanesi, í morgun. Ekki hefur tekist að ná tali af Jóni Baldvin Hannibalssyni vegna þessa máls en hann sagði í sjónvarpsvið- tali að það væri slúður að hann hefði rætt við þá Suðurnesjamenn um þessi mál. ítali lést í bílveltu ítölsk kona lést á leið í sjúkrahús eftir bílveltu í Gilsfirði í gærdag. Konan var á ferð ásamt eiginmanni sínum þegar slysið varð. Þyrla Land- helgisgæslunnar var kölluð á vett- vang og voru árangurslausar lífgun- artilraunir gerðar á konunni. 27 aflamarksskip voru svipt veiðileyfi á miðnætti í nótt. Alls eru þá 50 skip án veiðileyfa vegna svipt- ingar sjávarútvegsráðuneytis, langílestir vegna umframveiða á þorski en nokkrir vegna rækju. Um sfðustu helgi fengu 58 afla- marksbátar viðvörun frá sjávarút- vegsráðuneytinu um að þeir yrðu sviptir veiðileyfi frá og með degin- um í dag vegna þess aö þeir væru húnir að fiska umfram kvóta. Indr- iði Kristinsson hjá Fiskistofu sagði í samtali við DV í morgun að um helmingur skipanna væri búhm að bjarga sínum málum. Hann sagði ; þetta í fleslum tilvikum vera stærri báta frá öllum landshlutum, eng- inn togari hefði verið s viptur leyfi. Samkvæmt upplýsingum frá sjávarútvegsráðuneytinu voru ura 20 skip án veiöileyfis vegna svipt- ingar áður en til þessara aðgeröa kom. Til viðbótar verða nú 27 skip bundin í höfn af sömu ástæðum þannig að tæplega 50 skip eru nú að sitja af sér vegna íramúraksturs í kvóta út flskveiðiárið sem lýkur 31, ágúst. Starfsmenn BM Vallár hafa undanfarna daga verið að henda gangstéttarhellum í tonnatali út úr verksmiðju þeirri sem Steypustöðin ÓS hf. rak lengi í Garðabæ. BM Vallá keypti hellusteypu Óss um siðustu áramót af iðnlána- sjóði. Ýmsir undrast það að gangstéttarhellunum skuli vera hent enda eru þær ónotaðar og virðast vera heilar. Viglundur Þorsteinsson hjá BM Vallá segir hins vegar hellurnar ónýtar og þess vegna sé þeim hent. Brotþol og frostþol þeirra hafi ekki verið í lagi. Víglundur segir að fyrirtækið gefi hvorki né selji ónýta vöru. DV-mynd JAK Prestskosning áSelfossi „Afstaða sóknarbarnanna er af- dráttarlaus. Nú verður hafinn undir- búningur að kosningum og þær fara fram eins fljótt og unnt er,“ segir séra Tómas óuðmundsson, prófastur í Árnesprófastsdæmi. Tómas fékk seint í gærkvöldi í hendumar undirskriftalista með nöfnum 855 sóknarbarna á Selfossi þar sem farið er fram á prestskosn- ingar í prestakalhnu. Til að. krafan yrði tekin til greina þurfti minnst 720 undirskriftir. Um prestakallið sóttu 6 prestar en ekki náðist samkomulag í sóknar- nefnd um ráðningu neins þeirra. Mestan stuðning fengu þeir séra Haraldur Kristjánsson, prestur í Vík í Mýrdal, og séra Gunnar Siguijóns- son, prestur á Skeggjastöðum. HM-höUin: Ákvörðun í dag? „Menn eru enn að tala saman en borgarstjóri fer utan um hádegisbii í dag og ég reikna með að ákvörðun þurfi að liggja fyrir áður en hann fer,“ sagði Jens Ingólfsson, umboðs- maður Electrolux, í morgun, að- spurður um stöðu mála varðandi HM-höll. Samkvæmt heimildum blaðsins þarf mikið að koma upp á svo að ekki verði ráðist í byggingu hússins og það nýjasta í stöðunni er að menn eru aö ræðu um einhvers konar kaupleigu á byggingunni. - sjá einnig bls. 2 Vaxtahækkunog meiri verðbólga? Nokkur vaxtahækkun varð í út- boði ríkisvíxla í vikunni. í ritinu Gjaldeyrismálum, sem Ráðgjöf og efnahagsspár hf. gefur út, kemur fram að enn megi búast við vaxta- hækkun þriggja og sex mánaða ríkis- víxla þar sem slíkir vextir séu lægri en vegið meðaltai Libor-vaxta sam- kvæmt gengisvog. í Gjaldeyrismálum segir að þetta endurspegh væntingar um frekari vaxtahækkanir, áframhaldandi gengissig krónunnar og verðbólgu- væntingar. „Samanburður á sex og tólf mán- aða vöxtum leiðir í ljós að væntingar kunna að vera um að vextir á sex mánaða ríkisvíxlum stefni í 7,4% eft- ir sex mánuði. Þá væri um að ræða um 2 prósenta hækkun frá núver- andi vaxtastigi. Sambærileg athugun bendir til væntinga um að 3 mánaða vextir hækki í 6,2% eftir þijá mán- uði,“ segir í Gjaldeyrismálum. LOKI Er þetta nú ekki fyrir neðan allar hellur? Veðriö á morgun: Hiti 9 til 14 stig Hæg vestlæg og suðvestlæg átt eða hægviðri á landinu. Dálítil þoku- móða við suðurströndina og Vestur- land en bjart annars staðar. Hiti 9 til 14 stig, hlýjast austanlands. Veðrið í dag er á bls. 36 Reimar og reimskífur Voulsen SuAurlandsbraut 10. S. 680499.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.