Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1994, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994
15
Aðild að ESB eða frí-
verslunarsamningar?
„Ég vil gera glögg skil á milli þess að berjast gegn erlendri (banda-
rískri) hersetu í landinu eða að hafa eðlileg efnahagsleg samskipti við
Bandarikin,“ segir Gunnlaugur m.a.
í nýlegum sjónvarpsþætti sem
fjallaði um NAFTA (fríverslunar-
samning milli Kanada, Bandaríkj-
anna og Mexíkó), lýsti ég þeirri
skoðun minni að það væri álitlegri
kostur fyrir ísland að leita eftir
tvíhliðasamningi við ESB og aðild
að fríverslunarsamningnum
NAFTA heldur en að sækja um
aðild að Evrópusambandinu.
Kristján Ari, blaðamaður á DV,
sendir mér skeyti nokkurt í DV
þann 11. ágúst sl. þar sem hann
segir að það hafi vakið sérstaka
athygli hans hve ýmsir af helstu
andstæðingum ESB og þekktir her-
stöðvarandstæðingar séu áhuga-
samir um nánari efnahagsleg
tengsl við Bandaríkin.
Herseta annað en
viðskiptasamningur
Ég vil gera glögg skil á milli þess
að berjast gegn erlendri (banda-
rískri) hersetu í landinu eða að
hafa eðlileg efnahagsleg samskipti
við Bandaríkin. Enda þótt maður
eigi ágæt viðskiptaleg tengsl við
einhvern aðila er ekki þar með sagt
að maður leyfi honum að labba upp
í rúm hjá sér á skítugum skónum.
- Því skil ég ekki alveg athugasemd
blaðamannsins af þessu tilefni.
Hver er munurinn á aðild að
ESB og aðild að NAFTA?
Munurinn á því aö gerast aðili
KiáUarinn
Gunnlaugur Júlíusson
hagfræðingur, for/n. Samstöðu
um óháð Island
að Evrópusambandinu og því að fá
aðild að NAFTA er gríðarlegur.
Með því aðild að Evrópusamband-
inu þá væri ísland að afsala sér
sjálfsákvörðunarrétti í öllum
helstu mikilvægu málaflokkum
sem þjóðina varðar og skerða sjálf-
stæði þjóðarinnar verulega. Evr-
ópusambandiö myndi stjórna sjáv-
arútvegsstefnu Islendinga, land-
búnaðarstefnu, efnahagsstefnu,
gengisstefnu, að líkindum hafa
veruleg áhrif á utanríkisstefnu
landsins, móta stefnu í félagslegum
efnum og réttindamálum launþega,
drega úr möguleikum kvenna í
jafnréttismálum, taka helstu
ákvarðanir í umhverfismálum og
svo mætti lengi áfram telja.
Ákvarðanataka í flestum þeim
málaflokkum sem einhverju máli
skipta yrðu flutt úr landi. íslend-
ingar fengju óhindraðan aðgang að
mörkuðum ESB og aðildarríki ESB
fengju að mestu leyti óhindraðan
aðgang að okkar markaði. Mögu-
leikar íslendinga á að hafa áhrif á
mótuns tefnu ESB yrðu aftur á
móti hverfandi. Ef aðildarlöndum
ESB fjölgar að marki og mörg lítil
ríki verða tekin inn þá mun krafa
stóru ríkjanna um að fá aukin völd
fara vaxandi.
Með NAFTA-samningnum er
samið um fríverslun milli viðkom-
andi ríkja á þeim sviðum sem báðir
telja sér hagstætt. Það sem annar
hvor aðilinn telur ekki fært að
semja um er lagt til hliðar. Þar er
ekki um afsölun valds til erlendra
aðila að ræða á nokkurn hátt. ís-
land myndi halda sjálfstæði sínu
óskertu og styrkja stöðu sína frek-
ar ef eitthvað er.
Ávinningur íslands
afaðild að NAFTA
Starfshópur á vegum ríkisstjórn-
arinnar skilaði nýverið skýrslu um
meginrök fyrir því að ísland leiti
eftir aðild að NAFTA. Helstu niður-
stöður skýrslunnar eru eftirfar-
andi:
Bættur markaðsaðgangur fyrir
íslenskar vörur og þjónustu, jöfnuð
samkeppnisstaða milli íslands og
Kanada, ísland yrði vænlegur kost-
ur fyrir erlendar fjárfestingar og
gæti hæglega notið þess aö vera
eina EES-landið utan Evrópusam-
bandsins. Fleira er nefnt í þessu
sambandi sem styður þessa niður-
stöður. Slík samningsgerð væri á
hinn bóginn ógjömingur ef ísland
myndi loka sig innan ESB-
múranna.
Gunnlaugur Júlíusson
„Með NAFTA-samningnum er samið
um fríverslun milli viðkomandi ríkja á
þeim sviðum sem báðir telja sér hag-
stætt. Það sem annar aðilinn telur ekki
fært að semja um er lagt til hliðar.“
Fiskverndarsjónarmið Norðmanna!
Fyrirsláttur einn?
- ýmsar spumingar um heilindi íslenskra stjómmálamanna
Ýmsar spurningar vakna í því
umróti sem verið hefur í norður-
höfum þar sem íslensk skip á
frjálsu úthafi, „mare liberum",
(hugtak frá Grotiusi fóður þjóðar-
réttarins), hafa orðið fyrir árásum
sjóræningja sem sigla undir fölsku
flaggi fiskverndarmanna.
Hvað hangir á spýtunni hjá Norð-
mönnum sem eyddu hvalastofnum
bæði í norður- og suðurhöfum?
Éf litið er t.d. til ársins 1982 (grein
Erics Dyring í Dagens Nyheter í
apríl 1982) kemur í ljós að þá þegar
er vitað um „stora naturresurser"
(Eric Dyring), þ.e. mikil náttúru-
auðæfi, á norðursvæðunum.
Þegar þetta er skoðað sjáum við
að það er miklu líklegra að Norð-
menn séu að undirbúa grundvöll-
inn undir olíuvinnslu á Svalbarða
og Smugusvæðinu en að fyrir þeim,
eyðingarmönnunum, vaki einhver
dýralífsvemdun.
Óskiljanleg afstaða
Furðuleg og óskiljanleg meö öllu
er afstaða íslenskra stjórnvalda
gagnvart sjómönnum okkar sem
Uggja undir skotárásum Norð-
manna, ekki púðurskotum úr
fuglabyssu, heldur 53 mm fallbyssu
þegar sjómennimir eru að bjarga
fjárhag okkar sem heima siljum,
flarri skotdragi sjóræningjanna.
(sbr. Þorsteinn Pálsson í DV 6. ág.
sl.: „Sjálfsagt að Norðmenn bregð-
ist við þessu.“)
Hver er ástæðan fyrir þessum
KjaUarinn
Dr. Gunnar Jónsson
vélstjóri
viðbrögðum dómsmálaráðherra,
„Thorsten den norske", eins og
hann er kallaður af greinarhöfundi
í Pressunni 18. ág. sl.? Hver er
ástæðan fyrir viðbrögðum Eiðs
sendiherra sem fram kom í ísl.
sjónvarpinu sl. sunnudagskvöld
þar sem hann virtist telja Norð-
menn eiga a.m.k. einhvem yfir-
ráðarétt yfir Svalbarða? Hafa ís-
lensk stjómvöld gert einhverja
leynisamninga við Norðmenn eða
aðrar erlendar þjóðir? íslenskir
stjómmálamenn mættu minnast
þess að Norðmenn misstu tilkall
sitt til Grænlands fyrir Alþjóða
dómstólnum vegna lausmælgi
Ihlens, utanríkisráöherra Norð-
manna, 1919.
Ef eitthvert ríki ætti tilkall til
Svalbarða væri það Holland því að
hollenski flotaforinginn Jacob He-
emskerch nam landið 1598 en Hol-
lendingar slepptu tilkallinu, svo og
til Jan Mayen, sem þeir áttu raun-
verulega líka enda saga Hollend-
inga þar ljót og þolir ekki dagsljós-
ið.
Þó að Norðmenn og Rússar tækju
að vinna kol á Svalbarða upp úr
1920 þá var allri hugsanlegri „sveit-
festi“ þeirra ríkja slitið meö því að
eyðileggja námutækin viljandi
1941.
Orðlaus lagaprófessor
Undirritaður sýndi þýskum laga-
prófessor nokkrar greinar um
veiðimál okkar manna.á fijálsu
úthafi. Hann hristi höfuðið yfir
frammistöðu stjórnvalda og sagði:
„Eru þetta afkomendur víking-
anna?“ Þegar ég sagði frá handtöku
og fangelsun Antons Ingvasonar
stýrimanns og aðgerðaleysi ís-
lenskra stjórnvalda varð þýski
lagaprófessorinn í fyrstu orðlaus
en sagði svo hlæjandi: „Ég held að
þið verðið að fá þýsk flögg að láni
á skipin ykkar. Þá munu Norð-
menn og aðrir sjóræningjar skríða
í felur."
Hingað til hafa aðeins tveir ís-
lenskir stjórnmálamenn staðið
með íslenskum sjómönnum. Það
eru þeir Ólafur Þ. Þórðarson (sbr.
grein í DV15. ág. sl.) og Guðmund-
ur J. Guðmundsson sem fletti lag-
lega ofan af tvöfeldni Norðmanna
gagnvart íslensku þjóðinni (sbr.
blaðagrein sl. vetur).
Að lokum sendi ég hinum hug-
rökku íslensku sjómönnum í norð-
urhöfum baráttukveðjur.
Gunnar Jónsson
„Það er miklu líklegra að Norðmenn
séu að undirbúa grundvöllinn undir
olíuvinnslu á Svalbarða og Smugu-
svæðinu en að fyrir þeim, eyðingar-
mönnunum, vaki einhver dýralífs-
verndun.“
Veiðarmedlloltrolli
„Hafrann-
sóknastofnun
hefur staðfest
að flotvarpa
tekur aö jafn-
aöi ekki yngri
fisk en botn-
varpa. Því er
engin ástaíða
til að hindra
notkun fiot-
vörpunnar.
Norðmemi hafa ekki haft tak-
mörkun á sínum veiðum með
sambærilegum hætti og við. Hér
hefur verið ákvarðaður heildar-
aQi sem því miður hefur verið
með of mörgum lausum endum
svo sú ákvörðun hefur ekki alveg
gengið eftir, þó nú hafi að mestu
verið ráðin á því bót. Þess vegna
er eðlilegt og skynsamlegt að nota
afkastamikil veiðarfæri til að
veiða þaö sem veiða má. Það er
engin ástæða til að nota veiðar-
færi með minni afkastagetu á
meðan um er að ræða fyrirfram
ákveðið magn af þeim fiski sem
má taka. Meðan ekki hefur sam-
ist um þaö hvað við megmn veiða
mikið í Barentshafinu notum við
að sjálfsögðu þau veiðarfæri sem
gefa okkur mest og mestan arð
með hliðsjón af kostnaði. Þess
vegna munum við halda áfram
að nota flotvörpu í Barentshaf-
inu.“
Krístján Ragnars-
son, formaður LÍÚ.
Bannið hef ur
bjargað þorsk-
stofninum
„Það hefur
verið sannað
meö rann-
sóknum að í |
flotfrollL er
meiratekiðaf I
hefðbundið
troll. Þá er „ „,
flottrollið EmarHepso.for-
einnig mun Norgesl.sk-
stórtækara ar,a0- NTB
veiðarfæri. Vegna þessa notum
við hér í Noregi ekki flottroll og
höfum ekki gert í tíu ár.
Útgerðarmenn hér eru sam-
mála um aö þetta bann sé rétt-
mætt þótt freistingin sé alltaf
mikil til að nota stórtækustu
veiðarfærin sem völ er á hverju
sinni. Við verðum hins vegar að
beygja okkur fyrir staðreyndun-
um. Með flottrolli er hægt að
ganga mjög nærri þorskstofnin-
um.
Við notum öottroll við veiöar á
kolmunna og makríl. Þeir stofnar
virðast þola flottipllið mun betur
en þorskurinn. Vísindamönum
okkar hefur einnig tekist að sýna
fram á það með rannsóknum.
Það var ofveiði á þorski við
Noreg þegar flottrollið var bann-
að. Nú hefur okkur tekist að
byggja stofiúnn upp að nýju. Ég
er ekki í vafa um að banniö á
flottrollinu átti stóran þátt í lwe
fljótt þorskstofninn rétti við.
Þetta er auðvitað erfitt að meta
en ég er viss um að ef við heföum
leyft flottrollið áfram þá væri
ástandiö enn slæmt á Noregsmið-
um.
Við lítum það þvi alvarlegum
augum ef íslendingar moka upp
fiskinum, smáum og stórum, í
Barentshafi rneð flottrollum.
Þetta eru alltof stórtæk veiðar-