Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1994, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1994, Blaðsíða 22
34 FIMMTUDAGUR 1. SEFTEMBER 1994 Afmæli Ketill Larsen Ketill Ágúst KierultTLarsen. leikari og starfsmaöur íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur. Tjarnar- engi viö Vesturlandsveg, Reykjavík, er sextugur í dag. Starfsferill Ketill er fæddur á Landspítalan- um í Reykjavík og ólst upp í Soga- mýrinni aðallega. Hann stundaði nám við Bændaskólann á Hvann- eyri 1960-62, Leiklistarskóla Ævars R. Kvaran 1962-64 og brautskráðist úr Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1967. Ketill vann við bústörf á Engi við Vesturlandsveg á árunum 1952-60 og hefur verið starfsmaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur (sem áður hét Æskulýðsráð Reykja- víkur) frá 1963 við leiðbeinendastörf og sumardvalir barna í Saltvik og síðan Víðidal o.íl. störf. Hann starf- aði með Leikflokki litla sviðsins á vegum Þjóðleikhússins 1967-68 og starfaði í Leiksmiðjunni undir stjórn Eyvindar Erlendssonar í Lindarbæ 1968-69. Ketill lék ýmis hlutverk hjá Þjóðleikhúsinu frá 1969, m.a. Inúk í samnefndu leikriti en það var leikið í 19 löndum á árun- um 1974-78. Hann hefur fengist við myndlistarstörf og haldið 20 einka- sýningar í Reykjavík og nágrenni og einnig í Kaupmannahöfn á árun- um 1970-94. Ketill hefur leikið jóla- sveininn Askasleiki og stjórnað ár- legum útiskemmtunum jólasveina í miðborg Reykjavíkur frá 1963. en þær uppákomur hafa oftast verið á Austurvelli þegar kveikt er á jóla- trénu frá Óslóar-borg, einnig hefur hann leikið Tóta trúð í Reykjavík og úti um land frá 1970. Ritstörf: Askasleikir, foringi jóla- sveinanna og bræður hans (barna- bók), Reykjavík 1979. Bókin um Tóta trúð (barnabók), Reykjavík 1980. Báðar í eigin útgáfu. Ketill hefur auk þess samið fjölda leikþátta og ýmiss konar efni fyrir börn vegna æskulýðsstarfsins. Ketill hefur verið búsettur á Tjarnarengi frá 1979. Fjölskylda Sambýliskona Ketils er Ólöf Bene- diktsdóttir, f. 4.2.1947, BA í íslensku og dönsku og bókasafnsfræðingur á Stofnun Árna Magnússonar, en þau hófu sambúð 1970. Foreldrar henn- ar: Benedikt Sigurðsson, f. 14.4.1918 á Hofteigi í Jökuldalshreppi, fyrr- verandi kennari og rithöfundur á Siglufirði, og Hólmfríður Magnús- dóttir, f. 26.1.1922, fyrrverandi skrif- stofumaður, þau eru nú búsett á Akranesi. Börn Ketils og Ólafar: Hólmfriður Þórunn Ketilsdóttir Larsen, f. 14.1. 1971, nemi í bókmennta- og kvik- myndasögu á Ítalíu; Sólveig Dögg Ketilsdóttir Larsen, f. 12.6.1974, stúdent frá Menntaskólanum við Sund og nú starfsmaður Laugar- dalslaugarinnar; Axel Ketilsson Larsen, f. 4.4.1980, d. 15.4.1980; ívar Helgi Ketilsson Larsen, f. 28.9.1981. Systur Ketils: Zoe Fanney Sóley Larsen, f. 13.7.1929, d. 15.3.1943; Ingibjörg Guðrún Sólveig Larsen, f. 28.6.1937, bóndi, búsett á Engi við Vesturlandsveg, dóttir hennar og Sigurðar J. Bergmann, f. 14.4.1943, d. 27.12.1991, bátsmanns á varðskip- inu Tý, er Helga Fanney Sigurðar- dóttir Bergmann, f. 22.1.1969, starfs- maður í útibúi Pósts og síma í Ár- múla í Reykjavík. Foreldrar Ketils: Axel Larsen, f. 12.11.1879, d. 9.4.1938, verkamaður í Reykjavík og áður verslunarmað- ur í Danmörku, og kona hans, Helga Þórðardóttir Larsen, f. 14.5.1901, d. 15.4.1989, bóndi, þau bjuggu á Grímsstaðaholtinu lengst af og síðar í Hafnarfirði en Helga var búsett á Engi við Vesturlandsveg frá 1952. Ætt Axel var sonur Rasmus Larsen, tónlistarmanns í Danmörku, og Ketíll Agúst Kierulff Larsen. konu hans, Sofie (fædd Lassen), húsmóður. Rasmus var tónlistar- stjóri í Tívolíinu í Kaupmannahöfn í tæplega hálfa öld og spilað jafn- framt við dönsku hirðina. Sofie var komin í fiórða lið af Jósep, sem var konungur á Spáni um tveggja og hálfs árs skeið. Jósep þessi var elsti bróðir Napóleons Bonaparte. Helga var dóttir Þórðar Magnús- sonar, bóndi á Auðsholti í Biskups- tungum frá Skollagróf í Hruna- mannahreppi, og konu hans, Ólafíu Ólafsdótur, frá Auðsholti í Bisk- upstungum. Ketill verður að heiman á afmæl- isdaginn. Andlát Þóroddur Jónasson Þóroddur Jónasson læknir, Ása- byggð 3, Akureyri, lést 27. ágúst. Útfor hans verður gerð frá Akur- eyrarkirkju á morgun, föstudaginn 2. september, kl. 13.30. Starfsferill Þóroddur var fæddur 7.10.1919 á Grænavatni í Mývatnssveit. Hann lauk cand. med.-prófi frá HÍ1947. Þóroddur var staðgengill aðstoðar- læknis á Sjúkrahúsinu á Akureyri 1947, aðstoðarlæknir héraðslæknis í Egilsstaðahéraði 1947—48, nám- skandidat á Landspítalanum og St. Jósefsspítala 1948-49 og aðstoðar- læknir héraðslæknir í Stórólfs- hvolshéraði 1949. Hann fékk al- mennt lækningaleyfi 1949, sótti námskeið í Helsinki 1961 og sótti námskeiö í Gautaborg nokkra mán- uði árin 1965,1967 og 1968. Þóroddur varð viðurkenndur sérfræðingur í heimilislækningum og embættis- lækningum 1972. Þóroddur var starfandi læknir á Akureyri 1950-51, héraðslæknir í Breiðumýrarhéraði 1951-69 og gegndi þá jafnframt Kópaskershér- aði um skeið og var héraðslæknir á Akureyri frá 1969. Hann starfaði við Berklavamarstöð Akureyrar 1950-51 og 1969-71. Þóroddur starf- aði sem trúnaðarlæknir til 1993. Þóroddur, sem gegndi fiölmörgum trúnaðarstörfum, var heiðurfélagi Læknafélags íslands, Félags ís- lenskra heimilislækna og Læknafé- lags Akureyrar. Fjölskylda Þóroddur kvæhtist 23.8.1951 Guðnýju Pálsdóttur, f. 18.7.1924. Foreldrar hennar: Páll Einarsson, sýsluskrifari á Akureyri, og kona hans, Þóra Steingrímsdóttir, sýslu- manns og alþingismanns á Akur- eyri, Jónssonar. Börn Þórodds og Guðnýjar: Ingv- ar, f. 16.6.1952, heilsugæslulæknir á Akureyri, kvæntur Guðrúnu Bald- ursdóttur sjúkraliða, þau eiga fiögur börn; Þóra, f. 14.7.1954, sjúkraþjálf- ari í Þórshöfn í Færeyjum, gift Martin Næs, yfirlandsbókaverði Færeyja, þau eiga þrjú börn; Hólm- fríður, f. 6.11.1966, óbóleikari við Sinfóníuhljómsveit íslands, sambýl- ismaður hennar er Darren Ston- ham, hljóðfæraleikari. Sonur Þór- odds: Þóroddur, f. 28.1.1950, jarð- fræðingur hjá skipulagsstjóra ríkis- ins, kvæntur Sigríði Friðgeirsdótt- ur, starfsmanni Landsbankans, þau eigatværdætur. Systkini Þórodds: Árni, f. 26.9. 1916, bústjóri á Skógum undir Eyja- fiöllum og síðar erindreki Stéttar- sambands bænda, búsettur í Kópa- vogi, kvæntur Jóhönnu Ingvars- dóttur, þau eiga tvo syni; Helgi, f. 8.2.1922, bóndi á Grænavatni í Mý- vatnssveit, kvæntur Steingerði Sól- veigu Jónsdóttur húsmóður, þau eiga fióra syni; Jakobína, f. 26.3. 1927, húsfreyja á Hvanneyri í Borg- arfirði, gift Trausta Eyjólfssyni, kennara á Hvanneyri, þau eiga átta börn; Kristín, f. 26.3.1927, fyrrver- andi skrifstofustúlka hjá Kísiliðj- unni hf., nú búsett á Akureyri. Foreldrar Þórodds: Jónas Helga- son, f. 6.9.1887, d. 1970, b., hrepp- stjóri og söngstjóri á Grænavatni, og kona hans, Hólmfríður Þórðar- dóttir, f. 11.5.1890, d. 1980, húsfreyja. Ætt Jónas var sonur Helga, hrepp- stjóra á Grænavatni, bróður Árna, prófasts á Skútustöðum, föður Gunnars, sóknarprests í Kópavogi, og Ingu, móður Þórs Vilhjálmssonar hæstaréttardómara og séra Auðar Eir, móður prestanna Döllu og Yrsu Þórðardætra. Helgi var einnig bróð- ir Sigurðar, ráðherra á Ystafelli, afa Sigurðar Þingeyings sundkappa. Þá var Helgi bróðir Hjálmars, afa Magnúsar Torfasonar hæstaréttar- dómara, Hjálmars gullsmiðs og Ás- geirs útskurðarmeistara. Helgi var Þóroddur Jónasson. sonur Jóns Árnasonar. Móðir Jón- asar var Kristín Jónsdóttir, systir Þóru, móður Jóns Gauta sem var oddviti Mývetninga í fiörutíu og sjö ár. Önnur systir Kristínar var Guðný, móðir Jóns, sýslumanns í Borgamesi, og Kristjáns, sýslu- manns í Stykkishólmi, Steingríms- sona. Kristin var dóttir Jóns Jónas- sonar, b. á Grænavatni. Hólmfríður var systir Erlends, prests í Odda á Rangárvöllum. Hólmfríður var dóttir Þórðar, b. í Svartárkoti, Flóventssonar og Jak- obínu Jóhannsdóttur. 63 27 OO markaðstorg tækifæranna Til hamingju með afmælið 1. september 90 ára Einar Gíslason, Fannborg 7, Kópavogi. 85 ára Kristjana Guðmundsdóttir, Bræðraborgarstíg 18, Reykjavík. 80ára Ásta Laufey Gunnarsdóttir, Litlagerði 14, Hvolsvelli. Eiginmaður hennar er Sigurþór Sæmundsson. Þau taka á móti gestum í félags- heimilinu Hvoli á Hvolsvelli laugardaginn 3. september frá kl. 14-17. 70ára Anton Lindal Friðriksson, Efstasundi 70, Reykjavík. Sigfús Jóhannesson, Tjarnargötu 36, Keflavik. Haukur Sigtry ggsson, Ennisbraut8, Ólafsvík. 60ára Kjartan Sóiberg Júlíusson, Sogavegi 131, Reykjavík. Skarphéðinn Lýðsson, Gaukshólum 2, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum á heimili sínu föstudaginn 2. sept- ember. Sigríður Baehmann, Þorsteinsgötu 6, Borgarnesi. Geir Garðarsson, Blikanesil7, Garðabæ. 50ára Stefán Óskarsson, Glerárgötu 14, Akureyri. Katrín Óskarsdóttir, Grjótaseli 16, Revkjavík. Eiginmaður hennarer GunnarAlex- andersson. Þautakaámóti gestumáheim- ilisínufrákl. 17-19 ídag. Ingibjörg Pétursdóttir, Rjúpufelli 35, Reykjavík. Margrét Hj altadóttir, Hrauntungu 50, Kópavogi. Kristján Beek, Kópavogsbraut 89, Kópavogi. 40ára Sigrún Erla Pálmadóttir, HlíðarvegilO, Súgandafirði. Særún Helgadóttir, Búðabraut 10, Búöardal. Bjarni Harðarson, Hraunbæ 182, Reykjavík. SigurveigH. Sigurðardóttir, Brekkutúni 7, Kópavogi. Guðftnnur Ólafsson, Keilufelli 26, Reykjavík. Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Spóahólum 6, Reykjavík. Elvi Baldursdóttir, Nýbýlavegi 82, Kópavogi. Guðríður Vilbertsdóttir, KirHjubraut 30, Njarðvík. Ragnheiður H. Halldórsdóttir, Víkurtúni 5, Hólmavik. Valtýr Friðgeir Valtýsson, Tiamarási 15, Stýkkishólmi. Jenný Guðbj. Sigurbjörnsdóttir, Engihjalla 3, Kópavogi. Ægir Vopni Ármannsson, Fannafold 164, Reykjavík. Sveinn IngiÓlafsson, Hálsaseli 40, Reykjavík. Erla Björk Ólafsdóttir, Holtabraut 2, Blönduósi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.