Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1994, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1994, Side 25
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGUST 1994 41 Fréttir Góð bleikjuveiði hefur verið í mörgum veiðiám í sumar eins og Hvolsá í Dölum en á myndinni eru Júlíus Sigurbjartsson, Hannes Pétursson, Ólafur Benediktsson og Magnús Atli Pétursson með feiknagóða bleikju- veiði úr ánni. Stærstu bleikjurnar voru 4 pund. DV-mynd G.Bender Andakílsá í Borgarfirði: Betri veiði enífyrra -105 laxar núna, 75 í fyrra „Ég man ekki eftir Soginu svona tregu enda var með herkjum að mað- ur veiddi lax,“ sagði Ingólfur Ásgeirsson en hann var í Soginu fyrir fáum dögum en þar hefur veiðin verið róleg i sumar. DV-mynd BB Þaö fer að síga á seinni hluta lax- veiðitímans og vatnsleysið er vandamál í mörgum veiðiám þessa dagana. Og það versta er að það er lítil rigning sjáanleg á kortum veð- urfræðinga. Einn og einn dropi, sem segir lítið þegar þurkurinn hefur verið mjög lengi. „Þetta er allt í fínu lagi hjá okkur í Andakílsá, núna eru komnir 110 laxar og hann er 15 pund sá stærsti," sagði Jóhannes Helgason í gærkveldi er við spurðum frétta Veidivon Gunnar Bender af ánni. En í fyrra á sama tíma voru komnir 75 laxar en núna eru þeir 105 svo þetta er 30 löxum betra. „Það er mikið af laxi í ánni en hann hefur tekið illa síðustu daga en þaö hafa komið góð skot í þetta. Kristján Stefánsson veiddi 10 laxa og Kristófer Bjarnason veiddi 9 laxa á tveimur dögum. Litlar flugur hafa gefið vel og mikrótúbur líka,“ sagði Jóhannes í lokin. Veiddu vel í Svalbarðsá „Við veiddum feiknalega vel í Svalbarðsá í Þistilfirði, fengum 23 laxa á tveimur dögum á fjórar stangir," sagði Friörik Friðriksson á Dalvík í gærkveldi er við spurð- um frétta af svæðinu, en Friðrik hefur reynt við nokkra laxana í sumar eins og reyndar fleiri veiði- menn. Með misgóðum árangri. „Það var gaman að veiða í Sval- barðsánni og við sáum töluvert af laxi. Svarfaðardalsá hefur verið góð í bleikjunni og veiðimenn hafa verið að fá á milli 20 og 30 bleikjur. Þær stærstu eru 4 pund og eru þetta feiknalega fallegar bleikjur. í Mýr- arkvísl eru aðeins komnir 100 laxar og stærsti laxinn er 20 pund. Þetta er hrikalega rólegt þarna fyrir norðan og lítið af fiski. Á Hrauninu í Laxá í Aðaldal hefur veiðst lítið af laxi en eitthvað af silungi. Lax- inn er allur svo neðarlega í Laxá,“ sagði Friðrik enn fremur. Rólegt fyrir vestan I laxveiðinni „Þetta er hrikalega rólegt héma í laxveiðinni, núna hefur Laugar- dalsáin gefið kringum 150 laxa, Langadalsáin 70 og svo Hvanna- dalsáin með 35 laxa,“ sagði okkar maður á bökkunum fyrir vestan, sem var óhress með sumarið það sem af er. „Þetta má alveg fara að lagast og fleiri laxar að láta sjá sig í veiðián- um, en þetta er kannski ekki alveg búið ennþá,“ sagði okkar maður. 19,5 punda lax í Breiðdalsá „Breiðdalsá hefur gefið á milli 50 og 60 laxa en hann er 19,5 pund sá stærsti," sagði Skafti Ottesen á Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík í gær- kveldi. En laxveiðin hefur verið frekar róleg fyrir austan en sil- ungsveiðin góð. Merming Góð kammertónlist Tónleikar voru í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í gærkvöldi.Tveir ung- ir tónlistarmenn léku, Nicholas Milton fiðluleikari og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari. Á efnisskránni voru verk eftir Ludwig van Beethoven, Claude Debussy og Béla Bartók. Ef til vill má segja að fiðla og píanó komi næst strengjakvartettinum, sem það form kammertónlistar er mest hefur höfðað til tónskálda á síð- ari öldum. Mjög mikið er til að frábærri tónlist fyrir þessa hljóðfærasam- setningu og flest færustu tónskáld seinni tíma hafa látið til sín taka á þessu sviði. Sýnishornin sem þau Nicholas og Nína Margrét völdu fyrir þessa tónleika voru fyrsta flokks að gæðum, auk þess sem þau sýndu Tónlist Finnur Torfi Stefánsson mjög vel íjölbreytnina sem þarna er að hafa. Vorsónatan er gott dæmi hinnar klassísku sónötu. Henni hæfir og klassískur flutningsmáti þar sem lagt er upp úr nákvæmni og skýrleika og rubatospil haft í lágmarki. Þær kröfur voru ekki alveg að fullu uppfylltar þarna en að öðru leyti var sónatan mjög vel spfiuð. Sónata Debussys fyrir fiðlu og píanó er sérlega frumlegt og fallega gert verk sem vel mætti heyrast oftar flutt. Hér fóru flytjendurnir mjög á kostum og tókst að skapa hrífandi stemningu í blæ- brigðafullri litadýrð. Rapsódía Bartóks nr. 1 er gott dæmi um færni þessa frábæra tónskálds í að semja fullkomlega persónulega og frumlega tón- list úr lánuðum efniviö. Rapsódían fékk hressilegan flutning sem hentaöi vel í lok tónleikanna - þótt styrkjafnvægið væri stundum fiðlunni fullmik- ið í óhag. í heild voru þessir tónleikar mjög vel heppnaðir. Hinir ungu tónhstar- menn búa báðir yfir góðu valdi á hljóðfærum sínum og höfðu greinilega lagt túlkun verkanna niður fyrir sér af smekkvísi og alúé. Með aukinni reynslu mun þeim aukast dýpt og úthald sem fróðlegt verður að fá að fylgjast með. Leikhús ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Endurnýjun áskriftarkorta stendur yfir tll 1. september. Sala áskriftarkorta til nýrra korthafa hefst 2. september. Með áskriftarkorti má tryggja sæti að óperunni Vald örlaganna. Miðasala á óperuna hefst 9. september. Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20 meðan á kortasölu stendur. Tekið á móti símapöntunum alla virka daga frá kl.10. Græna linan 99 61 60. Bréfsiml 61 12 00. Simi 1 12 00-Greiðslukortaþjónusta. Tilkyimingar LEIKFÉLAG REYKIAVÍKUR Sala aðgangskorta er hafin. Sex sýningar aðeins kr. 6.400. Kortagestir siðasta leikárs hafa forkaupsrétt til 1. september. OPIÐHÚS verður laugardaginn 3. september kl. 14-17. Miðasala hefst á Óskina/Galdra Loft á laugardag. Miðasala er opin alla daga frá kl. 13.00-20.00 á meðan kortasalan stendur yfir í sima 680680 alla virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavikur- Borgarleikhús Nýjar Ijóðabækur Hjá Hörpuútgáfunni er komin út ljóða- bókin Rödd í speglunum eftir Jóhann Hjálmarsson. Jóhann á að baki hátt á annan tug ljóðabóka auk þess sem hann hefur fengist við ljóðaþýðingar og val á efni í Ijóðabækur. Þrjár óðarslóðir heitir ljóðabók eftir Böðvar Guðmundsson og Mái og menn- ing gefur út. í bókinni glímir höfundur við samtíma okkar, svo ólíka hluti sem umferðarmenningu, fréttaheiminn sem umlykur okkur, virðingu okkar eða óvirðingu við menn o.fl. Ekkert ljóðanna ber titil og þótt sjálfstæð séu mynda þau smátt framvindu sem er á mörkum frá- sagnar og ljóðs. Bókaútgáfan Blómakarfan gefur út Maríutásur í bandaskóm eftir Unni Sól- rúnu Bragadóttur. Þetta er þriðja ljóða- bók Unnar en áður komu út bækumar Er þetta lifandi? (1971) og Fyrir utan gluggann (1991). Gísli Gíslason hefur gefið út eigin ljóða- bók sem nefnist Hamingjusmiðurinn. Er það önnur bók höfundar. Hamingjusmið- urinn er í sex köflum: Ástin, Veltu þér ekki, Söknuður, í ljósaskiptunum, Ástin deyr og Eyðifjörðurinn. Hafnargönguhópurinn Hafnargönguhópurinn heldur áfram göngu sinni með strönd Kollafjaröar í kvöld. Fariö verður frá tjaldbúðunum á Miðbakka kl. 20. Almenningsvagnar verða teknir til baka við Vesturlandsveg. Allir velkomnir. Kórskóli Langholtskirkju Fjórða starfsár Kórskóla Langholts- kirkju hefst hinn 15. september. Aldurs- takmark er átta ár. Kennarar við skólann eru Signý Sæmundsdóttir óperusöng- kona, Helga Björg Svansdóttir tón- menntakennari og Jón Stefánsson, kant- or við Langholtskirkju. Kennsla fer fram á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 17.00 og 18.20 og 17.50 og 19.10. Innritun og nánari upplýsingar eru í Langholts- kirkju á skrifstofutíma. Tapadfimdið Köttur týndist Gulbröndótt ffess týndist frá Hrísateigi fyrir rúmum þrem vikum. Finnandi er vinsamlega beðinn um að hringja í s. 30365. Yiðskii )tal >laðið Vikublað um íslenskt og erlent viðskiptalíf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.