Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1994, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1994, Blaðsíða 26
42 MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994 Afmæli Sigríður Þ. Sigríöur Þóra Ámadóttir, fyrrver- andi verslunarmaöur og húsmóðir, ÁsvaUagötu 40, Reykjavík, veröur áttræðámorgun. Starfsferill Sigríður er fædd í Reykjavík, alin upp við Laugaveginn og hefur alla tíð átt heima í borginni. Að loknu bamaskólanámi 1929 hóf hún af- greiðslu í Sokkabúðinni á Lauga- vegi 42. Þar vann hún til ársins 1934 þegar hún giftlst, en vann þó öðru hveiju í Sokkabúðinni fram aö stríði. Árið 1958 stofnaði hún ásamt fjöl- skyldu sinni verslunina Dal á Fram- nesvegi 2. Sigríður vann í verslun- inni allt til þess að rekstri hennar var hætt árið 1972. Eftir það vann hún í ýmsum verslunum, nú síðast í Glugganum á Laugaveginum. Hún hætti þar haustið 1989 eftir að hafa unnið við verslunarstörf í 60 ár, ef frá eru tahn 18 ár sem hún gætti bús ogbarna. Fjölskylda Sigríður giftist 13.10.1934 Einari Guðmundssyni, f. 5.11.1902, d. 2.6. 1984, bifreiðarstjóra frá Bárekseyri á Álftanesi. Einar var sonur Guð- mundar Jónssonar, bónda og sjó- manns frá Bárekseyri, og Soffiu Emelíu Einarsdóttur, Einarssonar, hreppstjóra í Ráðagerði á Seltjarn- amesi. Þau voru ættuð af Innnesj- unum - Álftanesi og Seltjarnarnesi. Dætur Sigríðar og Einars: Soffia, f. 13.4.1934, vinnur hjá Húsnæðis- 85 ára____________________ Helga Ágústa Halldórsdóttir, Hrafnistu, Reykjavík. Ólöf Jóhonnesdóttir, Ljósheimum 16, Reykjavík. 80 ára Guðrún Gísladóttir, HólmgaröiSO, Reykjavík. JónS. Arason, Grundargerði 35, Reykjavík. Margrét Einarsdóttir, Einigrand28, Akranesi. 70 ára Hólmsteinn Aðalgeirsson, Hafharstræti 17, Akureyri. Sigurður Níels Eliasson, Skarðsbraut 5, Akranesi. Hjörleifur Guðnason, Álflieímum 52, Reykjavík. Hann er að heiman. 60 ára Anna Skarphéðinsdóttir, Vogura 1, Skútustaðahreppi. Haukur Ingvason, Litladal, Lýtingsstaðahreppi. Sigurlaug Geirsdóttir, Dalsgerði 7i, Akureyri.: Sigurður Sigurðsson, Húnabraut 35, Blönduósi. 50ára Gunnar Jón Ágústsson, Grænuhlíð22, Reykjavík. /VlinÁ P. OtU UOtlU ? ísabakka, Hrunamannahrei Böðvar Böðvarsson, Suðurvangi 14, Haffiarfirði. >pi. 40 ára Maria Catharina W. Crowley, Miðvangi 10, Haffiarfiröi. Ástdís Björg Stefánsdóttir, Melbraut2, Garði. Guðiaugur Vignir Sigursveins- son, Túngötu 13, Sandgerði. Hallgrímur N. Sigurðsson, Fannafold 52a, Reykjavík. Elín Þorvaldsdóttir, Asparfelli8, Reykjavík. Þrándur Rögnvaldsson, Þingási 27, Reykjavík. Áslaug Helgadóttir, Dælengi 16, Selfossi. Guðní Albert Einarsson, Hjallabyggð3, Súgandafiröi. Guðlaug B. Olsen, Ásbúð 73, Garðbæ. Helga Jónsdóttir, Hvammstangabraut 7, Hvamm- stanga. Sigrún Kristjánsdóttir, Eíkarlundi 22, Akureyri. Elías Kristjénsson, Smáratúni 23, Keflavík. Þórhallur Ásgeirsson, Fiskakvísl 26, Reykjavik. Baldur Gíslason, Vallarflöt 7, Stykkishólmi. Gönguklúbbur Fáks hefur starfsemi sína miðvikudaginn 31. ágúst kl. 19.00. Mætum allar á Jarlinn, Sprengisandi, þar sem Ragnar Tómasson kemur og gefur góð ráð. Kvennadeildin Ámadóttir stofnun ríkisins, maður hennar var Magnús Ingimarsson hljóðfæraleik- ari, f. 1.5.1933, sonur Ingimars Ósk- arssonar náttúrufræðings, þau skildu, þau eiga fjögur börn, Einar Inga, Gunnar, Sigrúnu Grétu og Ásu; Anna Ragnheiður, f. 6.11.1935, fyrri maður hennar var Ari Jóhann- esson, starfsmaður Pósts og síma, f. 27.6.1926, þau skildu, þau eiga fjögur börn, Önnu Þóru, Jóhannes Ára, Árna Álvar og Sigrúnu, seinni maður Önnu Ragnheiðar er Þórir Magnússon flugumferðarstjóri. Þá ólu þau Sigríður og Einar upp Guð- mimd Arnar Gunnarsson, son Guðnýjar, systur Sigríðar. Guð- mundur er vélsmiður, f. 29.9.1935, kona hans er Guðrún Gísladóttir. Sigríður á ellefu barnabamabörn. Systir Sigríðar: Guðný Þóra hús- móðir, f. 18.10.1915, maður hennar var Kristján Guðmundsson, þau skildu, Guðný var um árabil mat- ráðskona í Hótel Bjarkalundi í Reykhólasveit, böm Guðnýjar og Krisfjáns voru Ámi Hafþór, sem lést á fyrsta aldursári, og Sigríður Gunnhildur. Foreldrar Sigríðar voru Árni Þórðarson, steinsmiður í Reykjavík, f. 22.2.1882, d. 21.3.1942, og Anna Þórðardóttir húsmóðir, f. 26.5.1872, d. 10.9.1955. Ætt Árni var af Bergsætt. Hann var sonur Þórðar Jónssonar, bónda í Króki í Ölfusi, og Guðnýjar Helga- dóttur húsfreyju. Þau voru bæði ættuðúrÖlfusinu. Sigríður Þóra Árnadóttir. Anna, móðir Sigríðar, var fædd í Helli í Oddasókn á Rangárvöllum. Foreldrar hennar voru Sigríður Stefánsdóttir og Þórður Einarsson, búendur í Helh og síðar í Götu í Oddasókn. Þau voru bæði ættuð af Rangárvöllum. Sigríður tekur á móti gestum hjá dótturdóttur sinni að Lindarbergi 70 í Hafnarfirði frá kl. 17-19. Hjálmar F. Hafliðason Hjálmar F. Hafliðason, fyrrverandi framkvæmdastjóri, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára ídag. Starfsferill Hjálmar er fæddur að Hlíð í Álfta- firði í Norður-ísafjarðarsýslu og ólst upp í Hattardal í sama firði til 19 ára aldurs. Hann fluttist til Siglu- fjarðar 1938 og stundaði nám við Iðnskóla Siglufjarðar Hjálmar flutti til Reykjavíkur 1941 og var við nám í bifreiðasmíði 1942-46 og fékk meistarabréfl949. Hjálmar var verkstjóri hjá Agh Vilhjálmssyni hf., síðan eigandi og framkvæmdastjóri bifreiðaverk- stæðisins Múla hf. í Reykjavík og framkvæmdastjóri og meðeigandi í Plastoshf. Hjálmar var gjaldkeri í stjórn Fé- lags bifreiðasmiða 1948-58 og var prófdómari í sama félagi í áratug. Hann hefur stundað myndhstamám í frístundum í mörg ár og haldið sýningar á verkum sínum á undan- fómumáram. Fjölskylda Hjálmar kvæntist 25.9.1948 Ólöfu S. Björnsdóttur, d. 30.5.1994, gjald- kera hjá Heildverslun Áma Jóns- sonar hf. Ólöf var dóttir Björns Guðjónssonar, trésmiðs frá Vest- mannaeyjum, og Sigríðar Jónas- dóttur frá Álftanesi. Dóttir Hjálmars og Ólafar: Sigríð- ur, f. 5.1.1950, kennari við Iðnskól- ann í Reykjavík, gift Friðriki Stef- ánssyni viðskiptafræðingi, þau eiga tvö börn, Svanhvíti, f. 19.10.1978, og Hjálmar, f. 22.3.1988. Hálfbróðir Iflálmars: Marteinn Sívertsen, f. 10.11.1912, fyrrverandi kennari í Reykjavík, kona hans er Petrea Ástrún Jónsdóttir, f. 24.3. 1915, frá Sauðárkróki. Foreldrar Hjálmars: Hafliði Hjálmarsson, f. 11.6.1887, d. 28.9. 1960, bóndi í Hhð og Hattardal í Álftafirði, og Sigulaug Hannesdótt- ir, f. 7.12.1886 í Skagafirði, d. 9.10. 1960. Fósturforeldrar Sigurlaugar voru Markús Arason, f. 16.7.1836, d. 3.2.1935, og kona hans, Ragnheið- ur Eggertsdóttir, f. 8.3.1844, d. 7.6. 1934. Þau bjuggu að Ríp og í Eyhild- arholti í Hegranesi. Ætt Systkini Hafliða voru Guðrún, f. 28.6.1884, dó á fyrsta ári, Rögnvald- ína Karitas, f. 16.8.1890, Fihppía, f. 27.6.1893, móðir Hjálmars R. Bárð- arsonar, Guðmundur, f. 3.8.1896, Hjálmar F. Hafliðason. Sigurður Jóhann, f. 17.10.1900, d. 29.7.1981, og Helga Ragnheiður, f. 24.8.1904. Hafliði var sonur Hjálm- ars Hafliðasonar, bónda á Fremri- Bakka í Langadal í Norður-ísafjarð- arsýslu, og Arndísar Marju Sigurð- ardóttur en þau fluttu til Isafjarðar 1918. Sigurlaug var dóttir Lilju Stefáns- dóttur sem fluttist til Kanada ásamt manni sínum, Sveini Jóhannssyni. Annað barn Lilju, sem eftir varð á íslandi, var Gissur Sveinsson, sem lengi var starfandi trésmiður hjá Völundi hf. í Reykjavík. Hjálmar er að heiman á afmæhs- daginn. Vernharður Linnet Vernharður Linnet kennari, Vestur- bergi 98, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Vemharður er fæddur í Reykja- vík. Hann lauk kennaraprófi frá KÍ 1968 og stundaði nám í sálar- og kennslufræðum við Kennarahá- skóla Kaupmannahafnar 1973-74. Vemharður var kennari við Grunnskóla Þorlákshafnar 1968-80, Breiðholtsskóla 1980-85, dagskrár- gerðarmaður hjá RÚV1985-90 og hefur verið kennari við starfsdeild Breiðholtsskóla frá þeim tíma. Vemharður gegndi ýmsum trún- aðarstörfum fyrir Æskulýðsfylk- inguna 1963-75, var varaformaður Jazzklúbbs Reykjavíkur 1966-68, í stjóm Kennarasambands Suður- lands og fulltrúaráði SÍB1976-78. Hann var formaður Leikfélags Þor- lákshafnar 1971-78, hefur verið formaður Jazzvakningar frá 1980, ritstjóri Jazzmála 1967, Lostafuha ræningjans 1979-80 og Tónhstar- tímaritsins TT1980-82. Vernharður i var í ritstjóm Neista 1969 og Lyst- ræningjans 1978-82. Hann hefur verið framkvæmdastjóri RúRek djasshátíðarinnar frá 1992. Ritstörf: Þýðingar á verkum eftir Hans Hansen: Sjáðu sæta naflann minn, 1979. Vertu góður við mig, 1980. Klás, Lena, Nína og..., 1981. Einkamál, 1982. Gröfin skærgula, 1983. Peyi, 1983. Útvarpsleikgerð eft- ir sögum Dennis Jurgensen: Múm- ían sem hvarf, 1985. Kista Drakúla, 1986. Ertu aumingi, maður? 1989. Leyndarmál ropdrekanna, 1990. Leikgerð fyrir útvarp: Kappar og kjamakonur, þættir úr íslendinga- sö'gum fyrir unga hlustendur, 1988. Garpar, goð og valkyriur, þættir úr fornaldarsögum fyrir unga hlust- endur, 1989. Vemharður hefur skrifað greinar um djass í ýmis blöð og tímarit. Hann hefur haft umsjón með ýms- um útvarpsþáttum fyrir böm og unghnga og ennfremur með djass- þáttumíútvarpi. Fjölskylda Sambýhskona Vernharðs er Anna Bryndís Kristinsdóttir, f. 24.7.1960. Kona Vernharðs var Margrét Aðal- steinsdóttir, f. 4.2.1955, hönnuður. Þau skildu. Synir Vemharðs og Margrétar: Henrik, f. 27.9.1978; Steinn, f. 23.9. 1980. Sonur Önnu Bryndísar: Stein- Vernharður Linnet. bergÞórarinsson. Systkini Vemharðs: Kristján, f. 12.5.1946, lyfjafræðingur; Jóhanna, f. 11.6.1952, verslunarmaður; Svan- hildur Jóna, f. 26.6.1954, myndhstar- maöur. Foreldrar Vemharðs: Henrik Adólf Linnet, f. 21.6.1919 á Sauðár- króki, læknir, og Svana Vemharðs- dóttir Linnet, f. 16.3.1916 í Hvítanesi við Skötufjörð, húsmóðir. Vernharður er að heiman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.