Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1994, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994
5
Fréttir
Kaplaknki:
stefnu
Feröakaupstefiia Vestnorden
verður haldin í iþróttahúsinu í
Kaplakrika í Hafnarfirði 14.-17.
septeraber. Að kaupstefnunni
stendur Ferðamálaráð Vestnord-
en sem er samstarf íslands,
Grænlands og Færeyja á sviði
ferðamála.
Um 300 erlendir gestir, víðs veg-
ai' úr heiminum, munu sækja
kaupstefnuna, ekki síst fulltrúar
fyrirtækja í feröaþjónustu er-
lendis sem lagt hafa áherslu á
sölu ferða til íslands, Grænlands
og Færeyja.
240 fulltrúar rúmlega 100 feröa-
skrifstofa og ferðaheildsala munu
selja erlendum ferðamönnum
ferðir til íslands, Grænlands og
Færeyja.
Daginn fyrir kaupstefnuna
verður haldin ráöstefna um upp-
byggingu ferðaþjónustu í Græn-
landi, Færeyjum og á íslandi og
móttöku ferðamanna í löndunum
þremur. Laugardaginn 17. sept-
ember verður sýningarsvæðið
opið almenningi og verður þá
boðið upp á margvislega skemmt-
un og kynningu á feröatilboðum
í Vestnorden-löndunum.
Skoðunar-
merki á röng-
umstað
Bifreiðaskoðun íslands setur
skoðunarmerki bíla neðst i
vinstra horn á framrúðu eða á
skráningamúmer bifreiða þó að
setja eigi skoöunarmerkið í efra
hægra homið, samkvæmt regl-
um um Evrópska efnahagssvæð-
ið. Guðni Karlsson, starfsmaður
þjá dóms- og kirkjumálaráöu-
neytinu, segir að ekki sé um nein
afgerandi skilyrði að ræöa.
„Það eru engar Evrópureglur
um það hvernig skoöunarmiði lítí
út eða hvar hann sé festur á bíl-
inn. Það eru samræmdar Evrópu-
reglur um að það skuli skoða bíla
reglubundið en það er ekki áskil-
ið að það sé miði á bílunum. Mið-
inn okkar er bara íslensk regla
sem tekin var upp eftír skandin-
avískum reglum,“ segir Karl
Ragnars, forstööumaöur Bif-
reiöaskoðunar íslands.
Hrói höttur
kaupir
Pizza67
Eigandi pitsustaðanna Hrói
höttur, Einar Ásgeirsson, er bú-
inn að festa kaup á Pizza 67 i
Nethyl. Þrír Hróa hattar-staðir
eru fyrir á Reykjavíkursvæðinu
og eru rúm tvö ár síöan fyrstí
Hróa hattar-staöurinn var stofh-
aður. I Nethylnum verður áfram
rekin Pizza 67.
ÞETTA ER SÍÐASTA GELTIÐ
ÞEIM ER AÐ UÚKA HUNDADÖGUNUM í JAPIS,
VÆRI EKKI RÉTT AÐ HAFA HRAÐANN Á ?
...og allt huuundódýrt
Opiö virka daga til kJ. 21 -OO
HAGKAUP
Skeifunni • Hólagaröi • Grafarvogi • Seltjarnarnesi • Akureyri
Líka á kvöldin !